Dagblaðið - 30.01.1981, Page 5

Dagblaðið - 30.01.1981, Page 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1981. 5 FÁLKAFANGARAR, BÖÐLAR, ÖRVITl, HÁLFVm, ÓTÓT —gluggad í maimtalid 1703, fyrsta fullkomna þjóðarmanntalið í veröldinni Vissir þú, heiðraði lesandi, að á íslandi voru starfandi 6 fálkafangar- ar á því herrans ári 1703? Og sama ár störfuðu hérlendis 14 hestasveinar, 112 smalar, 32 vikapiltar og 7 böðlar. Nei, það var ekki von að þú vissir það. Raunar myndi ekki nokkur lif- andi sála á landinu vita þetta í dag ef forfeður okkar hefðu ekki drifið sig i að gera manntal árið 1703. Reyndar var það fyrsta fullkomna þjóðar- manntalið í veröldinni sem heimildir eru enn til um. Síðan hafa þjóðir um víða veröld setið með sveittan skall- ann með ákveðnu árabili og skráð sig á þennan hátt. Þess vegna meðal ann- ars vitum við svona mikið um for- feður okkar árið 1703 og þess vegna ættum við að eyða nokkrum mínút- um af helginni sem í hönd fer til að fylla út manntalsskýrslurnar. Ólíklegt er að nokkur skrái sig hesta- svein í manntal helgarinnar, enda er önnur öldin en var 1703. Nú passa menn hesta gjarnan i frístundum. Ekki trúi ég heldur að einn einasti fálkafangari fmnist meðal vor. Einu fálkafangararnir sem gætu gengið lausir væru útlendingar sem reyna stundum að stela fáíkaungum, setja í tösku og. smygla til annarra álfa í gróðaskyni. Og skyldi nokkur maður finnast sem ber starfsheitið böðull og tekur laun samkvæmt því? Ja, vandi er um slikt að spá fyrr en unnið hefur verið úr gögnunum. Manntölin sem tekin voru á íslandi fyrr á öldinni og á liðnum öldum eru ákafiega verðmæt heimild um horfna tíð. Þar má finna upplýsingar um mannfjðlda, kynferði, aldur, hjú- skaparstétt, atvinnuskiptingu, heim- ilishald, heilsufar og ótal margt fleira. Manntal á hverjum tíma tók mið af tíðarandanum og þjóðfélag- ^inu. Árið 1703 þótti sjálfsagt mál að setja miskunnarlaust viðeigandi at- hugasemdir við menn: „illa kynnt- ur”, „latur”, „þjófur”. Árið 1981 fær enginn slíkar athugasemdir um sig í manntalið. í staðinn segja menn hve lengi þeir stundi heimilisstörf daglega og hve iangan tíma það tekur að komast í vinnuna. Margir hafa óskaplegar áhyggjur af því að svara sumum spurningun- um á manntalsskýrslunni, af því spurt sé svo persónulega og nærgöng- ult. En samanborið við manntalið 1703 er skráningin 1981 ósköp sak- laus, eiginlega óþarflega litlaus! Heilsufar karla og kvenna árið 1703 var flokkað í 22 flokka. Dæmi: óefnilegur, manntápslítill, vesæll, örvasa, karlægur, meinlætafullur, holdsveikur, fiogaveikur, sturlaður, sinnisveikur, örviti, hálfviti, vitlítill. Aðrar lýsingar eru til dæmis: prakk- ari, ótót, ómenni, fangi í járnum, ölmusumaður. Þannig tóku þeir manntalið á íslandi fyrir 278 árum. Hafi þótt þörf fyrir að ráðast í slíkt stórvirki á þeim tíma, er þörfin margfalt meiri í dag. Ekki aðeins til að safna upplýsingum um okkur fyrir framtíðarkynslóðirn- ar, heldur ekki síður tii að spá i mannfjöldabreytingar, búskapar- og þjóðhætti í víðri merkingu. Líta ætti á manntalið sem ljúft skylduverk en ekki „óþarfa hnýsni”. Eða dettur einhverjum i hug að stjórnvöld með tóman ríkiskassa séu að henda 500 milljónum gkróna í einskisnýta papp- írsvinnu fyrir „kerfið”?! -ARH Rekstrarstöðvun jámblendiverksmiðjunnar: Hlutur almenningsrafveitna hefði orðið þrisvar sinnum meiri — efveitumarhefðu orðiðaðkeyra olíustöðvaráfram, segir í athugasemd Landsvirkjunar i grein i Dagblaðinu hlnn 28. þ.m. er