Dagblaðið - 30.01.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 30.01.1981, Blaðsíða 16
24 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1981. I Menning Menning Menning Menning LITMYNDIRIERFIDLEIKUM Hvernig þætti ykkur að horfa á einhverja af uppáhaldsmyndum ykk- ar, t.a.m. „Easy Rider”, „Theóod- father” svo einhverjar séu nefndar, með litum sem eiga ekkert skylt við upprunalegu myndirnar? Því miður er þetta raunhæfur möguleiki og má benda á margar tvitugar kvikmyndir þessu til staðfestingar, t.d. „Law- rence of Arabia”. Hins vegar er Ifka auðvelt að benda á fertugar kvik- myndir með óaðfinnanlegum litum. Það er staðreynd, að litum í kvik- myndum hefur farið aftur og geymsluþoli þeirra einnig. Á dögum fyrstu litmyndanna var notuð tækni sem kennd var við Technicolor. Gamia Technicolor tæknin var mjög seinleg og dýr í notkun, en skilaði góðum árangri. Technicolor hafði algjör yfirráð yfir markaðnum, þangað til Eastman Kodak kompaníið kynnti Eastman Color, ódýra og þægilega tækni, sem rauf algjörlega einokun Technicolor. Siðar komu svo í ljós ýmsir gallar þeirrar tækni. Erfiðleikar Eastman Color Eastman Color tæknin var algjörlega einráð í kvikmyndum eftir 1950 og birtist hún undir ýmsum nöfnum t.d. Color by De Luxe og • - ’» ' 1 1 [ ! i , f!: d'l I %Ú t V ! I Úr kvikmynd Davids Lean, Arabiu-Lawrence sem gerð er 1962. Ef m.vndin prentast vel má sjá hve mjög fletirnir hafa dofnað og runnið saman. Warnercolor. Gallar þessarar tækni komu brátt í Ijós og voru þeir aðal- lega fólgnir í lífi litanna. Frumeintak af kvikmynd fór að láta á sjá eftir fimmtán ár. Litir breyttust, fengu á sig rauðleitan bjarma, sem margir [ Kvik myndir l\______> kannast eflaust við úr litasjónvarpi. Fyrstu litirnir til að hverfa voru venjulega gulu og grænu litirnir. Þar sem þessir litir eru venjulega demp- aðir var þeirra sjaldan saknað. Andlitslitur hvarf einnig fljótlega. Margir muna eflaust eftir endursýn- ingu Stjörnubíós á myndinni „The Chase” (1966). Bióið fékk nýtt eintak til sýningar, en þrátt fyrir að myndin væri aðeins fjórtán ára gömul voru litirnir í henni orðnir lélegir. Þeir sem eiga litasjónvarp gerðu vel í því að taka eftir litgæðum mynda, bera saman t.d. Technicolor myndir (gamlar) og Eastman Color myndir. Hvað er til ráða? Hvað er hægt að gera til að bæta úr þessu vandamáli? í dag eru aðeins tvær aðferðir sem varðveita liti i lit- kvikmynd. í fyrsta lagi er til tækni svipuð Technicolor, sem nokkur fyrirtæki nota við og við. Gallar við þessa tækni, sem felst í nokkurs konar afritun filmunar, eru einkum þeir að þessi tækni er ekki fullkom- lega örugg og hún er óheyrilega dýr. öruggasta leiðin til að varðveita liti á kvikmynd er hins vegar sú, að geyma myndina á köldum stað. Nú hafa fiest kvikmyndasöfn í heiminum tekið upp þá stefnu, að byggja kæli- klefa yfir kvikmyndir sinar. HoIIy- wood hefur þó þráast við og haft sínar efasemdir um gildi kælingar. Á mörgum stöðum i heiminum standa yfir athuganir á nýjum leiðum til litkvikmyndatöku. Það er öllum ljóst hversu