Dagblaðið - 30.01.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 30.01.1981, Blaðsíða 14
22 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1981. Sveitarstjórnarmál 5. tbl.1980 Svcitarstjórnarmál. nýútkomið tölublað. I'lytur m.a cfnis grcin um Kópavogskaupstað 25 ára cftir Rann vcigu Guðmundsdóttur, forseta bæjarstjórnar. Jón Ci Tómasson. borgarlögmaður. skrifar grein um ákvörð un cignarnámsbóta og Ólafur Jónsson. formaður stjórnar Húsnæðisstofnunar rikisins. skrifar um nýjai reglugcrðir um húsnæðismál. Garðar Ingvarsson. hagfræðingur i Seðlabanka Islands. skrifar grcin um orkufrekan iðnað mcð hliðsjón af aðstæðum á Suður landi. Einar Ólafsson. oddviti Bcssastaðahrcpps. segir frá lagningu hitaveitu i hreppinn og Björn Guðmunds son. oddviti Kelduneshrepps. segir fréttir úr hreppn um. Ólafur Davíðsson. forstjóri Þjóðhagsstofnunar. greinir frá helztu forsendum fjárhagsáætlana sveitar félaga á árinu 1981. birtur er dómsúrskurður i lög heimilismáli og ýmsar smáfréttir og ábendingar til svcitarstjórna. Veðrið Búizt er við suðvestan strekkirigi með snjókomu eða slyddu ó Suð- vesturlandi en björtu veðri fyrir norðan og austan. í nótt þykknar upp suflvostaniands mefl suflaustan átt. Kkikkan 6 var suðsuflvestan 6, skúrir og 3 stig ( Reykjavfc; suð- vostan 6, rigning og 3 stig á Gufuskál- um; austan 3, súld og 2 stig á Galtar- vita; suösuflaustan 2, skýjafl og 3 stig á Akureyri; suflvestan 4, alskýjafl og 0 stig á Raufarhöfn; breytileg átt 2,1 lóttskýjafl og 2 stig á Dalatanga, sufl- vestan 6, hálfskýjað og 3 stig á Höfn og suflvestan 8, slydduól og 3 stig ó Stórhöffla. f Þórshöfn var rigning og 5 stig, þokumófla og 2 stig ( Kaupmanna- höfn, lóttskýjafl og 2 stig í Osló, skýjafl og 5 stig ( Stokkhólmi, þoka og —2 stig ( London, súld og 2 stig f| Hamborg, þoka og —1 stig ( Par(s, lóttskýjafl og —5 stig ( Madrid, þoku- mófla og 9 stig I Lissabon og heifl- skfrt og —4 stig (New York. Ragnheiður Ó. Slephensen, sem lézt 22. janúar sl., fæddist 15. janúar 1914 á Grund í Grundarfirði. Foreldrar hennar voru sr. Ólafur Stephensen og Steinunn Eiríksdóttir. Árið 1933 lauk Ragnheiður prófi frá Verzlunarskóla íslands, síðan stundaði hún nám i Húsmæðraskólanum á ísafirði. Ragn- heiður stundaði ýmis störf í iðnaði og verzlun vítt og breitt um landið. Árið 1951 giftist hún Þorsteini Guðmunds- syni og áttu þau 3 börn. Ragnheiður verður jarðsungin frá Dómkirkjunni i dag, 30. janúar kl. 13.30. Bergný Magnúsdóttir frá Ytri-Hofdöl- um, sem lézt 20. desember sl., fæddist II. ágúst 1892 að Saurbæ i Kolbeins- Valgcrdur Bcrgsdóllir opnar á hádegi i dag. fösludag. sýningu á lcikningum i (iallcri langbrók. Amlmunnsstig I. Á sýningunni eru 14 blýantsleikningar. Ilestar unnar áriö 1980. Valgcrður stundaói nám við Mynd lisla og handiðaskólann 1966—'69 og siðar í tvö ár við Statens Kunstindustri og Hándværkerskolen i Osló. Hún lauk teiknikennaraprófi frá MHÍ 1973. Valgeröur Bcrgsdótlir hefur sým grafik og leikn ingar á mörgum sýningum hér heima og erlendis; og hala mörg söfn. bæði hér og erlendis. keýpt verk eftir hana. Sýningin i Galleri l.angbrók verður opin virka daga kl. 12— 18. Henni lýkur 20. febrúur. dal. Foreldrar hennar voru Magnús Gunnlaugsson og Guðrún Bergsdóttir. Árið 1920 gerðist Bergný forstöðu- kona fyrir saumastofu í Borgarnesi. Árið 1921 giftist hún Birni frá Eyri í Flókadal og hófu þau búskap að Saur- bæ en árið 1929 fluttu þau