Dagblaðið - 31.01.1981, Page 5

Dagblaðið - 31.01.1981, Page 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1981. 5 Hver eru viðbrögð hins almenna borgara við manntalinu? Sjálfsagtað fyHa skýrsluna út— en sumar spumingamar eru hnýsnar —var skoðun flestra er DB-menn ræddu við Hinn eiginlegi manntalsdag- ur er í dag og á morgun eiga allir þeir sem orðnir eru 12 ára að vera búnir að fylla út ein- staklingsskýrslu sína. Teljarar ganga í íbúðir og taka á móti skýrslum á morgun og fylla um leið út ibúðarskýrslu sem þeir hafa meðferðis. Þar verða skráðir allir heimilismenn hvað gamlir sem þeir eru. En hvað fínnst hinum al- menna borgara um manntalið? DB-menn röltu um Austur- strætið í gær og tóku tali nokkra vegfarendur. Eins og vonlegt er höfðu menn mis- jafna skoðun á manntali en allir ætluðu þeir þó að fylla skýrslur sínar út, að minnsta kosti eitthvað af spurningun- um. Svör þeirra sem DB ræddi við fara héráeftir. - ELA Hulda Gumarsdóttir húsmóðir Sumar spumingamar svolítið nærgöngular „Já, ég er búin að fá mína skýrslu. Ég leit yfir spurningarnar og finnst margar þeirra svolítið hnýsnar, sérstak- lega atvinnuspurningarnar. Ég er t.d. húsmóðir með ungbarn og er vakandi á öllum tímum sólarhringsins. Ég veit ekki hvað mikið maður á að gefa upp af því sem gert er. Spurningin um heim- ilisstörfm finnst mér líka nærgöngul,” sagði Hulda Gunnarsdóttir húsmóðir. „Ég er ekki ennþá búin að fylla út skýrsluna, ætli maður lesi hana ekki vel yfir og fylli hana síðan út um helgina. Nei, ég kvíði ekkert fyrir að fylla þetta út.” Sigrlður Aðalb jömsdóttin Ekkert mál að fyllaút skýrsluna „Ég er búin að fylla út mína skýrslu. Ég er frá Ólafsfirði og fyllti skýrsluna út á miðvikudaginn áður en ég fór í bæinn. Mér er alveg sama um þetta manntal. Maður hefur heyrt fólk segja að þetta séu persónunjósnir en ég hlusta ekki á það. Mér fannst ekkert mál að fylla út og ég svaraði öllum spurningunum,” sagði Sigríður Aðal- björnsdóttir húsmóðir fráÓlafsfirði. Heíga Hannesdóttir húsmóðir: Margarspum- ingarmjög furðulegar „Ég hef verið að skoða seðilinn. Mér finnst afskaplega undarleg tilhögun á þessu núna. Ég hef lent í manntali áður og maður verður að gera skyldu sína. Annars finnast mér margar þessara spurninga mjög furðulegar. En ég ætla samt að gera mitt bezta,” sagði Helga Hannesdóttir húsmóðir. Benný Sigurðardóttir húsmóðir: Sumarspurn- ingamarfull- persónulegar „Nei, ég hef ekki litið mikið á skýrsl- una. Ætli ég verði ekki búin að fylla ,hana út á morgun. Ég ætla ekki að horfa á sjónvarpsþáttinn. Þetta eru ekki beinlinis erfiðar spurningar en fullpersónulegar sumar. Ég er hús- mæðrakennari og húsmóðir og ég á erfitt með að skýra út hve margar /stundir ég hef verið í eldhúsinu. Einnig á ég erfitt með að gera grein fyrir hve iengi ég er á leið í vinnu, það er mis-‘ jafnt eftir færðinni. Kannski þeir reikni með því. Mér hefur heyrzt á fólki að það sé misjafnt álit á manntal- inu, sumum finnst þetta nauðsynlegt, öðrum finnst þetta