Dagblaðið - 09.04.1981, Síða 3

Dagblaðið - 09.04.1981, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1981 3 Bláfjallaafleggjarinn: Vegurinn nær óökufær — mætti spara þúsundir með því að hækka veginn á verstu stöðunum Skíðamaður skrifar: Ég held að borgin ætti að spara Spurning dagsins Hvað borðaðir þú í hádeginu? Útvarpshúsið, Skúlagötu 4. Við viljum frjálst útvarp! Þeir eru ekki öfundsverðir sem hafa hug á því að fara á skíði upp i Bláfjöll þessa dagana. Bláfjallaafleggjarinn, sem aldrei hefur verið góður, er nú næstum óökufær fyrir fólksbíla. Djúpir skurðir og holur hafa myndazt i veginum vegna aurbleytu og leysinga. eitthvað af þeim tugum þúsunda sem ausið hefur verið í snjómokstur þarna með því að hækka veginn upp á verstu stöðunum. Það þyrfti ekki að hækka veginn upp nema á nokkr- um stöðum um 40—50 cm en með þvi myndu sparast þúsundir króna. Reiðhjóli stolið um hábjartan dag Hákon Hákonarson, Engihjalla 19 Kópavogi, hringdi: Ég gaf 11 ára dóttur minni reiðhjól i afmæiisgjöf þann 21. marz sl. Þetta var rautt, þriggja gíra hjól af Montana gerð. En nú gerðist það sl. sunnudag milli kl. 16.00 og 19.00 að hjólið var fjarlægt þar sem það stóð fyrir framan aðaldyr blokkarinnar, harð- læst. Það hlýtur að vera fulllangt gengið þegar farið er að stela harð- læstum hjólum fyrir framan dyrnar hjá manni um hábjartan dag. Skora ég því á foreldra og forráða- menn barna í Kópavogi að kanna það hvort börn þeirra hafi komizt yfir nýtt reiðhjól nýlega. Þeir sem ekki komast alla leið upp í Bláfjöll geta brugðið sér á sjóskíði eða fengið sér sundsprett. DB-mynd Sig. Þorri. Raddir lesenda Ægir skrifar: Nú er einokunin að gera í bux- umar. Er þá ekki kominn tími til að þurrka hana út? Hvar eru frjálshyggjumenn um út- varp og sjónvarp? Er þétta ekki rétta tækifærið til að knýja á um frjáls- hyggju? Hvernig væri að DB gerði skoðanakönnun um frjálst útvarp og sjónvarp. Það mætti segja mér að 70 til 80% þjóðarinnar væru fylgjandi frelsinu og ef útkoman verður sú getur Alþingi ekki gengið fram hjá slíku. Við viljum frjálst útvarp, ekki steindauðan rikisfjölmiðil sem enginn hlustar á. Raddir lesenda aPEH ósvnam GÆÐINGUR DBS TOURING er fyrsta reiðhjólið á markaðinum, sem sameinar alla helstu kosti kappreiðahjóla og öryggisútbunað sígildra reiðhjóla. Svo sem; - Skálahemla að framan og aftan - 10 gíra - breiðari hjól- barða en á venjulegum kappreiðahjólum - aurbretti úr ryðfríu stáli - bæði karla og kvenna reiðhjól fyrirliggjandi. DBS TOURING eru lang vinsælustu reiðhjólin á norðurlöndunum um þessar mundir. V FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 J Nanna Ingvarsdóttir nemi í MA: Ekk- ert, enda er ég að drepast úr hungri og ætla að fara að fá mér eitthvað. Halla Svavarsdóttir, lika nemi í MA: Ekkert frekar en Nanna en það verður vonandi ráðin bót á því fljótlega. Anton Bragason nemi: í hádeginu fékk ég mér bara ristað brauð. Það dugði skammt, þess vegna er ég að fá mér pylsu núna. Sigurður Sigurðsson trésmiður: Jógúrt og pönnukökur, það var afar gómsætt. fer mjög Halla Jónsdóttir skrifslofumaður: Soðna ýsu sem Margrét Guðjónsdóttir húsmóðir: Ég fékk mér bara ristað brauð, það var nú ekki annað.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.