Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 24.11.1980, Qupperneq 11

Dagblaðið - 24.11.1980, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1980. I Erlent Erlent Erlent Erlent I Oriana Fallaci, blaðakonan fræga, sem rœtt hefur við Khomeini, Kissinger og aðra valdhafa: Elskaði grísku andspymu- hetjuna Panagoulis — og hefur nú ritað bók um þriggja ára samband þeirra Alexander Panagoulis var grísk and- spyrnuhreyfingarhetja sem árið 1968 reyndi að sprengja toppfígúruna í grísku herforingjastjórninni, Papado- poulos, i loft upp. Það mistókst og Panagoulis hafnaði' i miður vistlegri dýflissu þar sem hann var pyntaður á margvíslegan hátt. Meðal annars var bandprjónum stungið upp í þvaggöng hans og rafskaut tengd við kynfærin. Hann hafði hlotið dauðadóm en var náðaður við stjórnarskipti eftir fimm ára fangavist, árið 1973. Meðal þeirra blaðamanna, sem þá liggja á banabeði og ég yrði að koma strax. Ég steig upp í flugvél og það verður víst að viðurkennast að þá þegar var Amor eitthvað kominn i spilið. Þegar ég kem á spítalann liggur hann þar, í rúminu og virðist að bana kom- inn. En allt í einu sprettur hann upp með kamapavínsflösku. Hann hafði leikið á mig. Og mér var ekki undan- komu auðið.” Þetta var upphafið að ástarævintýri sem stóð í þrjú ár, eða þangað til Pana- goulis var komið fyrir kattarnef af póli- tískum andstæðingum i meintu bílslysi Oriana Faliaci og Alexander Panagoulis: hetjudýrkendur sem elskuðu hvort annað. höfðu viðtal við hann, var Oriana Fallaci. ,,Ég fann strax einhverja spennu milli min og hans,” sagði hún síðar, ,',en ég hugsaði með sjálfri mér. Þetta er hættulegt. Varaðu þig, Oriana!” Þóttist vera að deyja „Fljótlega eftir aðég komafturheim til Rómar,” hélt Oriana áfram, ,,fékk ég skeyti frá honum. Hann sagðist við bensínstöð í Aþenu árið 1976. Oriana gat ekki gleymt honum og í fyrra sendi hún frá sér bók, eins konar heimildaskáldsögu i formi eins og helj- arlangt sendibréf sem er um leið óður til hinnar látnu hetju. Bókin heitir Un Uomo og er nú komin út á ensku undir nafninu A man, sem útleggst Karl- menni. Þegar óg sá hvað hann varð hræddur ... ,,Á okkar fyrsta fundi sá ég í honum hetju,” segir hún. Og eins og við vitum hlýtur hetjusaga að fá sorglegan endi. „Hann var ekki mikið fyrir augað þá, horaður og gugginn eftir fangelsis- vistina. Svart yfirskeggið undirstrikaði fölvann á andlitinu. Annað augað var galöpið og hörkulegt, hitt hálflokað og blíðlegt. Hann gekk haltur eftir pynt- ingarnar og var meiddur á úlnliðunum. Seinna, eftir að ég hafði kynnzt honum, sá ég hvernig hann í hitasóttar- óráði endurlifði kvalirnar í fangelsinu. Ég breiddi faðminn móti honum og hann starði á mig í hyldjúpri skelfingu eins og ég væri fangavörðurinn, Theo- philoiannakos. Þá sá ég hvað hann gat orðið hræddur og það var þá sem ég fór raunverulega að elska hann, því ég er sjálf alltaf hrædd en neyði mig til að sýna hugrekki.” Það göfugasta: Pólitfk og ást ,,Bæði vorum við miklir hetjudýrk- endur,” segir Oriana, „og þess vegna elskuðum við hvort annað. Og við höfðum bæði sömu barnalegu hug- myndirnar um pólitík og ást. Þegar ég var þrettán ára sagði faðir minn mér að pólitík væri göfugasta viðfangsefni mannsandans. Seinna var mér sagt eitt- hvað álika um ástina.” Panagoulis freistaði gæfunnar í stjórnmálum síðustu æviárin, en það var fremur fnisheppnað. „Hann var fyrst og fremst hétja og hann vissi það sjálfur. Eins og hann sagði réttilega við