Dagblaðið - 30.01.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 30.01.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1981. Matthfas Viktorsson, aðstoðarmaður félagsm&lafulltrúans I Keflavik, hefur með atvinnuleysisskráningar að gera. Matthías Viktorsson, aðstoðarmaður félagsmáiafulltrúa: Hrein bjartsýni hjáatvinnu- málanefnd — atvinnuleysi örugglega helmingi meiraen ífyrra „Það fer vissulega tvennum sögum af því hvort hér sé um atvinnuleysi að ræða. Ég get alveg skilið sjónarmið verkakvenna, kvenfólk er margt á at- vinnuleysisskrá. Það er auðvitað við- kvæmnismál fyrir verkakvennafélag- ið. Fiskverkun Ólafs Lárussonar hefur lagt upp laupana og selt togara sinn úr bænum. Þar unnu margar konur sem nú hafa misst atvinnu sína. Um síðustu helgi voru hér 53 á atvinnuleysisskrá, þar af eru 45 kon- ur,” sagði Matthías Viktorsson aðstoðarmaður félagsmálafulltrúans í Keflavík. „Ég er að byrja að vinna í atvinnu- leysistölum frá þvi í fyrra að beiðni bæjarstjórans. Það var talsvert at- vinnuleysi hér í fyrrasumar um tima þegar frystihúsin lokuðu. 1 janúar í fyrra voru 55 skráðir hér atvinnulaus- ir. Það hlýtur að verða mikið meira, allt að helmingi meira, núna. Mér virðist gæta örlítillar bjartsýni í þessari samþykkt sem atvinnumála- nefnd hefursent frásér. Við vitum að það eru margar konur sem ekki láta skrá sig, þar sem þær fá ekki bætur. Konur eru mjög sárar yfir því að loksins þegar þær eru orðnir sjálf- stæðir skattgreiðendur fá þær ekki atvinnuleysisbætur vegna þess að maki þeirra er með yfir 6 milljónir í tekjur. Þær kæra sig ekki um að fara einu sinni í viku til að skrá sig-þegar þær njóta engra bóta,” sagði Matt- hías ennfremur. „Það er erfitt að segja alveg til um atvinnuleysið núna, bæði vegna þess að margar konur skrá sig ekki og svo hef ég ekki reiknað út tölur síðan í fyrra til að fá samanburðinn. En ég held ég geti sagt það alveg vist að at- vinnuleysi er örugglega helmingi meiranúna”. Haraldur GTslason, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðumesjum: tækinu nema að þeir ætli að vera með saltfiskverkun og skreiðarvinnslu og það eru engar konur sem starfa í því,” sagði Haraldur. „Atvinnumálanefnd verður auð- vitað að standa við sína yfirlýsingu. í henni eiga sæti menn sem eru kunn- ugir í öllum sveitum hér í kring, bæði atvinnurekendur og aðrir. Við höld- um að verið sé að gera meira úr hlut- unum heldur en þeir í rauninni eru. Það hefur alltaf verið atvinnuleysi hér í desember og janúar en um leið og vertíðin er komin í gang lagast ástandið. Það þarf að fjölga iðnaðarfyrir- tækjum hér öðrum en í sjávariðnaði. Þá hefur einnig sjávarafli minnkað í tveimur kjördæmum, Reykjanes- kjördæmi og Vestfjarða. Það er líka alltaf mikið af aðkomufólki hér á vertíð þó það fari minnkandi. Við verðum lfka að athuga að á milli 1 og 2 þús. manns sækir vinnu hingað til vallarins. Það er fólk alls staðar af Stór-Reykjavíkursvæðinu. Við höf- um álitið að fólk héðan ætti að sitja fyrir vinnu hjá varnarliðinu og ís- lenzkum aðalverktökum en þannig er það ekki. „Margir Keflvíkingar sækja vinnu til Garðs, þar se'm er nóg að gera, og þeir 9 sem voru á atvinnuleysisskrá í Njarðvíkum hafa flestir fengið vinnu. Það eru ekki nema tveir á skrá þarnúna,” sagði HaraldurGislason. „Atvinnumálanefnd gefur ekki frá sér tilkynningu nema að vel athuguðu máli. Að visu er eitthvð af konum at- vinnulausar, sem ekki hafa skráð sig vegna þess að eiginmenn þeirra eru með of háar tekjur til að þær rijóti bóta. Atvinnumálanefnd getur hins vegar ekki farið eftir öðru en at- vinnuleysisskrá. 