Dagblaðið - 16.02.1981, Side 14

Dagblaðið - 16.02.1981, Side 14
★ ★ ★ ★ 14 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1980 Útboð Byggingarnefnd Seljaskóla í Breiðholti óskar tilboðs í lokafrágang húss nr. 4 við skólann (gerð innveggja, loft- ræstilagna, raflagna o.fl.). Útboðsgögn verða afhent á Fræðsluskrifstofu Reykja- víkur, Tjarnargötu 12 Reykjavík, frá og með þriðjudegin- um 17. febrúar nk. gegn 1500 króna skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á teiknistofuna Arkhönn s/f, Öðins- götu 7 Reykjavík, og verða þau opnuð þar þriðjudaginn 10. marz nk. kl. 11.00 f.h. 'VIDEO ()kc na ncn Kv L VHS videospólur til leigu í miklu úrvali ásarnt mynd segulbandstækjum og litasjónvörpum. Ennfremur eru til leigu 8 mm og 16 mm kvikmyndafilmur í mjög miklu úrvali í stuttum og löngum útgáfum, bæði þöglar og með hljóði, auk sýningarvéla (8 mm og 16 mm) og tökuvéla, m.a. Gög og Gokke, Chaplin. Walt Disney, Bleiki Pardusinn, Star Wars o.fl. Fyrir full- orðna m.a. .laws, Marathon man, Deep, Grease, God fatlicr. Chingtown o.fl. Filmur til sölu’og skipia. Ókeypis kvikmyndaskrár fyrirliggjandi. Opið alla daga ncma sunnudaga. Kvikmyndamarkaðurinn Sími 15480 Skólavörðustig 19 (Klapparstígsmegin! KVIKMYNDIR * * * * Skrifstofustjóri Starf skrifstofustjóra hjá Reykjavíkurdeild RKÍ er laust til umsóknar. Stúdentspróf eða hliðstæð menntun er nauðsynleg, einnig er góð vélritunar- kunnátta æskileg ásamt nokkurri reynslu í bókhaldi og stjórnun. Laun eru samkvæmt launaskrá VR gamli flokkur A—13 (nfl. 28). Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skrifstofu Reykjavíkurdeildar RKl fyrir l. marz nk. Reykjavíkurdeild RKÍ Öldugötu 4. Pósthólf 872. R. Akureyri—Kópavogur: FÓSTRUR GANGA ÚT NÆSTA FÖSTUDAG —málið á mjög viðkvæmu stigi, segir bæjarstjórinn á Akureyri —Kópavogsbær sækir isn undanþágu til að ráða ómenntað fólk á dagvistunarstof nanir leysist deilan ekki Kópavogskaupstaður auglýsti um helgina eftir fóstrum til starfa á dag- vistunarheimilum bæjarins. Er umsóknarfrestur til 18. febrúar nk. en þær fóstrur sem nú starfa hjá bænum hafa allar sagt upp frá 20. febrúar að telja. Fóstrur á Akureyri munu einnig ganga út þann sama dag, þ.e.a.s. næsta föstudag. Bæjarráð Kópavogs gerði fóstrum tilboð sl. fimmtudag um breytingu á túlkun á einni grein sérkjarasamnings, sem í peningum samsvarar einni launa- flokkshækkun. Því hafnaði viðræðunefnd fóstra þar sem hún telur að það sé algert skilyrði að fóstru- starfið verði metið í ákveðinn launa- flokk. Fóstrur, bæði í Kópavogi, og á Akureyri, taka laun skv. 12. launa- flokki en krefjast þess að starfið verði metið í 13. flokk. Fóstrur á Akureyri eru allar kallaðar deildarfóstrur og fá því greitt eftir 13. flokki en krafa þeirra er sú að orðið deildarfóstra verði tekið úr samningum og þar með staðfest að fóstrur séu í 13. flokki. En hvers vegna vilja forráðamenn bæjarfélaganna ekki staðfesta að fóstrustarfið tilheyri 13. launaflokki, þegar ljóst er að þær munu fá greitt skv. honum eftir öðrum leiðum? „Við getum í raun ekkert samið við þær, við verðum að semja við starfs- mannafélag bæjarins,” sagði Jóhann H. Jónsson, formaður bæjarráðs Kópavogs er DB ræddi við hann. „Það er búið að semja við þær sem aíjila að starfsmannafélaginu. Þær fengu þá langsamlegasta mestu kjarabæturnar. Ef við sprengjum samningana fáum við uppsagnarbréf á færibandi. Við erum farnir að finna það að aðrir starfsmannahópar innan bæjarins eru ekkert hrifnir og þeir geta verið viðbúnir að senda okkur uppsagnar- bréf,” sagði Jóhann. „Við erum búnir að auglýsa þessar stöður og munum reyna að knýja fram undanþágur frá ráðuneyti til að leysa brýnasta vandann því við gerum okkur grein fyrir því að engar lærðar fóstrur munu sækja um,” sagði Jóhann ennfremur. Helgi M. Bergs, bæjarstjóri á Akur- eyri, vildi sem minnst ræða þetta mál þar sem það væri á mjög viðkvæmu stigi. ,,Ég vil ekkert segja sem gæti spillt því,” sagði hann. Þiátt fyrir að viðræðunefnd fóstra í Kópavogi hafi hafnað síðasta tilboði bæjarstjómarinnar munu þær koma saman í dag kl. 17.30 og ræða tilboðið en svo virðist sem