Dagblaðið - 30.01.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 30.01.1981, Blaðsíða 10
10 'l Utgefandi: Dagblaðið hf. fijálst, áháð dagblað Framkvœmdastjðrí: Sveinn R. Eyjótfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Aöstoðarritstjóri: Haukur Heigason. Fréttastjórí: Ómar Valdimarsson. Skrífstofustjörí rítstjómdr Jóhannes Reykdal. íþróttir Halkir Simonarson. jMenning: AðaUteinn Ingötfsson. Aðstoðarfróttastjórí: Jónas Haraldsson. Handrít Ásgrímur Pátsson. Hönnun: Hilmar Karísson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Adi Stelnarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stefánsdóttir, EHn Albertsdóttir, Gfsli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttk, Kristján Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir Bjarnleifui bjamleifsson, Einar Óiason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Þorri Sigurðsson og Sveinn Þormóðsson. Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. GjakJkerí: Þráinn Þoríeifsson. Augiýsingastjórí: Már E.M. Halldórs- son. Dreifingarstjórí: Valgerður H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Siðumúla 12. Af greiðsla, ásjuif taðeiMk'rflfðfýsingar og skrif stof ur Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022110 Hnur). Setning og umbrot Dagblaðið hf., Siðumúla 12. Mynda- og piötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun; Árvakur hf., Skelfunni 10. AsfciVtartlorá hmfcnuði kr. 70,00. VsrO I lousosolu kr. 4.00., Góöar viötökur Skoðanakannanir Dagblaðsins hljóta góðar viðtökur almennings. Fólk svarar spurningum blaðsins nær undantekn- ingarlaust greiðlega eftir beztu getu. Kannanirnar hafa festst í sessi. Öllum er ljóst, að heiðarlega er að þeim staðið, jafnt þeim, sem telja sig fara vel út úr niðurstöðum, og hinum, sem telja sig hafa farið hall- oka. Dagblaðsmenn hafa í þremur seríum kannana á árs tímabili rætt við samtals 1800 manns. Margar spurningarnar hafa verið hinar sömu í þessum seríum. Þannig styðja niðurstöður kannananna hver aðra. Með þeim hafa fengizt nijög verðmætar upplýsingar um af- stöðu þjóðarinnar til stjórnmála. Venjuleg viðbrögð þeirra, sem spurðir eru, hafa verið ánægja yfir tækifærinu til að láta skoðun sína í ljós. Auðvitað er fólk misjafnlega reiðubúið til að taka afstöðu til málanna. Allajafna er þó spurt um málefni, sem fólk þekkir vel. Spurt er: Ertu þú fylgjandi eða andvígur ríkisstjórninni? Ætla má, að fólk taki afstöðu til, hvort því líkar ákveðin ríkisstjórn vel eða illa, frá einum tíma til annars. Enda fór svo, að aðeins um sautján af hundraði reyndust óákveðnir í afstöðu til núverandi stjórnar en yfir áttatíu og tveir af hundrað tóku afstöðu, með eða móti stjórninni, þegar spurt var núíjanúar. í spurningunni: Ert þú fylgjandi eða andvígur efna- hagsaðgerðum ríkisstjómarinnar nú um áramótin? reyndust öllu fleiri óákveðnir, enda tiltölulega erfítt fyrir hinn almenna borgara að dæma um gildi ákveðinna ráðstafana í hinum flóknu efnahagsmálum. Þegar spurt var, hvaða stjórnmálaflokki menn teldu sig standa næst, kom í ljós sem fyrr, að niargir eru óákveðnir í því efni. Menn segja kannski: ,,Ég hef kosið Alþýðuflokkinn en er nú óákveðinn” og þar fram eftir götum. Einnig kemur fram hjá mjög mörgum óánægja með alla flokkana, sem menn telja hafa brugðizt. I síðustu könnun reyndust 6,7 prósent ekki vilja svara spurningunni um flokkana, sem er