Dagblaðið - 30.01.1981, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 30.01.1981, Blaðsíða 24
Megn óánægja myndlistarmanna á Akureyri: Ustamenn íhuga fram- boð til bæjarstjómar —listinn gengi þvert á pólHíska flokka en markmiðið væri að efla menningarlíf áAkureyrí Mikil og almenn óánægja er ríkj- andi meðal myndlistarmanna á Akur- eyri vegna þess að nú hafa þeir engan stað til sýningahalds í bænum. Þykir þeim gremjulegt að ekki skuli vera hægt að merkja nein viðbrögð hjá Akureyrarbæ um úrbætur, þrátt fyrir að tveimur sýningarsölum t bænum hafi verið lokað, sem jafnframt voru þeir einu. Eins þykir þeim það furðu- legt að ekki sé nein hreyfing á þessum málum, þó svo að fyrir skömmu hafi verið haldin ráðstefna um menn- ingarsamskipti í fjórðungnum á veg- um Fjórðungssambands Norðlend- inga. Útkoman úr þeirri ráðstefnu virðist engin vera, nema sú að stofnuð var þar nefnd og málið jafn hreyfingarlaust og fyrr. Fréttaritari DB hafði samband við nokkra myndlistarmenn af þessum sökum og bað um álit þeirra. Einn þeirra sagði að hafi hann einhvern tímann sett traust sitt á stjórnmála- menn sé það traust fokið út í veður og vind. Jafnframt sagði hann að sú hugmynd væri til alvarlegrar íhug- unar að bjóða fram sérstakan lista við næstu bæjarstjórnarkosningar, sem gengi þvert á pólitíska flokka en hefði það að markmiði að efla menn- ingarlíf bæjarins fyrst og fremst. Þegar spurt var hvort meiningin væri að stofna samtök utan um þá hugmynd að bjóða fram til bæjar- stjórnar, þá voru svörin á þá leið að svo væri ekki. Aftur á móti væru mjög margir menn hlynntir framboði sem hugsanlegri lausn ef bæjaryfir- völd láta ekki hendur standa fram úr ermum og gera úrbætur. Þá kom það einnig fram að á döf- inni er að stofna heildarsamtök allra listgreina sem stundaðar eru í bæn- umog þar gætu t.d. rithöfundar, tón- listarmenn og myndlistarmenn átt sameiginlegan vettvang. Markmið slíkra samtaka yrði að knýja á um úr- bætur og efla samstöðu listamanna, jafnvel kæmi til greina aðslík samtök tækju að sér að reka sýningarsal í samvinnu við bæinn. Slíkar hug- myndir eru þó enn sem komið er í lausu lofti. Þó má búast við að meira fréttist af þessum samtökum innan skamms. - GM, Akureyri. Hreindýrin fóta sig varla —fara ekki vartiluta afhálkunni frekarenmamfólkiö llreindýrahópur hefur haldið sip réll við bivjardyrnar ú Höfn i Hornafirði að undan- og komst hann ekki ó fælur ú yljúnni. Bóndinn lók kólfinn op bar hunn útfyrir vepinn. fiirnu. Hreindýrin hafa ekki farið varhluta af hálkunni frekar en mannfólkið. Þeyar llreinninn varfrelsinu fepinn oy var fijótur að koma sér burl. Myndin sýnir hreindýr- hóndi I Nesjum var á ferðinni á döpunum fann hann unyan hrein liyyiandi á pötunni in. sem eru rétt við bæinn. - Júlía. Höfn. DB-mynd Raynar Imsland. BruninníKötlufelli: Eiginkonan neitar ö/A um ásökunum lögreglu —Gæzluvarðhaldsúrskurðuriim kærður Örn Clausen, skipaður réttar- gæzlumaður eiginkonu Sigfúsar Steingrímssonar sem lézt í húsbruna' að Kötlufelli II sl. sunnudag, hefur kært til Hæstaréttar þann 14 daga gæzluvarðhaldsúrskurð sem upp var kveðinn í gær yfir konunni. Konan hefur frá úpphafi neitað að eiga nokkum þátt í því að eldur kæmi upp, en rannsóknarlögreglan telur sig hafa rökstuddan grun um að svo geti verið. konan hefur verið i haldi frá því aðfaranótt miðviku- dags. Hinn kærði úrskurður Sakadóms Reykjavíkur verður væntanlega tek- inn fyrir í Hæstarétti einhvern