Dagblaðið - 31.10.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1980.
%
II
orðuð þannig, hvort orðstír atvinnu-
lífsins væri vafasamari nú en nokkru
sinni áður, eða þá að fullyrt var að
svo væri, þá voru konurnar ákveðn-
ari í afstöðu sinni og jafnframt voru
konurnar einstrengingslegri en karl-
ar.
Hlutfallslegur meirihluti fyrir þvi
að ríkið hafi meira eftirlit með at-
vinnulífinu en gert er sýnir fram á
mikinn skoðanamun meðal danskra
þegna. í hópi þeirra sem telja aukið
eftirlit nauðsynlegt eru flestir þeirra
sem stunda nám, verkamenn og aðrir
launþegar. í hópi þeirra sem andvígir
eru auknu eftirliti með atvinnulífi eru
sjálfstæðir atvinnurekendur fjöl-
mennastir og auk þess þeir sem vinna
hjá sér sjálfum á ýmsan hátt. Þarf
þessi niðurstaða i sjálfu sér ekki að
koma neinum á óvart.
Nokkur huggun hlýtur það að vera
fyrir talsmenn dansks atvinnulífs á
einkafyrirtækjagrundvelli að 37%
þfeirra sem spurðir voru telja að í
Heild sinni séu slikir atvinnurekendur
heiðarlegir og vilji vel. Hins vegar
telur fólk að einstakir eigendur at-
vinnufyrirtækja setji svartan blett á
atvinnulifíð í heild og skemmi út frá
sér. Auk þess segjast 28% aðspurðra
vera sammála því að hluta að megin-
hluti atvinnurekenda væri yfirleitt
heiðarlegir menn. Aðeins níu af
hundraði þeirra sem spurðir voru
telja sig vera ósammála þessu.
Ljóst er að um þessar mundir.
hlýtur að vera hlutfallsiega stór hluti
dansks almennings sem hefur vantrú
á atvinnulífi landsins. Kemur það til
af því að atvinnuleysi hefur aldrei
veríð meira i Danmörku en nú síðan á
Skipasmfðastöð Burmeister og Wain var eitt sinn helzta stolt á sviði skipa- og stáliðnaðar. Mjög hefur hins vegar hallað
undan fæti hjá B&W á undanförnum árum. Mál Jan Bonde Nielsen forstjóra sem hefur veríð sakaður um margs konar svik
og pretti hefur heldur ekki orðið til að auka orðstir fyrirtækisins.
kreppuárunum fyrir siðari heims-
stýrjöldina. Efnahagssamdráttur er
einnig verulegur og rauntekjur þeirra
sem hafa atvinnu hafa lækkað veru-
lega. Sparnaður á félagslega sviðinu
er einnig nokkur og mikill sparnaðar-
hugur í flestum þeirra sem einhverju
ráða í þeim efnum hvort svo sem þeir
starfa hjá einkafyrirtækjum eða hinu
opinbera.
Nýlega hefur verið upplýst að
kaupmáttur launa í Danmörku hafi
rýrnað um tiu af hundraði á síðasta
einu og hálfu ári. Litlar líkur eru
taldar á því að atvinnuleysi minnki til
muna fyrr en undir lok næsta árs.
Þrátt fyrir þetta hefur í sparnaðar-
skyni verið dregið nokkuð úr at-
vinnuleysisbótum og reglur um út-
hlutun þeirra hertar. Að venju mun
þetta koma harðast niður á þeim
yngstu á atvinnumarkaðinum. Þeir
eru hlutfallslega stærsti hópurinn
meðal atvinnulausra í og með vegna
þess að ófaglærðir eru hlutfallslega
flestirmeðalþeirra.
Þrátt fyrir að minnihlutastjórn
jafnaðarmanna sitji í Danmörku
undir forustu Anker Jörgensen hafa
ýmis sparnaðar- og samdráttarlög
komizt klakklaust gegnum þing
landsins. Svo virðist sem enga stjórn-
málaflokka langi ýkja mikið í ráð-
herrastóla í Danaveldi eins og ástand-
ið er þar.
Meira að segja danska Alþýðusam-
bandið — heildarsamtök danskra
launþega — hefur ekki treyst sér til
annars en að fallast á efnahagsað-
gerðir ríkisstjórnarinnar þó svo að
þær hljóti að koma mjög hart niður á
launþegum.
..............
