Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 19.03.1981, Qupperneq 18

Dagblaðið - 19.03.1981, Qupperneq 18
18 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1981. \ Veðrið Spáfl er áframhaldandi norflan- garra og hörkufrosti á landinu. Él verfla norflanlands og austan en bjart á Suflur-og Vesturlandi. Klukkan 6 var norflnorflaustan 5, lóttskýjafl og —9 stig í Roykjavík; norflaustan 8, skýjafl og —7 stjg á Gufuskálum, norflaustan 8, snjóél og —8 stig á Galtarvita; norflnorflvestan 4, skýjafl og —9 stig á Akuroyri; norð- norflaustan 5, skafrenningur og —10 stig á Raufarhöfn, norflnorflaustan 6, ól og —7 stig á Dalatanga; norflnorð- vostan 8, lóttskýjafl og —10 stig á Höfn og norflan 8 rykmistur og —9 stig á Stórhöfða. í Þórshöfn var snjókoma og 0 stig, rigning og 2 stig í Kaupmannahöfn, snjókoma og — 1 stig { Osló, alskýjað t og—1 stig { Stokkhólmi, skýjað og 7 stig í London, alskýjað og 5 stig i París, skýjafl og 1 stig I Madrid, al- skýjað og 10 stjg í Lissabon og al- skýjafl og — 1 stig í Now York. > * Andiát Ólöf Benediklsdóttir, sem lézt 14. marz, fæddist ll. desember 1943 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Benedikt Benediktsson og Anna Jóns- dóttir. Ólöf hóf nám i Hjúkrunarskóla íslands árið ’62, en ári síðar giftist hún Birni Matthíassyni og flutlist hún með honum til Bandaríkjanna. Þar dvöldust þau till ársins 1969. Komu þá heim til Islands en fluttu aftur utan árið 1977 og þá til Genf í Sviss þar sem þau bjuggu síðan. Ólöf og Björn áttu 4 börn. Hólmfríður Kristinsdóttir, sem lézt 10. janúar, fæddist 17. september 1898 á Núpi í Dýrafirði. Foreldrar hennar voru Rakel Jónasdóttir og Kristinn Guðlaugsson. Hólmfríður stundaði nám við Alþýðuskólann á Núpi í tvo vetur. Árið 1918 fór hún til Reykja- víkur og stundaði þar nám í matreiðslu, fatasaum og sniðteikningum. Árið 1924 nam Hólmfríður vefnað hjá Júliönu Sveinsdóttur og kenndi síðan á námskeiðum til 1928 á Vestfjörðum. Árið 1930 fór hún utan til hannyrða- náms I Tárna og Rimforsa í Svíþjóð. Árin 1928—1935 kenndi hún við Hús- mæðraskólann á ísafirði. Síðan kenndi hún við Alþýðuskólann á Núpi til ársins 1942 en þá fluttist hún til Reykjavikur og kenndi þar við náms- flokkana og húsmæðraskóla Reykja- víkur. Árið 1949 gerðist Hólmfríður hannyrðakennari við Austurbæjar- skólann og kenndi þar meðan heilsa entist. Guðrún Þorsteinsdóttir, sem lézt 12. marz, fæddist 1. júní 1901 á Hamri í Hamarsfirði. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Jónsson og Sveinbjörg Þor- gerður Pétursdóttir. Guðrún ólst upp hjá Gróu Ingimundardóttur og Stefáni Ólafssyni. Guðrún fór ung til Reykja- víkur þar sem hún lagði stund á hann- yrðir, saumaskap og matreiðslu. Árið 1930 giftist hún Guðjóni Gíslasyni og áttu þau 5 börn. Guðrún Einarsdóttir fv. sendiherrafrú, sem lézt 10. marz, fæddist 9. september 1890 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Einar Pálsson og Sigríður Péturs- dóttir. Guðrún ólst að mestu upp hjá föðurbróður sinum, Eggert Pálssyni og