samverkarriann úr andspyrnuhreyfingunni: „Þegar lýð- ræðið sigrar í Grikklandi verðum við atvinnulausir.” Oriana bætir við: „Hvað á hetja að gera á friðartímum? Fara á rjúpna- veiðar? Eða tefla skák? Þaðerekkert einfalt mál. Margar hetjur úr and- spyrnuhreyfingunni fóru að drekka þegar ekki reyndi á kjark þeirra lengur.” Vissi Oriana frá upphafi að endirinn yrði harmsögulegur? Það er ekki gott að segja. í bókinni A man rekur hún gamla arabiska sögu um það, hvernig enginn fær umflúið sitt skapadægur. Maður í Ispahan kom heim til sín og Peter Frampton missti hljóöfœrin í flugslysi Enska poppstjarnan Peter Framp- ton er aldeilis ekki feigur . . . enn að minnsta kosti. Nokkru eftir að hann sló í gegn með laginu Show Me The Way lenti hann í alvarfegu bílslysi og var í marga mánuði að ná sér líkam- lega og á annað ár andlega. Fyrir nokkrum dögum var siðan óttazt að hann hefði lent í flugslysi í Venezu- ela. í ljós kom við nánari eftir- grennslan að hann hafði ekki verið með í vélinni, en hins vegar eyðilögð- ust hljóðfæri hans og hljómsveitar hans að verðmæti um ellefu milljóna króna. Frampton og félagar áttu að leika skömmu síðar á miklum útihljóm- leikum i borginni San Juan. Þúsundir aðdáenda höfðu þegar keypt sér að- göngumiða og búazt hefði mátt við öllu illu ef hljómleikunum hefði verið aflýst. Hljómsveitin dreif sig því þegar í að útvega ný hljóðfæri og annan útbúnað. Sumt var keypt í Venezuela og annað sent með hraði frá Bandaríkjunum. Og sjá: það náðist að smala öllum hlutunum saman í tima og konsertinn var hald- inn. Peler Framplon lét sér ekki bregða þó afl hann missti öll hijóðfœrin sin í flugslysi. Hann hófst þegar handa við að smala saman nýjum og ekki féil úr einn einasti konsert á hljómleikaferðalagi hans um Mið> og Suður-Ameriku. DB-mynd: RagnarTh. Sigurðsson. sá dauðann standa fyrir utan. „Ég kom til að . . .” sagði dauðinn. Maðurinn heyrði ekki meira því í skelfingu stökk hann á bak fráasta reiðhesti sínum og þeysti dag og nótt í þrjá sólarhringa og var þá kominn til borgarinnar Samar- kand. (Báðar þessar borgir eru kunnar úr Þúsund og einni nótt.) Hann stanzaði fyrir rutan gistihús, varp öndinni léttar og hugði sig slopp- inn úr allri hættu. En þegar hann gekk inn kom enginn annar en dauðinn á TÉKKAR: Gkr.fyrir áramót- Nýkr. eftir áramót Það er áríðandi, að tékkar útgefnir í desember séu undantekningalaust í gömlum krónum. Eftir áramótin eiga allir tékkar að vera í nýjum krónum. Skrifaðu skýra dagsetningu, hafðu mánuðinn í bókstöfiim til öryggis. Einnig getur þú skrifað Gkr. fýrir framan fjárhæð á tékka fýrir áramót og Nýkr. fýrst eftir áramót. minni upphæóir-meira verógildi móti honum, ánægður á svip, og sagði: „Það var gott þú komst svona stund- víslega. Ég ætlaði einmitt að biðja þig aö hitta mig hér á þessari stundu, én í lspahan leyfðir þú mér ekki að ljúka setningunni.” Og kannske hefur Panagoulis fremur óskað að deyja eins og hetja heldur en lifa eins og meðalmenni. Og Oriana hefur séð til þess að hann yrði ekki huslaðurí kyrrþey. IHH 52.11 IGÖMLUM KRÓMJM, ÞÓIT ÞEIR GREIÐIST A MÆSTA ARI Almenningur er hvattur til þess að nota eingöngu gamlar krónur í öllum viðskipta- skjölum út þetta ár. Víxlar, sem samþykktir eru fyrir ára- mót, en eiga að greiðast á árinu 1981, skulu vera í gömlum krónum og það skýrt tekið fram. Munið að það er ekki ráðlegt að samþykkja ódagsetta víxla. minni upphæóir-meira verógildi

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.