Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 16.02.1981, Qupperneq 12

Dagblaðið - 16.02.1981, Qupperneq 12
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1980 ^BIABIB fifálst, óháð dagblað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aðstoðarritstjóri: Haukur Holgason. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. Íþróttir: Hallur Simonarson. Monning: Aðalsteinn IngóHsson. Aðstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atfi Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig urflsson, Dóra StofónsJóttir, Elín Albertsdóttir, Gísli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ing. Huld Hákonardóttir, Kiúttján Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson. L/osmyndir Bjai ile..'ji BjamleHsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, Sigurflur Þorri Sigurðsson og Sveinn Þormóðsson. SkrHstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkori: Þráinn ÞoríeHsson. Auglýsingastjórí: Mór E.M. Halldórs- son. DreHingarstjóri: Valgerflur H. Svoinsdóttir. Ritstjóm: Síðumúla 12. Afgreiflsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aflalsimi blaðsins er 27022 (10 Hnur). Sotning og umbrot Dagblaflifl hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugorfl: Hilmir hf., Siflumúla 12. Prentun: Árvakur hf., SkeHunni 10. Áskríftarverfl á mánufli kr. 70,00. Verfl í lausasölu kr. 4,00. Heimsskák og svæðisskák Sextán manna áhöfn loðnuskipsins Óla Óskars vai í haust tvo mánuði að veiða nokkurn veginn sama prótein- magn matvæla og allir 4000 sauðfjár- bændur landsins framleiða samanlagt á heilu ári, 12.600 próteintonn á móti l5.000. Sovétríkin fá 25% matvælaframleiðslu sinnar úr heimshöfunum. Jafnframt spara þau andvirði allrar fjárfestingar sinnar í hermálum með mismuni tiltölu- lega lítils fjárfestingarkostnaðar í sjávarútvegi og til- tölulega mikils í landbúnaði. Þetta eru nokkur af dæmum Péturs Guðjónssonar, formanns Félags áhugamanna um sjávarútvegsmál. Hann hefur í nokkrum kjallaragreinum í Dagblaðinu að undanförnu bent á mikilvægi auðlinda hafsins og skákanna, sem um þær eru tefldar. Til dæmis er ljóst, að Bretar tóku skakkan pól í hæðina, þegar þeir gerðust forvígismenn hinnar vest- rænu stefnu þröngrar efnahagslögsögu. Þeir áttu í staðinn að byggja taflmennsku sína á legu landsins sem strandríkis. Meðan strandríki á borð við Bretland, Bandaríkin og Kanada voru úti að aka, voru það hin landluktu Sovétríki, sem högnuðust á stefnu hinna opnu heims- hafa. Það var á auðæfum heimshafanna, sem þau unnu kalda stríðið. Of seint er sagt að iðrast eftir dauðann, eins og Bret- ar gera núna, grátandi á hnjánum í skrifstofum í Brux- elles, biðjandi um leyfi til að fá að veiða á eigin heima- miðum. Svo dýr reyndist þeim hinn rangi póll. En hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna er sem betur fer ekki lokið enn. Svo mörg strandríki hafa iðr- azt rangrar stefnu, að þau ættu að geta sameinazt um enn frekari lokun heimshafanna en 200 mílurnar gera. Argentína hefur tekið forustu eins og oftar áður og krafizt réttar strandríkis yfir fiskistofnum, sem færast inn og út yfir 200 mílna fiskveiðilögsögu. Þessi tillaga þeirra er nú til umræðu á hafréttarráðstefnunni. Hún er jafnframt klæðskerasaumuð fyrir íslend- inga. Við höfum ýmsan flökkugjarnan fisk; þorsk, sem sækir til Grænlands; loðnu, sem sækir til Grænlands og Jan Mayen; og kannski lax, sem sækir til Færeyja. Og svo er það kolmunninn. Við þurfum að vernda þessa stofna fyrir úthafsflota Sovétríkjanna og ríkisstyrkjaflota Efnahagsbandalags- ins. Við getum það meðal annars með nýrri sókn strandríkja, sem hafa hliðstæðra hagsmuna að gæta