0 „En hér vestan tjalds var ekki aðeins við
að glíma einn brontósár eins og Jón
Múla, sem dáði og elskaði þennan austræna
harðstjóra og morðingja.”
að Alþýðubandalagsmennirnir sem
nú sitja í ríkisstjórn, séu orðnir í raun
svo hallir undir Atlantshafsbandalag
og hernámsstöðina í Keflavík, að þeir
séu fullkomlega samábyrgir um þá
aðstöðu alla. Hvað sem þeir þvæla
um þetta, hvað sem þeir beita sak-
leysingjum herstöðvaandstæðinga
fyrir sig, þá meina þeir ekkert með
þessu. Það er heldur engin tilviljun
hvað andóf herstöðvaandstæðinga er
nú orðið slappt upp á síðkastið. Það
stafar einfaldlega af því að meðan
ráðherrar Alþýðubandalagsins sitja í
stjóm, njóta þeir einskis raunsæs
stuðnings frá þeim flokki. Flokksvél
Alþýðubandalagsins leggst undir
niðri stöðugt gegn þeim, vill bara fá
að nota hina ungu menn sem falska
áróðursmaskínu.
í ríkisstjórn ber Alþýðubandalagið
til dæmis fullkomna ábyrgð á því að
mikilvægi hernámsstöðvarinnar í
Keflavik hefur stóraukist með stjórn-
stöðvarflugvélunum. Og eftirtektar-
vert er hvað allt blaðrið í Ólafí
Ragnari Grímssyni um kjarnorku-
geymslu í Keflavík fékk brattan og
skyndilegan endi. Allt var það ekkert
annað en innantómt blaður og virðist
hafa verið kippt í spottann frá æðri
stöðum svo að nú þegir þessi kjaft-
askur þunnu hljóði. Alþýðubanda-
lagið er líka orðið fullkomlega sam-
sekt hinum hernámsflokkunum um
að atvinniiástand á Suðurnesjum er
nú orðið slíkt að ibúar þar verða að
lifa á snöpum frá hernámsliðinu. Þá
er furðulegt að sjá nú fyrir nokkrum
dögum fagnandi fyrirsögn í Þjóðvilj-
anum um að teikningar að nýju flug-
stöðvarbyggingunni séu tilbúnar og
því hægt að fara aftur að vinna fyrir
ameriskt hernámsfé. Og Alþýðu-
bandalagsráðherrarnir bera alveg
eins og hinir fullkomna ábyrgð á
þeim stórfelldu olíugeymafram-
kvæmdum sem nú er verið að undir-
búa í Helguvík. Þaö er ekkert annað
en blekkingakjaftæði, þegar þeir
þykjast sem ráðherrar geta verið al-
gerlega stikkfríir í slíku stórmáli. Það
er að vísu, rétt að Suðurnesjamenn
munu geta lifað flott af milljarða her-
mangsfé þessu í þrjú til fjögur ár og
Framsóknartengslin í SÍS munu sjálf-
sagt græða duglegan skilding. En hitt
er alvarlegra að allar Ukur benda til
þess að þegar þeim milljarðafram-
kvæmdum lýkur verði mestöll venju-
leg heilbrigði atvinnustarfsemi á
Suðumesjum lögð í rúst.
Ég rek þetta hér lauslega til að sýna
alla hræsnina í Alþýðubandalags-
'mönnum, sem þykjast vera einhverjir
andstæðingar Atlantshafsbandalags-
ins, en eru svo eins og allir hinir
flokkarnir ábyrgir fyrir öllu her-
manginu og hernámssnapinu. Allt
þeirra mærðartal er ekki annað en
innantómt fals og blekking og þeir
eru fyrir löngu orðinn gerspilltur her-
námsflokkur.
Fyrir nokkrum árum byggði ég
vonir mínar um að við mættum verða
lausir við hernámsstöðina á þeirri
slökun sem þá var að hefjast i al-
þjóðamálum. Þetta var mér svo ein-
læg von og óskhyggja að hún risti ef
satt skal segja djúpt í sálarlífi mínu. í
einlægri óskhyggju minni, sem kann-
ski byggðist meira á einlægum til-
finningum en mannbrekkuviti, sem
ég hef vist ekki of mikið til að bera,
hélt ég satt að segja eftir Helsinkisátt-
málann, að á nokkrum árum myndi
heimurinn breytast svo, þar sem
drægi úr fáránlegri spennu milli
þjóða, að við gætum kannski eftir
fimm ár farið að liða Atlantshafs-
bandalagið í sundur og losa okkur
við hernámssmánina i Keflavík. Við
gætum aftur risið upp sem frjáls og
óháð þjóð.
