Dagblaðið - 30.01.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 30.01.1981, Blaðsíða 8
i DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1981. Erlent Erlent Erlent Erlent I) Lech Walesa, leiðtogi Einingar, sem svo mjög hefur verið I sviðsljósinu undanfarna mánuði er 37 ára gamall og fimm barna faðir. Hér sést hann með fjölskyldu sinni. Sovétmenn að missa þolínmæðina vegna ástandsins í Póllandi? Pólsk stjómvöld hóta „nauösynlegum aögeröum” —til að bæla niðurverkföll Einingar —Tass fréttastofan sakar Ðningu un að reyna að eyða sósíalismanum Rikisstjórn Póllands og Sovétríkin urðu í gær ákaflega harðorð í garð hinna sjálfstæðu verkalýðsfélaga í Pól- ElSalvador: Nýsókn skæruliða Guillermo Ungo, leiðtogi vinstri manna i E1 Salvador, segir að skæruliðar muni innan tiðar hefja nýja sókn til að steypa her- stjórn landsins, sem nýtur stuðn- ings Bandarikjanna. Hann sagði blaðamönnum að þvi færi fjarri að uppreisnarmenn væru sigraðir, eins og forseti landsins hefur lýst yfir. Fyrr i mánuðinum hófu skæruliðar það sem þeir ncfndu lokasókn og stígðust stjórnvöld h^fa brotið hana á bak aftur. Þá féllu um þúsund skæruliðar i miklum bar- dögum sem stóðu í viku. landi og pólska stjórnin sagðist mundu grípa til „nauðsynlegra aðgerða” ef verkföll í landinu héldu áfram. í Moskvu réðst Tass-fréttastofan af meiri hörku en áður á Einingu, sam- band hinna sjálfstæðu verkalýðsfélaga í Póllandi. Hún sakaði Einingu um að reyna að eyðileggja sósíalismann og gaf sterklega í skyn að pólsk stjórnvöld ættu ekki að veita frekari tilslakanir. Tass fréttastofan sagði að Eining væri á leið til hægri og stæði gegn til- raunum stjórnvalda til að koma ástandinu í landinu í eðlilegt horf. „Allt bendir til að hugmyndin um frí á laugardögum sé herbragð leiðtoga Einingar og þeirra andsósíalísku afla sem að baki þeim standa.” Tass fréttastofan sagði einnig að frá því á laugardag, þegar milljónir Pól- verja mættu ekki til vinnu, hefðu and- sósialísk öfl aukið starfsemi sína í land- inu. Þessar fréttir komu áður en tilkynnt var í Varsjá að viðræður hæfust á morgun milli verkalýðsfélaganna og forsætisráðherrans, Jozef Pinkowski. Spánn: Suarez segir afsér Adolfo Suarez forsætisráðherra Spánar sagði mjög óvænt af sér I gær. Talsmaður ríkisstjórnarinnar sagði að ákvörðun Suarezar yrði ekki breytt og væri hún tekin af persónulegum ástæð- um. Ríkisstjórn landsins fór að dæmi forsætisráðherrans og sagði af sér en mun sitja þar til nýr flokksformaður Miðflokkasambandsins og forsætisráð- herra verður útnefndur í næstu viku. Tvöoghálftár íkjallara bandaríska sendiráðsins Tvær sovézkar fjölskyldur, sem leit- uðu hælis í bandaríska sendiráðinu i Moskvu fyrir tveimur og hálfu ári, gætu fengið bandarískan ríkisborgar- rétt ef frumvarp það sem kynnt var í öldungadeild Bandaríkjaþings verður að lögum. Árið 1979 lýsti Ronald Reagan því yfir að Bandaríkjastjórn beitti sér ekki nægilega fyrir Sovétmönnunum sjö, sem leituðu hælis í bandaríska sendi- ráðinu. Öldungadeildarþingmaðurinn og demókratinn Karl Levin, sem flytur frumvarpið, minnti forsetann á þessi fyrri ummæli sín. Frumvarpið er talið hafa stuðning meira en helmings þingmanna. Það vöru tvær fjölskyldur úr hópi hvíta- sunnumanna sem leituðu hælis í