Guðrúnu Hermannsdóttur. Árið 1914 giftist Guðrún Gísla Sveinssyni, bjuggu þau lengst af í Vík í Mýrdal eða frá 1918 til 1947. Þá fluttust þau til Noregs en komu svo heim aftur árið 1951 og bjuggu síðan í Reykjavík. Guðrún og Gísli áttu 4 börn. Minningarathöfn um Guðrúnu fer fram í Dómkirkjunni i dag. Erling Már Kristjánsson, Suðurhólum 30, lézt þriðjudaginn 17. marz. , Guðrún Ingimarsdóttir, Kjarnholtum, lézt á Borgarspítalanum 17. marz. Björn Eiríksson flugmaður, sem lézt 10. marz, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju föstudaginn 20. marz kl. 13.30. Böðvar Árnason frá Hrauni, Grinda- vík, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 20. marz kl. 15. Sigríður Ingibjörg Jónsdóttir verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 20. marz kl. 13.30. Eyjólfur Viðar Ágústsson, Bjólu Rangárvallasýslu, verður jarðsunginn frá Oddakirkju laugardaginn 21. marz kl. 14. Kristín Aðalbjörnsdóttir, Skóla- vörðustíg 24 A, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 20. marz kl. 15. Sigmundur Sigurðsson bóndi, Syðra- Langholti, verður jarðsunginn frá Hrepphólakirkju laugardaginn 21. marz kl. 14. Kvenfélag Óháða safnaðarins Eftir messu nk. sunnudag kl. 14 verður aðalfundur kvenfélagsins haldinn. Kaffiveitingar. Fjölmennum. Lengir gráturinn lífið? Þúsundir kvenna og barna á ísalndi hafa grátið og gnist tönnum síðdegis á sunnudögum að undan- förnu. Því hefur valdið þátturinn Húsið á sléttunni eða „Grátið á gresjunni’V'eins og menn segja. Læknisfróðir gætu vafalaust lengi dundað sér við að meta hversu hollur þessi grátur sé. Tvímælalaust er slik útrás sumum til góðs, einkum ef laugardagsskemmtunin hefur ekki verið fullnægjandi. Grenjað í 45 mínútur — og svo andað léttar, brosað gegnum tárin og „guði sé lof”, allt fór vel í lokin. Vegna tímahraks var þessi þáttur hið eina, sem ég sá af sjónvarpi i gær- kvöld og margir munu syrgja, því að þetta verður síðasti þátturinn um hríð. Hinum farsæla gráti linnir. Ennisholurnar fyllast að nýju. Þátturinn í gærkvöld var síður til þess fallinn en fyrri þættir að valda mikilli spennu. Hann fjallaði þess í stað um nokkur grundvallaratriði i pólitík. Kosinn var bekkjarforseti og frambjóðendur þrír. Einn þeirra fyllti túla kjósenda af gottirii, hvað öðrum mistókst. Pierre Trudeau sagði við kjósendur í gyðingahverfi, þar sem hann bauð sig fram: „Ef ég væri einn af ykkur mundi ég ekki kjósa mig.” Hann var kosinn og komst þannig á þing í fyrsta sinn. Á sama hátt sagði einn frambjóðenda i gærkvöld: „Ég er ekki eins gáfaður og þið hin.” Hann var kosinn, sem raunar var ekki skrýtið. Pilturinn hafði helztu kosti stjórnmálamanna til að bera — tregðu og þrjózku. Vafalaust er rétt að hvetja til að meira verði fengið af þættinum um grátinn á gresjunni, en fyrir alla muni að sýna hann fyrir kvöldmat. Svona rétt eftir matinn í miðri viku gengur ekki. Þátturinn hlýtur að höfða til ýmissa. Þar er sýnd samhent fjölskylda með afbrigðum og hjarta- góð — og jafnan er ákveðinn boðskapur í hverjum