Dagblaðið - 24.11.1980, Page 19

Dagblaðið - 24.11.1980, Page 19
• Er torritað art fullu V6rÓ flttf- 72.850 dagatal frá 1901— 2099. þettaþýðir nýkf. 728,50 að með einu handtaki er hægt að fá á strimli hvern mánuð fyrir sig á þessu timabili. • 1 árs ábyrgð og viðgerðarþjónusta. CASIQ-umboðið Bankastræti 8. Sími 27510. ATH. Vantar umboðsmenn um iand allt. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1980. Menning Menning Freistandi kreistandi Enn af Jóni Oddi og Jóni Bjarna. Höfundur: Guörún Helgadóttir. Myndskreyting: Sigrún Eldjárn. Iflunn 1980. Stundura kemur það fyrir að ég finn bréf frá vinum mínura í úttlandinu. innan um reikninga og rukkanir í póstkassanum og þá verð ég alsæl. Ég hleyp upp stigana fjóra, velti bréfinu á milli handanna og hlakka óstjórnlega tilað setjast niður með kaffibollaoglesa. En það fæ ég ekki að gera strax. Fyrst þarf ég að gera eitt og annað sem er frekar leiðinlegt. Einsog til dæmis að hlaupa niður í þvottahús með þvotta, skúra, ryksjúga, jafnvel hlaupa útí bæ einhverra erinda og á meðan ég er að þessu stússi, trónar bréfið uppá ísskáp, freistandi-kreist- 'andi. Nú haldið þið sjálfsagt að ég sé haldin sjálfspíningaráráttu af því ég sest ekki niður strax og les bréfið. En það er ekki þannig. Ég er að freina mér bréfið í lengstu lög, geyma það besta þangað til síðast. Þannig fór ég að með Jón Odd og Jón Bjarna. Ég stillti þeim uppá bókahillu á meðan ég gerði allt þetta leiðinlega, það tók mig langan tíma og alltaf renndi ég löngunaraugum til bókarinnar um leið og ég gekk fram- hjá henni. Að lokum stóðst ég ekki mátið lengur og kíkti á byrjunina: Sjáðu, sagði Jón Bjarni. Þarna kemur tröllskessan og ræðst inn í fjallið. Ferlíki maður, sagði Jón Oddur. Fjallið fer alveg í klessu. Ég las ekki lengra, skellti aftur bók- inni og hamaðist þeim mun meira við það sem ég þurfti nauðsynlega að gera, áður en ég gat komið mér fyrir i rólegheitum og byrjað að lesa og mikið svakalega hlakkaði ég til. Loksins loksins rann upp hin lang- þráða stund, ég opnaði bókina og byrjaðiaðlesa. . . Eitthvað öðruvísi En það var eitthvað öðruvísi en það átti að vera. Það var ekki að Jón Bjarni hætti að vera rangeygður. Það var ekki að Jón Sófus var orðinn full- orðinn köttur. Það var ekki að Önnu Jónu væri næstum því bötnuð ungl- ingaveikin. Það var ekki að pabbi keypti bílinn. Það var ekki að afi sem var ekki til birtist öllum að óvörum. Það var ekki að Lárus væri fluttur til Svíþjóðar. Það var heldur ekki að strákarnir fóru í sumarbúðir. Hver grefillinn var það þá? Jú, það var hérna að mig minnti að Jón Oddur og Jón Bjarni væru mun hressari og uppátektarsamari og meira að segja fyndnari. Það var einsog það vantaði neistann. Issa, það er ekkert að marka það. Fimm ár manneskja. Það er í gamla daga og það var allt svo gott og fallegt og skemmtilegt í gamla daga. Og svo breytist fólk á fimm árum. Það er ekki hægt að skrifa sams- konar bók og fyrir fimm árum. Það er útilokað. Hugsaðu þér bara ef allir höfundar skrifuðu bækur einsog þeir gerðu fyrir fimm árum síðan, ha? Hvað yrði þá um menningarþróun bókaþjóðarinnar miklu, ha? Ættum við þá bara að hætta að skrifa bækur og gefa út sömu bækurnar á fimm ára fresti? Nei Valdís þaðer ekki hægt. Bók menntir Valdís Óskarsdóttir Minn höfuðverkur Er þetta kannski leiðinleg bók? Nei, alls ekki. Það hef ég aldrei sagt. Er þetta kannski vond bók? Nei, síður en svo. Er þetta kannski illa skrifuð bók? Ertu vitlaus? Auðvitað er þetta ekki illa skrifuð bók: En hvað þá? Bara. Bara! Erðanú svar. Þú varst að enda við að lýsa því yfir að bókin væri skemmtileg, góð og vel skrifuð. Hvað er eiginlega að þér manneskja? Hún er bara ekki eins fyndin og hinar bækurnar um Jón Odd og Jón Bjarna og svo hérna vantar þessi skemmtilegu (ég þori ekki að segja hugljúfu af því það er svo væmið) innskot um