Dagblaðið - 29.01.1981, Side 7

Dagblaðið - 29.01.1981, Side 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. JANUAR 1981. 1 Erlent Erlent Erlent Erlent I Sanjay Gandhi. Sanjay Gandhi endurfæddur? í Nýju Delhí á Indlandi hefur sjö mánaða gamalt barn orðið tilefni mik- illar múgæsingar. Indverjar eru nefni- lega þeirrar skoðunar að barnið sé San- jay Gandhi endurfæddur. Sanjay, sonur Indiru Gandhi, var einn af vinsælustu stjórnmálamönnum landsins er hann lézt í flugslysi í fyrra. Það var dagblaðið Hindustan Times í Nýju Delhí, sem greindi frá því að barnið, sem er fætt sama dag og Sanjay Gandhi lézt, hafi vaknað upp og sagt við móður sína: ,,Ég er Sanjay Gandhi. Ég vil fá að sjá son minn ...” Eftir að fréttin birtist hefur lögreglan orðið að vernda foreldra barnsins fyrir ásókn forvitins fólks. Foreldrarnir hafa reynt að hvetja ungbarnið til að gefa út fleiri slíkar yfirlýsingar en allt hefur komið fyrir ekki. Sá stutti hefur tekið þann kostinn að tjá sig ekki meira að svo komnu máli. Suður-Afríka: Njósnari handtekinn og kosning- ar boðaðar Pieter Botha, forsætisráðherra Suð- ur Afríku, hefur boðað tO þingkosninga í landinu í aprílmánuði næstkomandi. Talið er að ástæðan sé sú, að hann vilji með því styrkja stöðu sína innan stjórnarflokksins. Botha sagði jafnframt við umræður i þingi S-Afríku, að rússneskur njósnari hefði verið handtekinn i landinu. Hann sagði að njósnarinn væri háttsettur í sovézkuleynilögreglunni, KGB. FrúTruman enn hin hressasta Bess Truman fékk um helgina að fara heim af sjúkrahúsi eftir að hafa legið þar í einn mánuð. Læknarnir sögðu að frú Truman, ekkja Harry S. Truman, forseta Bandaríkjanna (1945—52) hefði fengið bót meina sinna. Frú Truman er nú 95 ára gömul, og er sögð hin hressasta eftir sjúkrahús- dvölina. Nýi utanríkisráðherrann harðorður í garð Sovétmanna: Sakar Sovétmenn um að styðja hryðjuverkamenn — Alexander Haig þykir ómyrkari í máli en fyrirrennari hans Alexander Haig, hinn nýi utan- inn og bætti því við að hryðjuverka- ríkisráðherra Bandarikjanna, gerðist starfsemin tæki nú yfir sæti mann- I gær ákaflega harðorður í garð réttinda í afskiptum Bandaríkjanna Sovétmanna og sakaði þá um stuðn- vegna þess að hryðjuverkin ,,væru •ing við hryðjuverkastarfsemi í heim-' meginorsökin fyrir mannréttinda- inum. brotum.” Á sínum fyrsta blaðamannafundi Aðrir talsmenn bandaríska utan- frá því hann tók við embætti þótti rikisráðuneytisins sögðu að Haig hann nota hvassara orðalag gagnvart hefði í gagnrýni sinni fyrst og fremst Sovétmönnum en tíðkazt hefur i átt við það, að Sovétmenn hafa bandariska utanrikisráðuneytinu þjálfað skæruliða PLO og sent vopn undanfarin fjögurár. tilLíbýu. Haig sagði að vilji Bandarikjanna til að ræða um takmörkun vígbún- Haig sagði einnig á fundi sínum í aðar við Sovétrikin réðist af því hver gasr, að Bandaríkjamenn mundu framkoma Sovétmanna yrði á næst- ekki senda vopn til Írans, jafnvel unni. ekki þau vopn