Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 16.02.1981, Qupperneq 16

Dagblaðið - 16.02.1981, Qupperneq 16
16 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1980 - ■ :■ s * ■ íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþrótl Stenmark tapaði Bandariski skíðamaðurinn Phil Mahre sigraði Ingemar Stenmark, Svi- þjóð, á heimavelli þess siðarnefnda í svigi heimsbikarsins í gær. Það var í Áre og Mahre var 3/100 úr sekúndu betri en Stenmark — eins og það tekur mann að blikka auga. Phil Mahre er nú aðeins 41 stigi á eftir Stenmark í stiga- keppninni, þvi Stenmark fékk ekki stig fyrir annað sætið í gær. Hefur hlotið 120 stig í svigkeppninni — fimm beztu mót hans talin — og getur aðeins bætt við sig stigum með þvi að sigra. Fær þá fimm stig. Hámark í sviginu eru 125 stig. Mahre hefur 75 stig i svigkeppni en tvö svigmót eru eftir i keppni heims- bikarsins. Það var merkilegt í sviginu í gær, að eftir fyrri umferðina var Stenmark aðeins í 9. sæti — Phii Mahre i því tí- unda. Timar 49.51 og 49.52 sek. en Vladimir Andreev, Sovétríkjunum, var beztur á48.94 sek. Phil Mahre var hins vegar beztur i síðari umferðinni. Fékk samanlagt 1:34.36 min. en Stenmark varð annar á 1:34.39 mín.l! — Franz Gruber, Aust- urríki, varð þriðji á 1:34.51 mín. og Bengt Fjællberg, Svíþjóð, fjórði á 1:34.77 min. Þetta er fyrsti sigur Phil Mahre í svigkeppni heimsbikarsins frá 1979. í stórsvigi í Áre á laugardag hafði Stenmark hins vegar algjöra yfirburði. Sigraði á 2:40.96 mín. en fékk ekki stig þar sem hann hafði áður sigrað i fimm stórsvigsmótum heimsbikarsins. Alex- ander Zhirov, Sovét,- varð annar á 2:42.43 mín. og Phil Mahre þriðji á 2:42.84 mín. Eftir þessi mót er stigatala efstu þannig: Stenmark 260 stig og getur aðeins bætt við sig fimm til viðbótar ef hann keppir ekki í bruni. Phil Mahre hefur 219 stig og er eini maðurinn, sem getur ógnað sigri Ingimars. Peter Miiller, Sviss, er með 140 stig í þriðja sæti. -hsím. Njarðvík í undanúrslitin Ókrýndir íslandsmeistarar UMFN stefna nú hraðbyri i annan eftirsóttasta titil körfuknattleiksins, bikarinn, með þvi að sigra KR-inga suður i Njarðvík í gærdag með 83:72 — eru þar með komnir i fjögurra liða úrslitin. Heima- menn höfðu forustuna allan leikinn og varð sigri þeirra aldrei ógnað þó svo að Jón Sigurðsson léki með KR að nýju eftir nokkra fjarveru vegna meiðsla. ,,Ertu ekki enn búinn að þræða nál- ina?” spurði Bjarni Valtýsson kandídatinn á Heilsugæzlustöðinni þegar hann kom með Jónas Jóhannes- son, hinn hávaxna Njarðvíking, þangað vegna skurðar sem Jónas hafði hlotið á höfuðið í samhlaupi við KR- ing. ,,Á maðurinn að fara inn á aftur?” spurði kandídatinn. „Já, auð- vitað,” svaraði Bjarni. Síðan voru sett nokkur spor í sárið, ódeyft. Já, menn verða að vera harðir af sér í körfu- knattleiknum, bæði innan vallar og utan. Jónasi hafði verið falið að gæta Keith Yow í leiknum og hafði hann góð tök á pilti, en Guðsteinn hafði auga með Jóni Sigurðssyni framan af. Með þeirri aðferð tókst heimamönnum að ná afgerandi forustu snemma í fyrri hálfleik, 28:15. Áttu þar einnig hlut að máli Gunnar Þorvarðarson, sem átti hörkuvarnarleik ásamt nokkrum körf- um, svo og Danny Shouse, sem átti hverja snilldarsendinguna á fætur ann- arri. Þótt erkifjendurnir væru að eigast við gætti ekki bikarstemmningar í leiknum. Hann var rólega leikinn, oft á tíðum, sérstaklega af hálfu KR-inga, sem ætluðu sýnilega að gæta þess að láta ekki