Dagblaðið - 24.11.1980, Síða 8
8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1980.
Eslent Erlent Erlent
Miklir jarðskjálftará Suðurítalíu:
Kirkjan hrundi
ímidrimessu
—Tugir manna látnir og mörg hundruð særðir
Góðar fréttir
frá
Þetta er nýja FUJICA STX-1 Ijósmyndavélin. Vönduö
„reflex" Ijósmyndavél meö innbyggöum Ijósmæli.
FUJICA STX-1 er sterkbyggö og einföld í notkun.
Skiptanleg linsa, - ný „bayonet" linsufesting. Úrval
fylgihluta.
Vegna innkaupa beint frá Japan getum viö boöiö
FUJICA STX-1 á aöeins
Kr. 187.790 Nýkr. 1877,90
sem er mun lægra verö en nokkur önnur sambærileg
Ijósmyndavél fæst fýrir.
Líttu inn og kynntu þér nýju FUJICA STX-1, - þaö
borgar sig.
LJÓSMYNDAVÖRUVERZLUNIN
AMATÖR
Laugavegi 55
simi 12630
1
Björgunarsveitir leituðu í nótt að
fórnarlömbum mjög öflugs jarð-
skjálfta sem varð á Suður-italiu í gær-
kvöld. í morgun var ekki orðið ljóst
hve mörg fórnarlömb jarðskjálftans
höfðu orðið en talsmaður stjómvalda
sagði: „Það eru að minnsta kosti sextíu
látnir og hundruð manna særðir og
eigaeftir að veröa fleiri.”
Upptök jarðskjálftans virðast hafa
verið í fjallahéraðinu Potenza þar sem
sjúkrahús voru orðin troðfull af særðu
fólki, sem slasazt hafði á einn eða
annan háttí jarðskjálftanum. Þúsundir
manna flúðu út á götur i skelfingu og
lögreglan bað um blóðgjafir og tjöld.
Alls varð vart sjö jarðskjálfta á
Suður-Ítalíu í gærkvöldi og mældist sá
sterkasti 6,8 gráður á Richterskvarða.
Hann fannst um alla Ítalíu.
Talsmenn sjúkrahússins f Potenza
sögðust óttast mjög alvarlegar afleiö-
ingar jarðskjálftans í Balvano, sem er
lítill bær fjörutíu kílómetrum fyrir
vestan Potenza.
„Aðstæður hér eru skelfilegar,”
sagði lögregluforingi í Balvano, sem
ítölsku fréttastofunni Ansa tókst að ná
simasambandi við. „Það voru hundr-
uð manna, þar á meðal börn, við
sunnudagsguösþjónustu i kirkjunni
þegar hún hrundi. Við leggjum okkur
alla fram en það sker hjarta manns að
sjá sundurkramda líkama hinna látnu
og særðu,” sagði hann.
Lögreglan í Potenza sagði að svo
virtist sem helmingur húsanna í Bal-
vano hefðu eyðilagzt. Innanrikisráð-
herra ftalíu, Emilio Colombo, hélt til
Potenza strax að loknum viðræðum
sem hann átti við Margaret Thatcher,
forsætisráðherra Bretlands, sem nú er í
opinberri heimsókn á Ítalíu.
REUTER
Afganistan:
Stórsókn
Rússa
Að sögn brezku útvarpsstöðvarinnar
BBC hafa Sovétmenn nú hafið stór-
sókn í Afganistan, þá mestu sem um
getur síðan íhlutun þeirra í landinu
hófst. Kabul útvarpið greindi frá því í
gærkvöldi að „heræfingum” yrði
haldið áfram í fjórum héruðum Afgan-
istan. Samkvæmt indverskum heimild-
um eiga Sovétmenn i hörðum bardaga
við uppreisnarmenn í tveimur af þess-
um héruðum, Nangahar og Parwan.
Bremsu- -
klossar
Og
borðar
I
flestaH®
Límum og rennum
diska og skálar
Límum á kúplingsdiska o. fl.
©
Qlímingar sf
Ármúla 22
Símar 84330 og 84181
Walesa og félagar hans i hinu sjálfstæðu verkalýðsfélögum hafa enn einu
sinni sett stjórnvöldum Póllands úrslitakosti.
Verkamenn hóta
stjómvöldum
Samtök hinna sjálfstæðu pólsku
verkalýðsfélaga hafa sett stjórnvöldum
landsins úrslitakosti: Krefjast félögin
þess að prentari úr samtökum þeirra,
sem handtekinn var síðastliðinn föstu-
dag, verði látinn laus fyrir miðjan dag í
dag eða að ríkissaksóknari Póllands
mæti á fund verkarhanna og útskýri
handtöku prentarans. „Verkamenn-
irnir munu þá taka ákvörðun um til
hvaöa aðgerða skuli gripið,” sagði einn
talsmanna hinna sjálfstæðu verkalýðs-
samtaka.
Virðist nú sem átök verkamanna og
stjórnvalda fari harðnandi á ný í Pól-
landi auk þess sem Lech Walesa, leið-
togi hinna sjálfstæðu verkalýðssam-
taka, hefur verið gagnrýndur mjög
harðlega i tékkneskum og austur-þýzk-
um fjölmiðlum um helgina. Var hann
þar kallaður and-kommúnisti og and-
stæðingur slökunarstefnunnar.
‘i*
Handunninn
matarsett
tesett
kaffisett
HÚFÐABAKKA 9
JU SÍMI85411
WM~
[ITOfiW TtfwH
Réttarhöldin íPeking:
„ÉG HLÝDDf
LIN «40"
Sérstakur dómstóll í Peking hóf um
helgina yfirheyrslur í máli Wu Faxian,
fyrrum herforingja í flughernum.
Hann er einn fimm háttsettra herfor-
ingja sem gefið er að sök að hafa ætlað
að myrða Maó Tsetung og gera bylt-
ingu í Kínaárið 1971.
Athygli vakti, að bæði í dagblaði í
Peking og útvarpi voru stuðningsmenn
fjórmenningaklíkunnar varaðir við að
reyna að spilla réttarhöldunum.
Stutt mynd var sýnd frá réttarhöld-
unum í sjónvarpi og þar kom fram að
Wu mælti kröftuglega fyrir vörn sinni.
Eina setningin frá honum sem náði að
yfirgnæfa rödd þulsins var: „Ég hlýddi
því sem Lin Biao sagði mér að gera.”
Fyrir tveimur dögum hafði Dagblað al-
þýðunnar í Peking eftir honum: „Mér
eru glæpir mínir fullkomlega ijósir og
ákæran er byggð á staðreyndum. Hún
er mjög sanngjörn og nefnir þá sem
hlut áttu að máli.” Afstaða Wus virðist
hafa orðið þess valdandi að hann er
yfirheyrður fyrstur sakborninganna.
Ceausescu Rúmeniuforseti var siðasti útlendingurinn sem boðið var upp á
áfengi í opinberri veizlu i Noregi.
CEAUSESCU FÉKK
SÍDASTA S0PANN
Norska ríkisstjórnin hefur nú ákveð-
ið að hætta að veita áfengi í opin-
berum veizlum. Norðmenn hafa ákveð-
ið að feta í fótspor Svía í þessum
efnum og veita aðeins' létt vin í veizlum
á vegum rikisstjórnarinnar. Siðasti
útlendi gesturinn sem fékk veitingar af
sterkara taginu var Ceausescu
Rúmeníuforseti sem var á ferð um
Norðurlönd í síðustu viku.
Með þessari ákvörðun sinni vill ríkis-
stjórnin ganga á undan með góðu for-
dæmi í baráttunni við áfengisbölið.