Dagblaðið - 27.04.1981, Side 19

Dagblaðið - 27.04.1981, Side 19
'..f'v Ómar Torfason lætur hér þrumufleyg riða af rétt utan vítateigs. Þetta skot rataði þó ekki i netið. DB-mynd S. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1981. Iþróttir Iþróttir Aðeins einum tókst að skora í bráðabananum! — Þorsteinn Sigurðsson tryggði Val sigur yf ir Víkingi með eina marki bráðabanans Valsmenn unnu Víking i Reykja- vfkurmótinu i knattspyrnu 6 laugardag með 2 mörkum gegn 1 eftir bráðabana. Óhætt er að segja að nokkur heppnis- stimpill hafi verið á sigri Valsmanna þvi lengst af voru Vikingarnir sterkari aðiiinn. Lárus Guðmundsson kom þeim yfir í fyrri hálfleiknum en aðeins 5 min. fyrir leikslok jafnaði Þorvaldur í. Þorvalds- son eftir góðan undirbúning Hilmars Harðarsonar, fyrrum Leiknismanns. Það varð því að gripa til bráða- banans umdeilda og þrátt fyrir 10 til- raunir tókst aðeins einu sinni að koma knettinum í netið og það var í fyrstu til- raun. Þorsteinn Sigurðsson skoraði þá örugglega framhjá Diðrik Ólafssyni í Vikingsmarkinu. Öðrum tókst ekki að skora — ýmist misstu menn boltann of langt frá sér eða þá að skotin voru ekki hnitmiðuð. Leikurinn á laugardag var fyrir margra hluta sakir skemmtilegur. Vik- ingar beittu mikið stuttu og nettu sam- spili og síðan stungum inn á Lárus mið- herja. Spil Valsmannanna var hins veg ar mun meira á þverveginn og ekki nándar nærri eins beitt fyrir vikið. Greinilegt að margir hinna nýju leik- manna Vals eiga eftir að aðlagast liðinu betur. Þá sigraði Ármann Þrótt 4—3 eftir bráðabanakeppni í gær. Jafnt var, 0— 0, eftir venjulegan leiktíma. Staðan í mótinu er nú þessi: Fylkir 3 3 0 0 9-3 6 Valur 3 2 0 1 4-3 4 yíkingur 4 2 0 2 7-9 4 Ármann 3 2 0 1 6-13 4 Fram 3 10 2 12-5 3 Þróttur 4 1 0 3 6-8 2 KR 2 0 0 2 4-7 0 Fram fékk aukastig fyrir leik sinn gegn Ármanni á dögunum. Næsti leikur er í kvöld kl. 19 á milli KR og Fram. NETTELSTEDT HAFÐISIGUR í KEPPNIBIKARHAFA — sigraði a-þyzka liðið Hansa Rostock f úrslitum Nettelstedt, sem sló Haukana út f 2. umferðinni, varð 1 gær Evrópumeistari bikarhafa eftir 17—14 sigur á Hansa Rostock frá Austur-Þýzkalandi. Leikurinn fór fram í Lilbbecke og þurftu leikmenn Nettelstedt að vinna þriggja marka sigur til að bera sigur úr býtum þvi Rostock vann heimaleikinn 18—16. Það tókst og þaö var Harry Keller sem skoraði 17. markið tæpum tveimur mínútum fyrir leikslok. Ro- stock-liðinu tókst ekki að svara fyrir sig og þar með var bjöminn unninn. a Nettelstedt-liðið vakti ekki ýkja mikla athygli hér heima í vetur. Sigraði Haukana 21—18 í Firðinum eftir meiri háttar basl. Útileikurinn var síðan erfiðari fyrir Haukana sem töpuðu 12—19. -SSv. Möguleikar Dortmund á UEFA-sæti aukast á ný — Gladbach tapaði í eina Bundesliguleiknum um helgina Stuttgart sigraði Borussia Mönchen- gladbach 3—1 á útivelli i v-þýzku Tap Lokeren íBelgíu Standard Liege vann góðan sigur, 3—0, á einu botnliðanna, Beerschot, f belgísku 1. deildinni um helgina. Á sama tfma tapaði Lokeren 1—3 fyrir meisturunum, Anderlecht, á útivelli. önnur úrslit urðu