Dagblaðið - 30.01.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 30.01.1981, Blaðsíða 1
7. ÁRG. - FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1981 - 25. TBL. RITSTJÓRN SlÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.—AÐALSÍMl 27022. Umbrotahrina hófstá Kröflusvæðinu í morgun: HRAUNKVKA HUÓP N ANIARDAR TTL NORÐURS —jarðhræringar aðallega í Gæsadal. Jarðvísindamenn á leið norður Enn ein umbrotahrinan á Kröflu- svæðinu hófst á áttunda tímanum í morgun, nánar tiltekið kl. 7.15. Jarð- hræringar komu aðallega fram á mælum sem eru í Gæsadal. Hraun- kvika hljóp neðanjarðar til norðurs um leið og land byrjaði að síga. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur á skjálftavaktinni í Mývatnssveit sagði að tíðindin boðuðu ekki endi- lega eldgos. Þó væri rétt að hafa á allan viðbúnað. Goshætta er venju- lega mest fyrstu klukkutímana eftir að umbrot hefjast. Hræringarnar í morgun voru á þeim enda gos- sprungunnar á Kröflusvæði sem fjærst er byggð. Jarðvísindamenn hafa búizt við að til tiðinda dragi á svæðinu frá því fyrir jól, enda var landris nú orðið meira en dæmi eru til um áður. Almannavarnanefnd Mývatns- sveitar fékk boð um umbrotin strax i morgun. Ekki þótti ástæða til að setja fasta vakt i stjórnstöð AI- mannavarna, enda „engin ástæða til taugaveiklunar á meðan ekki dregur til frekari tíðinda”, eins og Mývetn- ingur orðaði það í samtali við blaðið. Jarðvísindamenn í Reykjavík voru i morgun að búa sig undir ferð til Kröflu.. -ARH. Hann er dapur á s vipinn, snáðinn i fanpinu áfóstru sinni. Skammdegið þrápar hann jafnt og aðra landsmenn og vorið virðist aldrei œtla að koma. í hvert sinn sem menn freistast til að halda að ná sé veturinn liðinn byrjar aðfrysta og snjóa á nýjan leik. Þá er gott að hafa einhvern tilþess að hvetrfa Ifangið á og láta hugga sig með loforði, sem gefið er af vissu um það að vlst komi vorið, bráðum. - DS / DB-mynd Sigurður Þorri. Söguleg Reykjavíkurf erð Strandamanna: RUTAN FAUK UT AF A LEK) HEIMAN OG HEJM —svonalagað hvekkir mann óneitanlega segir bílstjórinn í báðum ferðunum „Hann var að rjúka þarna upp og það skipti engum togum að bíllinn fór út af — fyrst á hjólunum niður í dálítinn gilskorning, fullan af ís og snjó, og svo á hliðina,” sagði Þór- hallur Geirsson rútubílstjóri í samtali við DB í morgun. Á þriðjudaginn fauk rúta Þórhalls (frá Guðmundi Jónassyni) skammt frá Kiðafelli i Kjós þegar hann var á leið norður á Hólmavík með tólf farþega. Viku áður fauk önnur rúta hjá Þórhalli út af veginum á svipuðum slóðum — þá á leið til Reykjavíkur frá Hólmavík. Nokkrir sömu farþeganna voru í rút- unni í bæði skiptin og munu þeir vafalaust minnast þessarar höfuð- borgarfarar sinnar lengi. Bílarnir skemmdust ekki mikið í hvorugt skiptið og slys urðu ekki á fólki. „Svonalagað. hvekkir mann óneitanlega,” sagði Þórhallur i sam- talinu við DB i morgun. „Ég er búinn að keyra þessa leið í fimm ár og oft fengið hvasst en ekki svona. Það eru ákveðnir blettir, beggja megin við Esjuna, sem eru hættulegir. Maður var svo óheppinn að vera á þessum stöðum á röngum tima — það stend- ur ekkert af sér svona hviður. Það var Norðurleiðarúta 50—100 metra á undan mér á þriðjudaginn og bíl- stjórinn varð ekki var við neitt. Svo heyrist allt í einu undirgangur í fjall- inu og hvinur og áður en maður veit af er bíllinn kominn út af. í fyrra skiptið, á miðvikudaginn í siðustu viku, þá var bíllinn fokinn út af áður en ég vissi, en á þriðjudaginn — sem var næsta ferð norður — tókst mér að ná honum út af á hjólunum.” Þórhallur Geirsson sagðist reikna með að farþegarnir hefðu verið hræddir — en um það væri ekki spurt fyrr en allt væri yfirstaðið. Aðrir bílar hefðu komið á staðinn og fólkið haldið áfram ferð sinni. -ÓV. landfráVísi til Tfmans Elías Snæland Jónsson ritstjórnar- fulltrúi dagblaðsins Vísis hefur verið ráðinn ritstjóri Tímans og mun hefja þar störf i siðasta lagi 1. maí. Elias Snæland starfaði reyndar einu sinni sem biaðamaður á Tímanum, varð siðar ritstjóri Nýrra þjóðmála, sem Samtök frjálslyndra gáfu út, og fór þaðan til Visis. Athygli vekur að hann er ekki í Framsóknarflokknum, sem er óvenjulegt um Tímaritstjóra. Elías Snæland verður fréttaritstjóri blaðsins. Eftir sem áður verður Þór- arinn Þórarinsson ritstjóri pólitiskra skrifa og annast tengsl blaðsins og Framsóknarflokksins. Jón Helgason er þriðji ritstjórinn og annast sunnu- dagsútgáfuna. Jón Sigurðsson rit- stjóri lætur af störfum hjá Timanum 1. júní og kemur Elías Snæland Jóns- son í hans stað. - ARH Skíðafólk íBláfjöllum íhrakningum Stór hópur fólks sem var við skiðaiðkun i Btáfjöllum i gærdag 'lenti í hrakningum er halda átti hcim- leiðisigærkvöldi. Veðrið rauk upp um áttaleytið í gærkvöldi með austan krapahríö. Gerðist fljótt þungfært, ekki sízt á Bláfjailaveginum. Bílar þaðan höfðu lagt af stað i bæinn klukkan liölega átta. Var leitað aðstoðar lögreglunnar í Árbæ og fékk hún ruðningstæki til að fara bílunum til aðstoðar. Gekk bæjar- ferðin úr Bláfjöllum seint, en í bæinn kom fólkið um kl. 1.40 i nótt. Engum haföi orðið meint af. -A.St. Dularfulluráfengis- stulduríHafnarfirði Dularfullur stuldur áfengis úr tveimur húsum í Hafnarfirði átti sér stað í gær. Var farið inn í húsið og teknar 3 flöskur áfengis í öðru og 2 . flöskur úr hinu. Annars er ekki sakn- að og inn í húsin var farið án hús- brota og það gerir málin dularfull. Það er sett i samband við þennan stuld að sonur annars húseigandans tapaði húslykli í skólanum nýverið. Er talið hugsanlegt að þessi tapaði lykill hafi verið notaður. Beinist því grunur lögreglunnar að unglingum varðandi þennan áfengisstuld. -A.St.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.