Dagblaðið - 30.01.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 30.01.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1981. 3 Helgl Magnússon nemi: Nei, ég fer aldrei á útsölur. Ferðu oft á útsölur? Hlédis Sveinsdóttir nemi: Eklci oft, en stundum þegar ég held að ég geti fengið eitthvað sem mig langar í. Ásthildur Hnraldsdóttlr nemi: Nei, yfirleitt ekki. Meira má guðskraftur en kvikindakiaftur Bréfritari segir að börnin sitji þögul og undrandi vfir frábærri fegurð myndanna i myndaflokknum Frá dögum goðanna. Haili húskarl skrífar: Ég vil nota taskifærið til að senda sjónvarpinu beztu kveðjur og þakk- læti. Mér hefur þótt alveg sárgræti- legt, þegar sjónvarpið hefur um all- langt skeið sýnt þessar hræðilegu Tomma- og -Jennamyndir fyrir böm, þar sem stanzlausar árásir, barsmíðar og hroðalegar pyntingar eru aðal- uppistaðan og ætlað til gleði og hlát- urs. Nú hafa sjónvarpsmenn gert bragarbót og hafið sýningar á svo ljómandi fallegum griskum goða- myndum, sem eru í senn ákaflega fræðandi og aldeilis stórskemmti- legar og lifandi, alveg sérstaklega fyrir börn. Gerð myndanna er frábær eins og allt annað efni, sem okkur berst frá Norðurlöndunum. Börnin sitja þögul og undrandi yfír frábærri fegurð myndanna enda eru þær ólíkt skiljanlegri fyrir þau heldur en þessi Tomma- og -Jenna andstyggð. Þaðer líka næstum því hægt að segja, að þessar goðfræðilegu myndir séu há- kristilegar — ekki er nú barsmíðun- um fyrir að fara þar, að ekki sé nú talað um pyntingar, dauðsföll og þviumlíkt. Og ekki skiptir nú minnstu máli í dýrtíðinni að vafalaust eru þessar goðamyndir ódýrari en ameríski hryllingurinn og illa þekki ég frændur okkar Norðurlandamenn ef þeir fara að selja þessa undrafeg- urð og tæknisnilli háu verði. Sjálf- sagt er það líka staðreynd að grisk goðafræði hefur ævinlega notið mik- illar hylli yngstu kynslóðarinnar á Ísiandi enda er hún einkar auðskilin og aðgengileg fyrir börn. Fleira ber að þakka Ekki væri forsvaranlegt að láta hjá líða að þakka fyrir framhaldsmynd- irnar um stríðsrekstur barnanna. Þar er þó svo sannarlega á ferðinni þörf hugvekja og höfðar svo meistaralega til eldri barnanna. Þær myndir hjálpa líka áreiðanlega þeim sem þjást af minnimáttarkennd, þegar þau sjá að börn geta gert svona bráðmyndarlega út á stríð. Það er eins gott að þau kynnist ekki fyrr en þau hafa fullan þroska til því kvikindi sem nefnist friður og gerir alla að aumingjum og gólfþurrkum. Skoðið glæsilega ARISTON Með Ariston gæði og Ariston útlit verður valið auðvelt á Ariston þvottavélinni. Sparnaður: hún tekur inn heitt og kalt vatn, eða ein- göngu kalt sem gerir mögulegt að leggja í bleyti við- kvæmt tau við rétt hitastig. Annað for kerfi fyrir suðu- þvott, mikil stytting á vinnutíma. þvottavél Logi Úlfljótason: Það kemur fyrir, maður fer stundum og skoðar. B: Vindurámilli skoiana. C: Er með þrem sápu- hólfum (þvottaefni má setja i öll hólfin í upphafi þvottar ásamt mýkingarefni). Ingibjörg Helgadóttir skrifstofumaður: Nei, ég á aldrei peninga þegar útsölur eru. A: Sérstakur sparnaðar- rofi (tvær vatnshæðir fyrir3eða5kíló). E: Sérstakt kerfi fyrir — ullarfatnað. G: Þvottakerfi eru 15og vinduhraði 600 snún- ingará mínútu. Verð:6.798,- Verzlið við fagmenn Viðgerðar- og varahluta- þjónusta Smiðjuvegi 10 Kópavogi Sími: 76611 F: Ljósmerki kemur meðan vélin er í gangi og annað Ijós þegar hún hitar vatnið. D: Stöðva má vélina þótt hún sé í miðju þvottakerfi með því að ýta á valrofann, hægt er að láta hana byrja aftur á sama stað án þess að rugla kerfið. RAFIÐJAN H.F. Kirkjustræti 8 Sími: 19294 H: Barnalæsing er á hurð og valrofi er líka með öryggisbúnaði gagnvart börnum. Svavar D. Hjaltuoa verkamaflur: Nei, ég gerí litið að þvi. Þó litur maður stundum á þær ef tækifæri gefst til. Spurning dagsins

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.