mikilvæg þessi mál eru. Hinn nýfæddi íslenzki kvikmynda- iðnaður ætti að hafa þessi mál á hreinu því gildi myndanna sem fram- leiddar eru í dag er litið, ef ekki er hægt að sjá þær að tuttugu árum liðnum. (Að hluta til byggt á grein í Ameri- can Film. Nóv. ’79). Leiklist DAUDINN í UFANDILÍFI Leikhúskjallarinn: LÍKAMINN - ANNAÐ EKKI eftir Jamos Saunders Þýöandi: örnólfur Árnason Leikmynd: Jón Svanur Pótursson Leikstjóri: Benedikt Árnason Tvenn hjón í miðstéttinni, orðin miðaldra, komin á þann aldur að verða að sætta sig við orðinn hlut, það sem þeim hefur orðið úr lífi sínu. í fyrri daga, meðan þau enn voru ung, enn ekki fertug, og reyndu minnsta kosti eftir mætti að halda i æsku sína, þá höfðu þau mikið saman að sælda. En það fór í klúður, tilfinningamálin og kynlífið fyrr en varði komið i bendu, hvert um sig i hópnum farið að halda við maka síns besta vinar. Leikurinn lýsir endur- fundum þeirra eftir tíu ára aðskilnað, og það er að skilja að á þeim árum hafi þau um síðir fullorðnast, tekið á sig þau gervi og hlutverk sem þau bera í leiknum. Fólkið í leiknum hefur bæði efna- legar og aðrar ástæður til að leggja rækt og alúð eins og vera ber við sitt eigið tilfinningalíf, hnúta og flækjur sem hlaupa kunna á taugakerfið og tilfinningarnar ef ekki er öðru brýnna að sinna, og það getur tjáð sig skil- merkilega um alla þessa hluti. Leik- urinn byrjar líka dálítið eins og kennslustund í hagnýtri siðfræði og sálarfræði hjónalífs, miðaldra borgarastéttar, vclferðar- þjóðfélags- ins ef vill, hann setur á sviðið skorin- ort dæmi algengra tilfinningalegra vandkvæða, taugaveiklunar og lífs- leiða eða lífsfirringar sem svo er nefnd. ísinn brestur í millitíðinni siðan í fyrri daga hefur önnur hjónin í leiknum, Davíð og Helenu, borið upp á sker, þangað sem hversdagsleikinn, hversdagslifið var orðið þeim með öllu óbærilegt. Davíð fann tsinn bresta undir fótum sér, segir hann í leiknum, og kolsvart hyldýpi gína við. í þessum svifum opnaðist honum og þeim að vísu óvænt leið á burt frá ef ekki lausn á vandamálum sínum. Þau gengust undir meðferð og fengu lækningu. Og lýsing bæði meðferðar og lækningar skilst mér að sé alveg raun- rétt, byggð á nýlegri tískukenningu í sálarfræði, bókin sem læknisdómana geymir og fólk hefur verið að lesa í Leikendur i Likamanum: Sigmundur Örn Arngrimsson. Steinunn Jóhannesdóttir. Kristbjörg Kjeld, Gisli Alfreðsson. leiknum (og heitir The Primal Scream) má vera fyrir mér að fáist í pocket-útgáfu í næstu velbirgu bóka- verslun. Það má nú kannski einu gilda. Allt eins gæti lausn Davíðs og Helenu legið í þvi að gangast upp í málstað AA-samtaka eða SÁÁ, meðferð á Freeport ef ekki Vífilsstöðum — á meðal annars konar fólks en hér er verið að lýsa. Eða trúarlegri vakn- ingu eða endurlausn af einhverju tagi. Davið faðmar guðspjall og finnur náð. Það er raunar ástæðan fyrir endurfundum hjónanna í Ieikn- um: skyldu Davíð og Helena geta vísað Margeiri og Önnu á færa leið burt frá þeirra vandamálum, lausn á kreppu tilfinningalífs og sambýlis- hátta sem þau búa