Dagblaðið - 27.04.1981, Side 18
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1981.
Ipswich á enn möguleika eftir sigur á Man. City. Gífurleg spenna í sambandi við þriðja fallsætið í 1. deild
Leikmenn Aston VUIa hlupu sigur-
hríng á Villa Park á laugardag eftir að
þeir höfflu unnið auðveldan slgur i
Middlesbrough. Fögnuður 38 þúsund
áhorfenda var gifurlegur — maðui
hefur sjaldan heyrt önnur eins hróp I
BBC — og þó eru leikmenn Viila ekkl
orflnir enskir meistarar. Sigurhríngur-
inn frekar hlaupinn til að þakka hinum
tryggu áhorfendum mlkinn stuðning á
Villa Park á leiktfmabUinu en ibúai
Birmingham, þessarar annarrar stærstu
borgar Englands, fögnuflu þelm sem
meisturum og velfuflu spjöldum, sem á
var letrafl Vifl erum meistarar. Mögu-
leikamlr eru vissulega miklir — eltt stig
gegn Arsenal á Highbury i Lundúnum
á laugardag nægir. En Arsenal-lifllfl er i
stuði. Hefur sigrað f sex af sfflustu sjö
leikjum sinum og Ipswich, eftir sigur á
Man. City á Portman Road á laugar-
dag, getur náfl sextiu stigum eins og
Villa hefur nú. Á eftlr tvo lelki. Vifl
Middlesbrough á útivelll nk.
laugardag, slðan Southampton heima.
Þafl er þvf alls ekki hægt að afskrífa
möguleika Ipswich, þó smáir séu.
Vetur konungur tók völdin á ný á
Bretlandi á laugardag og mörgum leikj-
um varð að fresta vegna snjókomu.
Viðast var leikið þó erfitt væri, mikill
kuldi.
En leikmenn Aston Villa létu það
ekki á sig fá. Léku Middlesbrough
sundur og saman frá fyrstu minútu tii
hinnar síðustu á Villa Park. Árangur-
inn var þó ekki nema þrjú mörk en að
auki small knötturinn fjórum sinnum í
tréverki Middlesbro-marksins. Þá átti
Jim Platt stórleik i marki Boro. Varði
hvað eftir annað af hreinni snilld. Leik-
menn Viila gátu þó varla farið sigur-
vissir i leikinn gegn Boro. Aðeins
skorað eitt mark og hlotið eitt stig í sjö
síðustu leikjunum við Middlesbrough.
En þegar á þurfti að halda á laugardag
var aðeins eitt lið á veliinum.
Strax á fyrstu min. fór Aian Evans,
sem nú lék með á ný eftir leikbanniö, í
sóknina og sendi knöttinn i þverslá
marks Middlesbrough. Síöan var leik-
urinn að mestu í og við vítateig en Villa
skoraði ekki fyrsta markið fyrr en á 23.
mín. Villa fékk þá aukaspyrnu, sem
Colin Gibson tók. Gaf á Peter Withe,
sem sendi til Gary Shaw og leikmaður-
inn ungi skoraði sitt 21. mark á leik-
tímabilinu. Gibson, sem hélt stöðu
sinni i Villa-liðinu þó Evans léki með,
átti einnig þátt í öðru markinu, sem
Peter Withe skoraði á 52. min. Skaliaði
alveg óvaldaður í mark. Þriðja markið
skoraði Evans á 82. mín. og það var
áttunda mark þessa sterka, skozka
varnarmanns. Hann var áður miðherji.
Lokamínúturnar var knötturinn nær
stanzlaust í vítateig Boro. Swain átti
stangarskot — Withe hitti þverslána en
oftar fór knötturinn ekki i markið.
Lika einstefna f Ipswich
Ipswich, án Thijssen, Mariner og
Gates, sótti einnig nær stanzlaust gegn
Man. City á Portman Road. City án
MacDonald, Hutchison, Caton og
Gow, átti aldrei möguleika. Stórleikur
Joe Corrigan í marki City kom í veg
fyrir stórtap Manchester-liðsins auk
þess, sem lánið lék ekki við leikmenn
Ipswich. John Wark og Alan Brazil
áttu báðir skot í þverslá og misnotuðu
einnig góð tækifæri. Eina mark leiksins
var skorað á 51. mín. Wark sendi
knöttinn fyrir markið og miðvörðurinn
hávaxni, Terry Butcher, skallaði knött-
inn í City-markið, algjörlega óverjandi
fyrir Corrigan. Þessir tveir eru hæstu
leikmennirnir i ensku knattspyrnunni,
um 1,94 m á hæð. Veruleg þreyta kom
fram i leik Ipswich sfðustu 20 min. þó
það kæmi ekki að sök.
