Dagblaðið - 09.04.1981, Page 12

Dagblaðið - 09.04.1981, Page 12
12 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1981 JBIAm fifálst, úháð dagblað Útgefandi: Dagblaðið hf. FramkvBBmdastJóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson. AóstoAarritstjóri: Haukur Helgason. Fréttastjóri: Ómar Vakiimarsson. SkHfstofustjóri rftstjómar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Mennlng: Aðaistoinn IngóHsson. Aðstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Asgrimur PAlsson. HÖnnun: HHmar Karisson. Blaðamenn: Anna BJamason, Atll Rúnar Halldórsscn, Atli Steinarsson, Asgeir Tómasson, Bragi Sig* urðsson, Dóra Stefénsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gteli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hékonardóttir, Kristjén Mér Unnarsson, Sigurður Svsrrisson. Ljósmyndk: Bjamleifur Bjamleifsson, Einar ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Þorri Sigurðsson og Sveinn Þormóðsson. SkrHstofustjóri: ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þréinn ÞorleHsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. HaHdórs- son. Dreifingarstjóri: Valgerður H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Sfðumúla 12. Afgreiðsla, éskrHtadeild, auglýsingar og skrHstofur: Þverholti 11. Tvöfyríreitt Útgerðarmenn keppast nú hver um annan þveran um að sækja um leyfi til innflutnings fiskiskipa án þess að hafa upp á að bjóða nein gömul skip til að flytja út í staðinn. Hjá stjórnvöldum bíða afgreiðslu um 12 umsóknir af þessu tagi. Erlend fiskiskip eru með ódýrasta móti um þessar mundir vegna hnignunar fiskstofna og lokunar miða. Jafnframt virðast íslenzkir útgerðarmenn hafa trölla- trú á, að ríkið hlaupi um síðir undir bagga með von- lausri útgerð nýrra skipa. Þótt ýmislegt megi gott um Steingrím Hermannsson sjávarútvegsráðherra segja, þá hefur hann verið allt of linur gagnvart þrýstingi útgerðarmanna, sem vilja ná sér í aukna aflahlutdeild á kostnað allra hinna út- gerðarmanna landsins. Allir hafa sætzt á, að hinn of stóri fiskiskipafloti sé stærsta meinsemd sjávarútvegsins. Takmarkaður afli dreifist á alltof mörg skip, alltof marga menn og alltof mikla olíu. Útgerðin er ekki eins samkeppnishæf og vera skyldi. Auðvitað verður endurnýjun að eiga sér stað, svo að við sitjum ekki uppi með gömul og úrelt fiskiskip. En þá verður líka að taka gömlu skipin úr umferð, ekki bara sem svarar nýju skipunum, heldur töluvert um- fram það. Kjartan Jóhannsson, fyrrverandi sjávarútvegsráð- herra, hefur ásamt fleirum lagt fram á þingi frumvarp um, að nýjar viðbætur við flotann megi á ári hverju ekki fara fram úr fjórðungi af brottfalli skipa síðustu tvö ár á undan. í þessu frumvarpi felst skynsamlegt markmið. En það nær ekki árangri, nema lysthafendur nýrra skipa verði skyldaðir til að losa þjóðina við að minnsta kosti tvöfalt meiri brúttótonnafjölda i gömlum og úreltum fiskiskipum. Kjartan Jóhannsson náði þeim árangri í ráðherratíð sinni að minnka flotann um 2000 tonn árið 1979. Árið 1978 hafði hann aukizt um 5000 tonn og um 4000 tonn árið 1977. Síðan Steingrímur varð ráðherra hefur aftur sótt í gamla horfið. Búast má við, að fiskiskiptaflotinn aukist um 2000 tonn á þessu ári. Er þá hvorki meðtalinn neinn Þórs- hafnartogari né þær umsóknir, sem nú bíða afgreiðslu stjórnvalda. Steingrímur er greinilega ekki nógu harður af sér. Hann gamnar sér nú við að láta setja um næstu helgi nýjar reglur um fiskiskipakaup, er