ekki óeðlilegt hlútfall. Þeir, sem sögðust vera óákveðnir, eru á hinn bóginn jafnmiklir þátttakendur í skoðana- könnuninni og hverjir aðrir, þeir eru einfaldlega ekki fylgjandi neinum af stjórnmálaflokkunum um þessar mundir. Skoðanakönnunum Dagblaðsins er vel tekið jafnt af þátttakendum sem lesendum. Orsök þess er sú reynsla, sem fengizt hefur af könnununum, þegar unnt hefur verið að bera niðurstöður þeirra saman við úrslit for- seta- eða þingkosninga. Til skamms tíma hafa einstaka lýðskrumarar, sem hafa talið sinn málstað fara illa út úr skoðanakönnununum, átt til að beita því áróðurs- bragði að þykjast bera brigður á kannanirnar. Sá áróð- ur hefur verið hafður í frammi gegn betri vitund áróðursmanna, enda enginn á þá hlustað. Vera má, að einhverjir þess konar áróðursmenn séu enn á kreiki. í reynd taka bæði meirihluta- og minnihlutamenn niðurstöðum kannananna með réttu hugarfari nú- orðið. Enginn hefur til dæmis í alvöru borið brigður á niðurstöður nýbirtrar skoðanakönnunar Dagblaðsins um afstöðu þjóðarinnar til ríkisstjórnarinnar. Meiri- hlutamenn fagna, en minnihlutamenn segja, að ríkis- stjórnin hafi blekkt almenning og hljóti því slíkt fylgi sem raun ber vitni. Vissulega er rétt að leita skýringa á feiknarlegu fylgi við ríkisstjórnina, sem skoðanakönn- unin leiddi í ljós. Niðurstöður kannananna eru leið- beinandi fyrir ráðamenn, jafnt þá, sem fagna, og hina, sem bera skarðan hlut. _____ DAGBLAÐID. FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1981. P0RT0PIA81: Nýstáríeg sýn ingíJapan Baldur Hjaltason skrifar frá Japan eyja algeriega gerð af mannahöndum í marsmánuði næstkomandi verður opnuð sýning hér í Japan er ber heiti Portopia ’81 og er hún stað- sett á lítilli eyju í nágrenni hafnar- borgarinnar Kobe. Sýningin tekur yfir 62 hektara lands og reistir hafa verið yftr 32 sýningarskálar. Yfir 32 þjóðir taka þátt í sýningunni. Portopia '81 er nokkuð sérstæð sýning. Hún er sett upp í tilefni þess að eyjan sem sýningin er staösett á er algerlega gerð af mannahöndum. Byrjað var að byggja upp eyjuna 1966 og voru fylltir upp 436 hektarar alls. Vasaútgáfuþjóðfólag Tilgangurinn með byggingu þessar- ar eyju var margþættur. Kobe er mikil hafnarborg i Japan og var Sýningarsvæðið sjálft á Hafnareyjunni. orðið æði þröngt um alla aðstöðu við höfnina. Því var eyjan hönnuð með það í huga að taka mesta þungann af gömlu höfninni og var nýja höfnin sérlega útbúin fyrir skip sem flytja gáma. Einnig vildi borgarstjórn Kobe reyna að minnka umferðarþungann á Kobeborgarsvæðinu. Á þessari litlu eyju sem hefur fengið heitið Hafnareyjan, er reiknað með að 20 þúsund manns muni búa og að við höfnina munu a.mk. 40 þúsund manns fá vinnu. Reist hafa verið fjölbýlishús og einnig hafa ein- Umdhelgisbarátta íslendinga í alþjóðlegu samhengi N jósnakerf i Sovétmanna eða fáf ræði réð stefnu Vesturveldanna í landhelgismálinu Veikleikar Sovótrfkjanna í þessari og eftirfarandi greinum verður gerð 1 stuttu máli grein fyrir aöalatriðum i sögulegri atburðarás og niðurstöðum rannsókna minna á þýðingu heimshafanna fyrir heildar matvælaframleiðslu Sovétríkjanna. Það er vitað mál, að hvergi i þjóð- hagskerfi Sovétríkjanna er um eins gifurlegan vanda að ræða og í mat- vælaframleiðslunni. Það er söguleg staðreynd, að Sovétrikin geta ekki brauðfætt íbúa sína meira að segja eftir 60 ára stjórn kommúnista. Ætti þessi eina staðreynd