Dagblaðið - 30.01.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 30.01.1981, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1981. Staða húsvarðar Við Iðnskólann í Reykjavík er laus til umsóknar. Umsóknir berist skrifstofu skólans fyrir 20. febrúar nk. Umsóknum fýlgi upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf. Húsverði er ætlað íbúðarhúsnæði í skólanum. Iðnskólinn í Reykjavík. ADALMANNTAL 1981 Dreifingu manntalseyðublaða á nú að vera lokið alls staðar. Þeir, sem hafa ekki fengið eyðublöð i hendur, eru vinsamlega beðnir að afla sér þeirra á skrifstofu sveitarstjórnar. í þéttbýli á höfuðborgarsvæði og á Akureyri eru eyðublöð einnig fáanleg á lögreglu- stöðvum. Hagstofan AÐALMANNTAL 1981 Akureyrarbær og sveitarstjórnir á höfuð- borgarsvæði veita leiðbeiningar um útfyll- ingu manntalseyðublaða laugardaginn 31. janúar, í síma sem hér segir: Sími Akureyri................. 21001 Garðabær................. 42311 Hafnarfjörður............ 53444 Kópavogur................ 41570 Mosfellshreppur......... 66267 Reykjavík................ 18000 Seltjarnarnes.............. 20980 Sveitarstjórnirnar BJÖRNINNi nunaa nccora arg. /«. lvijog fallegur. dökk vinrauður, eins og nýr. Útvarp og segulband. Kr. 80 þús. Galant Super Salon árg. ’81. Nýr bill ekinn 2 þús. km., sjálfskiptur, vökva- stýri, veltistýri, rafknúnar rúður, litað gler og extra bölstruð sæti. Tveir dekkjagangar, stereó útvarp. Skipti möguleg. Toyota Crown dísil árg. ’80. Ekinn Datsun 220 C árg. '79. Silfurgrár, 27 þús. km. sem nýr, vökvastýri, og ekinn 97 þús. km. Útvarp, segulband, bremsum. Ekki leigubill. Skipti á ný vetrardekk, litað gler o.fl. Skipti á ódýrari. Vetrardekk. ódýrari bil möguleg. Kr. 90 þús. i!iii!iilil!;!i! B,j LAKAU.P JtlllllllilllInlliij^uJ^lllllllllliliiJöilifllMllllllillliIllÍúii SKEIFAN 5 — SlMAR 86010 og 86030 Keflvíkingar ekki á eitt sáttir um atvinnuleysið —þó virðast allir sammála um að margar konur séu atvinnulausar Er hörmungarástand í atvinnumál- um á Suðurnesjum, eða er verið að æsa upp mál sem ekki er til? Tvenn- um sögum fer af því. 9. janúar sl. birtist I DB grein um atvinnuástand á Suðurnesjum. Þá höfðu fimm frysti- hús verið lokuð síðan fyrir jól og eitt lokað fyrir fullt og allt. Síðan þá hefur verið mikið fjallað um mál þetta í fjölmiðlum. Hefur Karl Steinar Guðnason meðal annars látið hafa eftir sér að 40 fjölskyldur séu að flytja til útlanda vegna atvinnuleysis- ins. Atvinnumálanefnd Suðurnesja sendi frá sér tilkynningu þar sem seg- ir að þessar fréttir séu stórlega ýktar. Verkakvennafélagið sendir aftur frá sér tilkynningu sem segir að atvinnu- málanefndin hafi „skvett köldu vatni” framan í verkakonur sem gangi um atvinnulausar. En hvað er til í þessu atvinnuleysi? Blaðamaður DB gerði sér ferð suður í Keflavík og kannaði málin þar. Greinilegt var á öllum þeim fjölda manna, sem DB ræddi við, að at- vinnuleysi væri ekki ýkja mikið meira nú en undanfarin ár á þessum tíma. Þó hefði eitt frystihúsið lokað