geri honum kleift að losna við afgreiðslu sumra hinna tólf umsókna, sem hrjá hann um þessar mundir. Hann vill komast undan í flæmingi. Steingrímur þarfnast ekki nýrra ja- og-humm reglna. Hann þarf grjótharðar reglur um, að hver sá, sem vill auka tonni við fiskiskipaflotann, sjái í alvöru um að losa sig eða aðra við tvö tonn í staðinn og án undan- bragða. Til þess að auðvelda útgerðarmönnum að standast svo strangar reglur er nauðsynlegt að stórauka styrki til niðurrifs úreltra skipa. Þannig má tryggja, að nauð- synleg endurnýjun og ynging flotans verði samfara minnkun hans. Saga Þórshafnartogarans sýnir í hnotkurn, hvernig ævintýramenn geta nær endalaust haft ráðamenn að fiflum, jafnvel eftir að fjölmiðlar hafa upplýst, hvernig í pottinn er búið.Þaðmál ætti að vera Steingrími víti til varnaðar. Honum ber að stefna markvisst að litlum flota tæknivæddra og sparneytinna skipa, hæfilega litlum til að ná þeim afla, sem okkur er óhætt að taka. Það markmið er svo fjarlægt, að hálfkák nær því ekki. Að hamra jámið þar til undan lætur „Á fjárlögum ár hvert skal veita' Jafnréttisráði framlag til að standa fyrir könnunum á launakjörum kvenna og karla.” Þannig hljóðar eitt ákvæðið í frv. því sem lagt hefur verið fram um breytingu á lögum um jafnrétti kvenna og karla sem nú liggur fyrir Alþingi. — Ekkert hefur verið minnst á þetta ákvæði í þeim umræðum sem orðið hafa vegna frumvqrpsins eða ákvæðis sem kallað hefur verið tima- bundin forréttindi kvenna til starfa. í raun er þó þetta ákvæði sem kveður á um könnun á launakjörum kvenna og karla þó enn mikilvægara. Nær það til mun fleiri og gæti haft veruleg áhrif á kjör fjölda kvenna á vinnu- markaðnum ef framkvæmt yrði. Þó ég hafi gert jafnréttismálum nokkur skil á sfðum Dagblaðsins undanfarið og sumum finnst e.t.v. nóg komið þá sé ég fulla ástæðu til að ræða nokkuð launamálin sérstaklega — og er þar varla um skör fram talað þegar litið er á stöðu þeirra mála. Tregðan endurspegl- ast í framkvæmd „Baráttan fyrir jöfnum launum kvenna og karla er ekki einvörðungu kjarabarátta af hálfu kvenna heldur engu að síður barátta fyrir fullkom- lega jöfnum mannréttindum. — Þegar endanlegur sigur hefur unnist í þessari baráttu er jafnréttisbarátt- unni lokið þvi að á öðrum sviðum mannréttinda hafa konur fyrir löngu öðlast sama rétt og karlar.” Þetta er tilvitnun í greinargerð með frumvarpi til laga frá árinu 1960 um launajöfnuð kvenna og karla. Á Álþingi 1893 er minnst á misrétt- ið í launamálum kvenna og karla en þá sagði einn þingmanna að hann teldi sig ekki kunna við það að sjá kvenmenn bera kolapoka uppá bryggjurnar I Reykjavík og fá ekki nema hálfa borgun á við karlmenn. — Og það er ekki lengra síðan en 70—80 ár að konur voru hálfdrætt- ingar á við karlmenn i launum. Baráttan varð löng og hörð og konurnar börðust við erfið skilyrði gegn kúgun og ofbeldi, en aldrei létu þær deigan síga, fimm aura — tiu aura hækkun á tímann frá ári til árs, en alltaf færðust þær nær markinu. Eftir 60 ára þrotlausa baráttu öðl- uðust konur svo loks jafnrétti til sömu launa fyrir sömu störf og fengu viðurkennt að þær væru sjálfstæðir einstaklingar sem ættu að bera sama úr býtum og karlmenn fyrir sömu vinnu. Ástæða er til að rifja þetta upp því baráttunni fyrir fullu jafnrétti milli r Niðurstaðan í viðræðum Umbóta- sinnaðra stúdenta og Félags vinstri manna um meirihlutasamstarf í stúd- entaráði sýnir svo ekki verður um villst, að