sem þegar hefði verið Haig sagði að Sovétmenn fóstr- greitt fyrir. Þá gagnrýndi hann ísra- uðu og styddu við bakið á hryðju- elsmenn fyrir að gera Jerúsalem aö verkamönnum víðs vegar um heim- höfuðborg landsins. Alexander Haig, annar frá hægri, á fundi mcð Ronald Reagan forseta, Richard Schweiker heilbrigðisráðherra og James Watt innanrikisráðhcrra. Bandarisku gislunum 52 hefur verið fagnað gifurlega hvar sem þeir hafa komið i Bandarikjunum og hefur mikil eining bandarisku þjóðarinnar orðið skýrari vegna gislamálsins.Gislarnir hafa lýst þvi yfir að þeir vilji hverfa sem fyrst til vinnu og leitast við að taka upp eðlilega lífshætti. 762 FARÞEGANNA HEILIR Á HÚFI Alls hefur tekizt að bjarga 762 af far- þegum indónesíska farþegaskipsins Tampomanas sem sökk á Jövu-hafi í fyrradag eftir að kviknað hafði i því. Staðfest hefur verið að 87 hafi farizt og ekkert er vitað um afdrif 287 farþeg- anna. Þykir borin von að nokkur þeirra sé á lífi þar sem veður hefur verið mjög vont á leitarsvæðinu. Talið er að eldur- inn hafi kviknað út frá bifreið sem var um borð. DREKKTIMÓÐUR SINNI í BAÐKARI Nítján ára gamall Kaupmanna- hafnarbúi hefur verið dæmdur til með- ferðar á geðsjúkrahúsi eftir að hafa myrt 55 ára gamla móður sína. Hann réðst á móður sína eftir rifrildi þeirra í milli, sló hana í höfuðið með síma og flösku, dró hana síðan inn á baðher- bergi þar sem hann drekkti henni. Stuttu síðar hringdi hann sjálfur i lögregluna og játaði að hafa framið morðið. Sænskt Altamál? Svo kann að fara að Svíar eignist sitt Altamál. Fyrirhugaðar virkjunarfram- kvæmdir við Kalix-ána í sænska Lapp- landi hafa mætt mikilli andstöðu íbú- anna og talið er að þeim kunni að vaxa ásmegin vegna atburðanna í Alta í Norður-Noregi. EBE heimilar V-Þjóðverjum veiðar: „Ekkertannað enþjófnaður" — segja Grænlendingar um þorskveiðar V-Þjóðverja Grænlendingar eru mjög óánægðir með að V-Þjóðverjum skuli leyft að stunda þorskveiðar í sjó við Græn- land. Ákvörðun um það efni var tek- in á fundi sjávarútvegsráðherra Efna- hagsbandalags Evrópu í gær. Danir létu undan þrýstingi V-Þjóð- verja á fundinum varðandi þetta mál og þykja með því hafa aukið verulega líkurnar á að Grænlendingar felli aðild að efnahagsbandalagi Evrópu. Efnahagsbandalagið lítur svo á, að fiskimiðin við Grænland séu sam- eiginleg eign Efnahagsbandalagsins. Grænlendingar eru ekki sama sinnis og segja, að hér sé ekki um neitt ann- að að ræða en þjófnað. Á fundi sjávarútvegsráðherra / Efnahagsbandalagsins 9. febrúar næstkomandi verður tekin ákvörðun um hversu mikill afli V-Þjóðverja megi vera. Kjeld Olsen utanríkisráðherra Danmerkur á blaðamannafundi vegna þorskveiða V-Þjóðverja við Grænland. ^HEWLETT^ PACKARD HEWLETT^ PACKARD HEWLETT^ PACKARD HEWLETT ^PACKARD HEWLETT^ PACKARD^ Einkaumboð á Islandi fyrir vasa- og borðtölvur — Upplýsingar, sala, þjónusta STALTÆKI, Bankastrætis simi 27510

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.