Dagblaðið - 16.03.1981, Page 31

Dagblaðið - 16.03.1981, Page 31
 31 SATURNUS SOTTUR HEIM - sjónvarp M. 22.05: Myndir og upplýs- ingar frá Voyager I —f erðast um geiminn á 25-földum hraða byssukúlu Satúrnus, stjarnan með hringina, er 6. stjarnan í sólkerfinu næst á eftir Júpíter, ef talið er út frá sólu. Satúrn- us var þvi næsta stjarnan sem Voyager-geimförin héldu til eftir að hafa kannað Júpíter. Myndin sem sýnd verður í kvöld er bandarísk en sú sem sýnd var um Júpíter í síðustu viku var brezk. Satúmus-myndin er engu að síður í réttu framhaldi af hinni og allt eins athyglisverð. Sagt er frá undirbún- ingi ferðar Voyager-faranna og þeim tækjabúnaði sem er í þeim og að sjálfsögðu sýndar myndir og skýrðar upplýsingar sem borizt hafa til jarðar frá geimförunum. í júlí árið 1979 bárust fyrstu myndir Voyagers I af Júpíter til jarðar og í nóvember sl. fór hann að senda myndir af Satúrnusi. Voyager er á 55.000 km hraða á klst. og það tekur upplýsingarnar þrjá tima að berast til jarðar frá honum þó þær fari á milli á ljóshraða. Hraði Voy- agers um geiminn er 25-faldur hraði byssukúlu. Satúrnus er 734 sinnum stærri en jörðin og massinn 95 sinnum meiri. Satúrnus er helmingi lengra frá sólu en Júpíter en bezt er að nefna engar tölur því mannleg hugsun ber hvort eð er ekkert skynbragð á þær. Um- ferðartiminn umhverfis sólu er 30 ár. -KMU EINN AF HVERJUM FJÓRUM - sjónvarp M. 21.15: DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 16. MARZ1981. Fóstureyðing í brennidepli — miklar líkur á því að bamið fæðist með óhugnanlegan sjúkdóm en foreldrarnir eru grísk-kaþólskrar trúar Sjöundi hver Kýpurbúi ber í sér erfðagalla, sem leitt getur til þeSs að barn hans fæðist með hættulegan blóð- sjúkdóm. Barn sem fæðist með slíkan blóðsjúkdóm er dæmt til þess að deyja ungt. Ef báðir foreldrar hafa þennan erfðagalla eru likurnar einn á móti fjórum á því að barn þeirra fái sjúk- dóminn. Þess má geta að 5% Indverja hafa þennan sama erfðagalla en ekki nema 0,1 % Breta. Ungu hjónin, sem eru nýgift, komast að því að þau hafa bæði þennan erfða- galla og það veldur þeim svo sannar- lega verulegum áhyggjum því Trulla er ófrisk. Þau fara þvi að velta þvi fyrir sér hvort rétt sé að barnið fæðist og hvort þau eigi að láta eyða fóstrinu. Ættingjar hjónanna blandast inn í þá umræðu og trúmál því Kýpurbúar eru grísk-kaþólskir og ungu hjónin þar af leiðandi einnig. I huga heittrúaðra grísk-kaþólskra manna jafngildir fóstureyðing morði og því er ungu hjónunum mikill vandi á höndum. Eiga þau að láta eyða fóstrinu eða láta barnið fæðast og taka þannig áhætt- una, að það fæðist með óhugnanlegan sjúkdóm? Jón O. Edwald er þýðandi. - KMU Brezkt sjónvarpsleikrit, Einn af hjón, Trullu og Dimitri, sem bæði eru hverjum fjórum, verður sýnt 1 sjón- ættuð frá eyjunni Kýpur. Þau eru hins varpinu í kvöld. Það fjallar um ung vegar fædd og uppalin á Englandi. Ungu hjónunum er miklll vandl ó höndum. SÚPA—útvarp M. 20.00: Hemaðaiieyndaraiái ,,Fólk sem ætlar að hlusta á þáttinn er vinsamlegast beðið um að hlusta frá byrjun. Óvæntur atburður gerðist meðan á upptöku stóð,” sagði Hafþór Guðjónsson, annar umsjónarmanna Súpu, í samtali við DB en þátturinn er á dagskrá útvarps í kvöld. „Eðli málsins vegna er ekki hægt að upplýsa meira um þáttinn. Hann er næstum því hernaðarleyndamál. þ.e.a.s. fram að þeim tíma sem hann verður sendur út,” sagði Hafþór. Þeir sem vilja svala forvitninni verða því að setjast við útvarpstækið kl. 20 i kvöld. -KMU. Kreditkorthafar velkomnir Laugalæk 2, Reykjavík, Sími 86511 NÝKOMNIR Carter blöndungar / flestar geröír amerískra bifreiöa bilagler MÁLUN BILA NEMENDALEIKHUSIÐ Peysufatadagurinn eftirKjartan Ragnarsson Sýning miövikudag kl. 20. Mifiasalu opin i Lindarbœ frá kl. 16—19 alla daga, nema laugar- daga. Mifiapantanir i sima 21971 á sama tima. Teg. Kolme Utur: Hvítt leðiir Stmrðir36-45 “ Vmrðkr.554jé^ Kúrekastígvél á dömur og herra Póstsendum SKOVERZLUN ÞORÐAR PETURSSONAR Laugavegi 95 — Simi 13570 — Kirkjustræti 8 v/Austurvöii — Sími 14181

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.