á hafréttarráðstefnunni. Einnig þurfum við að koma á fót hagsmunabanda- lagi strandríkja Norðurhafa, bandalagi þeirra ríkja, sem hafa helgað sér lögsögu norðan sextugastu breidd- argráðu, það er Noregs, Færeyja, íslands og Græn- lands. Við höfum samið hafréttarfrið við Norðmenn og Færeyinga og getum alveg eins gert það við Grænlend- inga, þegar þeir taka hafauðlindir sínar úr höndum Efnahagsbandalagsins í eigin hendur. Þá verða allar þessar þjóðir utan bandalagsins. Ekkert er því til fyrirstöðu, að slíkt hafréttarbanda- lag taki upp harða baráttu fyrir brottför allra fiski- skipa Sovétríkjanna og Efnahagsbandalagsins af ötlu hafsvæðinu norðan sextugustu breiddargráðu. Slíkt gerist ekki í kjaftanefnd Norðurlandaráðs, þar sem alls kyns aðrir hagsmunir koma til skjalanna. Við þurfum hreint og klárt hafréttarbandalag til að ná tökum á hinum gífurlegu auðlindum, sem umlykja okkur á alla vegu. r Vi Leiftursókn eða lang- tímaaðgerðir? Sennilega munu seinni tíma menn, sem huga að efnahagsmálum á íslandi á þeim áratug, sem nú er rétt liðinn, telja það til efnahagslegra harmleikja, hvernig Sjálfstæðis- flokkurinn forklúðraði hugmyndinni um „leiftursókn gegn verðbólgu’.’ Og af hverju? Einfaldlega vegna þess að grunnhugsunin í því, að verðbólgu verði að slá niður með átaki, er rétt. Á hinn bóginn er sú hugsun, að við verðbólguna verði ráðið rrieð „langvarandi samræmdum aðgerðum”, röng. >að sýna bæði dæmin og reynslan. Þaðer auðvitað einn mælikvarði á getu ríkisstjórna og stjórnmálaflokka viö hversu hátt verðbólgustig þeir stjórna. Samkvæmt þeim mælikvörðum hafa þrjár meirihluta- stjórnir, allar götur frá 1971, misheppnazt. Fjórða ríkisstjórnin, sem nú situr, fer auðvitað sömu leiðina, fær sama dóm, hvað sem líður tímabundnum vinsældum í skoðanakönnunum, sem teknar eru sömu dagana og ríkisstjórnin er að framkvæma „aðgerðir”, en þannig, að menn hafa engin tök á því að átta sig á því, hverjar þessar aðgerðir eru eða hvað þær muni hafa í för með sér. Sagan — og hvernig mál klúðrast íslendingar eru auðvitað ekkert öðruvísi en aðrar þjóðir að því leyti, Kjallarinn Vilmundur Gylfason að þetta langvarandi háa verðbólgustig hefur tekið á taugar fólks. Menn vita, að lifskjörum er haldið niðri, nærfellt öll orka laun- þegsamtakanna fer í að vinna „varnarsigra”. Atvinnurekstur á i stöðugum vandræðum. Menn hafa einnig viðurkennt það ranglæti og þá spillingu, sem verðbólgan hefur í för með sér — sparifjáreigendur tapa stöðugt, fjármagn er fært til skuld- ara. Þegar verðbólgustigið er hátt, verður þetta ranglæti hins vegar ekki leiðrétt nema með firnaháum vöxt- um. Allt eru þetta þekkt einkenni, sem þreytt þjóðfélagið horfir á. Þegar ríkisstjórn Ólafs Jóhannes- sonar var mynduð haustið 1978, urðu nær strax átök um það, hversu „hratt” eða „hægt” skyldi farið i efnahagsmálum. Þetta voru átök um grundvallaratriði, sem ekki leystust. Þriðja ríkisstjórnin i röð hafði stjórnað við óðaverðbólgu. Nú gerðist það hins vegar, sem ekki hafði gerzt áður, að Alþýðu- flokkurinn, sem ítrekað hafði lagt til snögg átak, rauf stjórnina og lagði út í kosningar. Það fór svo, að þessar kosningar snerust að miklu minna leyti um á- tökin, sem orðið hefðu í rikisstjórn- inni, en efni stóðu til. Sjálfstæðis- flokkurinn, sem í upphafi þeirrar kosningabaráttu virtist, samkvæmt skoðanakönnunum, standa vel, lagði fram áætlun um „leiftursókn”. Af mörgum ástæðum þá mistókst þessi áætlun. Orðið var óheppilegt, sótt í hernaðarfræði Hitlers-Þýzkalands. Útfærslan var óskýr, talsmenn flokksins stóðu iðulega á gati um það, við hvað væri átt. Of skammt var liðið frá óákveðinni ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar. Við