Dagblaðið - 30.01.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 30.01.1981, Blaðsíða 2
Þjónusta um borð í f lugvélum Flugfarþegi skrifar: í Lesbók Morgunblaðsins sunnu- daginn 24. janúar sl. var skemmtileg grein eftir ritstjórann, Gísla Sigurðs- son. Þessi grein var um sólarlandið Flórída og ferðapunkta hans þangað. Eftir að hafa reifað ýmsa þætti, svo sem spurninguna hvers vegna menn fari til Flórida, veðrið og verð- lagið, fjölbreytni i sjónvarpsefni fyrir þá sem sitja á hótelherbergi sínu á kvöldin, fjölbreytni í lífríki o.fl. o.fl. lýkur hann grein sinni á samanburði á þjónustu um borð í íslenzkum flug- vélum og erlendum. Eins og ritstjórinn komst að orði eru til þeir aðilar sem ávallt finnst allt erlent vera betra hversu bágborið sem það annars kann að vera. Sem dæmi úr ferð sinni vestur til Bandaríkjanna og heim aftur tók rit- stjórinn að í þeim ferðum með íslenzkri flugvél hefði verið fram- reiddur heitur málsverður, sem a.m.k. í þessi skipti hefði verið úr- valsgóður — og þar að auki sá höfðingskapur viðhafður að vín hafi verið boðið með máltíðinni og síðan koníak eða líkjör með kaffinu. Á ferðum hans innan Bandaríkj- anna hafi hins vegar á flugi sem jafn- gilti flugtíma milli íslands og London verið framreiddur lítill matarpakki, innvafinn í plast og engin hnífapör hafi fylgt. Til þess að öllU sé til skila haldið má geta þess að flug héðan til Banda- ríkjanna er um 5 1/2—6 klst. og er á matmálstíma. Svo er einnig um flug þaðan til íslands og er því sjálfsögð sú þjónusta að bjóða farþegum mál- tíð. Ekki gat ritstjórinn þess á hvaða tíma dags hann hefði flogið innan Bandaríkjanna. En hvað um það. Allir geta verið ritstjóra Lesbókar sammála um að þjónusta um borð í íslenzkum flug- vélum til og frá Bandaríkjunum hefur verið til fyrirmyndar og langt umfram það sem gerist hjá hinum er- lendu flugfélögum. Að lokum langar flugfarþega að geta þess að þessi ágæta þjónusta hefur verið við lýði á Ameríkuleiðun- um allt frá upphafi flugs Loftleiða til Bandaríkjanna. Loftleiðir nutu þess að þurfa ekki að fylgja þeirri stöðlun á þjónustu sem gilti um flugfélög, sem tilheyrðu lATA-samsteypunni, þar sem m.a. var bannað að gefa farþegum vín með mat og kaffi. Hin rómaða Loftleiða-þjónusta hefur því gilt áfram á þessari leið, þrátt fyrir að nú eiga Flugleiðir hf. að fylgja IATA-reglum um þjónustu eftir sameiningu flugfélaganna. Sama regla virðist hafa gilt á þeirri leið sem Loftleiðir hf. fiugu aðallega á til Evrópu, frá Lúxemborg til íslands. Þar var þjónusta til fyrir- myndar. Og enn má minnast þjónustu þeirr- ar er Loftleiðir buðu farþegum er þeir fiugu til Skandinavíu í sam- keppni við Flugfélag íslands, sællar minningar, og varð til þess að bæði félögin urðu nær gjaldþrota fyrir vikið, þótt þjónustan um borð hafi örugglega ekki ráðið þar úrslitum. Þetta er nú allt að verða liðin tið og brátt verður enginn til frásagnar um góða eða slæma þjónustu um borð í íslenzkum fiugvélum á leið til og frá Ameríku, því að því virðist stefnt skipulega að leggja það fiug niður, nema í formi „vorsiglinga” eins og áður tíðkaðist um skipaferðir. Leiðrétting Á lesendasíðu i gær urðu þau mis- tök að fyrirsagnir víxluðust. Fyrir- sögn að bréfi frá einstæðri móður átti að vera „Aðgát skal höfð í nær- veru sálar”, sú fyrirsögn hafði aftur á móti lent á bréfi ofar á síðunni, sem var frá Stefáni Lárusi Pálssyni, Akra- nesi. Viðkomandi eru beðnir afsök- unar. Þjónusta um borð I vélum íslenzkra fiugfélaga þykir alveu sérstaklega góö. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1981. Bréfritari segir að kjósendur Sjálfstæðisflokksins séu að meirihluta til fylgjandi rikisstjórn Gunnars Thoroddsen. FORYSTA SJÁLFSTÆÐ- ISFLOKKSINS — úr tengslum við kjósendur sína Sjálfstæðismaður skrifar: Það hefur stundum verið sagt að hún sé undarleg tík, pólitikin. Það eru orð að sönnu, a.m.k. í stjórnmál- um nú á dögum. Tilfinning flokks- manna Sjálfstæðisflokksins og skoð- anakannanir hafa sýnt að meirihlut- inn ræður ekki lengur ferðinni í Sjálf- stæðisfiokknum. Að vísu eru mið- stjórn og flokksráð á sömu braut og flokksformaður, ennþá, en þar með virðist