ofkeyra sig, enda með fáa skiptimenn. Það var raunar ekki fyrr en í seinni hálfleik, þegar staðan var 48:35, að heldur tók að lifna yflr leiknum — kannski mest fyrir það að Garðar Jó- hannesson, sem ekki gekk heill til skóg- ar, kom inn á og Keith Yow fór að reyna langskotin sem hvert á fætur öðrú höfnuðu í UMFN körfunni. Heimamenn skiptu nokkuð ört um leikmenn þegar á leið og áttu þeir allir mjöggóðanleik. Stefán Jóhannesson KR-ingur átti snarpan sprett undir lokin, og einnig átti Árni Hallgrímsson mjög góðan leik, en fór út af með fimm villur skömmu fyrir lok. -emm Snillingurinn Bjarni Guðmundsson svifur inn i teiginn og skorar 11. mark tslands. Júrgen Rohde kom engum vörnum við. DB-mynd Bjarnleifur. „MEGUM EKKIVERA OF BJARTSÝNIR” var viðkvæðið hjá leikmönnum og þjáHara íslenzka landsliðsins eftir hinn stórkostlega sigur á A-Þjóðverjum f gærkvöld „Þessi sigur gegn A-Þjóðverjunum kom óneitanlega nokkuö á óvart en því má ekki gleyma að þetta var einn af þessum leikjum þar sem bókstaflega allt gekk upp hjá okkur,” sagði Hilmar Björnsson landsliðsþjálfari eftir leikinn og sýndi engin svipbrigði venju fremur. Að vanda rósemin uppmáluð. Hann bætti við: „Við einsettum okkur að reyna að taka bakkarana hjá þeim framarlega og trufla Rost eins og frek- ast var hægt og það tókst vel. Sóknar- leikinn er ég hins vegar ekki nógu ánægður með en þetta er e.t.v. ekki tími til að tala um slíkt.” Margir undruðust er Einar Þorvarð- arson kom í markið eftir hina frábæru frammistöðu kollega hans, Kristjáns Sigmundssonar, á föstudag. ,,í minum augum er Kristján ennþá fyrsti mark- vörður landsliðsins, en Einar varði eins og snillingur í þessum leik og þvi er ekki hægt að horfa framhjá. Ég þekkti styrkleika Kristjáns vel og Einar varði mjög vel í Þýzkalandi. Ég vildi sjá hvort hann héldi þannig áfram og árangurinn kom í ljós. Hvað um möguleikana í B-keppninni? „Þetta eru afar hættuleg úrslit fyrir okkur. Það er alltaf sá möguleiki að menn ofmetnist eftir slíkan árangur en við verðum bara að vona að það gerist ekki. Þetta lofar a.m.k. góðu en þróun- in í B-keppninni verður bara að segja til um hvernig þetta gengur upp hjá okkur eða hvort þetta gengur upp,” sagði Hilmar. Næstan hittum við Bjarna Guð- mundsson, sem var ekki að skafa utan af hlutunum. Bjarni er að eðlisfari ró- legur og yfirvegaður en gaf tilfinning- unum lausan tauminn svona til hátíða- brigða. „Þetta var í einu orði sagt un- aðslegt. Þetta er einn af þessum leikj- um þar sem allt gengur upp hjá okkur. Við höfðum þá heppni, sem var, með okkur og það hafði sitt að segja. Við komust strax yfir og mér fínnst það sýna verulegan klassa að geta haldið þessu út allan leikinn gegn svo sterkri þjóð. Málið var bara að þeir brotnuðu undan álaginu — þoldu ekki að verai undir i leiknum. Þetta var þó e.t.v. ofj góður leikur svona rétt fyrir B-keppn-i ina því það er alltaf hættan á að við fá- um „down”-leik eftir svona sigur. Við verðum bara að vona hið bezta,” bætti; Bjarni við og félagi hans úr Val, Steindór Gunnarsson, stakk svo inn í:| „Nú verðum við bara að byrja aftur frá grunni. Ná okkur niður og vinna; stemmninguna upp á við á ný. ” „Það er stórkostlegt að spila með þessum strákum,” sagði ein aðalhetja leiksins, Einar Þorvarðarson, mark- vörður úr HK. „Ef framhaldið verður eins og í B-keppninni þurfum við ekki að hafa áhyggjur. Við sáum það vel í þessum leik að þessir karlar eru bara handboltamenn eins og við ef