Dagblaðið - 30.01.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 30.01.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. JANUAR 1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent I Nýir ráðamenn íWashington ófeimnir við Sovétmenn: Kremtverjar eru reiðubúnir ab ijúga, svikja og fremja giæpi —til að greiða fyrir heimsbyltingunni, sagði Ronald Reagan á fyrsta blaðamaimafuidi sínum sem forseti Ronald Reagan réðst af hörku á Sovétríkin á fyrsta blaðamannafundi sínum sem forseti Bandaríkjanna og fylgdi þar í kjölfar utanríkisráðherr- ans Alexanders Haig, sem daginn áður hafði sakað Sovétmenn um stuðning við hryðjuverkamenn. Ronald Reagan skálar fyrir heimkomu gislanna. Reagan sagði að leiðtogar í Kreml, bæði núna og áður, hefðu verið og væru reiðubúnir til að Ijúga, svíkja og fremja sérhvern glæp til að greiða fyrir framgangi heimsbyltingarinnar. Menn telja að Bandaríkjaforseti hafi ekki áður gerzt eins harðorður í garð Sovétmanna og Reagan nú, til að vara ráðamenn í Moskvu við að framtíð slökunarstefnunnar væri al- gjörlega undir framkomu þeirra komin. Reagan tók einnig mjög ákveðna stefnu gegn hryðjuverkastarfsemi á blaðamannafundinum og sagði að hryðjuverkamenn skyldu ekki treysta því, að Bandarikjamenn myndu ekki aðhafast gegn þeim. Hann lagði áherzlu á að hann hefði ekki hugsað sér að koma fram hefndum gegn írönum fyrir að hafa haldið starfs- mönnum bandaríska sendiráðsins í Teheran í gíslingu í 444 daga en bætti því við, að hann vissi ekki hvort sættir væru mögulegar við byltingar- stjórninaíTeheran. Ronald Reagan sver embættiseið sinn sem fertugasti forseti Bandarikjanna, elzti maður sem nokkru sinni hefur tekið við for- setaembætti i Bandarikjunum. Ummæli hans á blaðamannafundinum i gær og svipuð ummæli Alexanders Haig utanrikisráð- herra daginn áður benda til þess að hin nýja stjórn Bandaríkjanna ætli sér að sýna fulla hörku I samskiptum við Sovétrikin. „Utiðtilaf góðu fófltí" Liv Ullmann, norska leikkonan góð- kunna sem nú er sendimaður Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna, var ný- Liv Ullmann Iega á ferð I Austur-Afríku þar sem hún heimsótti flóttamannabúðir. Kveðst hún hafa orðið fyrir miklu áfalli vegna ástandsins þar. „Konur sátu þarna gráar af ryki og biðu þess hvort þær fengju einhvern mat. Með því að setjast við hlið þeirra komst ég að því að þær eru á svipuðum aldri og við en virðast hundr- að árum eldri.” Ullmann kom úr ferðinni uppfull af hugmyndum um hvernig bæta mætti aðbúnað þessa fólks og sagði að sú sjón sem mætt hefði sér í Afríku, Sri Lanka og Bangladesh gerði það að verkum, að hún væri áhyggjufull yfir Iífsmáta sín- um. ,,En maður breytir þvi varla,” sagði hún. ,,Það er mjög fátt fólk til sem er gott eins og móðir Teresa og er reiðubúið að gefa allt en rétta byrjunin er að minnsta kosti að láta sér ekki standa á sama.” Morðingi Lennons segir: Óstjómleg löngun til að myrða John” ff Mark Chapman, morðingi Johns Lennon hefur skýrt kaþólskum presti frá þvi að hann hafi einu sinni áður haldið til New York gagngert í þeim til- gangi að myrða Lennon. Þetta var þremur vikum áður en hann framdi morðið. í það skiptið tókst honum að vinna bug á þeirri „óviðráðanlegu löngun”, sem hann hafði til að myrða Lennon. Hann hafi snúið aftur til Hawai en löngunin til að myrða Lennon hafi vaknað á ný og smám saman orðið óviðráðanleg. Verjandi Chapmans hefur krafizt sýknu fyrir skjólstæðing sinn og mun bera við geðveiki. Kaþólski presturinn sem Mark Chap- man ræddi við sagði að Chapman se^ist nú iðrast þess innilega sem hann hefði gert, þó fyrst í stað hefði hann ekkert samvizkubit haft vegnaþess. Eins einföld og hægt er en kemur samt á óvart. Lögin eru flest hver nijög kröftug og rokkiö situr i fyrirrúmi. Af lögum Fræbbblanna sjálfra eru nokk ur sem skara fram úr ..1 nótt” ..20. sept 79” og ..Ljóð og hippar" eru að minum dómi þeir beztu. Allt dúndrandi góðir rokkarar. -SSv.DB 19.12'80 Fræbbblarnir er ekki merkileg hljómsveit og verður líklega aldrei.... Fræbbblarnir eru bara ekki nógu góð hljómsveit til þess að koma þessum hugmynd utn skammlaust til skila. Fyrir svo utan það að Val garður hlýtur að vera einhver versti söngvari scm komið hefur fram hér á landi á síðari árum. Cíunnlaugur Sigfússon H.P. 19.12 '80 Viltu nammi væna? er fullkomið andsvar við þcirri sætsúputónlist sem flætt hefur yfir markaðinn á siðustu árum. í tónlist Fræbbblanna sameinast hinn ruglingslegi heimur hávaða og nýbylgju sem dynur á okkur daglega. Ég las i grein eftir einhvern unibúðasérfræðinginn að Valgarður (iuðjónsson væri ekki góður söngvari og verri söngvari hefði varla komið fram. Svo djúpt risti skilningur þcssa ,spakvitra skriffinns að hann gæti alveg eins sagt að myndir Errós væru ekki góðar auglýsingar og að verri auglýsingarteiknari hefði ekki komið fram. Hrafn Gunnlaugsson H.P. 2.1. '80. Umfjöllunarefni texta er i flestum tillellum um að ..fíla og smckkleysan veður uppi hvcr á eftir annarri. .........tónlistin. pönkið. er hresst hjá þeim engu aðsiður. spiliðkemurágætlega út. . . ." h.i.a. Mbl. 21. 12 '80 Frumskilyrði fyrir þvi að þcssi plala hitti i mark sem jólagjöf er sú að viðtakandi hafi gaman af pönki og hárri tónlist. Viltu nammi væna? Iientar ekki viðkvæmum sálum. ÁT.DB22.12 80 Útgefandi: ROKKFRÆÐSLUÞJÓTNUSTA FÁLKANS Dreifing: FÁLKINN 20" 7800 7410 OJ CM 8550 8120 26" 9925 9430 Verð Staðgr. < 2 co cr 0.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.