23. janúar voru 49 manns á atvinnuleysisskrá, eitthvað af því voru konur og eitthvað vöru- bílstjórar,” sagði Haraldur Gíslason, framkvæmdarstjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, í viðtali við blaðamann DB. „Eitt stótt frystihús lokaði hér um áramótin og seldi burt togara, en það frystihús var með tugi manns í vinnu og það hefur sín áhrif. Þetta frystihús fékk mjög góða fyrirgreiðslu ríkis- valdsins í fyrra en það var ekki nóg. Engar ástæður hafa komið frá fyrir- Haraldur Gislason, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum: Við álftum að Suðurnesjamenn eigi að ganga fyrir vinnu á vellinum en svo er ekki. Um eitt til tvö þúsund manns sækja hingað vinnu frá Stór-Reykjavíkursvæðinu. MEIRA GERT ÚR HLUTUNUM EN ÞEIR ERU í RAUNINNI Valgerður Haldórsdóttir húsmóðir Heldaðþað sé atvinnu- leysi „Já, ég held að það sé atvinnuleysi hér. Maður hefur heyrt um þetta og þegar frystihúsin hafa svona litla at- vinnu og eitt er lokað þá hlýtur það að koma af sjálfu sér að vinnan minnkar. Um fjölskyJdur sem eru að flytja til útlanda vegna atvinnuleysis, þaðhefég ekki heyrt ,” sagði Val- gerður Halldórsdóttir húsmóðir. Róbert Rósmann sjómaður: Töluvert atvinnu- leysi „Já, ég hugsa að það sé töluvert atvinnuleysi hérna og þá aðallega hjá konum. Ég vissi um fimm konur sem voru atvinnulausar, svo kom upp vinna hjá Brynjólfi i Njarðvíkum og þær voru skyldaðar til að fara þangað að vinna. Ég er sjómaður og það hafa margir komið niður í bát og spurt um vinnu svo ég tel fulivíst að atvinnuleysi sé hér,” sagði Róbert Rósmann sjómaður. LJÓSMVNDIR: SIGURÐUR ÞORRI SIGURÐSSON Sigurbjöm Gunnarsson nemi: Alltílagiá meðan við höfum völlinn „Ég hef ekki orðið mikið var við þetta atvinnuleysi en maður hefur heyrt um þetta. Atvinnuleysi kemur alltaf upp hér öðru hvoru á meðan lítið er að gera I frystihúsunum. Ég á von á því að þetta lagist aftur þegar vertiðin byrjar. Annars held ég að þetta sé í lagi á meðan við höfum Keflavíkurvöll, það byggist því miður alltof mikið á honum,” sagði Sigur- björn Gunnarsson sem við stöðvuð- um á götunni til að forvitnast um álit bæjarbúa á ástandinu. ENnlónatansdóttir húsmóðir: Hefbara heyrt um þettaí fjölmiðlum „Ég þekki engan sjálf sem er at- vinnulaus. Hins vegar hefur maður heyrt um þetta og þá aðallega í fjöl- miðlum. Ég veit einnig að vinir mínir hafa ekkert orðið varir við þetta og þekkja engar fjölskyldur sem eru að fara utan vegna atvinnuleysis,” sagði Elin Jónatansdóttir húsmóðir og úti- vinnandi hálfan daginn. Bára Árnadóttir atvinnulaus: Veriðat- vinnulaus í fimm mánuði „ Já, hér er örugglega atvinnuleysi. Ég hef t.d. gengið hér um í fimm mánuði atvinnulaus. Ég var að vinna í frystihúsi í Vogunum, missti vinn- una þar og hef ekki fengið aðra. Ég er búin að vera á atvinnuleysisbótum en það gengur ekki endalaust. Fisk- vinna er eiginlega það eina sem hægt er að fá hér en núna er ekkert að gera í fiski,” sagði Bára Gunnarsdóttir. , ,Ég er svo heppin að ég bý heima hjá foreldrum mínum, annars veit ég ekki hvernig þetta færi. En auðvitað er ekki hægt að vera atvinnulaus alla tíð og þetta gengur ekki svona. Eitt- ,hvað verður að gera.” \ Valdimar Gunnarsson: Ekki hugmynd umatvinnu- leysi „Ég hef ekki hugmynd um hvort hér sé atvinnúleysi, en svo er sagt. Ég er ekki atvinnulaus, er sjómaður, en það getur vel verið að hér sé atvinnu- íeysi. Ég hef heldur ekki heyrt um neinar fjölskyldur sem eru að flytja út en það getur vel verið að einhverjir aðrir viti um það,” sagði Valdimar Gunnarsson sjómaður. Ætlar til Virginíu til að losa sig við skattbyrði: „Verð kannski útárið vestra” —en fer ekki með fjölskylduna, segir Finnbjöm Guðjónsson sjómaður „Jú, ég er að fara til útlanda að vinna. Ég er sjómaður og hef næga atvinnu, en skattarnir eru orðnir byrði á manni og ég held að þetta sé eina leiðin til að losna undan þeirri byrði. Það var auglýst eftir sjómönn- um í einhverju blaði til Virginíu og ég veit um 10 menn sem eru að fara þangað eftir þessari auglýsingu. Þar af eru þrír menn héðan,” sagði Finn- björn Guðjónsson sem er einn þeirra sem hefur fengið vinnu í Amerlku. Finnbjörn sagðist ekki ætla út með fjölskylduna, aðeins að fara til að vera i stuttan tíma. „Það er búið að samþykkja um- sókn mína en ég er að bíða eftir at- vinnuleyfi. Reynslutíminn er þrír mánuðir, ef mér likar vel getur farið svo að ég verði út árið. Ég hef lengi leitað fyrir mér um vinnu erlendis og greip tækifærið er ég sá þessa auglýs- ingu. Ég hef verið að hugsa um að hætta sjómennsku en það tæki mig 5—6 ár að vinna mig út úr þessari skatta- byrði. Ég var að vinna í Danmörku um tíma og það er ekki sambærilegt hve miklu minni skattar eru greiddir þar,” sagði Finnbjörn Guðjónsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.