Dagblaðið - 16.02.1981, Page 3

Dagblaðið - 16.02.1981, Page 3
FLUG prentfrelsi en þú verður að skilja það, Siggi, að þessu frelsi fylgja þær kvaðir að sá sem notfærir sér það verður að bera siðferðilega ábyrgð á því sem hann lætur frá sér fara á prenti. Þú getur ekki skrifað hvaða vitleysu sem er í fjölmiðla þar sem ekki stenzt nokkur hlutur af því sem þú segir og skriðið sí'ðan í feiur bak- við kjánalegt dulnafn og vita skalt þú það að þér verður ekki svarað á þessum vettvangi nema þú skrifir undir fullu nafni því ég hef ekki hugs- að mér að glíma við drauga i framtíð- inni. En þú mátt ekki misskilja mig, þú verður fyrir alla muni að halda áfram að skrifa í í biaðið þitt, en haltu þig bara við þau málefni sem þú ræður við, þú getur t.d. skrifað um siðustu bíómynd sem þú sást eða því um líkt. Hafir þú ennþá áhuga á virkjunum vil ég ráðleggja þér að fljúga upp að Þórisvatni og pissa í það, einnig skai ég með glöðu geði sjá um að þú fáir að fljúga eina ferð í gegnum túrbínuna í Lagarfossi og ég er viss um að þú sérð heiminn í allt öðru ljósi eftir það. að lokum vil ég benda þér á að reyna að komast í bréfasamband við einhverja góða konu í vesturbænum, t.d. þessa sem skrifar svo oft í Velvakanda og þú mátt bóka að þið finnið einhver sam- eiginleg áhugamál. Vonandi læturðu þér ekki detta neitt í hug fyrr en þú ert búinn að jafna þig, og þá kemur eitthvað jákvætt og skynsamlegt þegar þar að kemur. » Landakotsspitalinn. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1980 Einn þakklátur hringdi. Mig langar til að biðja DB að koma á framfæri fyrir mig þakklæti til alls starfsfólks á Landakotsspítala. Það var svo heimilislegt, rólegt og gott að vera þarna að ég gæti bara ekki hugsað mér það betra. Það var allt fyrir mann gert sem hægt var að gera. Það var tekið á móti manni opnum örmum og maður verður aldrei var við það ópersónulega viðmót sem mér finnst viðloðandi aðra spitala sem ég heflegiðá. Björn Ingvason Egilsstöðum, skrifar: Ég efast ekki um að þú ert ýmsum hæfileikum gæddur, t.d. ert þú sæmilegur stilisti, en öllum hæfileik- um fylgir ábyrgð, sú ábyrgð að misnota ekki hæfileika sina. Ég rakst á grein eftir þig sem birtist í Dagblað- inu fímmtudaginn 5. febrúar síðast- liðinn. Þetta var heilmikil grein, spannaði vel hálfa síðu, en það er nú svo með blaðagreinar einsog margt annað að verðleiki þeirra ræðst ekki af umfangi heldur af því sem greinin hefur að geyma. Ég vil því í fullri vin- semd segja þér að þessi umrædda grein þín er eitthvert versta vitleysis- blaður sem lengi hefur birzt og er þá langt við jafnað. Og ætla ég nú að fara nokkrum orðum um það sem þú minnist á í margumræddri grein. Þú byrjar á því að tala um tap RARIK vegna orkuskortsins og hverjum sé um að kenna. Þú ert hreykinn af ýmsum framkvæmdum Reykjavíkur- borgar og telur meðal annars upp Sogsvirkjanirnar. Þú ert ekkert að minnast á Marshallaðstoðina, þú minnist heldur ekki á tap Landsvirkj- unar né eignarhlut Reykjavíkurborg- ar í því fyrirtæki. Ekki ert þú marg- máll um virkjanir Landsvirkjunar á Þjórsársvæðinu sem þó hafa brugðizt illa. Nei, þú ert óðar kominn út á land og byrjar á því að eigna ríkinu Laxárvirkjun af því að einhver kerl- ing út í bæ hefur sagt þér að Laxár- virkjun væri ekki góð. En hvað veizt þú annars um Laxárvirkjun? Síðan ferð þú að raupa um virkjanir á Austurlandi. Hvað veizt þú um virkj- anir á Austurlandi? En sannleikurinn er sá, Siggi minn, að þú veizt ekkert um virkjanir hvorki á Austurlandi né annars staðar og það er þér fyrir beztu að vera ekki að opinbera fá- fræði þína á þessu sviði meira en orðið er. Eins og allir vita ríkir hér Framkvæmdir við Sigöldu. Bréfritara finnst Siggi flug litið tala um virkjanir Landsvirkjunar á Þjórsársvæðinu. Raddir lesenda OPIÐ BRÉF TIL SIGGA Landakotsspítali: Starfsfólki þökkuð f rábær umönnun Ást við fyrstu sýn jKENWOOD KX-500 er kassettu- tækið seni hrífur þig frá fyrstu kynnuni. Spilar allar bandagerðir, „Metal“, „Crom", o.n„ húið snertirofum, „Bias" fínstillingu, fluorcent niælum, „Dolby", „long live SGH" tónhaus, o.m.fl. ^KENWOOD KX-500 er kassettu- tækið sem þú getur eignast með Kr. 1.200.- útborgun og eftir- stöðvar á 4 mánuðum, eða gegn staðgreiðslu fyrir kr. 3.423- 00 SKAP^ / $ \ Fjölnlr Björnsson verzlunarmaflur: Aldrei á skiði, ég er svo gamall. Spurning dagsins Dalla Þórflardóttir guflfrefllnemi: Ég fer aldrei áskiði. Einar Guflmundsson neml: Mjög sjaldan og fer þá i Bláfjöll. Dagný Brynjólfsdóttlr neml: Nei, ég fer aldrei á skiði þvi ég á engin. Gufljón Bflflvarsson neml: helgi i BláfjöU. Þorgrimur Leifsson nemi: Ég fer oft á Skíði og i stóru lyftuna.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.