við að sínu leyti? Sjúkdómurinn yrkisefnið Málið er að vísu ekki alveg svo ein- falt — það verður brátt ljóst að leikurinn orðar engin einhlít svör við þeim spurningum sem þar eru bornar upp, sjúkdómur fólksins í leiknum yrkisefnið cn ekki læknisdómar við honum. Hvað sem líður sálfræðileg- um og siðferðislegum hugmyndum sem reifaðar eru í leiknum, auðnast honum að láta þær uppi í samhengi raunsæislegrar leiksögu, raunhæfra manngerða og einstaklinga á svið- inu. Og hér er um frásagnarefni, frá- sagnaðaraðferð á leiksviði að ræða sem vel hentar leikendum Þjóðleik- hússins og litla sviði þess i Leikhús- kjallaranum, og áhorfendur kunna frá fornu fari vel að meta: raunsæis- legur leikstíll og persónugerð, vel- virkur sálfræðilegur natúralismi bar leikinn uppi og vakti eftirtekt og áhuga manns á hinni siðferðislegu umræðu sem að vísu er kjarni máls. Eins og stundum endranær í Kjallaranum varð líka sýningin ein af þeim sem bestar gerast í leikhúsiqu. Ég held ég hafi aldrei séð Gísla Alfreðsson leika neitt í líkingu við hlutverk Margeirs: það var engu lík- ara en leikarinn hefði samsamað sér og gert að sinni taugaveiklun persón- unnar, líkamlega hrörnun og innra uppnám Margeirs undir felldu yfir- borði borgaralegrar farsældar. Sjald- an hef ég séð mann gerast drukkinn á leiksviði með eins sannfærandi móti, svo eitthvað sé nefnt til dæmis, það meira að segja roðnaði hægt og hægt nefið á Gísla þegar leið á kvöldið. Dýru verði keypt Og alla tíð deginum Ijósara að drykkjan er í senn flótti á þurt frá og örþrifa-tilraun til að takast á við og reyna að rjúfa óþolandi streitu hversdagsins. Það er ljóst að Margeir og Anna: Kristbjörg Kjeld ljómaði af ófull- nægðri lífsorku í hlutverkinu, eru komin í kreppu sem þeim er lífsnauð- syn að yfirvinna með einu móti eða öðru. Öndvert örbirgð, örvæntingu þeirra verður óneitanlega tómahljóð í hlutverki Davíðs: Sigmundar Arnar Arngrímssonar, borginmannlegt upp- Iit mannsins sem bjargaðist af, og fann í tækan tíma patent-lausn á lífs- vanda sínum eins og grima. Kannski hið föla og fríða andlit Steinunnar Jóhannesdóttur: Önnu, konu Dav- iðs, sé raunverulega sjónan á bak við grímuna. Af hlutverki Önnu, fasi hennar og svipbrigðum engu síður en því sem hún segir, verður ljóst hvað lækningin kostar, hverju verður að fórna fyrir hana, og hversu tæpt þau standa hjónin í sínu nýja athvarfi, hæpið öryggið sem það veitir. Likaminn, annað ekki, er fjarska leikhæft verk, orðar með raunsæis- móti raunhæf vandamál og viðhorf við þeim. 1 sviðsetningu Benedikts Árnasonar vinist mér þessir eðlis- kostir efnisins nýtast til hlítar. En er samt ekki kjarni máls i leiknum rómantískt óþol með og uppreisn gegn þeim kostum sem lífið og veru- leikinn hefur að bjóða í heimi leiks- ins? í þá áttina bendir allténd leiðar- stef hans, sagan af Simpson unga, nemanda Margeirs, sem leitaði veru- leikans i skáldskap, kaus sér bráðan dauða í stað þess lifs sem fullorðna fólkið lifir í leiknum, dauðans í lif- andi lífi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.