Dagblaðið - 16.02.1981, Side 19

Dagblaðið - 16.02.1981, Side 19
Iþróttir Iþróttir I DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 16. FEBRUAR 1980 Iþróttir Iþróttir GLÆSILEGT MET JÓNS FÉKKST EKKIGILT! —hann keppti sem gestur oggatþví ekki unnið til verðlauna Jón Oddsson varð fyrir þcirri und- arlegu reynslu að selja nýtt glæsilegt met í langstökki innanhúss á Meistara- móti íslands innanhúss um helgina og fá það ekki staðfest. Jón stökk 7,27 metra og varð langfyrstur i lang- stökkinu en þar sem félagaskipti hans eru enn ekki um garð engin varð hann að keppa sem gestur. Gestir geta ekki unnið til verðlauna né sett met sam- kvæmt reglunum og þvi cr gamla metið hans Friðriks Þórs Óskarssonar, 7,15 metrar frá árinu 1977, enn gott og gilt. Þegar að er gáð eru þetta vægast sagt fáránlegar reglur. Ekkert var at- hugavert við það á sínum tíma þótt Erlendur Valdimarsson gengi yfir í Þær stöllur Geirlaug og Jóna Björg eftir 50 metra sprettinn. DB-mynd S. Lægsta skorið ívetur —Ármann náði aðeins 44 stigum gegn ÍR og tapaði nésettmet ÍR-ingar unnu yfirburðasigur á Ármenningum með 76 stigum gegn 44 er liðin mættust í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í Hagaskóla á laugar- dag. Ármenningar, sem léku án Valdi- mars Guðlaugssonar og Kristjáns Rafnssonar, náðu að standa nokkuð vel í ÍR i fyrri hálfleiknum en í þeim siðari var um einstefnu að ræða. Með þessum sigri sínum eiga ÍR-ing- ar möguleika á að hirða 3. sætið i deildinni. Fari svo er víst að leikmenn geta vel við unað því þrátt fyrir áföll fyrri hluta vetrar virðist liðið hafa náð sér vel á strik að undanförnu og hefur m.a. unnið 6 af síðustu 7 leikjum sínum. Sigur yfir ÍS í lokaleiknum myndi líkast til tryggja þeim 3. sætið þvi keppinautarnir, KR, eiga eftir að leika m.a. við Val og vinna þann leik aldrei með sömu spilamennsku og verið hefur uppi á teningnum undanfarið hjá liðinu. Framan af leiknum voru liðin nokkuð áþekk. ÍR komst þó í 6—2, en um miðjan hálfleikinn var staðan jöfn 14—14. Góður leikur Andy Fleming einkum og sér í lagi færði ÍR forustu á nýjan leik, 27—16. Ármanni tókst svo að laga stöðuna fyrir hlé og stóð 29— 23 er flautað var til hálfleiks. ÍR skoraði fyrstu 12 stigin í s.h. og þar með var björninn unninn. Munurinn var orðinn 28 stig, 57—29, eftir 10 mínútur og sýnt hvert stefndi. Þrátt fyrir að allar varaskeifur ÍR fengju að leika meira og minna i leikn- um varð sigurinn samt svo stór. Ár- mannsliðið hlýtur að vera hætt að æfa fyrir löngu því leikmönnum hefur hrakað ótrúlega frá í haust. Það var í raun fátt um fína drætti i þessum leik. Fleming lék best í ÍR- liðinu án þess að eiga einn stórleik. Jón Jör. byrjaði afleitlega en tók svo loks við sér t s.h. Kristján Oddsson lék og á- gætlega, en mesta athygli að mati undirritaðs vakti Björn Jónsson, ungur piltur. Án þess að undirritaður viti það fyrir víst fannst honum endilega að piltur þessi hafi hér á árum áður búið í Borgarnesi og vakið þar athygli fyrir hæfileika í iþróttinni. Af Ármenningunum voru þeir Davið, Guðmundur og Atli skástir en liðið lék engu að síður afar illa lengst af og alvaran virðist löngu fokin út 'í veður og vind og hver getur láð þeim það. Dómarar voru þeir Hörður Tulinius og Bjartmar Bjarnason og þrátt fyrir sínar villur — einkum þegar Andy Fleming átti í hlut — er ekki fjarri lagi að segja að þeir hafi komið bezt frá leiknum. Stigin. ÍR: Andy Fleming 22, Jón Jörundsson 21, Kristján Oddsson 11, Kristinn Jörundsson 8, Hjörtur Odds- son 6, Óskar