Dagblaðið - 16.02.1981, Side 4

Dagblaðið - 16.02.1981, Side 4
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1980 DB á ne ytendamarkaði Síðasti söludagur gildir víst úti á landi Munur á djúpfrystum mat og kælivöru —ekki leyfilegt að f rysta kælivöruna nema hjá söluaðila Þriðjudaginn 10. febrúar birtist í Dagblaöinu grein í dálknum „á neytendamarkaði” undir fyrir- sögninni: Síðasti söludagur gildir ekki úti á landsbyggðinni. Tilefni blaöagreinarinnar er sjálf- sagt orðin til vegna fyrirspurnar eins félagsNeytendasamtakanna;. Reyðar- firði til Heilbrigðiseftirlits ríkisins og stofnunin svaraði bréflega 7/10 sl. Neytendasamtökin á Reyðarfirði hafa einhverra hluta vegna misskilið efni bréfsins því að túlkun samlakanna á blaðagreininni er ekki í samræmi við efni bréfsins og víðs fjarri túlkun Heilbrigðiseftirlits ríkisins á merkingu nefndra matvæla. Aftur á móti hafa Neytendasamtökin rétt fyrir sér með tilliti til merking- anna sjálfra. Þær eru rangar og framleiðendur eða pökkunaraðila eina um að saka í því efni. Munur á kælivöru og frystivöru Blaðagreinin gefur því kærkomið tilefni til þess að benda matvæla- BLÓMAHORNIÐ Campánula Isophýlla Betlehemsstjarna Betlehemsstjarnan er upgrunnin á Sardiníu og er hengiplanta. Betlehemsstjarnan er blómríkust allra inniplantna og er auðveld í ræktun. Þegar Betlehemsstjarna er keypt í blóma er nauðsynlegt að athuga vel að töluvert sé af óút- sprungnum knúbbum þannig að hægt sé að hafa ánægju af henni lengur. Betlehemsstjarnan þrifst bezt á sólríkum og þurrum stað. Vökvið hana reglulega og gefið áburðar- upplausn. Nauðsynlegt er að klípa af visnuð blóm. Þá blómstrar plantan Iengur og leggur ekki kraft í að mynda fræ. Þegar blómgun er lokið er plantan klippt niður, allt niður ai brún pottsins. Gott er að geyma plöntuna eftir blómgun í svölu her- bergi fram á vor. Þegar vöxturinn byrjar á vorin er skipt um mold á plöntunni. Hægt er að fjölga betlehems- stjörnu með græðlingum sem róta sig auðveldlega í vatni eða í potti með plastpoka yfir. -JSB/VG. Þrifst bezt á sólríkum staö. Vökviö reglulega. Vatnsskortur getur valdið gulum lit á blöö- unum. Áburöarupplausn gefin rcglulega á vaxtartím- 'anum. Þurrt loft hæfir plönt- unni bezt. i L framleiðendum á, sérstaklega þeim sem framleiöa og dreifa viðkvæmum matvælum eins og kjöti og kjöt- vörum, hvernig skuli merkja þessar vörur með tilliti til geymsluþols þeirra við viðurkennd geymslu- skilyrði. Heilbrigðiseftirlit ríkisins hefur gert ráð fyrir að allir sem að kjöt- vinnslu starfa og selji og dreifi þeim í neytendaumbúðum viti að „kælivara” er eingöngu kælivara og skal geymast skv. því við 0—4°C, að „frystivara” er eingöngu frystivara og skal geymast skv. því, djúpfryst undir -20°C. Um leið og kjöti og kjötvöru er pakkað í neytendaumbúðir á hún strax í upphafi að merkjast skv. þeim geymsluskilyrðum, sem hún á að geymast við, auk þess sem afdráttar- laust skal koma fram á umbúðum vörunnar dagsetning framleiðslu- eða pökkunardags og dagsetning síðasta söludags, helst i tölustöfum, sem dagur, mánuður og ár. Að öðru leyti er rétt að visa til gildandi reglugerðar um umbúða- merkingar, en þær eru fyrst og fremst reglugerðir nr. 250/1976, nr. 101/1977, nr. 162/1977, nr. 504/1979, nr. 284/A1973 og aug- lýsing nr. 204/1975. Þegar vara er framleidd og pökkuð skal á umbúðum hennar koma fram við hvaða viðurkennt hitastig hún skal geymd. Af þessu leiðir að alltaf er óheimilt að flytja kælivöru úr kælikistu yfir í frystikistu og öfugt. Af ýmsum ástæðum eru nokkrar tegundir kjötvöru ávallt dreift og seldar sem kælivörur. Sökum fiutningsörðugleika og fjarlægðar frá kjötvinnslustöðvun- um, sem flestar eru á suð-vestur horni landsins, hefur Heilbrigðis- eftirlit ríkisins látið það óátalið að kjötvinnslur frysti nefndar kælivörur til þess að lengja geymsluþol þeirra til hagsbóta fyrir neytendur og jafn- framt gert kröfur um að umbúða- merking og geymsluþol varanna sé frá upphafi og eingöngu ákvörðuð skv. því, þ.e.a.s. merkt „djúpfryst” (undir -20°C). Virðingarfyllst, f.h. Heilbrigðiseftirlits rikisins, Oddur R. Hjartarson, heilbrieðisráðun. Töluverður munur er á djúpfrvstum matvælum og kælivöru að mati Heilbrigðiseftirlitsins. Hér í Revkjavik þurfum við ekki að kvarta .vfir þvi að þessu tvennu sé ruglað saman. DB-mvnd: Gunnar Örn. IMA- búðirnar einnig með lágt vöruverð Panta mikið í einu og staðgreiða allt „Innkaupasamband matvörkaup- manna hefur í mörg ár verið með miklu ódýrari sekkjavörur en til dæmis Sambandið. Því er það að þó þeir auglýsi grunnverð á grunnvöru eru þeir í rauninni með dýrari vörur en kaupmenn sem eru i I.M.A.,” sagði Þór Fannar hjá Innkaupa- sambandi matvörukaupmanna. í sambandinu eru 38 verzlanir og kaupa þær inn sameiginlega ýmsa vöru. Er þar einkum um að ræða algengustu matvörur sem hægt er að panta í stórum einingum og fá við það magnafslátt. „Með sekkjavöru, eins og til dæmis sykur og hveiti, hefur okkur tekizt að halda verðinu 14—15% innan við það sem almennt gerist,” sagði Þór. Önnur skýring á því hvemig hægt er að halda verðinu niðri er að sögn' Þórs sú að Sambandið og fieiri láta skrifa hjá sér sekkjavöruna á meðan I.M.A. borgar hana út í hönd. Við að láta skrifa hana leggst á hana vaxta- kostnaður og ýmislegt fleira. Sem dæmi um verð á ýmsum vörum má nefna að í Kaupgarði í Kópavoginum, sem er ein af l.M.A. búðunum kostar 2kílóa sykurpoki 18.10 (leyfilegt verð 19,29, SÍS grunnverð 17 kr.), hveiti í 10 punda, poka 18,95, kíló af grænum eplum 9,40 og af rauðum 10,60 (leyfilegt verð 11,00, SÍS, grunnverð 8,55), kílóið af appelsínum 10,90, og tvær eldhúsrúllur í pakka 9,95 ti' 13,20. Ólafur Torfason verzlunar- stjóri i Kaupgarði sagði að það væri eðlilegt að verðið væri nokkuð fyrir ofan grunnverð kaupfélaganna vegna þess að þar hefur allt snar- lækkað núna en hjá l.M.A. búðunum væri alltaf sama lága verðið. -DS.-

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.