Dagblaðið - 30.01.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 30.01.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. JANUAR 1981. II Yfirlitsmynd af Hafnareyju sem Kobeborg lét b.vggjá upp. staklingar fengið lóðir fyrir einbýlis- hús. Unglinga- og barnaskólar hafa verið byggðir, ásamt 1000 rúma sjúkrahúsi og svo mætti lengi telja. Hafnareyjan hýsir því nokkurs konar „vasaútgáfuþjóðfélag” og var allt hannað algerlega frá grunni af mannahöndum áður en fólk fluttist þangað. Orkumál Hafnareyjan er tengd Kobeborg með nýrri gerð af lest sem er stjórnað af tölvu og því algerlega sjálfvirk. Einnig veldur hún engri hávaðameng- un. Þessa dagana er verið að tilkeyra þetta nýja lestarkerfi en á annatímum er reiknað með að kerfið flytji yfir 10 þúsund manns á klukkustund. Hafa Japanir fengið fjölda fyrirspurna erlendis frá um þetta nýja lestarkerfi sitt. Portopia ’81 verður opin í 3 mánuði og margt verður að sjá. Flestar þátttökuþjóðir byggja upp sýningar sínar kringum meginkenni- orð sýningarinnar, „Creation of a new cultural city on the sea”. Mörg japönsku fyrirtækjanna munu einnig tengja sýningar sinar orkumálum og munu sýningargestir geta virt fyrir sér það nýjasta í sólar- og vindorkumál- um. Einnig verður skyggnst inn í framtíðina t.d. á sviði hljóm- og myndtækni svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Og hvað skyldi þetta fyrirtæki kosta? Jú, eina litla 1560 milljarða og er þá reiknað í gömlum krónum. Kjallarinn Pétur Guðjónsson austur til Sovétríkjanna. En ekki var látið nægja að flytja vélar og tækja- búnað, heldur voru mennirnir fluttir með vélunum og haldið þar árum saman þar til búið var að kenna Rúss- um meðferð þeirra. Við munum hér á landi eftir fyrsta Moskovitsbílnum, sem var Opel 1939. Til þess að gera heimskommúnismanum í Sovétríkj- unum þetta allt auðveldara mokuðu Bandaríkjamenn fjármagni í Sovét- ríkin gegnum hjálparstofnunina UNNRA og er talið að eingöngu i gegnum hana hafi Sovétrikin fengið 8 milljarða dollara á gengi kringum 1948. Þessa tölu má í það minnsta þrefalda í dag. En hver var einn aðal- ráðgjafi Roosevelts á Yalta? Alger Hiss, í dag dæmdur sovézkur njósn- ari. Atómleyndar- málanjósnir Við vitum líka í dag, að helgustu þjóðarleyndarmál Bandaríkjanna. og Bretlands, atómleyndarmálin, láku beinustu leið til Moskvu, og eru þekkt nöfn í því sambandi Rosen- berghjónin og Fuchz. Slík voru tök njósnakerfis Sovétrikjanna á Vestur- löndum, að í Bretlandi varð Philby, einn aðalnjósnari heimskommúnism- ans á Vesturlöndum, sem slapp á endanum nauðuglega frá Beirut til Sovétríkjanna á 7. áratugnum og lifir þar í dag praktuglega, einn af 4 um- sækjendum, er til greina komu sem yfirmenn aðalnjósnastofnunar Bretlands M5, sama og CIA í Bandaríkjunum. Það var ekki þekk- ing, heldur einskær tilviljun, sem réð því, að Philby varð ekki æðsti yfir- maður brezku njósnastarfseminnar. Hugsið ykkur stöðuna, ef Allen Dulles, sem var yfirmaður CIA árum saman, hefði verið rússneskur stór- njósnari. En rétt er að geta hér nokk- urra annarra nafna í Bretlandi eins og Burgess, McLean, hins fræga Blunt, og eftir því, sem höfundur uppljóstr- ananna um Blunt lýsir yfir, eru 20 til 30 Sovétnjósnarar ennþá starfandi i ráðuneytunum í London. Sögulegur lærdómur Það sem skiptir máli hér er að gera sér ljóst, hversu vel tókst til á Vestur- löndum að verjast njósnum heims- kommúnismans, þar sem allt var sett til reiðu til að verjast þeim, bæði fólk og fjármagn. Það kom ekki