Dagblaðið - 16.02.1981, Page 9

Dagblaðið - 16.02.1981, Page 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1980 f Erlent Erlent Erlent Erlent I REUTER V2 ATLI RÚIMAR HALLDÓRSSOIM Mitterand hitti Kim ll-Sung Francois Mitterand, leiðtogi franskra sósíalista og forsetaframbjóð- andi, er á flakki um Asíulönd þessa dagana. Áður sótti hann Kínverja heim en þaðan fór hann til Norður-Kóreu. Þar átti hann ta! við elskaðan og virtan leiðtoga þarlendra, Kim Il-sung, en einnig ræddi Mitterand við Norodom Sihanoiuk prins, fyrrum leiðtoga Kampútseumanna. Ætluðu að f Ijúga umhverfis jörðina í einum áfanga: VINDGUÐINN SVEIK LOFIBELGSFARANA —hófu flugið f Egyptalandi á fimmtudaginn en neyddust til að lenda á Indlandi Tveir Bandaríkjamenn, sem ætl- uðu að svífa í loftbelg umhverfis jörðina í einum áfanga, lentu óvænt á Indlandi um helgina og hafa þar með lokið tilraun sinni. Maxie Anderson, 46 ára, og Don Ida, 47 ára, lentu loftbelgnum á akri nálægt þorpi á norðanverðu Indlandi. Fyrstu fregnir um að þeir væru að koma til jarðar bárust frá pakistanskri far- þegaflugvél og lítilli einkaflugvél. Reyndust þær á rökum reistar. Þeir flugkappar voru ærið svekktir yfir óförum sinum þegar að var komið. Þeir kváðust hafa þurft að lækka flugið vegna þess að þá skorti meira uppstreymi og betri vinda í háloftun- um. En allt kom fyrir ekki. ,,Við urðum að taka erfiða ákvörðun. Það leit allt út fyrir að okkur myndi ekki takast þetta,” sagði Anderson við fréttamenn. Hann sagðist „vægast sagt vera von- svikinn”. Anderson var titlaður flug- stjóri i loftbelgnum Jules Verne sem lagði upp frá Luxor í Egyptalandi á fimmtudaginn. Allt gekk að óskum hjá þeim félögum þar til þeir nálg- uðust Nýju Delhi, höfuðborg Ind- lands. Þá sveik vindguðinn þá og litlu siðar lentu þeir heilu og höldnu. il viöskiptamann banka og sparisjóóa Spariinnlán skiptast nú í þrjá aðalf lokka A B C Verðtryggó innlán Innlán með verðtryggingu, miðað við breytingar á lánskjaravísitölu, auk 1% ársvaxta. Hver reikningur hefur aðeins tvo útborgunar- mánuði á ári, þannig að á sex mánaða fresti, talið frá næstu mánaðamótum eftirstofnun reiknings, verður unnt að taka út fjárhæð, sem staðið hefur í fulla sex mánuði ásamt verðbótum. Seinni inn- borganir eftir stofnun reiknings verða bundnar út yfirstandandi 6 mánaða tímabil og til loka þess næsta þar á eftir. Eigandi getur flutt úttektar- heimild reikningsins yfir á aðra almanaksmánuði með minnst sex mánaða fyrirvara. Vilji eigandi sparifjár eiga kost á að losa það oftar þarf hann að stofna til nýrra reikninga. Verðbætur og vextir reiknast á óhreyfða stöðu milli mánaðamóta, en um inn- og útborganir gilda innan mánaðar sérstakar verðbætur, sem nú eru hinar sömu og heildarvextir 12 mánaða vaxtaaukareikninga. Binditími tveggja ára verðtryggðra reikninga er stofnaðir hafa verið frá 1. júlí 1980 styttist í 6 mánuði og falla þeir sjálfkrafa undir þennan flokk. Frá 1. apríl n. k. er viðskiptamönnum heimilt að flytja innstæðurúr 12 mánaða vaxtaaukareikningum 6 mánaða bókum 12 mánaða bókum og 10 ára bókum inn á nýju 6 mánaða verðtryggðu innlánin með bindingu frá flutningsdegi. Vaxtaaukareikningar Innstæður með 3j mánaða uppsögn Vextir alls á ári 40,5% Innstæður með 12 mánaða uppsögn 46 % Vextirfærðirumáramótog þálausirí 12mánuði. • Sparisjóósbækur Almennar bækur, innstæða laus án fyrirvara. 35 % Sparisjóðsbækur með 6 mánaða uppsagnarfresti. 36 % Sparisjóðsbækur með 12 mánaða uppsagnarfresti. 37,5% Nánari upplýsingarum innláns-og útlánskjöreru veittar í bönkum og sparisjóðum. 13.febrúar1981. Samvinnunefnd banka og sparisjóóa

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.