sendi- ráðinur27. júní 1978 þar sem þær töldu 'sig ekki njóta trúfrelsis í Sovétríkjun- um. Þar hafa þær síðan búið í kjallara- herbergi, að því er Levin sagði. Eftirsóttasti hryðjuverkamaður V-Þýzkalands handtekinn: Moröingi ScMeyers og Pontos gómaöur REUTER Eftirsóttasti hryðjuverkamaður Þýzkalands Peter Boock var um síð- ustu helgi handtekinn í Hamborg. Handtakan fór friðsamlega fram. Maður er lét ekki nafns síns getið hringdi til lögreglunnar og gaf henni upplýsingar um dvalarstað Boocks. Baader- Meinhof hryðjuverkamaður- inn er meðal annars talinn bera ábyrgð á dauða Jurgens Ponto og forseta vinnuveitendasambandsins Hans-Mar- Styrkið og fegrið Ukamann Dömur og herrar! Ný 4ra vikna námskeið hefjast 4. febrúar. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Hinir vinsælu HERRATÍMAR í hádeginu. Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar i baki eða þjást af vöðva- bólgum. Vigtun — mæling — sturtur — Ijós — gufuböð — kaffi — Innritun og upplýsingar alla virka daga frá kl. 13-22 í síma 83295. Júdódeiid Ármanns Ármúla 32. tin Schleyer. Það var seint um kvöld sem vestur-þýzka lögreglan lét til skarar skriða gegn manninum sem í mörg ár hefur verið efstur á lista lögreglunnar yfir hryðjuverkamenn. Þegar Peter Boock kom heim til sín í sitt nýja heimili að Haus Industrie- strasse 125 í Hamborg var krökkt af leynilögreglumönnum i götunni. Þeir voru allir dulbúnir svo Boock grunaði ekkert. Er hann steig út úr Volks- wagen-bifreið sinni var tveim skamm- byssum beint að höfði hans. Hann veitti enga mótstöðu né heldur stúlka sem var í fylgd hans. Hún hefur ekki áður verið bendluð við hryðjuverka- starfsemi. Þetta var enginn smákarl úr Baader-Meinhof hreyfingunni sem lögreglan hafði handtekið. Peter Boock hefur verið eftirlýstur fyrir morð síðan 30. júlí 1977, Þá réðst hann inn í hús bankastjórans Jlirgens Pontos og skaut hann með köldu blóði. Um Haustið sama ár tók hann þátt i að ræna og síðan að myrða forseta vestur-þýzka vinnuveitendasambandsins, Hans-Mar- tin Schleyer. Fingraför hans fundust á bíl Schleyers. Fjórir af líf.vörðum Schleyers voru einnig drepnir er honum var rænt. Lögreglan telur einnig að Boock hafi staðið bak við sprengjutilræðið gegn hinum nýja utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, Alexander Haig, er hann var yfirmaður herafla NATO i Evrópu. Boock hefur tekizt að fara huldu höfði i fjögur ár þrátt fyrir mjög víð- tæka leit lögreglunnar. Hann var hand- tekinn ásamt þremur öðrum hermdar- verkamönnum Rauðu herdeildanna í Belgrad í maímánuði 1978. Stjórnvöld í Júgóslavíu létu skæruliðana lausa þrátt fyrir ítrekaðar kröfur vestur-þýzkra stjórnvalda um að þeir yrðu framseldir. Frá þeim tíma hefur Boock oftast dval- ið erlendis að því er talið er. Lögregl-- unni er kunnugt um að hann hefur bæði verið í írak og Lýbíu. Síðastliðið sumar mun hann hafa snúið aftur til Hamborgar þar sem hann var nú hand- tekinn. Eftirsóttasti hryðjuverkamaflur V- Þýzkalands, Peter Boock. HEWLETT Jip, PACKARD HEWLETT J)D. PACKARD HEWLETT M PACKARD HEWLETT M PACKARD HEWLETT JfL PACKARD Einkaumboð á Islandi fyrir vasa- og borðtölvur — Upplýsingar, sala, þjónusta STALTÆKi, Banka»træti8 ami 27510

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.