skiptar skoðanir séu meðal þeirra um það. Verði tilboðinu hinsvegar hafnað á þeim fundi stefnir allt í það að dagheimilum Kópavogs- bæjar verði lokað næsta föstudag, því forsvarsmenn bæjarfélagsins eru Alvarlegt ástand getur skapast á dag- vistunarstofnunum fljótlega, takist ekki að semja við fóstrur. Þá gætu krakkarnir kannski tekið til eigin ráða — og farið inn með sínu lagi. -DB-mynd: Einar Ólason. ákveðnir í því að ganga ekki lengra. Sömu sögu er að segja frá Akureyri. -KMU. Kvikmyndahátíð Listahátíðar: Allir eiga í miklum brösum að fá óskamyndimar —segir Ömólfur Árnason, f ramkvæmdastjóri Listahátíðar íReykjavík Ömólfur Árnason, framkvæmda- stjóri Listahátíðar í Reykjavík, hefur beðið blaðið fyrir birtingu á eftirfar- andi athugasemd: „1 umsögn Arnar Þórissonar í Dagblaðinu 12. febrúar gætir nokkurs ókunnugleika, sem ekki verður komizt hjá að leiðrétta. Hann nefnir þekkta kvikmyndahöfunda og verk þeirra. Og deilir hart á aðstand- endur hátíðarinnar fyrir að sýna þau ekki. Ég get tekið undir það að gaman hefði verið að sjá flest það sem Örn nefnir. Mér er því illskiljan- legt hvað fær hann til að slá þvi föslu að það sé vegna sérvizku og fordóma nefndarmanna að eftirlætisleikstjór- ar hans og menningarsvæði eiga ekki myndirá kvikmyndahátíð 1981. Svo er mál með vexti að allar kvik- myndahátíðir heimsins utan 3—5 þær frægustu eiga í miklum brösum að fá þær kvikmyndir sem efstar eru á óskalistanum. Kvikmyndastofnanir og framleiðendur hinna ýmsu stór- þjóða sækjast yfirleitt ekkert eftir að lána örfá eintök sín með skýring- artextum til hátíða á fámennum markaðssvæðum, svo að islenzka hátíðin verður að fara bónleið að eig- endum myndanna og beita fyrir sig sendiráðum eða notfæra sér per- sónuleg sambönd til að verða nokkuð ágengt við myndaöflun. Þveröfugt við niðurstöður Arnar Þórissonar, er það álit erlendra kvik- myndamanna, forstjóra stórra kvik- myndahátíða, erlendra blaðamanna o.s.frv. sem skoða dagskrár kvik- myndahátiðar í Reykjavík 1978, 1980 og 1981, að undravert sé hversu vel hafi tekizt að fá ýmsar nýjar heims- frægar myndir, sem allar hátíðir eru að bítast um. Þetta þykir ekki sízt merkilegt, þegar þess er gætt, að kvikmyndahátíð okkar er aðeins þriggja ára gömul, en það tekur oft áratugi að byggja upp slíka hátíð. Það er sjálfsagt og eðlilegt að kvikmyndagagnrý andi setji einarðlega fram koðanir sínar og slái því fram að eitt sé betra en annað. Þar sem hann deilir á kvik- tnyndahátíð fyrir að taka „Jónas” i stað „Messidor” eftir Tanner, stang- ast hreinlega á skoðanir hans og nefndarinnar. Við töldum Jónas bestu mynd Tanners og því völdum við hana, þótt hún sé örlitið eldri. Öðru máli gegnir um staðhæfingar Arnar að aðstandendur hátíðarinnar „sjái enga ástæðu til að sýna eina einustu kvikmynd frá Ástralíu í ár frekar en í fyrra.” Sannleikurinn er sá að bæði nú og í fyrra var mikið reynt að ná i ástralskar myndir, en svo illa vill til að Ástralíumenn hafa yfirleitt selt íslenzkan dreifingarrétt mynda sinna dönskum kaupsýslu- mönnum, sem alls ekki vilja leyfa kvikmyndahátíð að sýna myndirnar. Sama er að segja um flestar helztu kvikmyndir frá Vestur-Þýzkalandi. Að Ítalía sé „úti í kuldanum” hjá aðstandendum kvikmyndahátíðar er einnig úr lausu lofti gripið. Bæði nú og fyrr, höfum við gert ítrekaðar tilraunir að fá myndir eftir þá höfunda, sem Örn nefnir í grein sinni — en það hefur engan árangur borið. Örn nefnir lika Alain Resnai^. Fáar myndir höfum við lagt meira á okkur til að ná í og einmitt nýjustu mynd .Resnais, „Frænda frá Ameríku” og höfum meira að segja í huga að kaupa ísl. dreifingarrétt og setja á hana íslenzkan skýringartexta. Að minum dómi eiga þeir sem skrifa í dagblöð að forðast að byggja niðurstöður sinar á ímynduðum for- sendum. Það er reyndar ekki öllum gefið að draga skynsamlega eða rétta ályktun af raunverulegum for- sendum, en likindin minnka enn þeg- ar byggt er á tilgátum einum.” íbúð óskast Rúmgóð 2—3ja herb. íbúð óskast strax. Reglusemi og skilvísri greiðslu heitið. Upplýsingar eftir klukkan 6 í síma 77351.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.