Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 19.03.1981, Qupperneq 11

Dagblaðið - 19.03.1981, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1981. II Vilhjálmur Hjálmarsson: Hefur fyrr séð dökkt útlit í rekstri Ríkisútvarpsins. Vilhjálmur Hjálmarsson formaður útvarpsráðs um samdráttaraðgerðir íhljóðvarpi: „Hlýtur að koma niður á gæðum dagskrár" „Dagskrá sjónvarpsins í maí verður stytt til samræmis við sparnaðaráform- in og apríldagskráin styttist líka á sunnudögum,” sagði Vilhjálmur Hjálmarsson formaður útvarpsráðs í gær. Útvarpsráðsmenn hafa lítillega rætt hvernig dagskrá hljóðvarps skuli breytt til sparnaðar. Á fundi á föstudaginn verður þeirri umræðu fram haldið, en Vilhjálmur bjóst ekki við að endanleg ákvörðun yrði tekin þá. Hann sagði það álit sitt að ekki beri að stytta sjálfan útsendingartímann eins og gert verður í sjónvarpinu, heldur reynt að spara í gerð dagskrárefnis. „Menn vona að þetta takist án mik- illar útþynningar á dagskránni, en auð- vitað hljóta aðgerðirnar alltaf að koma niður á gæðunum,” sagði formaður út- varpsráðs. Vilhjálmur Hjálmarsson hefur fyrr kynnzt fátæklegum búskap innan veggja Útvarps. Þegar hann tók við menntamálaráðherraembætti í stjórn Geirs Hallgrímssonar árið 1974 var fjárhagur stofnunarinnar mjög svo bágborinn. Þá nam yfirdráttarskuld Ríkisútvarpsins í Landsbankanum ná- lægt 200 milljónum króna. Vilhjálmur bretti upp ermar og hófst handa, ásamt yfirmönnum stofnunarinnar, við að leysa vandann. Samið var við Lands- bankann að breyta lausum skuldum í föst lán sem greidd yrðu á næstu 2—3 árum. Skuldin mikla, sem að miklu leyti var afgangur erlendra skulda vegna stofnunar sjónvarpsins, saxaðist niður og árið 1978, þegar Vilhjálmur lét af embætti, var rekstrarafgangur hjá stofnuninni sem nam 5% af veltu. Vilhjálmur Hjálmarsson sagði að missir tolltekna af sjónvarpstækjum árið 1979 hafi skipt sköpum um að grafa undan rekstrinum aftur. Tolltekj- urnar hefðu skilað 1 milljarði króna það ár að öllu óbreyttu. Þannig hefði verið öðru visi um að litast á árinu 1981, þegar samdráttur og kreppa blasir við. - ARH 16,5 milljóna halli á rekstri Ríkisútvarpsins 1979 og 1980: FIMM MILUÓNIR VANTAR í SJÓÐINA — til að geta haldið úti sambærilegri sjónvarps- og hljóðvarpsdagskrá í ár og árið 1979 Ríkisútvarpið vantar u.þ.b. 5,1 milljón króna í sjóði sína til að geta haldið úti hliðstæðri dagskrárgerð i sjónvarpi og hljóðvarpi í ár og var árið 1979. 2,5 milljónir skortir hjá sjón- varpinu, en 2,6 milljónir hjá hljóð- varpi. Yfirmenn stofnunarinnar sjá ekki aðra leið til að mæta vandanum en að herða sultarólina. Landsmenn hafa verið upplýstir rækilega um sparnaðar- áform sjónvarps sem ákveðin voru á útvarpsráðsfundi á þriðjudaginn. Á morgun mun ráðið fjalla umsambæri- legar sparnaðarráðstafanir hljóðvarps. Dagskráin verður ekki stytt, en inni- haldið gert einfaldara og ódýrara. Tónlist af hljómplötum mun líklega að einhverju leyti fylla skarðið i