fjallað um kostnað þann, sem almenn- ingsrafveitumar hafi af því að kaupa þá raforku, sem losnar úr læðingi við rekstrarstöðvun járnblendiverksmiðj- unnar og vantar þar nokkuð á að rétt sé með farið. Til leiðréttingar er rétt að taka fram, að bæturnar, sem Járn- blendifélagið fær vegna stöðvunarinn- ar, áætiast aiis um 4,5 m.kr. á mánuði Sótín hækkar stöðugt á lofti og þótt ekki sé hlýtt þá er um að gera að njóta geislanna. DB-mynd Bjarnleifur. og orkan, sem fæst fyrir þær, er um 12,8 GWst á mánuði. Þetta samsvarar um 35 aurum á kWst, sem er um 17,5 aurum meira en almenningsrafveitur hefðu þurft að greiða Landsvirkjun við eðlilegar aðstæður. Aukakostnaður veitnanna er því um helmingur af 4,5 m.kr. á mánuði eða um 2,25 m.kr., og jafnframt er sölutap Landsvirkjunar þá einnig 2,25 m.kr. á mánuði. 8 hækkunarbeiðnir afgreiddar hjá verðlagsráði: Hækkunbrauða hefurekkiáhríf ádáminn Verðlagsráð tók fyrir á fundi sín- um í fyrradag 8 hækkunarbeiðnir sem fjalla átti um 31. desember en var frestað þá. Var m.a. fjallað um brauðverðið umdeilda. Ákveðið var að leyfa 18,5—25,2% hækkun á vísi- tölubrauðunum svokölluðu, en það er hækkun frá því verði sem verðlags- ráð ákvað. Hækkunin er hins vegar 4,7—8,7% frá þvi verði sem bakarar hafa tekið sér. Að sögn Björgvins Guðmunds- sonar formanns verðlagsráðs í morg- un var farið eftir sömu útreiknings- aðferð núna og áður er brauðverð hafa verið reiknuð út. Eru þá tekin með í reikninginn laun og annar breytilegur kostnaður bakara. „Hér er aðeins verið að reikna inn þær kostnaðarhækkanir sem orðið hafa frá því verðlagsráð ákvað verðið síðast,” sagði Björgvin. Hann sagði ennfremur að í álits- gerð frá lögfræðingi verðlagsstofn- unar kæmi fram að afgreiðsla á nýju brauðverði núna hefði ekki áhrif á dóminn. En eins og flestir muna eftir kærði verðlagsráð Landssamband bakara fyrir of hátt verð á vísitölu- brauðum. Þá voru einnig samþykktar á fundi verðlagsráðs 11% hækkun á fargjöldum sérleyfishafa og Land- leiða, 10% hækkun á öli og gosi, 5% hækkun á innanlandsflugfargjöldum, 6,78% hækkun á brauðsmjörlíki, 20% á saltfiski og 9% hækkun á að- göngumiðum kvikmyndahúsanna. Allar beiðnir um hækkanir voru skornar niður talsvert hjá verðlags- ráði. Þá var á fundinum lögð fram tillaga frá viðskiptaráðherra um frestun á hækkunarbeiðnum til 1. maí. Mun ráðið verða við þeim til- mælum nema í undantekningartilvik- um. Ríkisstjórnin mun fjalla um þessar hækkanir verðlagsráðs á fundi sínum í dag. . - ELA Hefðu veiturnar þurft að k,eyra olíu- stöðvar til framleiðslu áðumefndra 12,8 GWst á mánuði, hefði olíukostnaður- inn orðið um 9,6 m.kr. og hlutur al- menningsrafveitna, að greiðslu til Landsvirkjunar frádreginni, orðið um 7,35 m.kr. eða rúmlega þrisvar sinnum meiri en miðað við þann kostinn, sem valinn var, þ.e. að semja um rekstrar- stöðvun járnblendiverksmiðjunnar. Að lokum skal tekið fram að ekki hefur komið til tals að greiða bætur til ISAL vegna niðurskurðar til álverk- smiðjunnar, enda er sá niðurskurður hlutfallslega sá sami og gildir um skerð- ingu forgangsaflsins í heild. Bætur til járnblendifélagsins réttlætast hins vegar af því, að orkuskerðing gagnvart járnblendiverksmiðjunni er 17,8 MW umfram hlutfallslega skerðingu á við aðra. Létt tón/ist dassic. Suðurlandsbraut 8 Sfmi 84670 Vesturveri Sími 12110 Laugavegi 24 Sfmi 18670 HOFSTI MORGUIM ALLT AÐ AFSLATTUR Litlar plotur á kr. 5 frá kr. 30.- nffinr Wm nn

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.