Dagblaðið - 27.04.1981, Page 9

Dagblaðið - 27.04.1981, Page 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1981. Erlent Erlent - - * Erlent Erlent Íj Hundalíf blaðamanna Margir blaðamenn þjást af þung- lyndi, óttatilfinningu og svefnleysi. 67 prósent blaðamanna þjást af magakveisum og 59 prósent þeirra kvarta undan höfuðverk. Aðeins 59 prósent kvenna i blaöa- mannastétt eru giftar á sama tima og 90 prósent annarra kvenna i samfélaginu eru giftar. Helmingur allra þeirra sem spurðir voru kváðust þeirrar skoðunar að blaöamennskan eyðilegði heimilislifið og frítimann. Þetta kemur fram i könn- un sem gerð var í Noregi fyrir skömmu. Helmut Schmidt til Saudi-Arabíu Helmut Schmidt kanslari Vestur- Þýzkalands flýgur i dag til Saudi-Ara- biu til viðræðna um efnahagsmál en Vestur-Þjóðverjar fá stærstan hluta oliu sinnar frá Saudi-Arabíu. Þó i orði kveðnu séu efnahagsmál aðalumræðu- efni Schmidts og ráöamanna i Saudi- Arabíu þá beinist áhugi fréttamanna þó einkum að hugsanlegri vopnasölu Þjóðverja til Saudi-Arabiu sem sætt hefur mikilli gagnrýni. Karl datt af baki Karl prins af Wales, sem nú er f op- inberri heimsókn í Ástraliu, datt af hestbaki er hann tók þátt í pólóleik þar. Er þetta í þriðja skipti sem Karl dettur af hestbaki á skömmum tíma. Ekki er talið að prinsinn hafi meiðzt neitt við þetta óhapp og hélt hann leiknum ótrauður áfram og skoraði tvö af þremur mörkum liðs sins, sem dugði skammt þar sem andstæðingarnir unnu með 7-3. Líbanon: ísraelskar vélar skotnar niður? ísraelski herinn hefur neitað sýrlenzkum fréttum um að tvær af flugvélum fsraelska hersins hafi verið skotnar niður af sýrlenzkum þotum i bardaga yfir Suður-Líbanon. Samstarf Lúterska heims- sambandsins ogkirkjunnarí Eþíópfu Lúterska heimssambandið vinnur nú að fjölda mála i samvinnu við kirkjuna í Eþiópíu. Má þar nefna skólamál, ráöningu erlendra aðila til starfa innan kirkjunnar, skort á húsnæði til kirkju- legra starfa og andlegar þarfir þeirra sem tekið hafa kristni. Gott dæmi um þessa samvinnu eru byggingar kirkna í sveitum og þorpum. Nú þegar er búið að reisa 70 litlar kirkj- ur í sveitum landsins. Eþíópíska kirkj- an vinnur sjálf að útbreiðslu kristninn- ar á ýmsum sviðum. Hún er ekki lengur skoöuð sem „kristniboðsakur” heldur sem sjálfstæð kirkja. Annað sameiginlegt verkefni Lúterska heimssambandsins og eþiópisku kirkjunnar er borun eftir vatni i sveitum, bygging þvottastöðva og brynningarstaða fyrir húsdýr. Verið er að byggja brýr og leggja vegi til afskekktra staða til þess að auðvelda þjónustu við ibúa þar. Kirkjan sér einnig um að kosta skóla- göngu barna frá fátækum fjölskyldum. Breytingar í aðsigi í Af ganistan? KARMAL VOl HREINSA BURT „ÓÆSKILEG ÖFL" — kveðst vilja hef ja viðræður við Pakistan og íran um f ramtíð Afganistan Barbrak Karmal, forseti lepp- stjórnar Sovétrikjanna í Afganistan, sagði í gær að stjóm landsins þyrfti að fá nýjan forsætisráðherra og hreinsa þyrfti stjórnina af „óæskileg- um öflum”. Hann sagði þetta er hann ávarpaði byltingarráðið I Kabúl er þriggja ára afmælis saur (apríl) byltingarinnar var minnzt en sú bylting kom marx- istum til valda i Afganistan. Hann sagði að gera yrði breytingar á stjórn- inni og skipa yrði nýjan forsætisráð- herra. Hann nefndi ekki hver ætti að hans mati að taka við þvi embætti. 