Dagblaðið - 16.03.1981, Síða 18

Dagblaðið - 16.03.1981, Síða 18
18 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 16. MARZ1981. I Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir I Ray Stewart jafnaði úr viti með loka- spyrnu leiksins. Vítaspyrna Ray Stewart, bókstaf- lega á lokasekúndu leiks Liverpool og West Ham i úrslitum deiidabikars- ins á Wembley á laugardag, færði Úrslit deildabikarsins á Wembley: Oþörf vítaspyma McDermott rændi Liverpool sigrinum — Ray Stewart jaf naði fyrir West Ham með síðustu spyrnu leiksins eftir að Liverpool hafði náð f orystu í f ramlengSngunni Lundúnaliðinu jafntefli, sem liðið verðskuldaði varia. Ray Clemence hafði varið aukaspyrnu Stewart rétt áður meistaralega i horn, en upp úr homspyrnunni sem West Ham fékk handlék Terry McDermott knöttinn, algerlega að óþörfu, og dómari leiks- ins, Clive Thomas, dæmdi umsvifa- laust vítaspyrnu. Hinir 100.000 áhorfendur á Wembley-leikvanginum — þar á meðal hópur íslendinga sem fór gagngert til að sjá leikinn — biðu í ofvæni eftir að Stewart tæki spyrn- una. Hann lét hins vegar ekkert hafa áhrif á sig og skoraði af stöku öryggi. Svo tæpt stóð Lundúnaliðið að leik- urinn var flautaður af um leið og knötturinn var kominn i netið. Liverpool var lengst af mun betri aðilinn í leiknum, sem aldrei stóð undir þeim vonum sem bundnar voru við hann í upphafi. West Ham byrjaði með nokkrum krafti, en smám saman tók Liverpool leikinn í sínar hendur. Á 11. mínútu lá knött- urinn í netinu hjá West Ham eftir þrumuskot Sammy Lee. Ray Kenn- edy gaf þá knöttinn til Lee eftir auka- spyrnu og negling hans þaut i gegnum illa byggðan varnarvegg Hammers og í netið. Leikmenn Liverpool fögnuðu ákaft, en gleðin varð skammvinn þvi annar linuvarðanna veifaði ákaft á rangstöðu. Reyndist Colin Irwin hafa verið fyrir innan. Á 20. mínútu varði Phil Parkes á undraverðan hátt frá Kenny Dalglish, sem var innan mark- teigs. McDermott gaf þá vel fyrir markið og Dalglish stóð aigerlega óvaldaður. Parkes var við nærstöng- ina, tilbúinn að hirða fyrirgjöfina, en missti af henni. Dalglish skallaði í gagnstætt horn en með undraverðum viðbrögðum tókst Parkes að slá knöttinn í horn. Sókn Liverpool var linnulítil og West Ham mátti þakka fyrir að vera ekki 1—2 mörkum undir i hléi. Bezti kafli Lundúnaliðsins kom hins vegar eftir leikhlé. Þá náði West Ham nokkrum sinnum að opna vörn Liverpool en aldrei þó eins og á 62. mínútu. Trevor Brooking splundraði þá vörn Liverpool og Goddard komst einn inn fyrir. Ray Clemence var einn til varnar, en Goddard mistókst hrap- allega. Ætlaði að lyfta yfir Clemence og tókst það reyndar en skot hans fór hátt yfir og framhjá markinu. Eitt allra bezta færi leiksins fór þarna for- görðum. Lokakaflann sótti Liverpool á ný í sig veðrið og lék oft á tíðum mjög vel. Dalglish og McDermott fengu báðir ágæt færi og síðustu mínút- urnar sótti Liverpool af geysilegum krafti og mark West Ham bjargaðist á ótrúlegan hátt rétt áður en flautað var til leiksloka. í framlengingunni hafði Liverpool greinilega tögl og hagldir. Leikmenn Lundúnaliðsins virtust vera orðnir þreyttir en slíkt sást ekki hjá Liver- pool enda hafði liðið fengið góða hvíld eftir sigurleikinn gegn CSKA Sofia í fyrri viku. Á 97. mínútu átti Jimmy Case þrumufleyg, sem small í þverslánni og þaðan yfir. Fjórum minútum síðar tæklaði