í veg fyrir að sovézku njósnanetin næðu inn í helgustu þjóðarleyndarmálin. Njósnavarnir á Vesturlöndum reyndust algjörlega ómegnugar að vernda ríkisleyndarmálin. önnur þjóðlrfssvið Hvað þá um önnur svið þjóðlífsins þar sem engum bar að vita neitt um víðara alheimssamhengi og hagsmuni heimskommúnismans, því að engum í ríkisstofnunum var upp á lagt að safna upplýsingum um ákveðin mál- efni. Hvernig átti nokkur aðili í stjórnardeildum Vesturlanda að afla upplýsinga um mikilvægi heimshaf- anna fyrir heildarmatvælafram- leiðslu Sovétríkjanna eða hermála- ráðuneytin að taka matvælastöðu Sovétríkjanna inn í heildarhernaðar- stöðuna gagnvart Sovétríkjunum, þegar algjörlega var neitað að líta á „mat sem vopn”? Þó bar hermála- ráðuneytunum að gera þetta, því ef til hernaðarátaka kemur, er matvæla- framleiðsla ein af forsendum fyrir út- haldi og mætti í hernaðarrekstri. En hvað skal segja, þegar vanrækslan og sinnuleysið var svo mikið, að heims- kommúnismanum var ekki skipað í NYTT LYFIBARÁTT- UNNIGEGN EITUR- LYFJAVANDAMÁUNU Vonir hafa nú vaknað um, að fundizt hafi lyf, sem á fljótlegan og árangursríkan hátt geti eytt líkam- legri þörf eiturlyfjasjúklinga fyrir eiturlyf. Lyfið, klonidin, hefur í tilrauna- skyni verið gefið tíu eiturlyfjasjúkl- ingum í „niðurtalningarmeðferð” á meðferðarstofnun i Kaupmanna- höfn. Meðferðin byggðist á því, að lyfið var tekið í töfluformi fjórum sinnum á dag. Eftir fjóra daga höfðu sjö af tiu eiturlyfjasjúklingum misst löng- unina í eitrið og létu það vera þó þeir ættu þess kostað fá það. Hinir þrir sjúklingarnir tóku lyfið í þrjá daga i viðbót og þá var löngunin horfin. Andstætt metadon, sem er út- breitt en umdeilt „niðurtalningar- lyf”, er klonidin ekki fíknilyf og þar af leiðandi ekki vanabindandi. Allir sjúklingarnir tiu höfðu áður reynt metadon og þeir voru sammála um, að tilrauninni lokinni.að kloni- din tæki metadon fram. Það hefði róandi áhrif á þá og gerði þá skýrari i höfðinu. Um tilraun þessa er fjallað í lækna- tímariti, sem kom út í Kaupmanna- höfn síðastliðinn mánudag. Það eru nokkrir læknar, sem fjalla um lyfið og eru sammála um, að það lofi góðu. Þeir eru þeirrar skoðunar, að þessi tilraun hafi skapað nýjan grundvöll i umræðunni um eiturlyfjavandamálið í Danmörku og vonast til að ítar- legri rannsóknir eigi eftir að leiða gildi þess enn betur í ljós. Fjögurra til sex daga læknismeð- ferð með þessu lyfi virðist einnig hafa flokk andstæðinga sem hugsanlegum framtíðar hernaðaróvinum? Annað iðnaðarstór- stökk Sovótríkjanna í kringum 1950 hafði öllum meiri- háttar undirbúningi verið lokið fyrir 2. meiriháttar iðnaðaruppbyggingar- stig í Sovétinu, og ekki hvað sízt í iðnaðarþáttum hernaðartækjafram- leiðslu. Þetta útheimti tugmilljóna mannflutninga úr sveitunum til borg- anna þar sem nota átti sveitafólkið sem iðnverkamenn í hinum nýju iðn- greinum. En þessi flutningur þýddi að fólk var tekið frá matvælafram- þann kost í för með sér, að sjúkling- unum veitist meira ráðrúm til að huga að framtiðaráætlunum sínum. Klonidin er ekki nýtt lyf í Dan- mörku. Það hefur verið notað gegn of háum blóðþrýstingi og einnig við höf uðsjúkdómnum „migrene” og það er selt undir vörumerkinu Cata- pressa. Það hefur áður verið reynt með góðum árangri til að venja sjúklinga af eiturlyfjum, til dæmis í Englandi. Umræðan um eiturlyfjavanda- málið í Danmörku hefur verið mjög mikil í fjölmiðlum að undanförnu, bæði í dagblöðum og sjónvarpi. Það var Ekstrablaðið sem reið á vaðið og