og það hefði haft í för með sér að margar konur misstu atvinnu sína. En þrátt fyrir ítrekaða leit DB-manna, og með hjálp manna að því fólki sem hyggst „flýja land” fannst það ekki. Við fréttum af einni fjölskyldu sem er að flytjast burt af landi. Sú fjölskylda hefur rekið fyrirtæki í Keflavik og er þvi ekki að flýja atvinnuleysi. Þá fréttum við af þremur sjómönnum sem hyggjast breyta til og reyna fyrir sér í Ameríku í nokkra mánuði, en „geyma” fjölskyldurnar heima á meðan. Svör þeirra manna sem DB ræddi við í fyrradag eru hér á síð- unni. lokuö síöan fyrlr i«: hörmungarAstandíat- VINNUMÁLUM SUÐURNESJA _íannaðhundraðstvinnulíusir Stk'r6i.'',i“uLtH' jmZSTZiz sáasE ! -aa “ Hólmf ríður Ótafsdóttir skrífstofustjóri VS: Enginn á atvinnu leysisskrá héma „Hér hjá okkur er enginn á at- vinnuleysisskrá. Það var ein mann- eskja í eina og hálfa viku en hún hefur fengið vinnu núna,” sagði Hólmfriður Ólafsdóttir skrifstofu- stjóri hjá Verzlunarmannafélagi Suðurnesja er við heimsóttum hana á skrifstofu Verzlunarmannafélagsins. „Ég get nefnt sem dæmi að fyrir ári voru sex manns hjá mér á skrá í janúar, en núna hefur aðeins verið ein manneskja. Ég held að atvinnu- leysi sé mest hjá konum sem hafa verið heima og sinnt heimilisstörfum og vilja nú komast út á vinnumark- aðinn. Það er ekkert fyrir þær að gera hérna. Keflavík er líka verst sett, t.d. er alveg næg vinna í Garðinum og margir hafa leitað þangað eftir vinnu: Það er í rauninni skrýtið að meðan allt er brjálað að gera á stöðunum hér í kring í fiskinum þá er allt stopp hérna,” sagði Hólmfriður. EmilJónsson starfsmaður hjá Verkalýðs- og sjómannafélaginu: Á þríðja tug manna ætlartil Ameríku — enþaðerekki atvimulaust „Ég veit um á milli tuttugu og þrjátiu manns, allt fjölskyldur, sem eru að flytja til útlanda héðan. Hins vegar get ég ekki gefið upp nöfn á þessu fólki þar sem ég veit að það vill ekki tjá sig við fjölmiðla. Nei, þetta fólk er ekki atvinnulaust en það sér fram á minnkandi atvinnu og fer þess vegna. Flest er þettaTólk að fara til Ameríku,” sagði Emil Jónsson, starfsmaður hjá Verkalýðs- og sjó- mannafélagi Keflavíkur, er blaða- maður DB náði tali af honum hjá ríkissáttasemjara. Þrátt fyrir ítrekaða leit blaðamanns að því fólki sem flytja ætlar burt frá Suðurnesjum til Ameríku tókst ekki að finna það. Vi Gunnar Sveinsson kaupfélagsstjórí: „HELDUR MEIRIÁSÓKN í VINNU” — og hefur veríð síðan í haust „Það hefur verið talsvert mikið sótt um vinnu hjá okkur síðan í haust, eiginlega síðan í september. Við erum alltaf með nokkuð margar konur á biðlistum, þær vilja kannski breyta tii, fara úr flskinum og þá er þetta eiginlega það eina sem er á boð- stólum,” sagði Gunnar Sveinsson kaupfélagsstjóri I Keflavík. „Sumar konur vilja einungis vinna í fiskinum, þar er bónusvinna og þær geta haft meira upp úr því svo þær hafa ekki leitað hingað eftir vinnu. Hins vegar hefur verið talsverð ásókn i vinnu hér síðan í september.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.