Geoff Pyke Ray Kennedy meistaralega, rétt um það bil er Kennedy var að búa sig undir að skjóta i góðu færi. West Ham átti af og til hættulegar skyndi- sóknir og úr einni slíkri varði Clemence laglega frá David Cross. Síðan skoraði Liverpool loksins eftir allan sóknarþungann. Eftir mik- inn darraðardans sendi Alan Kenn- edy, sem hafði átt einn sinn bezta leik með Liverpool, knöttinn með bylm- ingsskoti í netmöskvana hjá Phil Parkes. Línuvörðurinn lyfti flaggi sínu rétt sem snöggvast en lét það síðan niður aftur. Leikmenn West Ham bókstaflega ærðust og töldu Sammy Lee hafa verið rangstæðan. Dómarinn, Clive Thomas, leit hins vegar ekkert á linuvörðinn né ráð- færði sig við hann og dæmdi markið gott og gilt, ,,Þetta er hneyksli,” sagði Denis Law í BBC um atvikið. „Thomas átti að ráðfæra sig við línu- vörðinn því að hann veifaði.” Leik- menn Liverpool fögnuðu innilega, en síðan jafnaði West Ham, eins og áður segir. Lokakaflinn var einhver sá æsilegasti í sögu Wembley og aðeins bikarúrslitin 1979, af leikjum síðari ára, hafa boðið upp á viðlíka lokasprett. Liðin verða því að mætast á nýjan leik á Villa Park þann 1. apríl. Liðin gátu ekki leikið i þessari viku þar sem þau eru bæði I Evrópukeppnum og eiga erfiða leiki þar. Svo virðist þó sem Liverpool sé ekki ætlað að vinna þennan bikar. Fyrir þremur árum átti Liverpool megnið af úrslitaleiknum gegn Forest, en honum lauk án marka. í aukaleiknum átti Liverpool ekkert minna en hinum fyrri, en þá var það vítaspyrna John Robertsson sem rændi Liverpool sigri. Liðin á laugardag: Liverpool: Clemence, Neal, A. Kennedy, Irwin, R. Kennedy, Hansen, Dalglish, Lee, Heighway (Case á 64. mín.), McDer- mott og Souness. West Ham: Parkes, Stewart, Lampard, Bonds, Martin, Devonshire, Neighbour, Goddard (Pearson á 110. mín.), Cross, Brook- ing, Pike. -SSv. Ekkert stöðvar nú Ipswich! —Anglíuliðið óstöðvandi í taktvissum marsi sínum í átt að Englandsmeistaratitlinum Villa tapaði stigi gegn jaf ntef liskóngunum f rá Old Tafford Ekkert stendur í vegi fyrir Ipswich þessa dagana og liðið vinnur nú hvern stórsigurinn á fætur öðrum i marsi sinum í átt að enska meistaratitlinum i fyrsta skipti i 19 ár. Á laugardag hafði Ipswich sáralitið fyrir þvi að leggja Tottenham 3—0 að velli á Portman Road. Strax á 8. minútu skoraði Eric Gates stórkostlegt mark eftir mikið ein- staklingsframtak og eftir það átti Tottenham sér aldrei viðreisnar von. Ipswich varð þó fyrir áfalli á 22. minútu er Mick Mills var borinn af velli og fluttur á sjúkrahús eftir slæmt sam- stuð, en það kom ekki i veg fyrir stór- sigur. John Wark skoraði annað mark Anglíuliðsins á 44. minútu og jafnaði þar með félagsmet i markaskorun á einu keppnistimabili. Hefur nú skorað 31 mark i deild, deildabikar, bikar og UEFA-keppninni. Hreint ótrúlegt þcgar tekið er tillit til þess að hann er tengiliður. Aðeins Ray Crawford hefur skorað jafnmörg mörk i 1. deild fyrir félagið á einu keppnistimabili og Wark, sem á þó vafalitið eftir að bæta við sig áður en yfir lýkur. Aian Brazil skoraði þriðja mark Ipswich á 65. mínútu og þrátt fyrir umtalsverða yfirburði tókst heimaiiðinu ekki að bæta við mörkum. Á sama tíma náði Manchester United, sem tapað hafði 6 útileikjum í röð, óvæntu jafntefli gegn Aston Villa á Villa Park í Birmingham. Og það þó Villa kæmist í 2—0 í hálfleik með mörkum