En litum þá á úrslitin á laugardag.
1. delld
A. Villa — Middlesbro 3—0
Coventry — Southampton 1 —0
C. Palace — Nottm. For. 1 —3
Everton — Stoke 0—1
Ipswich — Man. City 1—0
Leeds — WBA frestað
Peter Shilton bjargar fyrir Nottingham Forest í leiknum við Aston Villa fyrra laugardag — Peter Withe og Gary Shaw
hættulega nærri. Þeir skoruóu báðir gegn Middlesbrough á laugardag og um það er rætt á Englandi nú, að Shilton sé á
leiðinni til Manchester Unitcd.
Leicester — Birmingham 1—0
Man. Utd. — Norwich 1—0
Sunderland — Brighton 1—2
Tottenham — Liverpool 1—1
Wolves — Arsenal 1—2
Blackbum — Nescastle 3—0
Bristol City — Shrewsbury 1—1
Grimsby — Cardiff 0—1
Luton — Oldham 1—2
Notts Co — Watford 1—2
QPR — Cambridge 5-0
Swansea — Chelsea 3—0
Wrexham — Bristol Rov. 3—1
Leikjum Derby—Preston, Sheff.
Wed.—West Ham var frestað vegna
snjókomu.
3. delld
Blackpool — Barnsley 1—0
Brentford — Rotherham 2—1
Carlisle — Charlton 1—2
Chesterfield — Exeter frestað
Fulham — Reading 1—2
GiIIingham — Chester 2—1
Hull — Sheff. Utd. 1—1
Newport — Colchester 1—0
Plymouth — Bumley 2—1
Portsmouth — Huddersfield 1—2
Walsall — Swindon 2—1
Með sigrinum i Carlisle við landa- mæri Skotlands tryggði Lundúnaliðið Charlton sér sæti í 2. deild á ný. Liðið er undir stjóm Úlfa-leikmannsins fræga hér á ámm áður, Mike Bailey. Rother- ham er efst með 59 stig. Charlton hefur 57 stig, Barnsley 55 stig og þarf tvö stig til viðbótar til að komast í 2. deild. Á tvo leiki eftir. Huddersfield hefur 54
stig og á aðeins einn leik eftir.
4. deild
Aldershot — Vork 1—1
Bournemouth — Lincoln 0-1
Bury — Stockport 0—1
Darlington — Crewe 2—1
Peterbro — Hartlepool 1—1
Torquay — Southend 0—3
Tranmere — Scunthorpe 1—2
Wigan — Wimbledon 1—0
Leikjum Mansfield—Doncaster,
Rochdale—Northampton var frestað.
Southend hefur 66 stig, Lincoln 62 og nær öruggt er, að Doncaster og Wimbledon fylgja þeim upp i þriðju
deild.
Gffurleg fallbarátta
Fallbaráttan i sambandi við þriðja neðsta sætið í 1. deild er gífurleg. C. Palace fallið og Leicester féll á laugar-
dag þrátt fyrir sigur á Birmingham þar
sem fallliðið hafði mikla yfirburði.
Aðeins eitt mark þó, sem bakvörðurinn
Tom Williams skoraöi. Úlfarnir eru nú
i þriðja neðsta sætinu með 32 stig en
þeir eiga þrjá leiki eftir, svo möguleikar
þeirra að bjarga sér eru miklir. Ekki þó
með sama áframhaldi og i síðustu leikj-
um, þar sem Úlfarnir hafa tapað og
tapað. Á laugardag á heimavelli fyrir
Arsenal. Þar vann Lundúnaliðið sinn
sjötta sigur i sjö siðustu leikjunum.
UEFA-sætið að verða öruggt. John
Richards skoraði fyrsta mark leiksins
fyrir Úlfana en síðan varð miðvörður-
inn stóri, George Berry, fyrir þvi að
senda knöttinn i eigið mark. Jafnt 1—1
i hálfleik en Frank Stapleton skoraði
sigurmark Arsenal í siðari hálfleik.