til Horna- fjarðar og síðan árið 1944 til Reykja- víkur þar sem þau bjuggu síðan. Þau áttu 4 börn. Salómon Mosdal Sumarlíðason, sem lézt 6. janúar sl., fæddist 24. júní 1895 að Kotum í Mosdal. Foreldrar hans voru Jóhanna Eiríksdóttir og Sumar- liði Jónsson. Árið 1924 kvæntist Saló- mon Ingibjörgu Jörundsdóttur og tóku þau við búi í Mosdal en árið 1930 fluttu þau til ísafjarðar og árið 1945 til Reykjavíkur. Salómon stundaði ýmis störf til sjós og iands en siðustu árin vann hann hjá Reykjavíkurborg. Saló- mon og Ingibjörg áttu 5 börn. Víglundur Kristjánsson lézt að Vífils- stöðum 28. janúar sl. Hallfriður Jóna Jónsdóttir, Meðalholti 8, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju í dag, 30. janúar kl. 15. Sýningar Valgerður Bergsdóttir sýnir í Gallerí Langbrók TILBOÐ ÓSKAST í eftirfarandi bifreiðir í tjónsástandi. Toyota Mark II árgerð 1973. Mazda 323 árgerð 1977. Ford Escord árgerð 1973. Volkswagen 1300árgerð 1972. Lada 1500árgerð 1977. Mazda 818 árgerð 1976. Austin Allegro árgerð 1978. Lancer 1400árgerð 1975. A M C Hornet árgerð 1971. Daihatsu Charmant árgerð 1978. Bifreiðarnar verða til sýnis að Melabraut 26, Hafnarfirði, laugardaginn 31. janúar frá kl. 1 — 5. Tilboðum sé skilað til aðalskrifstofu Laugavegi 103 fyrir kl. 5 mánudaginn 2. febrúar. Brunabótafélag íslands. w I GÆRKVÖLDI Utvarp og eymablöðkur Þegar ég, fyrir hálfum mánuði, bauð, já ég segi og skrifa, bauð Aðal- steini okkar að skrifa um hljóðvarpið einn fimmtudag, var það í þeirri full- vissu að þótt ég hefði ekki hlustað á útvarpið árum saman, og kannski einmitt vegna þess, hlyti ég að geta fundið eitthvað skemmtilegt eða fróðlegt til að hlusta á. Yrði mér þá ekki skotaskuld úr því að festa örfáar linur á blað, fullar gáska og anda- giftar um þessa lífsreynslu. Innblást- urinn brást því miður og eftir einn dag, i eilífum eltingarleik við að finna eitthvað í hljóðvarpinu, sem ekki væri mjög svæfandi, er ég niðurbrot- in á sál og líkama, andlegt flak, ör- magna skrokkur. Byrjum þá á byrjuninni. Ég játa og viðurkenni að veðurfregnir, fréttir og tilkynningar séu nauðsynlegar, fróð- legar og hið ágætasta andlega fóður, ég á bara svo bágt með að halda höfði yfir því, svo ég opnaði hvorki viðtækið né eyrnablöðkurnar fyrr en ég þóttist viss um að fréttir, bænir, morgunpóstur og meiri fréttir væru um garð gengnar. Ég gæti þess vegna hugsanlega hafa misst af heillandi og skemmtilegu efni. Þegar ég loksins opnaði nú blessað apparatið kom ég inn í forystugreinum dagblaðanna. Efnið höfðaði ekki til mín og ég ákvað að prófa hvort Pési rófulausi væri meira á minni línu. Þetta mis- fórst, ég mundi ekki eftir mér fyrr en í enn einum fréttatímanum og slökkti snarlega aftur en hafði nú vara á mér og náði að kveikja aftur áður en Atli Heimir var alveg búinn. Þóttist ég nú hólpin, vitandi fyrirfram að þarna kæmi efni sem ég væri sátt við, sem- sagt gulltryggð sálargleði, en æi, við Tsjaikovsky, sem annars kemur svo vel saman, vorum alls ekki dús á þessum tíma sólarhrings, tempóið í ballettunum og vinnunni fór ekki saman. Nú fór mér ekki að lítast á blikuna en hugsaði sem svo að eitthvað bita- stætt kynni að hafast upp úr hádeg- inu. Þetta misfórst auðvitað líka eins og annað þennan dag, ég rankaði ekki við mér fyrr en í miðjum Rakh- maninoff og þá var ég að troða mér i lopapeysu, föðurland og bússur og á leið út úr dyrunum. Sá nú að við svo búið mátti ekki standa