Því miður hafa þessir draumar
ekki ræst. Þó ég geri mig sekan um
að vilja enn halda í draumsýnina, þá
verð ég innra með mér að viðurkenna
með klökkum huga, að vonirnar hafa
brostið. Ég dreg ekki dul á það að ég
skelli hér verulega skuldinni á Sovét-
ríkin. Það er ekki ósanngjarnt né
rangt að halda því fram, að þau hafí
hreinlega svikið gerða samninga, en
hitt er annað mál, að samfélag þeirra
er svo harðsoðið, að kannski var
aldrei von um að þeir gætu staðið við
loforð sín um að koma á frjálsri
skoðanamyndun og yfirhöfuð and-
legu frelsi í ríki sínu.
En ég kenni fleirum um. Þeir sem
bera hvað hryllilegasta sök á þessum
mistökum eru þeir menn á Vestur-
löndum, sem enn halda áfram í miklu
ljótari og hættulegri draum, það er
hinn blóðuga draum um alheimsríki
kommúnismans, sem virðist grassera
í sumum mönnum, hversu mikil fjar-
stæða sem það er. Ein meginforsend-
an fyrir því að hægt sé að slaka á
spennu og losa sig við hernaðar-
bandalög er að við getum verið lausir
við geðveikisleg sjónarmið slíkra
manna. En þvi miður, við höfum nú
sem þjóð í heild upplifað þá hrylli-
legu stund að sjá draug Brontósárus-
mennisins Jóns Múla koma fram í
sjónvarpi og bera blak af og dýrka og
dásama hinn hryllilega morðingja
Stalín. Við höfum fengið fyrir hjart-
að að sjá brontósárusinn bera blak af
hryllilegri valdbeitingu Rússa í
Afganistan. Þetta Asíuríki er að vísu
fjarlægt, en af orðum brontósáruss-
ins með jassröddina mátti svo sem
skilja að hann myndi ekki síður dá
það ef Rússar kæmu hingað til að
frelsa okkar vesæla kalda land undan
vestrænu heimsvaldasinnunum. öll
framkoma jassmeistarans var svo
furðuleg að áhorfendur hlutu að taka
andköf af undrun. Hvernig vogar
þessi brontósárusskepna sér aö halda
uppi frammi fyrir íslenskri alþjóð
lofgerðarrollu um fjöldamorðingja
eins og Stalín og dásama síöustu
manndráp þeirra i fjarlægu landi,
sem gæti eins verið fsland. Nú, Jón
Múli má svo sem vera hvernig sem
honum sýnist innanbrjósts, og kann-
ski er hann ekki frekar en ég nein
mannvitsbrekka.
En sjáum nú hvernig hinn raun-
verulega gáfaði skriffinnur Þjóðvilj-
ans tekur í þetta. f árásargrein sinni á
mig rifjar hann það upp að hér áður
fyrr hafí ég og fleiri flaggað með
Rússagrýlunni. Það má líka vel vera,
að í gáfnaskorti mínum hafi ég gert
það um of. En ég vil nú beina máli
mínu til hins unga fólks, sem man
ekki eftir þeim atburðum, þegar við
gengum í Atlantshafsbandalagið.
Hugsið um það, unga frjálshuga og
róttæka fólk, hvernig ástandið var
þegar við gengum í Nató. Fyrir
austan járntjaldið sat geðveikur
fjöldamorðingi eins og Stalín að
völdum. En hér vestan tjalds var ekki
aðeins við að glíma einn brontósár
eins og Jón Múla, sem dáði og elsk-
aði þennan austræna harðstjóra og
morðingja. Athugið það, unga fólk,
að svona voru Alþýðubandalags-
menn þess tima allir. Það er alveg
ótrúleg aðdáunin frá þessum tíma á
frelsisríki sósialismans í Austri,
roðinn í austri ó.s.frv. Og ef ég má
verja okkur, sem hölluðumst á hina
sveifina, þá hljótið þið að sjá, að við
vorum hreinlega neyddir til þess,
vegna allra brontósáranna, sem þá
voru ekki steingerð fornaldardýr
heldur eins og glefsandi úlfar allt í
kringum okkur.