Sunderland, Brighton og Norwich
hafa 33 stig og þar virðist staða Sunder-
land erfiðust. öll eiga iiðin eftir einn
leik. Sunderland útileik við Liverpool,
Brighton Leeds heima og Norwich á
Leicester eftir á heimavelli. Norwich
átti enga möguleika gegn Man. Utd.
sem vann sinn sjöunda sigur í röð.
Aðeins eitt mark þó skorað í leiknum.
Joe Jordan skoraði sigurmarkið á 57.
mín. Bjargað var frá Lou Macari á
marklínu Norwich og Chris Wood,
markvörður, lánsmaður frá QPR,
bjargaði hvað eftir annað af snilld.
Einkum þó tvívegis frá Gary Birtles,
sem lauk því keppnistimabilinu án þess
að skora mark á Old Trafford.
Sigur Brighton í Sunderland var
ákaflega þýðingarmikill fyrir lið Allan
Mullery, enska landsliösmannsins hér á
árum áður. Ósanngjarn þó í mesta
máta, því Sunderland var lengstum
miklu betra liðið. Mike Robinson náði
forustu fyrir Brighton á 35. min. mjög
gegn gangi leiksins. Hans 22. mark á
leiktímabilinu. í siöari hálfleik jafnaði
Alan Brown fyrir Sunderland og
þannig var staðan, þegar 90 mín. voru
liðnar. En dómarinn hélt leiknum
aðeins áfram og það nægði Brighton,
þvi i meiðslatímanum splundraði
Gordon Smith vöm Sunderland og
Gary Williams, bakvörður, skoraði
markið þýðingarmikla fyrir „Máv-
ana”.
Everton hefur 34 stig og er enn i fall-
hættu. Hefur aðeins unnið einn leik af
siðustu 12. Áhorfendur innan við 15
þúsund gegn Stoke á laugardag og enn
eitt tapið. Adrian Heath skoraði eina
mark leiksins fyrir Stoke. Þá er
Coventry ekki alveg sloppið þrátt fyrir
tvo góða sigra að undanförnu. Á
laugardag gegn Dýrlingunum frá
Southampton.Coventry var þar miklu
betra liðið og Gary Thompson skoraði
eina mark leiksins á 53. mín. Þar með
fauk UEFA-sætið á brott hjá Kevin
Keegan og félögum hans. Hins vegar er
óliklegt að Coventry fái fleiri stig. Á
eftir að leika við Forest i Nottingham
og Forest stefnir á UEFA-sæti. Marka-
talan hjá Coventry mjög slæm þannig,
að liðið getur fallið ef Norwich, með
góðum sigri á Leicester, Brighton,
Sunderland sigra á siöasta laugardegi
deildakeppninnar, auk þess, sem
Úlfarnir taka sig á og Everton hlýtur
eitt stig. Möguleikarnir eru því margir í
sambandi við þriðja fallsætið í 1. deild.
Svertinginn skoraði
Tottenham og Liverpool gerðu jafn-
tefli í skitaveðri í Lundúnum. Howard
Gayle, fyrsti svertinginn, sem leikur
með Liverpool — fæddur þar í borg —
náði forustu fyrir lið sitt en Glen
Hoddle jafnaði fyrir Tottenham með
miklum þrumufleyg. Bang — gull af
marki. Kenny Dalglish lék ekki með
Liverpool og verður ekki með skozka
landsliðinu gegn ísrael á Hampden á
miðvikudag. Heldur ekki Andy Gray,
Úlfunum, en stjóri Úlfanna, John
Barnweil, neitaði honum um leyfi í
HM-leikinn vegna hinnar slæmu stöðu
Úlfanna i 1. deild. Gray tók því illa,
skiljanlega.
Nottingham Forset hefur nú góða
möguleika á UEFA-sæti eftir sigurinn á
Palace á laugardag. Stewart Gray og
Ian Wallace skoruðu fyrir Forest i fyrri
hálfleik, Norðmaðurinn Einar Aas,
sem staðið hefur sig vel í Forest-liðinu,
þriðja markið. Neil Smillie skoraði
mark Palace. Peter Shilton leikur sinn
siðasta leik með Forest nk. laugardag
gegn Coventry. Mikið er nú skrifað i
ensk blöð að ef Shilton kemst ekki til
liðs á meginlandinu fari hann til Man.