bættist svo, að í mörgum kjördæmum átti flokkurinn við framboðsvanda að etja, þannig að hann gekk marg- klofinn tií kosninga. Við þessar aðstæður tók Framsóknarflokkurinn upp hluta af i r RAF0RKU SK0RTUR Að undanförnu hafa birst nokkrar greinar i dagblöðum um raf- orkuskort þann, sem hrjáir lands- menn á líðandi vetri. Hafa menn deilt hart um það, hvortr sökudólganna sé að leita í herbúðum þingmanna eða embættismanna. Ég ætla mér ekki að kveða upp úrskurð þar um, heldur einungis að drepa á nokkur atriði þessara mála. Vatnsbúskapur Raforkuöflun landsmanna er þannig háttað, að um 97% af raf- orkuframleiðslunni fara fram í vatns- aflsvirkjunum. Þær eru ýmist hreinar rennslisvirkjanir eða virkjanir með vatnsmiðlun. Nú er það svo, að rennsli í ám er mest á vorin og sumrin, en þörf fyrir raforku til al- menningsþarfa er mest síðla hausts og á vetrum. Álag stóriðjunotenda er hins vegar nokkuð jafnt allt árið, nema öðruvisi sé um samið. Verður því að geyma vatnsforða til vetrar eins og gert er t.d. i Þórisvatni, sem er stærsta miðlun raforkukerfisins eða um 1000 Gi. Undanfarin ár hafa verið vatnsleysisár og á síðasta hausti og fyrri hluta vetrar kórónaðist það með óvenjulega miklum kuldum. Slíkir kuldar hafa m.a. eftirfarandi í för með sér: 1. Minna vatnsrennsli verður í ám, svo að minnka verður raf- orkuframleiðslu rennslisvirkjana, svo og virkjana með litlar miðlanir. 2. ísskolunarþörf við virkjanir eykst. 3. Álag hjá almenningsveitum eykst. Allt veldur þetta því, að hraðar gengur á vatnsforða miðlana. Rétt áður en ný virkjun kemst í gagnið er alltaf hætt við, að til orkuskorts komi og að framleiða verði raforku með’ oliu, til þess að ekki komi til skömmtunar umfram það, sem orku- öflunaraðilar kunna að hafa samið um við orkukaupendur. Sú er reyndin einmitt núna, en ástandið er þómunverra enreiknað varmeð. Mistök Landsvirkjunar Þrátt fyrir það, að teflt væri á tæpasta vað í orkuöflun í vetur jók Landsvirkjun sölu til stóriðju verulega á síðastliðnu ári. Nam álags- aukningin 20 MW hjá ÍSAL og rúmlega 30 MW hjá Járnblendiverk- smiðjunni. Slík tímasetning getur engan veginn talist viturleg, eðlilegra er að taka slika aukningu inn samtímis, því að nýir virkjanaáfang- ar tengjast inn á raforkukerfið. Það er staðreynd, að á haust- mánuðum 1980 rann vatn, sem hleypt var úr Þórisvatni, framhjá Búrfells- virkjun án þess að það nýttist þar. Að sögn Landvirkjunar var þetta nauðsynlegt til þess að anna álags- þörf raforkukerfisins. Á sama tíma voru báðir ofnar Jarnblendiverk- smiðjunnar inni á fullu, en Lands- virkjun var í lófa lagið að skera niður sölu til a.m.k. annars þeirra, þar eð um hreina afgangsorkusölu var að ræða. Þarna áttu sér stað alvarleg mistök hjá ráðamönnum Lands- virkjunar, sem kosta þjóðarbúið fleiri milljónir nýkróna. Lands- virkjun sleppur þó sjálf vel frá þessum mistökum sinum, þar eð vandanum er komið yfir á al- menningsrafveitur, m.a. í formi raforkuframleiðslu með dísilvélum. Að mínu mati þarf að rannsaka þetta mál nánar og láta Landsvirkjun bera þann kostnað, sem af þessum mis- tökum hlaust. Hlutur rafhitunar Stefnt er að því, að i náinni fram- tíð geti um 80% landsmanna hitað hús sín upp með jarðvarma, en um 20% muni nota rafmagn til upphitunar. Með þessu móti hyggjast stjórnvöld útrýma notkun á innfiuttri olíu til upphitunar á húsum og auka hlut innlendra orkugjafa í heildar- orkunotkun landsmanna. Það er misskilningur hjá Jónasi £ „Ég vil benda á, hversu hættuiegt það getur verið að láta of mikið vald safnast á örfáar hendur. Það sanna mistökin hjá Lands- virkjun vel.”

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.