Peter Withe. Hann skoraði fyrra mark sitt á 16. mínútu eftir fyrir- gjöf Kenny Swain og hið síðara á 28. Pétur tognaði í skógarhlaupi —og gat ekki leikið með Feyenoord, þegar liðið vann stórsigur, 6-0, áWageningenígær Ég tognaði í lærvöðva sl. mánudag á æfingu hjá Feyenoord. Var að hlaupa út i skógi, þegar tognunin átti sér stað. Ég hef greinilega ekki þolað að leika gegn Slavia Sofia i Evrópukeppninni og siðan gegn Roda með þriggja sólar- hringa millibili. Of mikið álag,” sagði Pétur Pétursson þegar DB ræddi við hann i gær. Pétur hefur ekkert æft síðan á mánu- dag, eða alla vikuna, og gat ekki leikið með Feyenoord i gær í Rotterdam, þegar liðið vann stórsigur á Wagening- en 6—0. „Þetta var ágætis leikur hjá Feyenoord-liðinu. Það hafði mikla yfirburði. Þjóðverjinn Kaczor skoraði tvívegis, Til, Bauen, Vermuelen og Budding eitt mark hver,” sagði Pétur ennfremur. Wageningen er í næst- neðsta sæti í úrvalsdeildinni. Hann verður í dag á æfingu hjá sjúkraþjálfara Feyenoord og gerir sér góðar vonir um að geta leikið gegn Slavia á miðvikudag í Evrópukeppn- inni. Slavia sigraði 3—2 í Sofia. önnur úrslit í gær í hollenzku úrvals- deildinni urðu þessi: AZ '67 — sparta 3—2 Pec Zwolle — Den Haag 4—2 Maastricht — PSV 0—2 Tilburg — RODA 2—2 Utrecth — Deventer 1—1 Ajax Excelslor 7—2 NEC Nijmegen — Groningen 1 — 1 Twente — NAC Breda 2—2 Staða efstu liða: AZ’67 22 21 1 0 75—30 43 Feyenoord 23 14 6 3 51—25 34 Utrecht 22 13 5 4 45—24 31 PSV 22 11 5 6 42—22 27 Twente 22 10 6 6 42—33 26 - hsím. mínútu eftir hornspyrnu Tony Morley. United, sem aðeins hafði skorað 2 mörk í síðustu 8 leikjum, var þó ekki af baki dottið og þegar síðari hálfleikur- inn var hálfnaður hafði United jafnað með tveimur mörkum Joe Jordan — hið síðara á 66. mínútu. Gary Shaw kom Villa yfir á nýjan leik á 68. mínútu en tveimur mín. fyrir leikslok fékk United vítaspyrnu er Steve Coppell var brugðið innan vítateigs. Sammy Mcllroy tók spyrnuna og skoraði örugglega framhjá Rimmer í marki Villa. En lítum á úrslitin á laugardag. 1. deild Arsenal — Birmingham frestað Aston Villa — Manchester United 3—3 Coventry — Leicester 4—1 Crystal Palace — Sunderland 0— 1 Everton — Leeds 1—2 Ipswich — Tottenham 3—0 Manchester City — WBA 2—1 Nottingham Forest — Brighton 4—1 Stoke — Southampton 1—2 Wolves — Norwich 3—0 2. deild Blackburn — Sheffield Wed. 3—1 Bolton — Shrewsbury 0—2 Bristol Rovers — Chelsea 1—0 Cardiff — West Ham frestað Grimsby — Notts County 2—1 Luton — BristolCity 3—1 Newcastle — Preston 2—0 Oldham — Cambridge 2—2 Orient — QPR frestað Derby — Swansea frestað Wrexham — Watford frestað 3. deild Blackpool — Plymouth 1—0 Brentford — Carlisle 1 — 1 Fulham — Gillingham 3—2 Hull — Chesterfield 0—0 Portsmouth — Newport 0—0 Sheffield Utd. — Charlton 3—2 Swindon — Millwall 0—0 Walsall — Oxford 0—3 öðrum leikjum var frestað. 