Utd. i skiptum fyrir Gary Birtles.
Mikil spenna er enn á toppi 2.
deildar. West Ham auðvitað löngu
búið að tryggja sér sæti f 1. deild og
Notts County hefur enn góða mögu-
leika þrátt fyrir tap á heimavelli á
laugardag fyrir liði Elton John, Wát-
ford. Blackbum og Swansea keppa um
þriðja sætið og gæty reyndar bæði
komizt upp ef Notts County gefur eftir.
Blackburn á þó aðeins einn útileik eftir.
Gegn neðsta liðinu, Bristol Rovers.
Notts County og Swansea eiga tvo leiki
eftir — Swansea m.a. erfiðan útileik i
Preston. Ef að líkum lætur ráðast úrslit
ekki fyrr en síðasta dag keppninnar.
Staðan er nú þannig:
1. deild
A. Villa 41 26 8 7 72—38 60
Ipswich 40 23 10 7 74—38 56
Arsenal 41 18 15 8 59—45 51
Nottm. For. 41 19 11 11 61—43 49
WBA 40 19 11 10 56—40 49
Southampton 41 19 10 12 73—54 48
Man. Utd. 42 15 18 9 51—36 48
Liverpool 39 15 17 7 59—40 47
Tottenham 40 14 15 11 68—63 43
Leeds 40 17 9 14 39—45 43
Stoke 41 11 18 12 48—58 40
Man. City 40 14 10 16 55—57 38
Birmingham 41 13 11 17 49—60 37
Middlesbro 40 15 5 20 50—58 35
Coventry 41 13 9 19 47—67 35
Everton 40 13 8 19 54—57 34
Sunderland 41 13 7 21 51—53 33
Brighton 41 13 7 21 52—67 33
Norwich 41 13 7 21 47—70 33
Wolves 39 12 8 19 40—52 32
Leicester 41 12 6 23 37—65 30
C. Palace 41 6 6 29 46—82 18
2. deild
West Ham 39 26 9 4 77—29 61
Notts Co. 40 16 17 7 45—38 49
Blackburn 41 15 18 8 41—29 48
Swansea 40 17 13 10 59—41 47
Luton 40 17 11 12 56—44 45
Derby 40 15 14 11 56—50 44
Grimsby 40 14 15 11 41—36 43
QPR 41 15 12 14 53-43 42
Sheff. Wed. 39 17 8 14 51—46 42
Chelsea 41 14 12 15 46—39 40
Newcastle 41 13 14 14 27—44 40
Watford 39 13 13 13 47—44 39
Shrewsbury 41 11 16 14 43—44 38
Wrexham 40 12 14 14 43—44 38
Cambridge 40 16 6 18 48—62 38
Bolton 40 14 9 17 59—61 37
Orient 39 13 11 15 49—51 37
Oidham 41 11 15 15 37—48 37
Cardiff 40 12 10 18 44—60 34
Preston 40 10 14 16 38—58 34
Bristol City 41 7 16 18 29—49 30
Bristol Rov. 41 5 13 23 34—64 23
-hsim.
Sovétríkin
heims-
meistarar
— Sigruðu Svía 13-1
í íshokkí á laugardag
Sovétrikin unnu stórsigur á Svíþjóð,
13—1, (0—0, 6—0 og 7—1) í heims-
meistarakeppninni í ishokkí i Gauta-
borg á laugardag. Mefl sigrinum
tryggðu sovézku leikmennirnir sér
heimsmeistaratitilinn. Rúmlega 11 þús-
und áhorfendur i skautahöllinni f
Gautaborg voru sem lamaðir eftir þvi
sem á leikinn leið. Svfamir algjörlega
yfirspilaðir. Staflan f rifllinum:
Sovétrikin 5 4 1 0 37—11 9
Sviþjóð 5 2 1 2 12—23 5
Tékkóslóvakia 5 2 12 19—21 5
Kanada 5 0 1 4 13—26 1
I B-riðlinum var lokastaðan þannig:
Bandaríkin 6 4 1 1 35—28 9
Finnland 6 3 2 1 33—21 8
V-Þýzkaland 6 3 1 2 40—30 7
Holland 6 0 0 6 22—51 0
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Leikmönnum Aston Villa fagnað sem meisturum á Villa Park á laugardag:
Þurfa þó eitt stig til við-
bótar í meistaratitilinn!