Dagblaðið - 02.01.1981, Page 3

Dagblaðið - 02.01.1981, Page 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 1981. Banvæn kurteisi — að hleypa fólki yfir gangbrautir Borgari skrifar: Á hverju einasta ári lætur einhver lífið af völdum umferðarslyss og margir slasast. Varla líður sá dagur hér í Reykjavík, að maður heyri ekki í sírenum lögreglubifreiða, sem skunda á slysstað. Þessi umferðar- ógnun er orðin svo mögnuð, sérstak- lega hér á höfuðborgarsvæðinu, að enginn getur talizt óhultur fyrir henni. Það er afar áríðandi að menn geri sér grein fyrir þessu, en hugsi ekki sem svo, að ógæfan hendi alltaf einhverja aðra en ekki þásjálfa. Umferðarslysum mun ekki fækka heldur fjölga, ef svo heldur áfram sem nú er staðreynd, að einungis ör- fáir menn hugsi um þessi mál. Það verða allir að hugsa um umferðar- slys, óttast þau og reyna að finna aðferðir til að forðast þau. Þá fyrst mun þeim fækka. Þó að orsakir umferðarslysa virðist oft vera ólikar þá er áreiðanlega fyrst og fremst um hugarfarslegar orsakir að ræða. Röng hugsun eða skortur á hugsun er aðalorsök umferðarslysa og skal nú bent á eitt dæmi, sem er alveg rakið þeirrar tegundar. Á víð og dreif um borgina eru staðir sem kallaðir eru merktar gang- hrautir. Vegna hrapallegs mis- skilnings umferðaryfirvalda hafa ökumenn verið hvattir til að nema staðar við þessar göngubrautir og hleypa fólki yfir. Þetta eiga ökumenn aldrei að gera. Ökumenn eiga aldrei að nema staðar og benda fólki (börn- um sérstaklega) að fara yfir um- ferðargötu — nema því aðeins að þeir geti tryggt hundrað prósent að annað ökutæki komist ekki meðfram þeirra eigin, og það geta menn ekki á götum með fleiri en einni akrein i sömu átt. Að gera þetta er stórhættuleg misskilin kurteisi, sem getur kostað þann sem sýna átti kurteisina limlestingu eða lífið, eins og dæmin sanna. Gangandi vegfarandi á aldrei að fara yfir umferðargötu vegna bendinga ökumanna innan úr bifreið sinni, einfaidlega vegna þess að öku- maðurinn er í miku verri aðstöðu til að sjá i kringum sig heldur en vegfar- andinn sjálfur. Þetta ættu allir for- eldrar að brýna fyrir börnum sínum. Maður sem bíður við gangbraut, eða annars staðar við umferðargötu, á bara að bíða þar til geil myndast í bilalestinni, og það kemur alltaf fljótt að því. Ef menn hugsa þetta dæmi ofur- litla stund, held ég að flestir verði mér sammála og með því minnka þeir hættuna á að minnsta kosti einni tegund umferðarslysa. „Ökumenn eiga aldrei að nema staðar og benda fólki (börnum sér- staklega) að fara yfir umferðargötu — nema þvi aðeins að þeir geti tryggt hundrað prósent að annað ökutæki komist ekk meðfram þcirra eigin,” sagði borgari. AGA ÞARF ÆSKUNA —drögum úr auraráðum unglinga Gamall unglingur skrifar: Ástæðan fyrir því að ég tek mér penna í hönd eru áhyggjur mínar af æskunni okkar. Ég hef horft upp á miklar breytingar sem orðið hafa á. aðeins örfáum árum. Breytingar til hins verra. Fyrir aðeins 10—15 árum kunnu unglingarnir lágmarks manna- siði, það var hægt að tala við þá eins og fullorðið fólk. En unglingarnir í dag virðast lítið kunna annað en sora, slíkur munnur er á þeim að sjaldan er prenthæft Og svo er hrokinn og frekjan orðin slík að óþolandi er. Hvað hefur gerzt? Hvað hefur breytzt? Eða hefur kannski ekkert breytzt? Er það ég sem er orðinn of gamall? Það má vel vera að ég sé orðinn of gamall og þó er ég ekki enn orðinn fertugur. En jafnvel þó ég sé orðinn of gamall hefur orðið breyting á þessum aldursfiokki. Krakkarnir leyfa sér meira. Er þetta afleiðing af frjálslyndis- byltingunni sem varð á árunum eftir 1960? E.t.v. að einhverju leyti. En ég vil meina að aðalorsökin sé slökun á aga í uppeldi. Skóiakerfið hefur dregið mjög úr öllum aga og er það mjög miður. Sama þróun held ég að hafiátt sér stað á heimilinu. En til hvers er verið að slaka á, aganum? Hver hagnast? Eru það unglingarnir? Nei, það held ég ekki. Þeir hagnast ekki á agaleysi ef horft er til framtíðarinnar. Því er það skoðun mín að auka eigi agann, aga ungiingana, láta þá ekki komast upp með neitt múður. Um leið væri æskilegt að minnka auraráð þeirra því að unglingum innan 16—18 ára aldurs er ekki hollt að hafa of mikið fé á milli handanna. /" tutt og skýr bréf) Enn einu sinni minna iesenJadáikar DB alla þá. er hvRRjast senJa þœttinum linu. aó láta fylnja fullt nafn heimilisfany. símanúmer (ef um þaó er aó ræóa) or nafnnúmer. Þetta er lítil fyrirhöfn fyrir hréfritara okkar or til mikilla þœyinJa fyrir DB. LesenJur eru jafnframt minntir á a<) hréfeiya að veru stutt or skýr. Áskilinn er fullur réttur til að ' stytta hréfoy umorða til að spara rúm or koma efni hetur til skila. Bréf œttu helzt ekki að vera lenyri en 200—300 orð. Simatimi lesenJaJálka DB er milli kl. 13 or /5 frá mánuJöRum ti! föstuJuRu. 1 Spurning dagsins Tekurðu lýsi? Einar Ásgeirsson húsasmiöur: Nei, mér þykirþað vont. Sigurgeir Slgmundsson hósgagna- smiflur: Ég tek lýsi, já. Á hverjum degi. Manni er sagt að það sé holit. Bjarni Þór Slgurðsson nemi: Nei, en ég gerði það þegar ég var litili en er hættur því tiú. Tek bara vítamin. Guðmundur Andrésson, vinnur i Ölgerðinni: Nei. Ætli það sé ekki helzt af leti sem ég tek þaðekki. Helena Heima Harðardóttir nemi: Nei. Ég tók þaö þegar ég var yngri. Ingibjörg Helgadóttir neml: Nei, mér finnst það vont.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.