Svo segir Árni Bergmann í árásar-
grein á mig, að við höfum flaggað
Rússagrýlu. En hvernig var þessi
grýla, og var hún nokkur grýla? Var
hún ekki bara raunsæ mynd af
ástandinu fyrir austan tjald? Hefur
ekki hver atburðurinn á fætur öðrum
leitt í Ijós sífelldan ofbeldishugsunar-
hátt og hervaldsbeitingu Rússa?
Hvernig list ykkur, unga fólk, á at-
buröina í Afganistan eða hvernig iist
islenskum verkalýð á atburðina í Pól-
landi, þar sem pólskur verkalýður á
stöðugt undir högg að sækja aö mega
fullnægja þeim frumatriðum að
mega stofna frjálst verkalýðsfélag?
Slæmt er ástandið i Póllandi, en þaö
varpar um leið ljósi yfir ástandið í
hinum sósíalistaríkjunum. Þar er
ekki einu sinni deilt um að stofna
megi frjáls verkalýðsfélög. Það
kemur ekki einu sinni til mála. Þaö er
engin Rússagrýla að verkalýösfélög
eru handbendi rikisatvinnurekand-
............... — .
ans. Og hugleiðið það að í áratugi
hefur Alþýðubandalagið lýst verka-
lýðsfélögum Sovétríkjanna sem hinu
lýsandi fordæmi.
Árni Bergmann gaf út í fyrra stór-
kostlega en átakanlega bók, sem inni-
heldur þá æðislegustu Rússagrýlulýs-
ingar sem ég hef lesið. Hún sýndi
hrikalegt samfélag ofbeldis og ótta,
með andlegri kúgun og kynþáttafor-
dómum og kvennakúgun. Svo kemur
hann nú og gefur í skyn að ég hafi
veifað Rússagrýlu. Hverskonar óheil-
indi og sálarklofningur er þetta? Ég
viðurkenni að ég er enginn gáfu-
maður og viðurkenni hinsvegar að
Árni Bergmann er búinn miklu
skarpari og betri gáfum en ég, og þar
að auki með fagurlega gljáandi bón-
aðan eggjaskalla, sem fer honum vel
og gerir hann gáfulegan, meöan ég er
með hálfgerðan úfinn og heimskuleg-
an nautshaus. En þrátt fyrir það að
ég viðurkenni gáfur hans, þá er ég al-
veg undrandi yfir þvi hverskonar sál-
sýkisleg hugklofning hrærist undir
höfuðskel hans. Hver er með Rússa-
grýlu og hvað er Rússagrýla annað en
sannleikurinn i bók Árna Bergmanns
sjálfs.
En fyrir unga fólkið sem í hugsjón
vill berjast fyrir brottför hernáms-
liðsins vildi ég aðeins leggja áherslu á
tviskinnunginn í Alþýöubandalaginu,
sem er ekkert að marka lengur, því
það er fullkomlega samsekt um her-
námið. Mér virðist líka í hæsta máta
vafasamt að hægt sé að berjast móti
hernámsliðinu i anda sósialismans.
Þessu valda bæði hinar sifelldu fals-
anir og blekkingar hjá Alþýðubanda-
laginu, sem ekkert hugsar um annað
en áróðurinn. En auk þess má benda
á þá merkilegu staðreynd, að kín-
verska marxistastjórnin var jafnvel
meðan Maó var á lífi og enn fremur
nú ákveðinn hvetjandi og stuðnings-
flokkur Atlantshafsbandalagsins.
Hvernig getur þá sósialisti sem horfir
til Rússlands og Kína til skiptis, tekið
nokkra heiðarlega ákvörðun?
Ég tel aö andóf okkar og barátta
gegn bandaríska hernáminu eigi ekki
aö byggja á hinum fölsku og yfir-
borðskenndu sósíalistakenningum,
heldur á sambandi okkar, sögulegri
tilheyrslu okkar við þetta kalda land,
sem við eigum að elska og ekki að
svína út með útlendum herstígvélum.
Losið ykkur við blekkingar falsspá-
mannanna!
Þorsteinn Thorarensen.
£ „Ég er farinn aö undrast og álasa
/ Alþýðubandalaginu fyrir það sem ég get
kallað fylgispekt og stuðning við hernámslið
og hernámshugsunarhátt í Keflavík.”