4. deild Bournemouth — Darlington 3—3 Bradford — Mansfield 0—2 Doncaster — Crewe 1 — 1 Hartlepool — Wimbledon 2—3 Northampton — Scunthorpe 3—3 Peterborough — Wigan 0—0 Rochdale — Aldershot 0—2 Southend — Halifax 5—1 öðrum leikjum frestað. Það er nú einkum fallbaráttan i 1. deildinni, sem menn beina augum að þessar vikurnar. Þau lið sem hvað verst standa bættu sig lítið um helgina. Palace lá rétt eina ferðina — nú fyrir Sunderland á Selhurst Park. Joe Hinnegan skoraði eina mark leiksins fyrir leikhlé. Næstu þrjú lið fyrir ofan, Norwich, Leicester og Brighton, fengu öll háðulega útreið úr leikjum sínum. Þó komust bæði Brighton og Leicester i 1—0 í leikjum sínum. Alan Young skoraði fyrir Leicester á 18. mínútu en dýrðin stóð ekki lengi. Tom English skoraði þrennu og Gary Thompson fjórða markið áður en yfir lauk. Brighton byrjaði einnig vel gegn Forest og Giles Stille skoraði á 20. mínútu í svo gott sem fyrstu sóknarlotu baðstrandarliðsins. John Robertson, vítakóngur, jafnaði fyrir Forest á 30. mínútu og síðan skoraði Ian Wallace á 39. mínútu eftir slysaleg mistök Mark Lawrenson. Hann skallaði knöttinn beint fyrir fætur Wallace, sem þakkaði kurteislega fyrir sig og skoraði. Gary Mills og Kenny Burns, með þrumu- skalla, bættu svo við mörkum í síðari hálfleiknum og Fdrest leikur skínandi vel þessa dagana. Norwich átti aldrei möguleika í Wolverhampton og er heimaliðið þó ekki það sterkasta á svæðinu. Mörk Palmer, Richards og svo sjálfsmark McDowell tryggðu Úlf- unum þægilegan sigur. Everton tapaði afar óvænt á heima- velli fyrir Leeds. Imre Varadi kom Everton yfir í fyrri hálfleik en óheppnin elti Leeds á röndum. Tvívegis skullu skot Derek Parlane 1 stöngum Everton- marksins áður en honum tókst loks að jafna — en ekki fyrr en eftir hlé. Það var svo Carl Harris, sem skoraði sigur- mark Leeds tveimur mínútum fyrir 'leikslok. Manchester City heldur upp- teknum hætti og gengi liðsins hefur verið gott eftir að John Bond tók við því. Þeir Bobby McDonald, sem skoraði með „fljúgandi skalla” á 10. mín., og Dennis Tueart á 39. mín. komu City i 2—0, Bryan Robson náði að minnka muninn á lokaminútunum. Kevin Keegan er að ná sér á strik á ný eftir erfiðan vetur þar sem meiðsli og fieira hafa gert honum lífið leitt. Hann skoraði bæði mörk Southampton i Stoke og heimaliðinu tókst ekki að Sigurður Sverrisson svara fyrir sig fyrr en á 87. mínútu er Adrian Heath minnkaði muninn. Staðan i 1. og 2. deild er nú þannig: l.deild Ipswich 32 20 10 2 65—25 50 Aston Villa 33 21 7 5 58—30 49 Nottm. Forest 33 16 9 8 53—34 41 WBA 33 15 11 7 45—32 41 Liverpool 32 13 14 5 54—37 40 Southampton 33 16 8 9 63—48 40 Arsenal 33 12 13 8 47—40 37 Tottenham 34 12 12 10 59—46 36 Manch. Utd. 34 8 17 9 40—33 33 Leeds 33 13 7 13 29—42 33 Manch. City 32 12 8 12 44—44 32 Everton 31 12 7 12 47—4! 31 Middlesbr. 32 13 5 14 45—44 31 Birmingham 32 10 10 12 42—48 30 Stoke 33 8 14 11 39—50 30 Coventry 34 11 8 15 43—56 30 Sunderland 34 11 7 16 42—42 29 Wolves 32 10 8 14 34—43 28 Brighton 34 10 5 19 42—61 25 Leicester 34 10 3 21 26—53 23 Norwich 33 8 6 19 35—64 22 Crystal Pal. 34 5 5 24 39—69 15 2. deiid West Ham 33 22 7 4 63—26 51 Notts County 33 14 13 6 43—32 41 Grimsby 34 13 13 8 38—28 39 Blackburn 33 13 13 7 37—27 39 Sheffield W. 33 15 8 10 43—33 38 Chelsea 34 14 9 11 46—32 37 Luton 33 14 9 10 48—39 37 Derby 33 12 13 8 48—43 37 Swansea 32 13 10 9 49—37 36 Cambridge 33 15 5 13 41—46 35 QPR 33 12 10 11 43—31 34 Newcastle 33 11 11 11 23—36 33 Orient 32 11 10 11 41—42 32 Watford 32 10 11 11 38—38 31 Bolton 34 11 6 17 50—55 28 Wrexham 32 9 10 13 30—37 28 Cardiff 33 10 8 15 36—48 28 Oldham 34 8 12 14 30—42 28 Preston 33 8 12 13 31—50 28 Shrewsbury 34 7 13 14 33—49 27 Bristol C. v 33 5 13 15 22—41 .23 Bristol R. 34 4 12 18 28—52 20 - SSv.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.