1 ræöu sinni itrekaði Karmal tilboð sitt um viðræður við nágranna lands- ins, þ.e. Pakistan og fran, i þeim til- gangi að finna lausn á vandamálum Afganistan. Hann hvatti einnig afganska flótta- menn til að snúa heim og kvaðst reiðubúinn að gefa þeim upp sakir fyrirfram. Kabúl útvarpið skýrði frá því að heillaóskaskeyti hefðu borizt frá leið- togum Sovétríkjanna, Kurt Wald- heim framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og forseta Indlands, Sanj- iva Reddy, i tilefni byltingarafmælis- Páfinn minntist forvera síns í starf i Jóhannes Páll páfi minntist þess I gær að þá voru hundrað ár liðin frá fæðingu Jóhannesar 23. páfa með þvi að minna á baráttu þessa forvera sins á páfastóli gegn fóstureyðingum. „Við skulum lesa að nýju boðskap Jóhannesar páfa,” sagði hann. ,,Er þaö rétt að viö eyðum saklausu mennsku lífl sem Kristur lagði líf sitt í sölurnar fyrir?” spurði páfi í minn- ignarguðsþjónustunni. Hinn pólski páfi, Jóhannes Páll annar, heimsótti húsið sem Jóhannes 23. fæddist i og hitti þar að máli eftir- lifandi bróður hans, Guiseppe Ron- calli, sem nú er 87 áragamall. Jóhannes Páll páfi annar heldur fast við andstöðu kaþólsku kirkjunnar gegn fóstureyðingum og notaði i gær tækifæri til að itreka þá afstöðu sina. Bflamarkaöurinn Gnttísebtu 12-18-Sfmi25252 Opel Ascona 1600 S Coupé 1976, gul- ur, sjálfskiptur, útvarp + segulband, sóllúga. Mjög fallegur bfll. Verð kr. 50 þús. sx*r?.~ —.v-.„-. '■ * —-ntámrfrír —OTy, aáfir * íf.H Datsun Cherry ’81, gulllitaður, er sem nýr. Ekinn aðeins 4 þús. km. Verð kr. 82 þús. Lancer 1400 GL árg. 1980, blár, ekinn aðeins 7 þ.km. Er sem nýr. Verð 76 þús. Willys CJ-5 1977, blár og hvftur, ekinn 37 þ.km. Verð kr. 85 þús. (skipti á fólksbfl). Peugeot 504 station 1978, grænn, ekinn 61 þ.km., útvarp, snjód. + sum- ard. (á felgum). Verð kr. 85 þús. !á: Mazda 121 Coupé 1976, grænn (Wánkel vél). Ekinn 30 þ.km, aflstýri, 5 gíra, aflbremsur, rafmrúður, sport- felgur. Verð kr. 70 þús. (Skipti mögu- leg á Saab 99). Austin Allegro Station 1979, gulur, ekinn 39 þ.km. Kassettuútvarp, snyrti- legur bfll. Verð kr. 47 þús. Galant 1600 GL 1979. Rauður, ekinn 45 þ.km. Verð kr. 73 þús. Góð lán. ''''"WG8BKK8 ■ ■ Honda Accord 1978, brúnsanseraður, 3ja dyra. Ekinn 26 þús. km. Verð 80 þús. Galant 1600 GL Station 1980, blá- sanseraður. Verð kr. 95 þús. ^ ' ’ Daihatsu Charade Runabout 1980. Silfurgrár, ekinn 9 þ.km (sem nýr). Verð kr. 68 þús. Plymouth Voulare Station 1978, gulur (viðarklæðning). Ekinn 35 þ.km. 6 cyl. sjálfsk. m/öllu. Snjód. + sumar- dekk. Toppbfll. Verð kr. 98 þús. Cherokee 1979, brúnsanseraður, 4ra dyra, 6 cyl. sjálfsk. m/öllu, ekinn að- eins 30 þ.km. Verð kr. 150 þús. (Skipti möguleg). Mazda 323 1980. Sjálfskiptur, ekinn 8 þ.km. Snjód.+ sumard. Verð kr. 73 þús. Fjórhjóladrifsbill, Subaru 1600 1978. Rauður, ekinn 39 þ.km. Verð kr. 58 þús. Dodge Aspen (special edition) 1976, rauður m/vinyltopp, 2ja dyra. Ekinn aðeins 26 þ.km., 8 cyl. (318) m/öllu. Stólar, Brougham innrétting, króm- felgur, rafmagnsrúður. Ný ryðvarinn með feiti. Bill f algjörum sérflokki. Verðkr.72 þús. Daihatsu Charmant Station 1979. Silf- urgrár, ekinn aðeins 8 þ.km, útvarp, snjód. + sumard., sem nýr biil. Verð kr. 65 bús. Skipti á ódýrari bil. Mazda 323 1981, brúnsanseraður, 3ja dyra. Ekinn 2000 km. Nýr bill. Verð kr. 87 þús. Mazda 626 2000 Coupé 1979, drapp- litur, sjálfskiptur, fallegur bfll. Verð kr. 82 þús. Datsun Pickup árg. ’1979, ekinn 12 þ.km. Verð kr. 60 þús. Mazda 929 L 1979. Maron-rauður, ekinn 20 þ.km, snjód. + sumardekk, endurryðvarinn. Verð kr. 89 þús.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.