dag- skránni sem dýrari unnir þættir skilja eftir sig. Útvarpsráð hefur beint þeim til- mælum til stjSrnenda stofnunarinnar að „dregið verði úr yfirvinnu almennt og ýtrasta aðhalds gætt í öllum rekstri.” „Góð verkstjórn er stöðugt við- fangsefni innan stofnunarinnar. Yfir- vinna er mismikil eftir deildum, sums staðar nánast engin, en annars staðar mikil,” sagði Hörður Vilhjálmsson fjármálastjóri Ríkisútvarpsins í samtali við Dagblaðið. Hörður nefndi sérstaklega tækni- deildir og fréttastofur i sambandi við mikla yfirvinnu, en tók fram að í mörg- um tilvikum væri erfitt að komast hjá yfirvinnu, enda störfin þess eðlis. „Hljóðvarpið sendir út dagskrá í að meðaltali 17 klukkustundir á dag, þar á meðal fréttir níu sinnum. Á stór- hátíðum, þegar flestir eru i fríi, er álag á starfsmenn hér oft hvað mest og dag- skrárgerð dýr,” sagði Hörður. Hallinn á rekstri Ríkisútvarpsins árin 1979 og 1980 nam 16,5 milljónum króna. Að sögn fjármálastjórans er ein af orsökunum sú, að árið 1979 „hirtu stjórnvöld af sjónvarpinu tolltekjur af sjónvarpstækjum, sem stóðu undir tækjakaupum og uppbyggingu dreifi- kerfis. Það hefði verið mannúðlegt að gefa stofnuninni tækifæri til að aðlaga reksturinn þeim tekjumissi — en um það var ekki að ræða. ” Hörður Vilhjálmsson benti líka á, að Alþingi skammtaði útvarpinu fjármagn á fjárlögum, en stundum kæmi fyrir að afnotagjöld og auglýsingar gæfu ekki þær tekjur sem fjárlög gerðu ráð fyrir. Þannig hafi farið til dæmis 1979, er ekki var leyft að hækka afnotagjöldin í samræmi við hækkun verðlags al- mennt. Og Ríkisútvarpið sjálft sat uppi með vandann sem af hlauzt. -ARH Tilvaldar fermingagjafir STÓH' V\\-' Skemmtari fyrir börn og unglinga □ Innbyggt útvarp og segulband □ Stórir og hljómgóðir hátalarar □ Atta trommutaktar, með hraðastillingu □ Tónborð með tveimur áttundum □ Hljóðnemi (míkrófónn) o.fl. □ Verð kr. 4924,- Afborgunarkjör Feróaviðtæki Steríótæki meó segulbandi SflHKE Verð kr. 2337,- Verð kr. 2166,- □ Rafmagn og rafhlöður □ FM-bylgja, miðbylgja, langbylgja og stutt- bylgja. Skipholti 9, sími 10278 TOYOTA- SALURINN SÍMI44144 Nýbýlavegi 8 (i portínu) Opið laugardaga kl. 13—17 Toyota Cressida STW ’80, ekinn 21.000. Litur gold metalic. Verð 110.000. Toyota Corolia ke-30 ’78, station, ekinn 54.000. Litur brúnn. Verð 57.000. Bein sala. Toyota Cressida Grand Lux árg. ’80, sem nýr, ekinn 6.000. Litur brúnn metalic. Verð 110.000. Bein sala. Toyota Tercel 4 dyra árg. ’80. Litur rauður, ekinn 18.000. Verð 80.000. Bein sala. Toyota Crown disil árg. ’80. Litur svartur, ekinn 53.000. Verð 140.000. Skipti möguleg á Cressida, sjálfsk. Toyota Cressida ’78, ekinn 76.000. Litur brúnn. Verð 69.000. Skipti möguleg á ódýrari Toyota. Toyota Cressida, 2ja dyra, 5 gíra, árg. ’78, ekinn 43.000. Litur brúnn metalic. Verð 73.000. Skipti möguleg á ódýrari Toyota. Toyota Corolla árg. ’73, ekinn ca. 10.000 á vél. Litur rauður. Verð 22.000.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.