allt of persónulegt og jafnvel persónunjósnir,” sagði Benný Sigurðardóttir. HaHvarður Valgeirsson: Hefekkertá móti þessu manntali „Nei, ég er ekki búinn að fylia út mina skýrslu. Ætli ég geri það ekki i kvöld og fylgist í leiðinni með sjón- varpsþættinum. Ég hef alls ekkert á móti þessu manntali. Annars hef ég lítið hugsað út í þetta manntal, bara lesið það sem hefur verið í blöðunum. Ég get nú ekki skilið að það þurfi að vera eitthvað hættulegt. En ég verð örugglega búinn að fylla út mína skýrslu þegar fólkið kemur á sunnu- dag,” sagði Hallvarður Valgeirsson [starfsmaður á hafnarskrifstofunum í iReykjavík. SmáriWium málari: Spumingamar era of margar i „Ég er búinn að lesa skýrsluna yfir óg ætla að fylla hana út í kvöld eða annað kvöld. Ætli maður horfi ekki á leiðbeiningaþáttinn í sjónvarpinu í kvöld,” sagði Smári Wium málari. „Mér finnst allt í lagi með þessar spurningar, ég get að minnsta kosti svarað þeim öllum. Það eina sem ég get sett út á er hve margar spurningarnar eru. Til dæmis finnst mér svolítið furðulegt að það skuli vera spurt um ferðir til vinnu. Annars er misjafnt hvað fólki finnst um þetta, ' su.mumi innst þetta allt í lagi, sumum íóþarfi og öðrum hnýsni í einkamál.” Guðmundur Guðjónsson: Miklu verra en manntalið 1960 „Ég var að ná i mína skýrslu á lög- reglustöðina. Ég þurfti sjálfur að sækja hana. Hvers vegna? Vegna þess að þetta fólk ber svona „vel” út. Ekki veit ég hvað þeir ætla að nota þessar upp- lýsingar sem þeir vilja fá. Þetta geta verið persónunjósnir þótt ég sé kannski ekki að segja að þetta sé þannig. Ég er á móti þessu. Ég vildi bara hafa þetta eins og það hefur verið áður, þetta er miklu verra en manntaiið 1%0 og miklu fieiri spurningar,” sagði Guð- mundur Guðjónsson öryrki. Guðmundur Arason: Svara þeim spurningum semtilheyra manntali-öðru ekki „Ég er búinn að fá mina skýrslu og hef litið yfir hana, Ég skil nú ekki til- ganginn með öllum þessum spurning- um. En ég mun svara öllum þeim spurningum sem tilheyra manntali, öðru ekki,” sagði Guðmundur Arason sem vildi ekki gefa okkur upp hvað hann starfar vegna þess að það ætlar hann ekki að gefa upp á manntals- skýrslunni. Jón Pétursson lögregluþjónn: Sjálfsagtað manntal sé tekið „Ég fyllti mína skýrslu út í gærkvöld og fannst það ekkert erfitt. Mér finnast spurningarnar alls ekki hnýsnar, þetta gekk að minnsta kosti mjög vel hjá mér. Mér finnst alveg sjálfsagt að manntal sé gert en ég man ekki eftir manntali áður,” sagði Jón Pétursson lögregluþjónn. IGNIS Stærsta kælitækjaverksmiðja í Evrópu Athugið: Tökum notaða skápa uppínýja. 54,8 cm 59,5 cm 47,5 cm 54,8 cm 45,5 cm 60 cm ARF ARF' 787 867 788 869 o 49,5 cm 55 cm 3 t— —I = 54,5 cm 58,5 cm 59,5 cm 67,6 cm RAFIÐJAN H.F. Kirkjustræti 8 Sími: 19294 ARF 52,5 cm 799 ARF 797 ARF ARF 44,5 cm 72,5 cm ARF AGH 866 301/01 140 L 160 L 180 L 220 L 270 L 340 L 440 L 225 L 265 L 275 L 310 L 350 L 410 L 380 L 55 L 90 L 100 L ELIN ALBERTSDÓTTIR

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.