annars sem hér segir: Waregem — Beringen 2— 1 Gent — FCLiege 3—1 Beveren — Courtrai 1 — 1 Berchem — Molenbeek 1—3 CS Brugge — Lierse 2— 1 Waterschei — FC Brugge 2—2 Antwerpen — Winterslag 1 — 1 Anderlecht er fyrir löngu orðið meistari og hefur nú 51 stig. Lokeren og Beveren hafa bæði 40, Standard Liege 39 og FC Brugge 35. Bundesllgunni um helgina. Þessum lelk var frestað fyrr i vetur vegna veðurs. Kaiserslautern heldur þó enn 3. sætinu i deildinni þrátt fyrir þennan sigur en staðan er nú þannig á toppnum: Bayern 29 17 9 3 68—38 43 Hamborg 29 19 5 5 67—37 43 Kaisersl. 29 14 9 6 54—33 37 Stuttgart 29 15 7 7 57—39 37 Frankfurt 29 13 9 7 53—40 35 Bochum 29 8 14 7 45—38 30 Gladbach 29 12 6 11 51—54 30 Dortmund 29 11 7 11 61—53 29 Köln 29 10 9 10 48—47 29 Það er nú ljóst að 7. sætið gefur sæti í UEFA-keppninni. Um tíma var jafrí- vel möguleiki á að 8. sæti gæfi sæti í UEFA en eftir að Bayem féll út fyrir Liverpool varð ljóst að svo yröi ekki. Það verður Hamborg eöa Bayern sem fer í Evrópukeppni meistaraliða. Kaiserslautern og Frankfurt leika til úr- slita um bikarinn þannig að ekki nema annað þeirra fer í Evrópukeppni bikar- hafa næsta ár. V-Þjóðverjar fá 5 lið í UEFA-keppnina. - SSv. Gunnar þjálf- ari Leifturs Gunnar Gunnarsson hefur ráðið sig sem þjálfara hjá Leiftri á Ólafsfirði fyrir sumarið og er ekki að efa að hann er þeim norðanmönnum góður fengur. Gunnar lék hér á árum áður með KR og hefur að baki um 70 mflleiki með iiðinu. Þá lék hann einnig um tima með KA á Akureyri og hefur þjálfað bæði ísfirðinga og Ólafsvíkinga með góðum árangri. Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiöslustofa Klapparstíg Tímapantanir 13010 Vé/amenn — verkamenn Viljum ráða vélamann og nokkra verkamenn strax. Uppl. á skrifstofutíma í síma 50877. Loftorka sf. Verzlunarfólk Suðurnesjum! Orlofshús — Tekið verður á móti umsóknum um dvöl í orlofshúsum VS í Ölfusborgum og Svignaskarði á skrif- stofu félagsins að Hafnargötu 28 frá og með mánu deginum4. maí. Opiðkl. 16—18. Þeir sem ekki hafa dvalið í húsunum sl. 5 ár hafa forgang til 10. maí. Vikuleigan, kr. 400,00, greiðist við pöntun. Ekki tekiðá móti pöntunum í síma. Verzlunarmannafélag Suðurnesja. Kynningarfundur hjá Sam- hygö mánudaga og fímmtu- daga kL 20.30 að Tryggva- götu 6. CA TERPILLAR D-4 Eigum til afgreiðs'n strax Caterpillar D-4 75 ha powei skipta, árg. 1974.k • 'ði -400 tíma. Sem nýr und -vagn, gott verð, góð kjör. TÆKJASALAN HF. Skemmuvegi 22 Kóp. — Sími78210 Sjúkrahúsið á Akureyri Tilboð óskast í uppsteypu 1.—3. hæðar og utanhússfrágang og þak á tengiálmu við Sjúkrahúsið á Akureyri. Húsið er 952 ferm að stærð. Verkinu skal lokið að fullu 15. ágúst 1982. Utboðsgögn verða afhent frá þriðjudeginum 28. apríl nk. á skrifstofu vorri og hjá umsjónarmanni verkkaupa á Akureyri gegn 1.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð í skrifstofu Innkaupa- stofnunar ríkisins, Borgartúni 7 Rvk. fimmtu- daginn 14. maí 1981. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 - SSv.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.