þætti, séu menn móttækilegir fyrir slíku, kristilegur kærleikur og sigur hins góða þrátt fyrir mótbyr. Gítartónleikar í Hafnarkirkju, Hornafirði í kvöld, fimmtudag 19. marz, kl. 21.00 mun Pétur Jónasson halda gítartónlcika í Hafnarkirkju, Höfn í Hornafiröi. Á efnisskránni eru evrópsk og suður- amerísk verk frá miðöldum fram til okkar daga. Pétur er 22 ára gamall Reykvikingur, sem vakið hefur athygli fyrir þokkafullan gítarleik og hlotið einróma lof gagnrýnenda. Stundaöi hann fram- haldsnám i klassiskum gitarleik við Estudio de Arte Guitarístico í Mexíkóborg um 2ja ára skeið og lauk þaðan burtfararprófi haustið 1980. Sinfóníutónleikar í kvöld Næstu áskriftartónleikar Sinfóniuhljómsveitar íslands verða í Háskólabiói í kvöld og hefjast þeir kl. 20.00 en ekki kl. 20.30. Flutt verður óperan Otello (í konsertformi) eftir Verdi. Flytjendur eru: Pedro Lavirgen (Otello), Sieglinde Kahmann (Deste- mona), Guðmundur Jónsson (Jago), Sigurður Björnsson (Cassio), Anna Júliana Sveinsdóttir (Emilia), Kristinn Hallsson (Lodovico), Már Magnússon (Roderico), Kristinn Sigurmundsson (Montano og sendiboði), söngsveitin Filharmónia (kórstjóri Debra Gold), skólakór Garðabæjar (kór- stjóri Guöfinna Dóra Ólafsdóttir). Stjórnandi er Gilbert Levine, aðstoðarmaður Jeffrey Goldberg. AA-samtökin í dag, fimmtudag. verða fundir á vegum AA-sam- takanna sem hér segir: Tjarnargata 3c kl. 21; Tjarnar- gata 5b (Ungt fólk) kl. 21 og 14; Laugarneskirkja kl. 21; Kópavogskirkja kl. 21; Ólafsvik. Safnaðarhcimili. kl. 21; Sauðárkrókur. Aðalgata 3. kl. 21; Akureyri. Gcislagata 39. (s. 96-22373) kl. 21; 'Seyðisfjörður. Safnaðarhcimili. kl. 21; Vestmannaeyjar, Heimagata 24 (s. 98-1140). kl. 20.30; Selfoss. Selfossvegi 9. kl. 21; Keflavik. Klapparstígur 7 (s. 92-1800). kl. 21; Patreks- fjörður kl. 21; Blönduós. Kvcnnaskóli, kl. 21; Dalvik kl. 21. Grundarfjörður kl. 21. I hádeginu á inorgun. losludug. verða fundir sem hér segir: Tjarnargata 3c kl. 12; Tjarnargata 5b kl. 14: Akureyri, Geislagata 39 (s. 96-22372), kl. 12. Kirkjufélag Digranesprestakalls heldur fund I safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg fimmtudaginn 19. marz kl. 20.30. Kristján Guð- mundsson félagsmálastjóri kemur á fundinn. Sýnd verður kvikmynd. Kaffiveitingar. Félagsfundur skýrslutækna Að loknum aðalfundarstörfum hinn 19. marz 1981 verður settur félagsfundur. Þar munu fulltrúar ncfnda, sem starfa á vegbm Skýrslutæknifélagsins cða i tengslum við það, gera grein fyrir störfum sinum. Eftirtaldir munu hafa framsögu: 1. Sigrún Hclgadóttir, formaðurorðanefndar, mun ræða um störf þeirrar nefndar. 2. Sigurjón Pétursson, rekstrarhagfræðingur, mun skýra frá könnun Skýrslutæknifélagsins á tölvucign landsmanna. 