kreddumarxistarnir hafa nú endanlega sölsað undir sig Félag vinstri manna. Hinir hógværari inn- an félagsins, þeir sem áhuga höfðu á að samstarf tækist, svo sem alþýðu- bandalagsmenn eða fráfarandi for- maður stúdentaráðs, Stefán Jóhann Stefánsson (sem róttæklingarnir kalla „framsóknarþverhaus”), lutu í lægra haldi. Hin uppivöðslusama róttæklingaklíka, sem er aðeins full- trúi örlítils hluta af kjósendum vinstri listans, sá um það að viðræð- urnar sigldu í strand. Róttæklmgarnir gerðu sér grein fyrir því, að andlitsins vegna gat Félag vinstri manna ekki hafnað boði Umbótasinna um viðræður. Full- trúar þeirra í viðræðunefndinni lýstu því hins vegar yfir, að ekki kæmi til greina að „þynna út” stefnu Félags vinstri manna. Viðræðurnar stóðu þvi ekki undir nafni sem samninga- viðræður. Róttæklingarnir höfðu uppi við Umbótasinna yfirlýsingar eins og þær, að úr þvi að Umbótasinnar hefðu óskað eftir viðræðum við Félag vinstri manna, yrði að líta svo á, að Umbótasinnar væru reiðubúnir að samþykkja stefnu Félags vinstri manna. Auk þess væri stefna Félags vinstri manna hugsuð til þess að sam- eina alla félagshyggjumenn, og þar á meðal okkur Umbótasinna, því nú voru þeir róttæklingarnir algerlega búnir að snúa við blaðinu frá því fyrir kosningar, þegar Umbótasinnar voru stimplaðir sem örgustu hægri menn. Sú stefna, sem Félag vinstri manna lagði fram í viðræðunum, var hins vegar róttæk harðlínustefna. Rót- tæklingarnir vildu t.d. fá inn í mál- efnasamninginn, að Stúdentablaðið yrði opið fyrir þeim skrifum, sem ekki fengju inni í Öörum blöðum. Þannig vildu þeir fá Umbótasinna til að fallast á að Stúdentablaðið yrði sett í flokk með Mánudagsblaðinu. Umbótasinnar buðu viðræður Á fundi Umbótasinnaðra stúdenta þ.'23. mars var samþykkt að óska eftir viðræðum við Félag vinstri manna. Umbótasinnar gerðu sér vonir um, að „vinstri” menn væru búnir að jafna sig eftir kosningaskellinn og að þeir væru reiðubúnir til raunhæfra við- ræðna. Félag vinstri manna tók boði Um- bótasinna um viðræður og kaus við- ræðunefnd, sem þó hafði ekki um- boð til samninga. Á fundum við- ræðunefndanna lögðu Umbótasinnar fram umræðupunkta i öllum helstu málaflokkum. Þar komu fram þau atriði úr kosningastefnuskrá Um- bótasinna, sem þeir lögðu mesta áherslu á, en jafnframt lýstu Um- bótasinnar því yfir, að þeir væru reiðubúnir til að slaka til í ýmsum til- teknum atriðum ef heildarsamkomu- lag yrði viðunandi. Viðræðunefnd Félags vinstri manna lagði hins vegar fram hráa stefnu Félags vinstri manna í nokkrum málaflokkum, þ.e.a.s. í málefnum Félagsstofnunar, lánamálum og málefnum Stúdenta- blaðsins. Þeir lögðu sem sé fyrir við- ræðunefnd Umbótasinna þá kosn- ingastefnuskrá, sem þeir trössuðu að leggja fyrir kjósendur í kosningun- um! Það var auðvitað deginum ljósara, að „vinstri" menn urðu að slaka til frá þessum „umræðupunktum” sínum, ef samkomulag átti að nást. Umbótasinnar knúðu því á um það, að viðræðunefnd Félags vinstri manna fengi umboð til samninga. Kreddumarxistarnir settu hnefann í borðið Á miklum átakafundi í Félagi vinstri manna 31. mars var viðræðu- nefnd þeirra veitt umboð til samn- inga. Þar sem ljóst var af stefnu- punktum þeim, sem Félag vinstri manna lagði fram, að meira bar á milli í málefnum Stúdentablaðsins en VARNARMÁL öllum hugsandi mönnum hlýtur að hrjósa hugur við því vitfirringslega ástandi, sem ríkir í heiminum, víg- búnaðinum og styrjaldarhættunni, andspænis fátækt, sjúkdómum og