Dagblaðið - 16.03.1981, Page 6

Dagblaðið - 16.03.1981, Page 6
6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 16. MARZ1981. ÞYRLA SOITITVO SLASADA MENN í LANDM ANNALAUGAR —höfðu fallið sex metra niður í gil Hannes sagði að þyrlunni hefði sótzt ferðin seint vegna élja. Er komið var í Landmannalaugar voru mennirnir þegar í stað skoðaðir og gengið þannig frá þeim að þeir yrðu ferðafærir. Þyrlan lenti síðan á þyrlupalli Borgar- spítalans um hádegisbilið. RÁN, þyrla Landhelgisgæzlunnar, kom í góðar þarfir á laugardaginn er hún sótti tvo slasaða menn í Land- mannalaugar. Þeir höfðu ætlað í stutta ökuferð á vélsleða á föstudagskvöldið en urðu fyrir því óhappi að aka fram af snjóhengju. Hröpuðu þeir eina sex metra niðurígil. Slysavarnafélagi íslands barst til- kynningum það klukkan sex á laugar- dagsmorguninn að mannanna tveggja væri saknað. Tilkynningin kom frá mönnum f björgunarsveitinni Ingólfi. Um tuttugu manna hópur úr sveitinni var á æfingu við Veiðivötn. Þeir sögðu að maður hefði komið til þeirra úr Landmannalaugum og tilkynnt um hvarfið. Þeir fóru þegar til leitar og til- kynntu klukkustundu síðar að menn- irnir væru fundnir. Hannes Hafstein hjá Slysavarna- félaginu sagði í samtali við blaðamann DB að þegar í stað hefði verið leitað til Landhelgisgæzlunnar um að sækja mennina tvo. TF-RÁN fór í loftið um áttaleytið og var með henni Leifur Jónsson læknir á slysadeild Borgarspít- alans. Mennirnir tveir voru nokkuð skadd- aðir eftir slysið. Einnig hafði þeim orðið illa kalt af að liggja i gilinu alla nóttina. Þeir voru fremur illa búnir til slíks. Annar maðurinn fékk að fara Leifur Jónsson læknir, sem fór með þvrlunni, stendur til hægri og hugar aö öörum slasaöa manninum. DB-mynd S. Bæjarfógetinn íÓlafsfiröi: „Furðulegar rangfærslur ogæsiskrif” Athugasemdir frá bæjarfógetanum í Ólafsfirði um æsiskrif Jónasar Har- aldssonar, blaðamanns á Dagblaðinu, 5. marz sl. um lausn lögreglumanns úr starfi í Ólafsfirði. Hér er um furðulegar rangfærslur og æsiskrif að ræða og m.a. óheimila myndbirtingu, sem er sett upp á meið- andi og óvirðandi hátt. Varðandi efni blaðsins um lausn lög- reglumanns úr starfi skulu nokkrar staðreyndir settar hér fram. í Ólafsfirði hafa starfað 2 fastráðnir lögreglumenn. Starfa þeir sem jafn- settir lögreglumenn, þótt annar hafi haft laun sem varðstjóri vegna starfs- aldurs. Þessum lögreglumönnum er alger- lega óheimilt að fá menn í sinn stað, er þeir eru að sinna starfsskyldum sínum. Athygli vekur samt að flest það sem lögreglumanninum er gefið að sök er beint og óbeint viðurkennt í skrifum Dagblaðsins, þótt reynt sé eftir mætti að gera lítið úr ásökununum. Það er greinilegt að blaðamaðurinn hefur ekki gert sér nokkra grein fyrir staðreyndum og eðli málsins, hvað þá heldur reynt að kynna sér hlutlægt málsatriði. Hvar eru nú siðareglur blaðamanns- ins? Hafa þær e.t.v. týnst i hita augna- bliksins. Ólafsfirði, 9. mars 1981, Barði Þórhallsson hæjarfógeti Patreksfjörður: Hættuleg snjó- hengja íGeirs- eyrarmúla „Það hafa engin slys orðið þama ennþá, en hengjan getur farið af stað hvenær sem er,” sagði Pétur Sveinsson lögreglumaður á Patreksfirði í samtali við blaðamann DB. Tilkynnt var í út- varpi í gær að snjóhengja í Geirseyrar- múla, innst í þorpinu, væri