réttlætið og ranglætið sem komu svo oft fyrir í gömlu bók- unum, þú veist. Og svo eru það öll strikin. Strikin????? Já á myndunum. Það eru svona strik utanum allt á myndunum, svona sem eiga að sýna hreyfingar og mér finnst þau svo ljót og leiðinleg af því þau eru algerlega óþörf. Þau bara skemma og eyðileggja svona ferlega skemmtilegar og góðar myndir. Þér er ekki viðbjargandi. Þú kannt ekki að meta góða bók og þú átt ekki skilið að lesa góða bók. Þér væri nær að halda þig við strumpana. En þú veist það eins vel og ég að ég þoli ekki strumpana. Það er sko þinn höfuðverkur. Ykkar einlœgur Þarna hætti ég að rífast við sjálfa mig, því ég var skíthrædd um aö það myndi enda með ósköpum. Aftur á móti gerði ég annað sem var ekki fallega gert. Ég fór í bókahilluna og náði í gömlu bækurnar um Jón Odd og Jón Bjarna. Ég ætlaði bara rétt aðeins að glugga í þær, bara rétt aðeins . . . Það endaði með því að ég las þær báðar spjaldanna á milli og skemmti mér konunglega. Þvílíkir dýrgripir. Svo las ég aftur nýju bókina um Jón Odd og Jón Bjarna og komst að þeirri niðurstöðu að ég var og er ein- lægur aðdáandi Jóns Odds og Jóns Bjarna. Öðruvísi strengjatríó Tvfð tóneMcar f Bústaðekirkju 17. nóvember. Flytjendur Carmal RumHJ, seHóleikari; Joseph Ka Cheung Fung, gftarieHcari og Stephen King, lágflfllulelkari. Efnisskrá: J.S. Bach: Svfta nr. 3 fyrir einleiks- celló; M. Praetorius: Ballet Volta; H. Villa- Lobos: Preludia nr. 4 f e-moll og nr. 2 í E-dúr; L. Berkeley: Stef mefl tilbrigflum; Y. Yocoh: Til- brigfli um japanska þJófilagiA Sakura; Bach/Kodaly: Preludia fyrir lútu f d-moll, útsett fyrir lágfiflki og gftar; S. King: „The Night People"; B. Bartok: Rúmenskir þjófldansar; N. Paganini: Terzetto Concertante. Það liggur við að það sé daglegt brauð að heyra einhverja af svitum Bachs fyrir selló einsamalt leikna á hljómleikum í Reykjavík. Sjötta, fyrsta, og nú hin þriðja á einni viku, — slíkt hefði víst einhvern tima þótt saga til næsta bæjar. Carmel Russill tókst á við þriðju svítuna og fórst henni það vel úr hendi. Hún lék hana af látleysi en öryggi með fuiium jöfn- uði yfir tónsviðið allt. Tæknilegur línudans Næstur kom Joseph Ka Cheung Fung. Praetorius fór hann vel með, sérstaklega vakti það athygli mína hversu vel hann leysti yfirfærslu bassalínu lútunnar á venjulegan sex strengja gitar. Villa-Lobos lék hann fremur kalt og allt að því vélrænt. — Lennox Berkeley hlýtur að höfða sér- staklega til gítarleikarans í tónsmíðum sínum. í annað eða þriðja sinn á skömmum tíma leikur gítarleikari tæknilegan línudans í þessari tónsmíð Berkeleys hér á tónleikum. En þrátt fyrir allan þennan fína gítarleik hef ég ekki enn gaman af að heyra stykk- ið. Mér finnst einhvern veginn skína út úr því — Sko, sjáið bara hvað ég er klár. — Útsetning Kodalys á prelúdíu Bachs er svo snilldarleg að það er bókslaflega ekki hægt annað en að spila hana áheyrilega, og það gerðu þeir piltarnir. Úr íslenskum þjóðsögum? Night People er tónsmíð sem allrar athygli er verð. Stephen King gjör- þekkir að sjálfsögðu hljóðfæri sitt og Ihann semur áheyrilega tónlist sem þó þarf drjúga getu til að leika. Klukkur úr neðra gáfu verkinu hæfilega draugalegan blæ. Hann skyldi þó ekki hafa gluggað í íslenskar þjóð- sögur, pilturinn sá arna? Síðast fyrir Tónlist EYJÓLFUR MELSTED hlé léku þeir rúmensku þjóðdansana, frísklega og með góðri samvinnu. Engin rúsína Terzetto Concertante reyndist alls ekki sú rúsina í pylsuenda sem vænst hafði verið. í sem fæstum orðum, — það var hreinlega ekki tilbúið til flutnings. Inn á milli mátti greina ýmislegt, sem vel var gert, en í heild var leikurinn klúður og synd að fyrir- gera góðum fyrri hluta með svo illum endi. - EM STALVASKAR Bflggiogovóruvo Trjggvii Hoooosooípo SIDUMÚIA 37 - SIMAR 83290-83360

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.