Dagblaðið - 19.03.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 19.03.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1981. 3 N I „Smaaugiysingaþjónusta'' heitir ein þjónustudeildin okkar. Setjir þú smáauglýsingu í Dagblaðið getur þú beðið um eftirtalda þjónustu hjá smá- auglýsingaþjónustu blaðsins þér að kostnaðarlausu: Tilboðamóttöku í síma. Við svörum þá í síma fyrir þig og tökum við þeim tilboðum sem berast. Upplýsingar i sima. Við veitum fyrirspyrjendum upp- lýsingar um það sem þú aug lýsir, þegar þeir hringja til okkar. Að sjálfsögðu aðstoðum við þig, ef þú óskar þess, við að orða auglýsingu þina sem best. Njóttu góðrar þjónustu ókeypis. iBIAÐIÐ er smáauglýsingablaðið Þverholti 11 - Sími 27022 Opið til kl. 10 í kvöld Eldhúsinnréttingar frá Lerki hf. Auðvelt að fella sleggju- dóma — væri ekki sjálf sagt að skoða eldhúsin áðurenfarið ermeð slíkarfullyrðingar ífjölmiðla? Bcrgný Guðmundsdóttir, 1043— 0704, skrifar: „Heyrðu, ég hringi út af eldhús- innréttingunni sem ég var búinn að panta. Ég las grein í Þjóðviljanum og er hættur við að kaupa þetta rusl.” Eiíthvað á þessa leið voru orð manns sem hafði lesið grein í Þjóðviljanum 13.3. ’81 umóOeldhús- innréttingar, sem BYGGUNG kaupir utanlands frá. Örn Kjærnested fullyrðir þar að hjá Lerki hf. sé „bara ekki um sömu gæði að ræða” er fréttamaður spurði hvers vegna Byggung keypti erlendar innréttingar þar sem hægt væri að fá um 30% lægra verð á innréttingum frá Lerki hf. Eins og sjá má i upphafi máls míns, er þessi atvinnurógur farinn að bera sig. Mér er málið skylt þar serri ég vann hjá Lerki hf. í 3 ár. Þann tíma virtust viðskiptavinirnir vera hæst- ánægðir, bæði með verð og gæði. Og ósjaldan hringdi fólk til að þakka fyrir frábæra vinnu. Örn Kjærnested. Væri ekki sjálf- sagt að þú færir og skoðaðir eldhúsin hjá Lerki hf., áður en þú ferð með slíkar meiðandi fullyrðingar í fjölmiðla? Fljótar er verið að rifa niður en byggja upp. Ef þú hefðir kynnt þér vinnubrögð þessa fyrir- tækis sem er þekkt fyrir frábæra vinnu, en ekki rusl, þá er ég hrædd um að þér hefði orðið svarafátt, jafnvel spurt: hvernig í ósköpunum fer fyrirtækið að því að framleiða svo góðar innréttingar fyrir svo lítinn pening? Því er fljótsvarað. Það er fyrir óeigingjarna vinnu Guðmundar Björnssonar, forstjóra Lerkis hf., sem vinnur jafnt frídaga sem aðra daga af mikilli samvizkusemi, og hefur gert undanfarin 30 ár, að þvi sem þú hefur stimplað rusl. Komir þú þér ekki að því að fara , niður í Lerki hf. og skoða sýningar- eldhúsið þar, talaðu þá við einhverja af hinum mörgu viðskiptavinum Lerkis hf. Hringió ísína millikl. 13ogl5, eöaskrifið 9180-6932 skrifar: Ég vil þakka Jóni E. Ragnarssyni fyrir frammistöðu hans í „réttarhöld- unum” sem haldin voru um síðustu mánaðamót í sambandi við Reykja- vikurflugvöll. Jón E. sótti málið f.h. þeirra sem vilja flytja Reykjavikurflugvöll og vann. Meirihluti kviðdóms var hiynntur flutningi flugvallarins. Öryggi borgarbúa hefur verið í hættu, sérstaklega þeirra sem búa fyrir norðan flugvöllinn, og ég vona að þessi niðurstaða kviðdómsins verði til þess að flugvöllurinn verði fluttur. Annars er þetta mál að verða dæmigert „kerfismál”, þ.e. mál sem menn innan kerftsins þæfa von úr viti þrátt fyrir að allt mæli með fram- gangi málsins. / N Reykjavíkurflugvöllur UAkAÍ — meirihluti kviðdóms verui I lULLUr hlynnturflutningi Hér er Fokker 1 flugtaki á Reykja- vikurflugvelli. Spurning dagsins Fylgistu með Sveitaaðli í sjónvarpinu? Guðni Jónsson, skrifstofustjóri: Nei, þessi myndaflokkur hefur ekki náð til min. Árni Gunnarsson, læknir: Nei, ég kikti á fyrsta þáttinn og leizt ekki á. Guðrún Guðmundsdóttir, húsmóðir, Hlíðartungu Biskupstungum: Já, mér finnst þeir sæmilegir, sumar per- sónurnar góðar, en efnið ekki of merkilegt. Grétar Árnason, frjótæknir: Nei, ég hef ekki haft tækifæri til þess. Anna Maria Arnold, nemi: Já, mér finnst þetta vera ágætir þættir. Nina Arnold, húsmóðir m.m.: Já, þetta eru alveg ágætir þættir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.