hættuleg og börn og unglingar því alvarlega varaðir við að leika sér í henni. „Það eru þarna tugir tonna af snjó og veðrið þannig að hengjan getur brostið af minnsta tilefni,” sagði Pétur. „Við höfum verið að velta því fyrir okkur að sprengja hana en ekkert hefur verið ákveðið um það ennþá.” Hann sagði ennfremur að fátítt væri að hengja myndaðist þama í Geirseyrar- múlanum. Til dæmis hefði það ekki gerzt síðan hann flutti til Patreks- fjarðar árið 1962. - ÁT Eskifjörður: Þegar bæjarstjómin ætlaði að fara að spara —skömmuðust sín ffyrir starfið, að minnsta kosti sinntu þeir þvíafar illa Sparnaðaráform geta verið góð og gild, en þau geta líka snúizt upp í and- stæðu sína. Þannig var það þegar Eski- fjarðarbær ætlaði að fara að spara í sorphirðingu hér í bæjarfélaginu. Samþykkt var á bæjarstjórnarfundi fyrr í vetur að fela starfsmönnum bæjarins þetta verkefni, í stað einka- aðila sem hafði gert þetta fyrir ákveðna upphæð. En umskiptin urðu mikil. Það var eins og starfsmenn bæjarins skömmuð- ust sín fyrir starfið, að minnsta kosti sinntu þeir því afar illa. Sorppokarnir voru ekki fjarlægðir nema við hentug- um síðustu mánaðamót var heiðurs- leika bæjarstarfsmannanna og afar illa maður fenginn til að sjá um sorphirð- var gengið frá nýjum pokum í þeim inguna og hafði gert það fyrir þetta kössum sem urðu þeirrar náðar aðnjót- ævintýri, og eru Eskfirðingar þvi afar andi að vera tæmdir. fegnir. Þetta „skammdegisævintýri” bæjar- - Regina, Eskifirði. stjórnarinnar endaði svo með þvi að heim eftir að gert hafði verið að sárum hans í slysadeild. Hinn var lagður inn á Borgarspítalann. Hannes Hafstein sagði að mikil um- ferð fólks á vélsleðum væri í Land- mannalaugum um helgar. Hann sagði að margir væru illa búnir og yrði aldrei nógsamlegabrýnt fyrir fólki, sem færi í slíkar vélsleðaferðir, að gera ráð fyrir því að eitthvað gæti alltaf borið út af. Þyria Landhelgisgæzlunnar lenti i fyrsta skipti á þyriupalli Borgarspitalans er hún kom með" mennina tvo úr Landmannalaugum á laugardag. Hér taka björgunar- menn og lögregla annan manninn úr þyrlunni. DB-mynd Einar Ólason. Ibúar þessa húss urðu að grafa snjógöng frá útidyrunum. Mikið verk beið eiganda bilsins. DB-myndir tviagnus Karei. Mesti snjór vetrarins á Eyrarbakka: Fjölskyldur urðu að grafa sig úr húsum „Lengi getur vont versnað,” eins og maðurinn sagði. Já, það var ekki alveg komið vor, eins og margir voru farnir að halda. í siðustu viku gerði mikinn skafrenning á Eyrarbakka og nágrenni svo allt varð ófært nema fuglinum fljúgandi. Þrátt fyrir erfiðan og langan vetur hefur annan eins snjó aldrei dregið í skafla á þessum vetri. Snjóinn skóf af mýrunum fyrir ofan þorpið og í skjóli milli húsa settist hann. Mynduð- ust þar mannhæðarháir skaflar og þaðan af hærri og allar götur urðu ófærar. Að þessu sinni fennti bíla í kaf og nokkrar fjölskyldur urðu að grafa sig út úr húsum sfnum eða fá hjálp ná- granna. Um síðustu helgi gerði svo bezta veður og notuðu börnin sér það óspart og renndu sér á skíðum og sleðum niður háar brekkur sem í annan tíma eru sjaldgæfar á Eyrarbakka. Menn vona svo að þetta sé síðasta áhlaup vetrarins og bíða eftir betri tíð með blómum í haga, með bros á vör. - MKH, Eyrarbakka.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.