fékk dómsmálaráðherrann í lið með sér í mikilli herferð gegn eiturlyfja- bölinu. Einnig hefur nýlega verið lagt' fram í danska þinginu frumvarp sem gerir ráð fyrir auknu valdi fíkniefna- lögreglunnar og mjög öflugum stuðn- ingi stjórnvalda við þá aðila er berj- ast gegn vandamálinu. Einnig er gert ráð fyrir í frumvarpinu, að fjölmörg ný endurhæfingarheimili fyrir eitur- lyfjasjúklinga verði sett á laggirnar. (Politiken og Ekstrabladet) Nýja lyfið k lonidin héfur vakið vonir manna um að hetri árangurs sé að vænta í meöferð eiturlyfjasjúklinga, til dæmis heróinsjúklinga. Ieiðslu og gert að hreinum matvæla- neytendum í borgunum. Svarið við þessum vanda var hin gífurlega áætl- un i Mið-Asíulýðveldinu Khasakstan, sem leysa átti vandamál matvæla- framleiðslunnar í Sovétríkjunum um nána framtíð. Þetta er stærsta áætlun í landbúnaði í heimssögunni. Tug- milljarðar rúblna voru fjárfestir og slík var trú foringjanna í Kreml, að Krútsjoff sagði í alvöru við eitt tæki- færi: „We shali bury you,” eins og frægt er orðið, eða eins og útleggst, „við munum jarða ykkur,” og átti hann þar við Vesturlönd. En hér var ekki eingöngu um að ræða alla tug- milljarðafjárfestinguna í Khasak- stan, heldur var búið að gera stórar iðnaðaruppbyggingaráætlanir i sam- bandi við þessa miklu landbúnaðar- áætlun. Ef landbúnaðaráætlunin brygðist mundi það hafa skelfilegar afleiðingar á allar iðnaðaruppbygg- ingaráætlanirnar jafnframt og or- saka kollsteypu í þjóðarhag Sovét- ríkjanna. En landbúnaðaráætlunin byrjaði að bregðast á 2. ári og á 3. ári blasti við hörmung. Efnahagsskipu- leggjendur Sovétríkjanna litu því eftir valkostum, og aðeins einn blasti við, „heimshöfin skyldu verða mal- vælabúr Sovétríkjanna’. Á þessum árum hefst æðisgengin uppbygging sovézka fiskiskipaflotans sem endar í heildarstærðinni 4,5 milljónir smá- lesta, sá stærsti í heimi, og öll heims- ins höf urðu vettvangur ’ hans. Ástandinu var bjargað í bili. En mikil hætta var á ferðum, því þróun fyrir stækkaðri landhelgi hafði byrjað árið 1945 með Trumansyfirlýsingunni og stuttu seinna „einhliða yfirlýsingu” Breta í sama dúr við Bahamaeyjar, þá brezk nýlenda. Síðar, 1948, út í 200 mílur af 3 Suður-Ameríkuríkj- um, Chile, Perú og Equador. Því voru gefin út ströngustu fyrirmæli til allra njósnadeilda Sovétríkjanna á Vesturlöndum að koma í veg fyrir frekari útfærslu landhelgi til þess að hinn nýi og fullkomni fiskiskipafloti Sovétríkjanna gæti haldið ótruflaður áfram að rányrkja heimshöfin fyrir alheimskommúnismann. Það er því eftirtakanlegt nú, að eina ríkið sem barðist gegn útvíkkun landhelgi íslands, jafnvel með brezka flotan- um, var Stóra-Bretland, en sögulega staðreyndin er sú í dag, að hvergi höfðu rússnesku njósnahringirnir náð lengra inn í stjórnkerfin á Vesturlöndum en í Bretlandi. í næstu grein verður sagt frá þeim ægifjárhæðum, sem Sovétríkin, al- heimskommúnisminn, hefur sparað sér með rányrkjunni á heimshöfun- um, upphæðum, sem gera meira en að borga kostnaðinn af öllum vopna- kerfum, sem eru nú í eigu Sovétríkj- anna, og sem gertJiafa Sovétríkin að hernaðarlegu risaveldi. Pétur Guðjónsson, form. Félags áhugamanna um sjávarútvegsmál. Anthony Blunt, einn hinna mörgu njósnara Sovétrikjanna, er trúað hafa á heims- kommúnismann og tryggt hafa úr háum stöðum hagsmuni hans, meðal annars með þvi að halda öllum heimsins höfum opnum fyrir rányrkju sovézka fiskiskipa- flotans, segir greinarhöfundur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.