að vera nægjan- leg til þess að kveða upp dauðadóm yfir því stjórnkerfi. Fram til 1914 var keisara-Rússland stór útflytjandi á korni. Sigið hefur mjög á ógæfuhlið- ina fyrir Sovétríkjunum áseinni hluta síðasta áratugs, en ár hvert síðan 1975 hafa Sovétrikin þurft að flytja inn tugi milljóna tonna af korni og eru þetta mestu matvælaflutningar í sögu heimsbyggðarinnar. Þetta á ekki eingöngu við um Sovétríkin, heldur er einnig sama uppi á teningn- um í Póllandi. Það var matvæla- skortur, sem var kveikjan að hinum stórsögulegu atburðum í því landi, sem ráðið geta þróun heimsbyggðar- innar á næstu áratugum. ísland í heimsmyndinni En nú vaknar spurningin, hvað kemur okkur þetta við hér uppi á íslandi? Jú, okkur kemur það svo sannarlega við, því að við erum fyrst og fremst framleiðendur á matvæl- um. Meiriháttar framleiðslubrestur eða offramleiðsla í heiminum al- mennt hefur tiltölulega fljótt áhrif á heildarverðþróun. Því er það grund- vallaratriði ef meta á framtíðar- horfur í afkomu íslenzka þjóðarbús- ins að fyrirhendi séu ávallt haldgóðar upplýsingar um ástand á matvæla- mörkuðum heimsins. Skort hefur mikið á að horft væri á þetta stærsta heimsmarkaðssamhengi í afkomu íslendinga, því í raun og veru eru af- komuþættir íslendinga aöeins tveir, hversu mikill fiskur dreginn er úr sjó, og hversu mikið fæst fyrir hann. En það er ekki eingöngu á þessu sviði, heldur einnig á velflestum öðrum sviðum, sem íslendingar hafa verið algjörlega sinnulausir um að skoða heimsmyndina og gera sér ljóst hvernig ísland fellur inn í hana. Einangrun íslands er rofin. Ná- grannalöndin, sem voru órafjarlægð í burtu, eru komin í nokkurra mín-j útna nálægð (Glasgow 90 mínútur). En þótt samhengi í stöðu íslands í heimsbyggðinni skorti á flestum sviðum, og þar með forsendur fyrir því að íslendingar geti metið sig og stöðu sína eftir fyrirliggjandi beztu upplýsingum, hefur skorturinn á skilningi þessum aldrei verið eins himinhrópandi eins og í sambandi við landhelgisbaráttu okkar, og rétt er að telja varnarmálin hér einnig með. Lýðræðið leggur ákveðnar skyldur á herðar borgara i lýðræðisþjóðfélagi. Hver Íslendingur, sem vill að litið sé á sig sem ábyrgan einstakling, verður að eyða ákveðnum tíma og fyrirhöfn í það að kynna sér meginstoðir ís- lenzkra þjóðmála. Upphaf myrkra- verkanna Þegar þýzki herinn hörfaði burtu af sovézku landsvæði undir lok síðari heimsstyrjaldarinnar skildi hann eftir allt landsvæði í rúst fyrir vestan línu, sem dregin er frá Leningrad í norðri til Moskvu og til Stalingrad í suðri. í kringum 1950 var búið að ganga frá verstu styrjaldareyðileggingunni. En það sem var ef til vill afdrifaríkara fyrir framtið heimskommúnismans og Sovétrikjanna var sú sögulega staðreynd.að Sovétríkin höfðu í raun öðlazt efnahagsleg yfirráð yfir 100 milljónum manna í leppríkjunum í Austur-Evrópu og rányrktu þau. Nokkur hluti þessara milljóna var iðnvæddur sérstaklega í Ungverja- landi, Póllandi og Tékkóslóvakíu. En það sem var ennþá afdrifarikara var enn ein sögulega staðreyndin frá Yaltaráðstefnunni. Skv. ákvæðum á Yaltaráðstefnunni var Rauða hernum opnuð leið til frambúðar inn í hjarta Þýzkalands og að hirða afraksturinn af aldalangri þróun þýzka iðnaðar- ins. Þúsundir verksmiðja voru rifnar upp með rótum í Þýzkalandi (ekki skilinn eftir einn slökkvari) og fluttar

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.