sú hersing upptalin að mestu. Kjósendur flokksins eru langflestir Raddir lesenda oddsen, það sýndi skoðanakönnunin vel, og það fer ekki framhjá neinum sem fylgist með stjórnmálum. Þarna stangast á vald fámennishóps yfir fjölmennishópi og síðan hugmyndir fólks um að forysta í flokki spegli vilja fiokksmanna. Meirihlutinn lýtur þarna vilja minnihlutans og sýnilega þvert um geð. Hvenær mega kjós- endur Sjálfstæðisflokksins vænta þess að leiðrétting fáist á þessu? Er þetta ekki af sama toga spunnið og kynþáttamisræmi í Suður-Afríku? Hvernig getum við kjósendur haft aukin áhrif á að forystan sé í sam- ræmi við vilja flokksmanna sjálfra? Kannski að formaður Sjálfstæðis- flokksins hafi einhver svör handa okkur „áþessu stigi málsins”. GÍSLI SVAN EINARSSON LmiM OKKUR NÆR =hvernig komum við f ram við okkar eigin flóttamenn?^^^^^^^^^^ hvorki jarðskjálftar né eldgos sem hröktu þennan mann á fiótta, heldur hann sjálfur. Ekki nóg með það, hér á íslandi grípur um sig slík múgæs- ing, að ég man ekki annað eins. Við, >em stærum okkur af góðri almennri menntun og víðsýni, látum nokkra æsingaseggi æsa fjölda manns upp >vo að þeir verða sér til skammar á opinberum vettvangi. Það gengur jafnvel svo langt að þingmaður einn >etur hag þjóðar sinnar skör lægra en þessa franska manns, sem á þó sjálfur alla sök á óláni sínu. Gervasoni er svo sannarlega ekki friðarins maður, hann hefði þá komið sér burtu héðan þegar þessi skálmöld hófst út af honum. í stað þess blés hann í glæðurnar („Ég skil ekki hvers vegna á að senda mig til Danmerkur eins og hund. Hvers vegna er ekki farið með mig til Frakklands þar sem ég get mætt dómara mínum eins og maður,” (tilvitnun í orð Gervasoni lýkur). Hvers vegna keypti hann sér ekki far- miða til Frakklands sjálfur og lauk við að gera hreint fyrir sínum dyrum? Hann var að vinna hér, eða var það ekki? Varla hefur maðurinn unnið kauplaust. Þið sem höfðuð tíma til að sitja margar klukkustundir í dómsmála- ráðuneytinu, eigið þið ekki afa eða ömmu, frænda eða frænku eða vini sem ekki komast leiðar sinnar vegna fötlunar eða elli? Hvenær höfðuð þið tíma til að heimsækja þetta fólk siðast til að gleðja það? Sigrún Bergþórsdóttir skrifar: Þar sem ég er viss um að umræðu- þátturinn í sjónvarpinu þriðjudags- kvöldið 20. jan. er öllum sem á horfðu í fersku minni er ekki of seint að ræða lítillega um það sem þar kom fram. Þátturinn var mjög góður og umræður málefnalegar. Við söfnum miklum peningum til að hjálpa ná- unga í neyð úti í heimi og er ekki nema allt gott um það að segja. En hvernig komum við fram við okkar eigin flóttamenn? Þá á ég við það fólk sem flúði frá Vestmannaeyjum á sínum tíma. Þeir voru keyrðir til Reykjavíkur og meira að segja gefinn biti i morgunsárið, en sú rausn! En hvernig var komið fram við það fólk sem missti húsin sín? Fullorðin hjón fengu viðlagasjóðshús á leigu með loforöi um að þau fengju að vera þar á meðan þau þyrftu með. Nokkrum mánuðum seinna voru þeim settir tveir kostir, annaðhvort keyptu þau húsið ellegar færu úr því. Það átti sem sagt að hrekja þau stað úr stað í leiguhúsnæði síðustu ár ævinnar, fólk sem áratugum saman hafði búið í eigin húsnæði. Var þetta eina fjöl- skyldan sem komið var illa fram við á þennan hátt? Hvar voru „stuðnings- menn” litilmagnans þá? ettukveikjara. Hann þurfti aðeins að vinna á ákveðnum stað í ákveðinn tíma og hann gat valið um störf og jafnvel lönd, að minnsta kosti island. Hefði ekki verið betra fyrir hann að koma hingað með gildan passa og vinna hjá okkur þennan tima eins og landar hans hafa gert? Þá hefði hann áreiðanlega verið boðinn velkominn. í þess stað flækist hann um og brýtur illar brýr að baki sér, þannig að hann á sér varla viðreisnar von. Það voru Gervasoni ekki landflótta í fyrrnefndum þætti kom það fram, sem reyndar allir sem vildu vita vissu, að tittnefndur Gervasoni þurfti aldrei að bera nein vopn né heldur drepa neinn. Hann var ekki einu sinni skyldaður til að kveikja á sígar- Bréfritari telur að það fólk sem settist að í dómsmálaráðuneytinu hefði getað varið tíma sinum í þarfari málefni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.