3. Dr. Oddur Bencdiktsson, dósent, mun segja frá til- lögum nefndar, um breytta tilhögun á námi í tölvunarfræðum viðHáskóla íslands. Siðan verða umræður og kaffivcitingar. Aðalfundur Skýrslu- tæknifélagsins 1981 Aðalfundur Skýrslutæknifélags lslands verður hald- inn í Norræna húsinu fimmtudaginn 19. marz 1981 kl. 14.30. Húsmæðrafélag Reykjavíkur Aðalfundur veröur í félagsheimilinu að Baldursgötu 9 fimmtudaginn 19. marz kl. 20.30. Venjuleg aöal- fundarstörf. Kaffiveitingar. Konur, fjölmennið. Hvað er Bahá'í trúin? Opið hús að Óðinsgötu 20 öll fimmtudagskvöld frá kl. 20.30. Allir velkomnir: Fundir um þróunarlönd Samtök herstöðvaandstæðinga gangast fyrir fund- um um þróunarlönd og mun fjailaö um ýmis vanda- mál sem eru ofarlega á baugi. Fundirnir verða á fimmtudagskvöldum i skrif- stofu Samtaka herstöðvaandstæðinga Skólavörðu- stíg 1A og hefjast kl. 20.30. Fyrsti fundurinn verður í kvöld. Þeir Björn Þor- steinsson og ólafur R. Einarsson munu fjalla um aðstoð við þróunarlöndin. 26. marz mun Bernharður Guðmundsson ræða um misskiptingu lífsgæöa i þróunarlöndum. 2. apríl segir Baldur óskarsson frá Tansaníu og 9. apríl segja Ingibjörg Haraldsdóttir og ólafur Gislason frá Kúbu. 23. april fjallar Guörún Hallgrimsdóttir um alþjóðastofnanir og þróunarhjálp og 30. april ræðir Árni Björnsson um baráttu nýlendustúdenta. Þessari fundaröð lýkur i maí og verða þeir fundir kynntir síðar. Suður-búlgarskt sýru-rokk á Borginni í kvöld, fimmtud. 19. marz, heldur hljómsveit Ellu Magg ásamt söngvaranum Jóni Sigvalda hljóm- leika á Hótel Borg. Undanfarið hálft ár hefur hljóm- sveitin verið að viða að sér efni af öllu mögulegu tagi, og á Borginni mun hún meðal annars spila suður-búlgarskt sýru-rokk sem mjög hefur verið að ryðja sér til rúms innan veggja hljómsveitarinnar. Stefnan er að sprengja göt á þessa veggi og hleypa al- menningi inn fyrir. . Meðlimir hljómsveitarinnar eru auk Jóns og Ellu: Völundur Óskarsson, Steingrímur Eyfjörð Guðmundsson, Þorvar Hafsteinsson, Ásta Rikharösdóttir, Hulda H. Hákonardóttir, Hörður Bragason og Finnbogi Pétursson. KJÖREIGN SF. ÁRMÚLA 21. - SÍMI 85988 - 85009 DAIM V. S. WIIUM, LÖGFRÆÐINGUR Söluskrá okkar verður í Dagblaðinu á laugardaginn. Einbýtishús - raðhús óskast á leigu á Seltjarnarnesi, í vesturbæ eða á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Vinsamlegast hringið í síma 12902. GENGIÐ GENGISSKRÁNING Nr. 54 — 18. marz 1981 Ferflamanna- gjaldeyrir Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarlkjadollar 6,450 6,468 7,115 1 Sterlingspund 14,845 14,686 16,155 1 Kanadadollar 5,459 5,475 6,023 1 Dönsk króna 0,9940 0,9967 1,0964 1 Norsk króna 1,2135 1,2169 1,3386 1 Sœnsk króna 1,4229 1,4269 1,5696 1 Finnskt mark 1,6061 1,6106 1,7717 1 Franskur franki 1,3248 1,3285 1,4614 1 Belg. franki 0,1907 0,1912 0,2103 1 Svissn. franki 3,4345 3,4441 3,7885 1 Hollenzk florína 2,8234 2,8313 3,1144 1 V.-þýzkt mark 3,1241 3,1328 3,4461 1 itölsk llra 0,00640 0,00642 0,00706- 1 Austurr. Sch. 0,4416 0,4429 0,4872 1 Portug. Escudo 0,1153 0,1156 0,1272 1 Spánskur pesetí 0,0789 0,0772 0,0849 1 Japansktyen 0,03121 0,03130 0,03443 1 irsktDund 11,420 11,452 12,597 SDR (sérstök dróttarróttindi) 8/1 8,0086 8,0308 * Breyting frá síflustu skráningu. Simsvari vegna gengisskráningar 22190.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.