Dagblaðið - 27.04.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. APRlL 1981.
I
S
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
Konungur dýranna
sýnir tennurnar
Ekki cr þaó nú bcint árcnnilcat ijóhit) á myndinni />ar scm /rnó grettir sig illilcga
og sýnir bcittar vigtennurnar. En stúlkan jtarf ckki aó ha/á áhyggjur. Itán ttg
Jasper, cn svo hcitir Ijóttió, cru bcztu vinir. Ilán hjákraói honum nvicga cr hunn
var vcikur ttg rcyndar ót hán hann upp alvcg frá þvi hann var lítill Ijónsungi.
Stálkan heitir Kim Simmons ttg cr 22 áru dóttir givzlumánns í dýraguróinum i
Cambridgc á Englundi.
Rock Hudson hefur misst trúna á sjálfan sig:
Sœkir huggun í áfengið
Rock Hudson er enn stórt nafn i
kvikmyndaheiminum. En það er ekki
alltaf auðvelt að halda sér á toppnum
og það hefur Hudson fengið að reyna.
Þau hlutverk sem hann hefur fengið
síðustu árin hafa orðið veigaminni með
hverju ári.
Sagt er að hinn 55 ára gamli leikari
eyði miklum tíma í eigin sýningaher-
bergi og horfi þar á sínar gömlu kvik-
myndir með glas í hendi. Hann er
sagður hafa misst allt álit á sjálfum sér.
Lítur hann á kvikmyndir sínar sem
hreinasta rusl og feril sinn misheppn-
aðan. Og huggun hefur hann sótt í
áfengið.
„Það er ótrúlegt að eftir 60 kvik-
myndir skuli ein af stærstu stjörnum
Hollywood vera í þann veginn að hafa
algjör umskipti á lífi sínu. Það er leitt
vegna þess að hann er enn frambær/
legur leikari,” segir kunningi Hudsons
sem hefur verulegar áhyggjur af stifri
drykkju leikarans.
Áfengisdrykkja Roek Hudson er sögó
stíf um þessar mundir.
Meó Doris Day í kvikmyndinni Send Me No Flowers frá 1964.
Þingmenn
skulu
slökkva
Ijósin
Hinir 635 fulltrúar í neðri málstofu
brezka þingsins hafa fengið bréf þar
sem þeir eru beðnir um að slökkva öll.
ljós áður en þeir yfirgefa skrifstofur
sínar. Bréfið minnir þingmennina á
að það eru fjármunir skattborgar-
anna sem „brenna upp” ef ljósin eru
látin loga.
Rafmagnsreikningur vegna neðri
málstofunnar er í ár talinn munu
hljóða upp á 300 þúsund pund sem
eru um 4,3 milljónir íslenzkra króna.
Liberace elskar
hundana sína
— segist vera löngu hœttur að kippa sér upp
við rœtnar athugasemdir
«C
Liberace með einn af hundunum
sinum: „Ég kalla þá börnin min. Þeir
eru dásamlegir og ég elska þá.”
skýringar á opinberum vettvangi um
það hvers vegna hann hefði aldrei
kvænzt.
,,1 dag lifum viö á slíkum
frjálsræðistimum að ég held að fólk
hafi ekki lengur áhyggjur af því sem
einhver annar gerir bak við lokaðar
dyr,” sagði Liberace nýlega í viðtali við
bandaríska sjónvarpsstöð.
„Þetta hneykslar ekki lengur.
Á fimmta áratugnum var öll hegðun
í þessa átt ákaflega varasöm og kallaði
fram viðbrögö. En í dag eru breyttir
tímar.
Ég elska börn. Ég harma aö ég skuli
ekki hafa eignazt nein börn,” segir
Liberace en í stað þeirra hefur hann
safnað að sér fjöida hunda sem hann
hugsar um sem væru þeir hans eigin
afkvæmi.
„Hundarnir eru alveg eins og börn,
er það ekki?”spyr hann. „Égkallaþá
börnin mín. Þeir eru dásamlegir og ég
elskaþá.”
