Dagblaðið - 02.01.1981, Page 23

Dagblaðið - 02.01.1981, Page 23
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 1981. <§ Útvarp BURT MED ÓSÓMANN - sjénvarp kl. 22,00: ÆRSLALEIKUR BANKASTARFSMANNA Burt raeð ósómann eða „No Sex Please, We’ re British” heitir brezk gamanmynd frá árinu 1973 sem sjón- varpið sýniríkvöld. Myndin gerist í einu betri úthverfa London. Nýbúið er að stofnsetja klám- búð í næsta nágrenni virðulegs banka. Bókasending sem á að fara í klám- búðina misferst og lendir heim til aðstoðarbankastjórans, sem á heima í íbúð í bankanum. Það hefði ef til vill verið allt í lagi ef yfirmaður aðstoðarbankastjórans, bankastjórinn, hefði ekki i tilefni opnunar klámbúðarinnar skorið upp herör gegn öllum ósóma. Þannig að ef aðstoðarbankastjórinn vill verða eldri í starfi sínu verður hann að koma í veg fyrir að bankastjórinn sjái klámritin hjáhonum. Myndin fjallar siðan á afar ærsla- fenginn hátt um þennan feluleik þeirra bankastjórans og aðstoðarbanka- stjórans, sem fleiri blandast auðvitað inn i. Þeir sem höfðu gaman af „Áfram-myndunum” sem gengu hér fyrir nokkrum árum ættu að geta hlegið að þessari mynd. Þýðandi mynd- arinnar er Ellert Sigurbjörnsson. -GSE. Ýmislegt gengur á 1 feluleik banka- starfsmanna. GRÝLA OG FLEIRA FÓLK—útvarp kl. 21,45: HÖRKUDUGLEG GRÝLA í kvöld les Þórarinn Friðjónsson þriðja og síðasta lestur sögu eftir Tryggva Emilsson, Grýla og fleira fólk. „Þetta er ævintýri sem ég var fyrst að segja afabörnum mínum, en festi á blað nú í nóvember,” sagði Tryggvi. Sagan segir frá tilurð Grýlu, hvernig hún var boðin upp á hreppa- skilum og slegin lægstbjóðanda, Ólafi nokkrum. Grýla reyndist snemma hin mesta á allan hátt bæði til neyzklu matar og öflun hans. Til að líða ekki matarskort fer Grýla að róa til fiskjar á bát sem Ólafur átti. Hún reynist afburða fiskin en tíl að veiðarnar gangi betur þá tekur Grýla að sér 10 börn sem boðin eru upp á hreppaskilum. AJlt leikur nú í lyndi og Grýla tekur saman við Leppalúða, sem er eins og hún ekki mennskur nema að hálfu leyti. Grýla kemur börnunum tíu til manns og skilar þeim aftur á hrepp- inn, en þau Leppalúði setjast að í sjávarhömrum. Þar heldur ævintýrið um þessa sómakonu, Grýlu, áfram. „Þetta er ævintýri, en þó með ýmsum samlíkingum við okkar tíma,” sagði Tryggvi að síðustu. -GSE. 0 Tryggvi Emilsson. 31 Sjónvarp » Föstudagur 2. janúar 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. Á frivaktinni. Margrét Guðmunds- dóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.00 Innan stokks og utan. Árni Bergur Eiriksson stjörnar þætti fyrir fjölskylduna og heimilið. 15.30 Tónleikar. Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. Tékkneska Filharmóníusveitin leikur „í ríki náttúrunnar”, forleik op. op. 91 eftir Antonín Dvorák; Karel Ancerl stj./ Fllharmóniusveit Berlínar leikur Sinfóniu nr. 3 í a- moli op. 56 eftir Felix Mendelssohn; Herbert von Karajan stj. 17.20 LagiO mitt. Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barnanna. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.40 Ávettvangi. 20.05 Nýtt undir nállnni. Gunnar Salvarsson kynnir nýjustu popolðgin. 20.30 Úr hattabúO í leikhúsiO. Asdís Skúladóttir ræðir við Áróru Halldórsdóttur leikkonu. Siðari þáttur. 21.00 Frá tónteikum 1 Norræna húsinu 12. nóvember sl. Erkki og Martti Rautio leika saman á selló og píanó. a. Sónata í a-moll „Arpeggione” eftir Franz Schubert. b. Sónata nr. 1 i e-moll eftir Johannes Brahms. 21.45 „Grýla og flelra fólk”, saga eftir Tryggva Emilsson. Þórarinn Friðjónsson lýkur lestrinum (3). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dag- skrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Kvöldsagan: Reisubók Jóns Ólafssonar Indiafara. Flosi Ólafs- son leikari les (25). 23.00 Diassþáttur í umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 2. janúar 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Prúðu leikaramir. Gestur í þessum þætti er söngvarinn Andy Williams. Þýðandi Þrándur Thor- oddsen. 21.05 Afganir i útlegð. YEr milljón Afgana hefur nú flúið heimli sín undan innrásarherjum Rússa og liði stjórnarinnar. Flestir þeirra hafast viö í Pakistan og lifa þar við heldur þröngan kost. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 22.00 Burt með ósómann. (No Sex Please, We’re British). Bresk gamanmynd frá árinu 1973. Aðai- hlutverk Ronnie Corbert, Beryl Reid, Arthur Lowe og lan Ogilvy. Bókasending, sem á að fara í klámbúð, misferst og af þvi hljót- ast hin verstu vandræði. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 23.30 Dagskrárlok. Auglýsing um próf fyrir skjala- þýðendur og dómtúlka Þeir sem öðlast vilja réttindi sem skjalaþýðendur og dónv túlkar eiga þess kost að gangast undir próf er haldin verða í febrúar nk., ef næg þátttaka fæst. Umsóknir skal senda dóms- og kirkjumálaráðuneytinu fyrir 31. janúar á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Við innritun í próf greiði próftaki gjald er nemur helmingi gjalds fyrir löggildingu til að verða dómtúlkur og skjala- þýðandi. Gjaldið, sem nú er nýkr. 183,00, er óafturkræft þó próftaki komi ekki til prófs eða standist það ekki. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 29. desember 1990. Fimux 20” 7.995.- 7.595.- 22" 8.690.- 8.250.- 26" 9.990.- 9.490.- ux Fmlux vTTFTT*! WT IT/J 9 J TTI SANDGERÐI Umboðsmann vantar strax í Sandgerðu Uppl. í síma 92-7696 eða 91- 22078. BIAÐW

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.