al- mennri friðarþrá mannkynsins. Til eru ríkisstjórnir, sem þjálfa menn til lyga og glæpa og senda þá um heim- inn til illra verka. Jafnvel kyndarar illdeilnabálsins, sem geisar um alla jörð, mennirnir í Moskvu, reyna að draga í land í bili. Mannhafið ýfist og svellur eins og í stormi, en það er ekki á þeirra valdi að hasta á vind og sjó. Þá mætti og lýsa heiminum sem konu í barnsnauð, hún engist og hljóðar og henni blæðir. Mönnum blöskrar hið brjálsemiskennda framferði, en enginn fær neitt að gert, sem hrífi. Valdsmenn vísa hver á annan, oft með talsverðum rétti. Hér á landi er hópur manna, sem lætur mikið í sér heyra í þessum málum, herstöðva- andstæðingar (HA). Tilefni þessara lína er grein í Dagbl. 24. 3. eftir Guð- mund Georgsson prófessor um her- stöðvamálið, einn anga hins almenna vanda. GG hefir það eftir Sigga flug, að öllum heiminum standi stuggur af næststærsta herveldi heims, Sovét- mönnum. Þetta er rétt. Það gerir saga þeirra, og framkoma nú. Þessi ótti getur ekki verið svo mjög ótti við helsprengjuna. Henni hafa þeir aldrei beitt. En þeir hafa farið illa með nágranna sína, rænt þá og kúgað. í þeim hernaði sínum hafa þeir beitt aðeins venjulegum vopnum, að lepp- um meðtalið. Það er þetta framferði þeirra, sem menn eru hræddir við, hin ómanneskjulega hegðun þeirra, já, fáránlega — þegar litið er til at- burða eins og innrásar þeirra i Afghanistan og viðskipta við Japani. Þeir ráða um sjötta hluta þurrlendis jarðar, en troða illsakir við Japani út af þremur smáeyjum, sem eru syðstar af 50 eyja klasa, sem teljast að öðru leyti til Sovétríkjanna. Af hverju gera þeir þetta? Ja, það er eitthvað svo „þægilegt” — svona hernaðarlega séð, að ráða líka þessum þremur, rétt við bæjardyr ná- grannans. Hvað honum finnst um þessar eignir sínar á víst að vera aukaatriði. Hann á engin kjamorku- vopn. En með því að troða illsakir við hann má kannski kenna honum „rétt” hugarfar. Eins og þér sáið.... Kerlingabækur, segja Rússar, sem eru menn lærðir í annars konar fræðum. Enginn vill kjarnorkustyrjöld En það er fyrst og fremst um að- ^stöðu Bandaríkjamanna hér, sem greinin fjallar. GG er á móti dvöl varnarliðsins hér. Herstöðin myndi draga til sín helsprengju, segir hann. Væri stöðin ekki til staðar, myndi sprengjunni ekki varpað hér. í hans upphugsaða tilfelli er þetta sennilega rétt. Hugsum okkur hið versta, martröð HA. Víst væri það hræðilegt ef helsprengju yrði varpað á stöðiná á Reykjanesi, það sjá allir, langtum hræðilegra en þegar Japanir eyði- lögðu kjarnann úr flota Bandaríkj- anna í Pearl Harbour. En spurningin hlyti að vera eins og þá: hvað um framhaldið? Flota Japana var sökkt. Þeir fengu á sig — nokkuð óvænt — tvær kjarnorkuspengjur, ósigur í styrjöldinni og hernám. Hvað fengju Sovétmenn? Rússar eru gáfaðir menn og fjölhæfir, þótt þeir búi við illt stjórnarfar. Myndu þeir gera sér grein fyrir framhaldinu? Já, ég er alveg viss um það. Þeir hafa mikla reynslu af hörmungum styrjalda. Þeir vilja alveg áreiðanlega ekki kjarnorkustyrjöld. Það vill hana eng- inn. Hið vonda í fari þeirra er það, að þeir rækta með sér hugarfar, sem eykur stórum illdeilur og hefir í för með sér styrjaldir, annars konar styrjaldir. Það er þeirra vegna, sem ísland þarf varnir. Veikleiki röksemdafærslu GG er sá, að hann sér engin átök, nema með helsprengjum. Þetta er allt of mikil einföldun. Hver sem styður á hnapp

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.