Dagblaðið - 30.01.1981, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 30.01.1981, Blaðsíða 23
I DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1981. C Útvarp Sjónvarp 31 I MANNTAL1981—sjónvarp kl. 21,15: Spurningamar ekki eins nærgöngular og menn halda —segir Magnús Bjarnf reðsson sem hjálpar sjónvarpsáhorf endum að útfylla manntalseyðublöðin „Ég vona að þegar fólk fær spurn- ingaeyðublöð manntalsins í hendur sjái það að spurningarnar eru ekki eins nærgöngular og ýmsir hafa ímyndað sér,” sagði Magnús Bjarnfreðsson. Þegar þáttur hans verður fluttur í kvöld eiga eyðublöðin að vera komin inn á hvert einasta heimili á landinu. Fólki er ráðlagt að hafa bæði eyðublöðin og rit- föng við höndina og fylla skýrslurnar út ásamt Magnúsi. ,,Ég fylli út eina skýrslu,” sagði Magnús. „Nei, það er ekki mín eigin. Ég er ekki nógu fiókið fyrirbrigði, svo ég bý til einhverja manneskju og svara spurningum fyrir hennar hönd. Um leið reyni ég að útskýra ýmis fyrirbrigði sem geta vafizt fyrir fólki. Magnús sagðist ennfremur mundu kveðja á sinn fund í sjónvarpssal nokkra aðila, sem veitt gætu upplýs- ingar um tilgang ákveðinna spurninga. „Til dæmis mun skipulagsfræðingur frá Reykjavikurborg útskýra hvers vegna spurt er um ferðalög milli heim- ilis og vinnustaðar. Ennfremur mun borgarhagfræðingur gera grein fyrir spurningum varðandi atvinnu, og þar fram eftir götunum.” Þáttur Magnúsar verður endurtekinn á morgun klukkan fjögur eftir hádegi, svo þeir sem missa af honum í kvöld fá tækifæri til að sjá hann þá. Á sunnu- dag verður skýrslunum safnað saman, og þá þurfa allir að vera búnir að skrifa svör. Með leiðsögn Magnúsar verður það sjálfsagt enginn vandi. - IHH FRÉTTASPEGILL—sjónvarp kl. 21,45: Indriði G. og Einar Karl ræða norrænt menningarstarf —verða sennilega ekki á eitt sáttir „HANDARVIK” - útvarp kl. 21,45: Dönsk smásaga um vinnuslys —eftir Cecil Bödker í þýðingu Kristínar Bjarnadóttur ,,Er norrænt menningarstarf ís- lendingum til góðs eða kemur það aðeins fáum útvöldum að gagni?” Þessa spurningu leggja fréttamenn- irnir Helgi E. Helgason og ög- mundur Jónasson fyrir Indriða G. Þorsteinsson rithöfund og Einar Karl Haraldsson ritstjóra Þjóðviijans í Fréttaspegli í kvöld. Indriði hefur margoft sett fram harkalega gagnrýni á norrænt menningarstarf, en telja má líklegt, að Einar Kai I muni snúast til varnar og mótmæla skoðunum Indriða. um deilurnar innan Efnahagsbanda- lagsins um fiskveiðimál, og máske litið lauslega á, hvefnig þau mál tengjast okkur íslendingum. Þátturinn verður í styttra lagi, aðeins 40 mínútur, vegna þess að leiðbeiningar um útfyllingu mann- talseyðublaða fá mikið rúm í dag- skránni þetta kvöld. „Maður á bezta aldri lendir með höndina í pappírsvalsi. Sagan nær yfir þá stuttu stund, sem líður frá því að hönd hans festist í valsinum og þangað til hann missir meðvitund,” sagði Kristín Bjarnadóttir leikkona um smásöguna Handarvik sem hún ies í kvöld í eigin þýðingu. Sagan er eftir dönsku skáldkonuna Cecil Bödker. Cecil Bödker er afkastamikill og virtur rithöfundur. Hún var önnur tveggja höfunda sem Danir báru fram til bókmenntaverðlauna Norðurlanda núna síðast. Hún er fædd 1927 og á að baki litríkan ævi- feril. Um tíma bjó hún í Afríku, en nú hefur hún setzt að á józkum búgarði með þeldökkum fósturdætrum og fjöldi bóka, ýmist ljóð, barnabækur, öðru skylduliði. Eftir hana liggur leikrit eða skáldsögur. -IHH ... en Einar Karl mun væntanlega reyna að mótmæla þessu og leggja sig fram um að telja Indriða hughvarf. Að erlendum málefnum verður samt vikið. Verður m.a. fjallað um för bandarísku geimfaranna Voyager I og II um’ sólkerfi okkar. Visinda- menn eru almennt á þeirri skoðun að upplýsingarnar, sem afiað var í leið- angri geimfaranna, marki tímamót í sögu geimvísindanna. Ennfremur verður í þættinum fjallað Indriði G. vill ekki sjá norrænt sam- starf um menningarmál og telur það verkfæri kommúnista til að menga is- lenzka þjóðarsál... Æ, hvenær kemur strætó? Spurningar á manntalseyðublaðinu um ferðir fólks frá og til vinnustaðar miða að þvi að afla upplýsinga, sem hafa megi til hliðsjónar þegar ferðir almenningsvagna eru skipulagðar. HEILSURÆKTIN ÞINGHÓLSBRAUT 19 BOX 67 202 KÓPAVOGUR SÍMI 43332 Opið frá kl. 9.00 árdegis. Snyrtifræðingur á staðn- um. Tímapantanir í síma 43332. Jafnt fyrir konur sem karla. Þægindi í fyrirrúmi. Þjónusta í alfaraleið. * Nudd * Fótaaðgerðir * Sauna * Ljósaböð * Snyrting s"lariura Heilsuræktin er bæði fyrir karla og konur. Það er opið alla daga frá kl. 9.00 f.h. nema föstudaga frá kl. 13.00 og laugat- daga frá kl. 10.00. VIDEO * * * * nerr Kv !VHS videospólur til leigu í miklu úrvali ásamt mynd- segulbandstækjum og litasjónvörpum. Ennfremur eru jtil leigu 8 mm og 16 mm kvikmyndafilmur í mjög miklu úrvali í stuttum og löngum útgáfum, bæði þöglar og með hljóði, auk sýningarvéla (8 mm og 16 mm) og tökuvéla, m.a. Gög og Gokke, Chaplin, Walt jDisney, Bleiki Pardusinn, Star Wars o.fl. Fyrir full- lorðna m.a. Jaws, Marathon man, Deep, Grease, God- father, Chinatown o.fl. Filmur til sölu og skipta. Ókeypis kvikmyndaskrár fyrirliggjandi. Opið alla daga nema sunnudaga. Kvikmyndamarkaðurinn Sfmi 15480 Skólavörðuslíg 19 jKlapparstígsmegin) KVIKMYNDIR * * * 5480 mJ

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.