tekið er almennilega á móti þeim. Þetta eru engin vélmenni. Ég var búinn að stúd- era skyttur þeirra vel þannig að skot þeirra komu ekkert á óvart,” sagði hann ennfremur. -SSv. irað — Fyrsti tapleil Islenzka landsliðið i handknattleik vann stórafrek i gærkvöld á fjölum Laugardalshallarinnar. Lagði sjálft austur-þýzka stórveldið, bezta hand- knattleiksliö heims, að velli i einum mest spennandi leik, sem sézt hefur hér. Frábær handknattleikur isl. liðsins og sigurinn var mjög verðskuldaður. Það fór ekki milli mála að betra liðið þetta kvöld vann sigur. Einn stærsti, ef ekki stærsti sigur islenzks landsliðs i handknattleik. Þriggja marka sigur, 18—15, og það var ekki marki of mikið. Frekar of litill sigur, því sænsku dómararnir voru þýzku lelkmönnunum hliðhollir svo ekki sé meira sagt. Það er mikið afrek að vinna þetta sterka, austur-þýzka lið — lið, sem ekki hefur tapað leik i 10 mánuði, eða frá þvi f mai 1980 gegn Rúmenum. Frá HM 1978 er hægt að telja töp A-Þjóðverja á fingr- um annarrar handar. Ekki hægt fyrir Þjóðverja að kenna þvf um, að þeir hafi ekki verið með sina beztu leik- menn. Það voru þeir en að sögn þjálf- ara liðsins urðu þeim á fleiri mistök nú en í mörgum leikjum áður. Sterkur leikur islenzka liðsins kom þýzka liðinu í opna skjöldu. Það þoldi ekki álagið, þoldi ekki að vera undir og það skapaði villur. Fyrsti sigur íslands á A-Þjóö- verjum i ellefu landsleikjum. Ólyrr 'b’meistararnir voru oft ráð- villtir í leikjunum vegna frábærs varn- arleiks íslenzka liðsins. Þar var erfitt að finna glufu og að baki ísl. vörninni var frábær markvörður, Einar Þorvarðar- son, HK. Varði með miklum tilþrifum og við erum ekki á flæðiskeri staddir á því sviði. I fyrri leiknum á föstudags- kvöld var Kristján Sigmundsson, mark- vörður, bezti maður ísl. liðsins. En þó liðsheildin, snjöll vörn og markvarzla, hafi ráðið miklu um úrslit- in þá var þó einstaklingsframtak tveggja leikmanna ísl. liðsins, sem skipti sköpum. Þeir Páll Björgvinsson og Bjarni Guðmundsson voru hreint frábærir. Stórleikur hjá báðum þess- um leikreyndu köppum — Bjarni hefur Leikurínnítölum Sóknarnýting íslenzka liðsins i gær var rétt rúmlega 39% eða 18 mörk i 46 sóknarlotum. I fyrri hálfleik voru þær jafnmargar en mörkin hins vegar helm- ingi færri. Einar Þorvarðarson varði 14 skot, þar af 11 sinnum svo islenzka liðið fékk knöttinn. Markvarzla hans geysilega góð allan leikinn. Jens Ein- arsson kom þrivegis inn á í vítaköstum. Tvívegis brást A-Þjóðverjum bogalist- in. Hér á eftir fer nýting einstakra leik- rnanna. Fyrst skot, þá mörk, siðan knetti glatað. íslendingar fengu ekkert vitakast gegn fimm hjá A-Þjóðverjum. PállBj. 9 6 3 Bjarni 640 Sigurður 7 2 1 PállÓI. 6 2 1 Axel 2 1 0 ÓlafurH. 3 1 1 Steindór 1 1 1 Þorbergur 10 1 StefánH. 1 1 2 SSv. „BEZTA LANDSUD HÖFUM MÆTT FRÁ sagði þjátfari a-þýzka landsliðsins eftir \ „Þetta er bezta landslið frá íslandi, sem við höfum leikið gegn,” sagði þjálfari a-þýzka landsliðsins er DB spjallaði við hann i gærkvöld. „Þvi er hins vegar ekki að neita að mínir menn fóru illa að ráði sinu undir lokin og sið- ustu 15 minútur leiksins glötuðu þeir knettinum eigi sjaldnar en 8 sinnum — við lékum á köflum bókstaflega illa. Mínir menn eru orðnir þreyttir. Við erum búnir að leika fjölda landsleikja á undanförnum mánuðum en höfum ekki tapað siðan i mai á sl. ári, er við töpuðum fyrir Rúmenum. Ég tel að

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.