Hinn glysgjarni píanóleikari
Liberace segist ekki iengur kippa sér
upp viö rætnar athugasemdir um pipar-
sveinslif sitt. Eitt sinn höföaði hann
mál gegn manni einum sem setti fram
VINIUUEFTIRLIT RÍKISINS
Siðumúla 13,105 Reykjavik. Simi 82970
Auglýsing um gildistöku nýrra lagaákvæða
um hvíldartíma og f rídaga:
Samkvæmt 52. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. scnt gildi
tóku hinn 1. janúar sl., skal haga vinnutíma þannig að á hverjunt sólarhring. reiknað l'rá byrjun
vinnudags, fái starfsmenn a.m.k. 10 klukkustunda samfellda hvíld.
Samfelldan hvíldartima má stytta í 8 klukkustOndir þegar uni er að ræða: Vaktavinnu. störl' að land
búnaði, björgun verðmæta, svo sent sjávarafla, frá skenimdunt.
Samkvæmt 55. gr. fyrrgreindra laga skulu starfsmenn á hverju sjö daga timabili fá a.nt.k. einn viku
legan frídag sem tengist beint samfelldum daglegum hvildartima sbr. 52. gr. Aösvo ntiklu leyli sem
því verður við komið skal vikulegur frídagur vera á sunnudegi og skulu allir þeir sent starl'a i fyrir
tækinu fá frí á þessum degi. Ef nauðsyn krefur ntá fresta vikulcgum frídegi og gel'a |x’ss í stað fri
siðar:
a| Þeim sem starfa í heilbrigðis- og vistarstofnunum eöa viö önnur hjúkrunar- og liknarstörl.
b) Þeim sem vinna við vörslu dýra og gróðurs,
c) þeim sent annast framleiðslu og þjónustustörf þar sern sérstakar aðstæður gera slik frávik nauð
synleg,
d) Þeini sem annast þau störf sem nauðsynleg eru vegna öryggismála og varðveislu verðmæta.
Frávik ntá gera frá ofangreindunt ákvæðum um hvildartíma og fridaga |xgar truflun verður á starf
semi vegna ytri aöstæðna eða ófyrirséðra atburða að þvi marki scnt nauðsynlegt er til þess að koma í
veg fyrir verulegt tjón þar til regluleg starfsemi kemst á að nýju.
Vinnueftirlit ríkisins getur ennfremur veitl undanþágur frá ákvæðunt þessunt þegar starfið er |x’ss
eðlis aðekki er unnt aðstöðva starfsemina eða gera á henni hlé, ellegar sérstakir atvinnuhættir gcra
frávik nauðsynleg. Slík frávik má þó gera í undantekningartilvikum án þess að slíkt leyli hal'i verið
fengið ef ekki hefur verið unnt að afla þess i tæka tið. Atvinnurekandi skal tilkynna slík frávik til
Vinnueftirlits ríkisins tafarlaust. Þegar sérstakar ástæður eru fyrir hcndi getur Vinnueftirlil rikisms
ákveðið timabundnar undanþágur frá ákvæðum um vikulega frídaga.
Ofangreind lagaákvæði gilda ekki um sjómenn og áhafnir flugvéla.
Framkvæmd frávika þeirra sem að ofan greinir skal vera í samræmi við samkomulag aöila yinnu
markaðarins samkvæmt 52., 53., 54., 55. og 56. gr. laga nr. 46/1980.
Reykjavík 15. apríl 1981.
Geymið auglýsinguna og festið upp á vinnustöðum.
Léku fótbolta í 120 tíma
Fyrir nokkrum árum gekk yfir
ísland sannkallað maraþonæði. Hver
íþróttahópurinn á fætur öðrum
reyndi þá að setja met í þvi að leika
iþróti sína sem lengst en þessar
mettilraunir hættu snarlega er æðstu
menn íþróttamála lýstu vanþóknun
sinni á þeim og töldu þær ekki
samræmast anda íþróttahreyfingar-
innar.
En í Vestur-Þýzkalandi telja menn
allt í lagi að setja maraþonmet í fót-
bolta. Nýlega slógu 36 þarlendir
menntaskólanemar metið er þeir léku
i samtals 120 klukkustundir. Gamla
metið var 76 klukkustundir. 1 knatt-
spymuleiknum sem var samfelldur,
voru skoruð hvorki fleiri né færri en
4492 mörk.