næstu daga. Rannsóknarlögreglan hefur enn engar upplýsingar viljað gefa í þessu máli. Að þvi er bezt er vitað byggist grunur hennar fyrst og fremst á fram- burði fólks um hvað gerðist i stiga- húsinu að Kötlufelli áður en slökkvi- liðið var kallað til, svo og vegsum- merkjum eftir brunann. - A.St. * Rúmið i svefnherberginu var mikið brunnið og skemmdir miklar í her- berginu. DB-mynd S. frjálst, óháð dagblað FÖSTUDAGUR 30. JAN. 1981. Skákþing Reykjavíkun HagurJóns vænkaðist Jón L. Árnason styrkti mjög stöðu sína á Skákþingi Reykjavíkur er hann vann biðskák sína við Sævar Bjarna- son. Fyrirfram hafði Jón verið talinn með tapaða stöðu er skákin fór í bið en hann fann skemmtilega leið út úr ógöngunum og tókst að jafna taflið, og ekki nóg með það því Sævar lék síðan af sér heilum manni og varð að gefa taflið. í gærkvöldi lauk einnig skák þeirra Dan Hansson og Hilmars Karls- sonar og vann Dan. Jón er því efstur með 5 vinninga og biðskák að loknum 7 umferðum, Bragi Halldórsson og Dan Hansson koma næstir með 4 vinninga, síðan Helgi Ólafsson með 3,5 vinninga, 2 biðskákir og eina frestaða skák. Staðan er annars mjög óljós vegna fjölda biðskáka og frestaðra skáka. Þannig hefur Elvar Guðmundsson til dæmis aðeins lokið 3 skákum. -GAJ. Slitnaruppúr sjómamasamningum íþriðjasiim: Mikil stíf ni á báða bóga — segir ríkissáttasemjari ,,Ef á að koma til verkfalls á togur- unum 9. febrúar verður að tilkynna það hingað til okkar fyrir kl. 17 í dag. Framhaldið ræðst mikið af þvi og eins af hugsanlegri niðurstöðu fundar um fiskverðið, sem vera á i dag,” sagði Guðlaugur Þorvaldsson rikissáttasemj- ari í viðtali við DB í morgun um togara- og bátakjarasamningana. í gærkvöld slitnaði í þriðja sinn upp úr viðræðum sjómanna og útvegsmanna og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. „Það er mikil stífni á báða bóga,” sagði ríkissáttasemjari. „Það varð ekki samkomulag i undirnefndunum, sem fjalla um lífeyrissjóðsmálið og á því strandar aðallega. Við reyndum árangurslaúst að koma viðræðum af stað á ný og munum að sjálfsögðu reyna að halda fund fljótlega — þegar línur hafa eitthvað skýrzt, en þetta er margfiókið mál.” Guðlaugur Þorvaldsson sagði að samningar við starfsfólk í ríkisverk- smiðjunum gengju vel — ákveðið hefði verið að vinna ekki í þeim yfir helgina. Samkomulag hefði tekizt um fjölmörg atriði og væru nú aðeins 7—8 liðir óleystir. ,,Það hefur verið ágætur gangur á þeim samningum,” sagði ríkissáttasemjari, „ekki sízt þegar miðað er við að þarna er um alveg nýtt form á samningum að ræða.” -ÓV. Iscargomenn skoða tilboð — um leiguvélar fyriráætlunarflug til Hollands ,,Við erum að skoða tilboð sem við fengum. Það er verið að bjóða okkur allskonar fiugvélar til leigu. Helgin verður notuð til að kanna málið betur og þetta skýrist allt í næstu viku,” sagði Kristinn Finnbogason fram- kvæmdastjóri flugfélagsins íscargo. íscargo hefur fengið „grænt Ijós” frá Hollandsstjórn til áætlunarflugs með farþega og vörur á leiðinni Holland — ísland, eins og Dagblaðið skýrði frá í gær. íscargomenn hyggjast hefja fiugið í april, fyrst 2svar í viku, síðan 3 svar í viku. Flugleiðir hafa setið, eitt íslenzkra fyrirtækja, að áætlunarflugi milli íslands og megin- lands Evrópu — frá því að Loftleiðir og Flugfélagið sameinuðust. Nú fá Flugleiðir samkeppni íslenzks flug- félags. Sumum þykir mál til komið, öðrumverra. -ARH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.