ef ég átti að hafa eitthvert efni til að skrifa um, fór heim, kveikti á viðtækinu, stað- ráðin í að hlusta með athygli, báðum eyrum og jákvæðu hugarfari jafnvel allt til enda dagskrár. Sofnaði síðan vært og svaf vel fram til enn eins fréttatímans, kl. 22.30. Píndi mig til að hlusta og mikið vorkenndi ég ung- frúnni (eða frúnni) sem las. Henni virtist leiðast jafnmikið og mér. Sama hvað hún las, fréttir, dagskrá morgundagsins og hvað eina, allt var þetta í sömu tóntegundinni, þeirri er ég myndi velja til upplestrar á síma- skránni. Á eftir guðsorði, sem ég hljóp yfir, kom þáttur um félagsmál og vinnu. Þetta var að mörgu leyti prýðisþáttur og fróðlegur en fram- saga allra og raddbeiting 1 þættinum svo og Sveins Einarssonar, sem kom á eftir, var furðulega líflaus. Situr kannski einhver tæknimaður og gætir þess að raddsveiflur fari ekki út fyrir eitthvert ákveðið svið, sem hann skammtar, úr því að allir virtust tala í sömu tempruðu, litlausu og hund- leiðinlegu tóntegundinni. Hefur annars nokkurn tímann farið fram könnun á hverjir hlusta á útvarp og hvenær, þannig að líkur séu til að sem flestir geti notið tiltek- ins efnis, sem áhuga hafa á því, þegar það er sent út? Hvað sjálfa mig varðar mun ég halda mig við eyrnablöðkurnar. - R. Söngskólinn í Reykjavík út- skrifar fyrstu nemendurna Nú er stórum áfanga náð i sögu Söngskólans í Reykja- vik. Frá stofnun hans hefur verið stefnt að þvi að scr- mennta og útskrifa einsöngvara og söngkennara. jafn framt þvi að gefa söngnemcndum kost á alhliða tón listarmcnntun. í des. sl. þreyttu nokkrir ncmendur kennara og einsöngspróf. Þeir scm stóðust prófið voru söngkenn ararnir Ásrún Daviðsdóttir. Dóra Rcyndal og Elisabet F. Eiriksdóttir og cinsöngvarinn Hrönn Hafliðadóltir. Prófdómari að þessu sinni var Philip Pfaff. Hingað til hafa söngnemendur þurft að sækja sina framhaldsmenntun til útlanda. en með þvi sanibandi. sem Söngskólinn hefur frá upphafi haft við The Associated Board of the Royal Schools of Music i London hafa opnazt möguleikar fyrir nemendur til að fá kennara- og einsöngspróf. Licentitate of thc Royal Schools of Music (L.R.S.M.I. en þessi próf hafa öðlazt viðurkenningu um allan heim. Nú munu nýútskrifaður einsöngvari og söngkenn arar ásamt Katrinu Sigurðardóttur. scm lauk VIII stigi i söng. en það er lokastig i almennri dcild. halda tónlcika á næstunni. Ásrún Daviðsdóttir og Elisabet F. Eiriksdóttir á sunnudaginn 1. febr. kl. 17.00. Hrönn Hafliðadóttir sunnudaginn 8. febr. kl. 17.00 og Dóra Reyndal og Katrín Sigurðardóttir mánudagskvöldið 9. febr. kl. 20.30. Allir tónleikarnir verða i Félagsstofnun Kvenfélagið Fjallkonurnar Fundur verður haldinn mánudaginn 2. febrúar kl. 20.30 að Seljabraut 54. Matarkynning frá Kjöt & Fisk. Serviettuskreytingar. Kaffiveitingar. Framkonur Munið fundinn mánudaginn 2. febrúar kl. 20.30 í Fram-heimilinu. Ostakynning. Mætum allar vel og stundvíslega og tökum með okkurgesti. Stofnfundur félags um jaf nréttismál á Akureyri Um nokkurt skeið höfum við. nokkrar konur á Akur eyri. unnið að undirbúningi á stofnun félags um jafn réttismál. og er ákveðið að stofnfundur skuli haldinn þann I. febrúar að Hótel KEA kl. 14—17. Allir cru hvattir til aðsækja fundinn. jafnt þeir sem áhuga hafa á jafnréttismálum og hinir sem ekki hafa hugleitt þau mál til þessa. Kaffiveilingar verða framreiddar og við gætum barnanna á meðan. Til þess að starfsemin geti orðið sem