Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 16.02.1981, Qupperneq 5

Dagblaðið - 16.02.1981, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1980 Óskar Vigf ússon f ormaður Sjómannasambandsins um nýtt fiskverð: Menn eru ekkert himinglaðir —en sætta sigvið þetta „Það fiskverð sem ákveðið var á mun hafa þau áhrif á samningana að laugardagskvöld verður að teljast menn verða betur í stakk búnir að viðunandi og okkar hlutur því ekki hlýða á okkar mál og taka vinsam- allur fyrir borð borinn. Sjómenn lega afstöðu til okkar,” sagði Óskar sætta sig við þetta verð þótt þeir séu Vigfússon formaður Sjómanna- ekki himinglaðir. Þetta nýja fiskverð sambandsins við blaðamann DB. Sjómenn frestuðu verkfalli sínu, sem skella átti á á miðnætti aðfara- nótt sunnudagsins, um tiu daga er nýtt fiskverð var ákveðið á laugar- dagskvöldið. Meðalverðshækkunin er 18% frá áramótum til 1. marz og 6% frá 1. marz til vertíðarloka. Kristján Ragnarsson fulltrúi útvegsmanna: VÆNTIÞESS AÐ TRYGGÐUR SÉ VINNUFRIÐUR SJÓMANNA „Þar sem ég var með að greiða þessu atkvæði, samþykkti ég þetta nýja fiskverð og ég tel það viðunandi fyrir okkur. Þá er líka olíugjaldsverð á skipum. Það féll úr gildi um síðustu áramót og við væntum að það geti orðið sjö og hálft prósent á þessu ári. Rikisstjórnin hefur lofað að þetta nýja fiskverð hafi ekki áhrif á gengið. Það á að millifæra fé í gegnum verðjöfnunarsjóð, þó við vitum ekki hvar á að taka það fjármagn,” sagði Kristján Ragnarsson. -ELA. / „Það var ljóst að þetta nýja fisk- verð yrði ákveðið með óskum sjómanna. Nú þar sem verkfalli hefur verið frestað vænti ég þess að tryggður sé vinnufriður. Að vísu er eftjr að ganga frá samningum, en það ætti að gerast mjög fljótlega. Ég ætla að vona að fresturinn sem þeir tala um, þ.e.a.s. að verkfall verði eftir tíu daga, þurfi aldrei að verða,” sagði Kristján Ragnarsson fulltrúi útvegs- manna i yfirnefnd í samtali við DB i gær. Skeiðsfoss: Misstu gám útbyrðis — staddirí haugasjó skammtaustur afFæreyjum Skeiðsfoss skip Eimskipafélags íslands missti útbyrðis gám þar sem skipið var statt í slæmu veðri, skammt austur af Færeyjum á laugardag. „Þeir höfðu samband við mig um þrjúleytið á laugardag,” sagði Árni Steinsson deildarstjóri hjá Eimskip er hann var inntur eftir málavöxtum. Skipið var að koma frá Antwerpen í Belgíu. Austur af Færeyjum lentu þeir í töluverðum veltingi og sjógangi. Tré- bitar, sem gámarnir hvíla á höfðu blotnað og voru því mjög hálir. Los virtist hafa komið á nokkra gáma á dekki og einn fór í sjóinn. Það var ekki viðlit að ná honum aftur. Þessir gámar eru vatnsheldir og mara því í hálfu kafi í nokkurn tíma áður en þeir sökkva, því var send út tilkynning til annarra skipa vegna hættu sem gæti stafaðafgámin- um áður en hann sykki. Skeiðsfoss fór síðan til Færeyja, var þar kl. 1 aðfaranótt sunnudags. Þar kom i ljós að festingar gámsins sem hafði farið útbyrðis höfðu slitnað, voru allar festingarnar yfirfamar. Haldið var frá Færeyjum á sunnudagsmorgun- inn og er skipið væntanlegt til landsins í fyrramálið. Ekki er vitað enn hvað var í gáminum. -GSE Ályktun Blaða- mannafélags íslands Stjórn Blaðamannafélags íslands hefur mótmælt harðlega þeirri kjara- skerðingu, sem felst í ákvæðum bráða- birgðalaga ríkisstjórnarinnar frá 31. desember sl. Segir í ályktun stjórnarinnar, að þessi ákvæði séu „gróf íhlutun í frjálsan samningsrétt stéttarfélaga. Stjórn BSÍ skorar á al- þingismenn að fella kjaraskerðingará- kvæði laganna.” NORDMENDE tli. o s ö i II 1 ö II Toppsett með öllu Verð: 8.988.- Útvarp: AHar byigjur Magnari: Super PlötuspHari: FuHkominn Skápur: Dökkur viður Tveir hátaiarar: Hijómgóöir Seguiband: Æði Útb. 4.000 — rest 4 mán. BUÐIN Skipholti 19 "------ Sími 29800. SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ Dodge Ramcharger, 1977. Beinskiptur, 8 cyl. (318). Verð: 85 þús. Skipti á ódýrari bil. Ford Granada Chia 1979. 6 cyl., sjálfsk. m/öHu. Glmulegur 2ja dyra sportbill. Verð: 110 þús. Skipti möguleg á ódýrari bil. A.M.C. Concord station 1979. Rauður m/viðarklæðningum. 6 cyl., sjálfsk. m/öllu. Ekinn 14 þ. km. Verð: 98 þús. Wagoneer Cuslom 1978. Brúnsanseraður. 8 cyl. m/öllu. Jeppi fyrir vandláta. Verð: 135 þús. Daihatsu Charmant 1979, blá- sanseraður, ekinn aðeins 12 þús. km„ útvarp, ný snjódekk og sumardekk. Verð: 62 þús. iVolvo 244 1977, rauðbrúnd, ekinn aðeins 41 þús. km. Verð: 78 þús. Skipti möguleg á ódýrum bil. Range Rover 1975, gulur, ekinn 120 þús. km. Gott ástand (nýyfir- farinn). Verð: 90þús. Mazda 929 L station 1980, ijós- grænsanseraður, ekinn 3 þús. km. (sem nýr. Verð: 100 þús. Daihatsu Charade 1979, Ijós- brúnn, ýmsir aukahlutir. Verð 49 þús. Citroén GS Pallas 1980. Orange litur, ekinn 8 þús. km. Sem nýr bill. Verð: 76 þús. Skipti möguleg á ódýrari.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.