Dagblaðið - 31.10.1980, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 31.10.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1980. 3 Stefnuljós lítið notuð Spurning dagsins —taka þarf strangt á þeim sem ekki sýna stefnuljós Áður hefur verið minnzt á í þessum pistlum mínum hve mikil brögð eru að þvi að ökumenn noti lítið stefnuljós í akstri sinum um bæinn. Einu sinni á árí eru þessi stefnuljós athuguð um leið og bif- reiðar eru skoðaðar og er það látið nægja. Que vadis, eða eins og það heitir á íslenzku máli, hvert ætlar þú? Þarna liggur hundurinn grafmn, að mínu viti. Menn eiga að segja til um með stefnuljósi hvað þeir ætla sér að gera, en því miður vill það oft verða þannig að ökumenn gefa fyrst stefnuljós um leið og þeir beygja ef þeir þá setja stefnuljósyfirleitt á. Que vadis, „hvert ætlar þú?” þarf því að upplýsast áður en ökutæki beygir til hægri eða vinstri, en ekki um leið og beygt er. Þessi litla tillitssemi í umferðinni hjálpar mikið til að gera umferðina liprari og um leið öruggari. Erlendis er það talin sjálfsögð skylda að nota stefnuljósin og er Notkun stefnuljósa gerír umferðina liprarí og öruggari, segir Siggi flug. misnotkun þeirra talin afar hættuleg. Það vita þeir sem ekið hafa erlendis í geysilegri umferð. Það er oft verið að sekta menn fyrir of hraðan akstur og er hann vitanlega hættulegur. Ég held nú að of mikið sé gert úr þessu í umferðinni og um of einblínt á þennan ógnar- hraða, sem virðist vera kominn á heilann á þessum umferðarlögreglu- þjónum, sem beita sér um of að þessu eina atriði í umferðinni. Ég held að það eigi að taka afar strangt á þeim, sem ekki sýna stefnuljós og eins eigi að sekta þá er í tíma og ótíma eru að skipta um akrein og láta þá um leið stefnuljósin eiga sig, sem er stórhættulegt í umferðinni. Mér datt þetta (syona) i hug. Siggi flug 7877-8083. Aðvörun! Hættulegt sælgæti! brjóstsykur Vilhjálmur Kjartansson, Njörva- sundi 4 Rvík, skrifar: Fyrir fáum dögum keypti ég með- fylgjandi hörpudisk sem sælgæti í biðskýlinu á horni Grensásvegar og Sogavegar. Hélt ég að hann væri úr marsipani eða öðru ætilegu. Hann var fylltur með brjóstsykri sem var steyptur fastur í honum. Kom í ljós að börnum er eðlilegast að setja hörpudiskinn upp i sig til að sjúga brjóstsykurinn úr honum. Sonur minn fór að kvarta undan því að rendurnar særðu hann í munn- vikin. Fór ég þá að hugsa um hvað gæti gerzt ef þetta hrykki ofan í börn eða fullorðna. Reynið að gera ykkur í hugarlund, hvernig gengi að ná þessu upp aftur ef það sæti ofan í koki, trúlegast með kúptu hliðina niður og tennt röndin skærist inn í holdið! Lögunin og stærðin eru líka fólk við þessari hættu, sérstaklega þannig að ég tel mikla hættu á að þegar börn eiga í hlut. Ekki væri úr þetta geti hrokkið ofan í fólk. vegi að hafa upp á framleiðandanum Ég treysti ykkur til þess að vara og koma ábendingum til hans. ^ikmerískir^ Skelin sem brjóstsykurinn e.r steyptur í er ór plasti. DB-mynd Gunnar Örn. Lítill og nota- legur Sælkeri skrifar: Á undanförnum mánuðum hefur það færzt mjög í vöxt að skrifað er um veitingastaði í borginni og utan hennar og þeim gefnar einkunnir fyrir mat, þjónustu o. fl. Einn er sá staður sem ekkert hefur verið skrifaðum, eftir því sem ég bezt veit. Heitir þessi staður Fjarkinn. Er þetta lítill og notalegur veitinga- staður sem er til húsa i Austurstræd 4, Reykjavík. Sá sem þetta skrifar hefur starfað i miðborginni í allmörg ár og oft snætt á þessum stað og ávallt verið ánægður. Það sem Fjarkinn býður upp á er ekki fjölbreytt en það er gott. Ameríska matarkynningin á Esjubergi nýtur mikilla vinsælda, henni lýkur sunnudagskvöld, annan nóvember. Við bjóðum fjölbreytta, ameriska rétti á hlaðborói. Heilsteiktur nautahryggur með ferskum maís og bökuðum kartöflum. Prim Rib of Beef, with fresh com and baked potatoes. Körfukjúklingur Southern fried Chicken. Reykt svínalæri Smoked leg of pork — ham. Eplakaka með þeyttum rjóma Apple pie with whipped cream. 10 teg. salöt — ten different salads. Heilsteikt svínalæri. Roast leg of pork. Hamborgarar Hamburgers. Salad bar. Er rótt að veita feðrum fæðingar- orlof? Ragnar Ingi Aðalsleinsson kennarí: Já, já. Við skulum bara veita þeim fæðingarorlof. Karl Karlsson, vinnur hjá RKÍ: Það er sjálfsagt að veita feðrum fæðingaror- lof, er ekki jafnrétti? Kristín Guðmundsdóttir nemi: Já, alveg hiklaust. Jón Guðmundsson verkamaður: Já, einn mánuð endilega. Sólveig Asbjamardóttir: Já, mér finnst þeir eigi að umgangast börn sin alveg frá fæðingu, eins og móðirin. Bryndis Ziemsen nemi: Já, já, já. Mér fínnst þaö alveg sjálfsagt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.