fjölbreyttust er nauðsynlegt að sem flestir verði með. og sljórnmála skoðanir skipta ekki máli. Ekki er gert ráð fyrir að þátttakendur þurfi að kunna að halda ræður. þar sem ætlunin er að frjáls- legar samræður og hópstörf verði meginform fundar- ins. Rétt er að gera örstutta grein fyrir þeim mark miðum sem við stefnum að. Fundargestir munu síðan fjalla um tillögur okkar og hafa möguleika á að koma á framfæri sinum eigin hugmyndum og óskum þar aö lútandi. Jafnrétti kynjanna í reynd er okkar fjarlæga mark mið og aðferðir til að stuðla að þvi verða nieginverk efni félagsins. Gert er ráð fyrir aö starfsemin verði tviþætt. Annars vegar verði fjallað um misrétti i okkar nánasta umhverfi og reynt að hafa áhrif í jafnréttisátt. Hins vegar verði fjallað um vandamál konunnar sjálfrar og reynt að stuðla að uppbyggingu sjálfstrausts og sjálfs vitundar hjá þeim er þess leita. i þ þeim lilgangi aö nýta betur þá hæfileika sem i þeim búa. Við viljum stuðla að betra mannlífi fyrir alla. Komið. hlustið og hugleiðið og lálið i Ijós skoðanir ykkar. Forsala á minningar- hljomleikana um John Lennon er haf in Forsala miða að minningartónleik- unum um John Lennon er hafin. Hún fer fram í hljómplötuverzluninni Skíf- unni og í Austurbæjarbíói. Hljómleik- arnir verða haldnir næstkomandi þriðjudagskvöld. Óttar Felix Hauksson, sem sér um undirbúning hljómleikanna, sagði í sam- tali við blaðamann DB að sér virtist sem áhugi fyrir þeim væri mikill. Hann kvað ekki endanlega afráðið um endur- tekningu hljómleikanna ef uppselt yrði á þá fyrri á skömmum tíma. „Tón- listarmennirnir eru allir af vilja gerðir,” sagði Óttar, ,,en ég hef ekki kannað ennþá hvort forráðamenn Austurbæjarbíós sjá sér það fært.” -ÁT stúdenta v/Hringbraut. Undirleik annast pianóleikar- arnir Jórunn Viðar. Krystyna Cortes og Debra Gold. ■ Aðaifunctir Kvenfélag Árbæjarsóknar Aðalfundur félagsins verður haldinn niánudaginn 2.. febrúar kl. 20.30. i Safnaðarheimilinu. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Þorramatur á mjög vægu verði. Mætið vel og stundvislega. Kvenfélag Háteigssóknar minnir á aðalfundinn þriðjudaginn 3. fcbrúar kl. 20.30 i Sjómannaskólanum. Mætið vel og stundvislega. Bústaðakirkja Kvenfélag Bústaðasóknar hcldur aðalfund mánu- daginn 9. febrúar kl. 20.30 i Safnaðarheimilinu. Venjuleg aðalfundarstörf. Þorramatur. Félagskonur fjölmennið. Funðir Prestar í Reykjavíkurprófastsdæmi halda hádegisfund i Norræna húsinu mánudaginn 2. febrúar. GENGIÐ .GENGISSKRÁNING Nr. 20 — 29. janúar 1981 Ferðamanna- gjaldeyrir Einingkl. 12.00 .-Kaup Sala Sala 1 Bandarfkjadollar 6,230 6,248 6,873 1 Steriingspund 14,961 15,005 16,506 1 Kanadadollar 5,193 5,208 5,729 1 Dönskkróna 0,9670 0,9698 1,0668 1 Norskkróna 1,1562 1,1595 1,2755 1 Ssanskkróna '1,3715 1,3755 1,6131 1 Rnnskt mark 1,5685 1,5730 1,7303 1 Franskur franki 1,2925 1,2963 1,4259 1 Belg. franki 0,1857 0,1882 0,2048 1 Svissn. franki 3,2893 3,2988 3,6287 1 Hollenzk florina 2,7442 2,7521 3,0273 1 V.-þýzkt mark 2,9783 2,9869 3,2856 1 itöisk l(ra 0,00628 0,00629 0,00692 1 Austurr. Sch. 0,4208 0,4220 0,4642 1 Portug. Escudo 0,1127 0,1130 0,1243 1 Spánskur pesoti 0,0758 0,0760 0,0836 1 Japansktyen 0,03056 0,03065 0,03372 1 írsktpund 11,113 11,145 12,260 SDR (sórstök dróttarróttindi) 8/1 7,8068 7,8294 * Breyting frá slflustu skráningu. Simsvari vegna gcngisskróningar 22190.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.