Baldursson 6, Sigmar Karlsson 2 og Björn Jónsson 2. Ármann: Atli Arason 16, Guðmundur Sigurðsson 10, Davíð Ó. Arnar 9, Hörður Arnarsson 4, Hannes Hjálmarsson 4, Bogi Fransson 1. -SSv. Skautafélag Reykjavíkur og keppti undir þeirra merki þó svo félagið hefði alls engar frjálsar íþróttir á stefnuskrá sinni. Það er margt skrýtið í kýr- hausnum. En Jón er greinilega í hörkugóðri æfingu og þess vegna verður vart langt að bíða að hann slái metið loks þegar hann er orðinn lög- legur meðsínu nýja félagi, KR. Árangur á þessu innanhússmóti varð annars ekki meiri en í meðallagi. Eitt piltamet var sett. Þar hljóp Viggó Þ. Þórisson úr FH 800 metrana á 2:15,3 mín. Þá kom ung hnáta, Geirlaug B. Geirsdóttir úr Ármanni, á óvart með því að sigra í 50 m hlaupi kvenna. Varð hún á undan stöllu sinni, Jónu B. Grétarsdóttur. Þeir Hreinn Halldórsson og Óskar Jakobsson háðu mikið einvígi í kúluvarpinu og sigraði Hreinn með kasti upp á 19,68 metra. Óskar varpaði aðeins 8 sm syttra. Úr- slitin á mótinu urðu annars sem hér segir: 800 m hlaup karla mín. Gunnar P. Jóakimsson, ÍR 2:03,7, Guðm. Sigurðsson, UMSE 2:03,6 Egill Eiðsson, UÍA 2:06,0 800 m hlaup kvenna rrrín. Thelma Björnsd., Á 2:20,6 Guðrún Karlsd., UBK 2:20,8 Hrönn Guðmundsd., UBK 2:24,8 Hástökk karla m Stefán Þ. Stefánsson, ÍR 1,93 Njarðvík meistari Eftir stórsigur sinn á ÍS á föstudag eru Njarðvíkingar loks orðnir verðugir meistarar i fyrsta skipti. Staðan er nú þessi þegar fáir leikir eru eftir af mótinu. Njarðvik-ÍS 120—79 ÍR-Ármann 76—44 Njarðvík 18 16 2 1789—1417 32 Valur 17 12 5 1485—1360 24 ÍR 19 10 9 1519—1526 20 KR 18 9 9 1489—1428 18 ÍS 18 6 12 1441—1581 12 Ármann 18 1 17 1264—1675 2 Hafsteinn Jóhanness., UBK 1,90 Hafliði Maggason, ÍR 1,80 Kúluvarp karla m Hreinn Halldórss., KR 19,68 Óskar Jakobsson, IR 19,60 Guðni Halldórsson, KR 17,41 Árangur Óskars er hans bezti innanhúss. Kúluvarp kvenna m íris Grönfeldt, UMSB 10,68 Soffía Gestsd., USAH 10,12 Jóhanna Konráðsd., UMSB 8,69 50 m hlaup karla sek. HjörturGíslason, KR 5,8 Guðni Tómasson, Á 5,8 Sig. T. Sigurðsson, KR 5,9 50 m hlaup kvenna sek. Geirlaug Geirlaugsd., Á 6,4 Jóna B. Grétarsd., Á 6,6 Sigríður Kjartansd., KA 6,7 Oddný Árnadóttir, ÍR 6,7 1500 m hlaup karla min. Ágúst Ásgeirss., í R 4:12,8 Magnús Haraldss., FH 4:22,0 Óskar Guðmundss., FH 4:28,2 Hástökk kvenna m. Sigríður Valgeirsd. ÍR 1,60 Guðrún Sveinsd., UMFA 1,55 Nanna Gíslad., HSK 1,56 Kristbjörg Helgad., Á 1,50 4x3 hringir boðhl. karla Sveit ÍR 3:26,1 mín. SveitFH 3:26,1 mín. Sveit ÍR var dæmd á undan, en KR- ingar gátu ekki teflt fram sveit af ein- hverjum orsökum. 4x3 hringir boðhl. kvenna SveitKA 3:49,4 mín. SveitUBK 3:53,2 min. 50 m grind karla sek. HjörturGislason, KR 6,9 Elias Sveinsson, Á 6,9 Valbjörn Þorláksson, KR 7,0 50 m grind kvenna sek. Kristbjörg Helgad., Á 7,8 Elín Viðarsd., KR 7,9 Þrístökk karla min. Guðmundur Nikuláss., HSK 13,97 Kári Jónsson, HSK 13,88 Stefán Þ. Stefánss., ÍR 12,63 Langstökk kvenna m Bryndís Hólm, ÍR 5,53 Svava Grönfeldt, UMSB 5,31 SigríðurKjartansd., KA 5,30 -SSv. Graeddur er geymduroeyrir Með verðtryggingu sparifjár hefur þetta gamla orðtak fengið fullt gildi á ný. Nú býður Landsbankinn þér að ávaxta sparifé á 6 mánaða reikn- ingum, verðtryggðum og með 1 % ársvöxtum að auki. Þánnig tryggir æskan sér framtíð og aldraðir öryggi. LANDSBANKINN Banki allra landsmanna Sparifé, sem verðbólgan vinnur ekki á. Leggið inn í Landsbankann og tryggið spariféð gegn verðbólg- unni.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.