Dagblaðið - 27.04.1981, Page 32
Hópurinn var hrcss í gœr er hann hittist heima hjá Jónasi Pálssyni stýrimanni en hann
var rúmiiggjandi. Eiginkona hans, Dagbjört Níelsdóttir, les fyrir þá skeyti sem barst
frá forscta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur. Aðrir á m vndinni eru Flosi Þorgeirsson
háljbróðir Ólafs, 13 ára, Agúst Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður, Melkorka
Ólafsdóttir 11 ára, dóttir Ólafs og Ólafur Torfason kennari. Á innfelldu myndinni er
hluti hópsins hjá trillunni Kára en hún mun að mestu vera óskemmd.
DB-myndir Magnús
Trilla með fimm manns innanborð strandaði á Breiðafirði:
VAR ORÐIÐISKYGGI-
LEGT ÞEGAR FÓR AÐ
FLÆÐA YFIR STÍGVÉLIN
— segir Ólafjur Torfason en hann beið ásamt þremur öðrum á örlitlu skeri
á meðan Ágúst Guðmundsson synti í land eftir hjálp
,, Við vorum alveg vissir um að okkur
yrði bjargað en þetta var orðið ansi
ískyggilegt þegar farið var að flæða yfir
stígvélin okkar. Börnin voru orðin
hrædd enda stóðum við á örlitlu skeri,
svona á stærð við borðstofuborð, öll i
hnapp. Við vorum búin að biða eftir
hjálp i eina og hálfa klukkustund og ég
var tilbúinn til að synda lika i land
þegar við sáum til bátanna,” sagði
Ólafur Torfason kennari í Stykkis-
hólmi í samtali við blaðamann DB í
gær.
Ólafur ásamt Ágústi Guðmundssyni
kvikmyndagerðarmanni, Jónasi Páls-
syni gamalreyndum stýrimanni, 11 ára
dóttur Ólafs og hálfbróður hennar, 14
ára, lentu í hrakningum er trilla þeirra
Kári, strandaði við lítið sker rétt fyrir
utan Purkey. Þeir höfðu lagt upp í
leiðangurinn með Ágústi sem var að
kanna aðstæður fyrir kvikmyndatöku á
mynd sinni Gísla sögu Súrssonar.
Myndin á að gerast á Hergilsey en
Ágúst hafði hugsað sér að kanna
aðstæður á annarri eyju í staðinn.
„Jónas stýrimaður hefur farið þarna
í um 60 ár og er vel kunnugur öllum
aðstæðum. Hann hafði samt ekki hug-
mynd um þetta sker sem báturinn tók
niðri á. Báturinn fór þegar á hliðina um
45 gráður og skuturinn fór allur í kaf. f
fyrstu höfðum við hugsað okkur að ýta
bátnum frá skerinu en hurfum frá þvi
þar sem við töldum að þá færi hann
alveg f kaf.
Ágúst, sem er mikill sundmaður,
ákvað að binda lfnu í sig og syna til
næstu eyjar sem er Purkey en það eru
um 100 metrar þangað. Hann kastaði
af sér peysu og stígvélum og lagði af
stað í mjög erfiða ferð því mikill
straumur er þarna. Hann komst klakk-
laust á leiðarenda og batt línuna í
fjöruna. Þá átti hann eftir að ganga
alla eyjuna sem er að minnsta kosti
hálftíma til klukkustundar gangur.
Ágúst var berfættur svo gangurinn
reyndist honum mjög erfiður. Á
Purkey tók á móti Ágústi Jón Jónsson
sem nýlega hafði komið til eyjarinnar.
Hann gaf honum kaffi og koníak til að
hita honum og hafði strax simasam-
band við Stykkishólm. Þangað komu
tveir bátar skömmu síðan. „Það var
mjög heppilegt að Jón var i Purkey,”
sagði Ólafur.
Á þessum stað hafa verið miklir
mannskaðar, síðast fyrir tveimur árum
er feðgar drukknuðu þarna. ,,Nei, við
vorum ekki í björgunarvestum og tal-
stöðin fór í kaf með bátnum svo hún
var ekki nothæf. Árni frá Stykkishólmi
kom til björgunar og einnig Valur.
Valur dældi upp úr trillunni, en Árni
dró hana í land. Trillan er komin upp á
land núna og ég held að hún sé að
mestu leyti í lagi,” sagði Ólafur. Fimm-
menningarnir voru með hressasta móti
i gær þó Jónas hafi fegið f rúminu og
Ágúst ætti erfitt með gang. Þess má
geta að forseti íslands, Vigdfs Finn-
bogadóttir, sendi skeyti til Ágústs er
hún frétti um hrakningana.
-ELA.
Búizt við samningaf undi f fóstrudeilunni á morgun:
DAGVISTUM BORGAR 0G RÍKIS LOKAÐ
—um mánaðamótin haf i ekki tekizt að semja við f óstrurnar í vikunni
Fóstrur sem starfa á dagvistum
Reykjavíkurborgar og rikisins hætta
störfum um mánaðamótin hafi samn-
ingar ekki tekizt við þær um kaup og
kjör fyrir þann tíma. Er hér um að
ræða u.þ.b. 140 fóstrur sem starfa
hjá borginni og 35 fóstrur sem eru
rikisstarfsmenn og starfa á dagvistum
i tengslum við sjúkrahúsin, í öskju-
hlíðarskóla, Heyrnleysingjaskólan-
um og viðar.
Aðallega er deiit um skipan i
launaflokka. Fyrr f vetur hafa fóstrur
á Akureyri, Kópavogi og á Seltjarn-
amesi náð samningum við bæjarfé-
lögin og byrja nú störf á öllum stöð-
um i 12. launaflokki en hækka sfðan
um flokka eftir ákveðinn fjölda ára,
þó mismunandi eftir bæjarfélögum.
Fóstrur hjá borginni byrja hins vegar
i 11. flokki og hjá rikinu í 10. flokki
og gera kröfur um að ná jafnrétti i
kjörum við kollegana annars staðar.
Björgvin Guðmundsson, formaður
launamálanefndar borgarinnar,
hefur átt óformlega fundi meö full-
trúum fóstra og samninganefndar
Starfsmannafélags Reykjavfkurborg-
ar. Hann sagðist búast við að fljót-
lega yrði boðað til formiegs samn-
ingafundar, ef til vill á morgun.
,,Við gerum okkur auðvitað vonir
um að þetta leysist fyrir mánaðamót-
in,” sagði Björgvin.
„Fóstrumar gera miklar kröfur en
við höfum ekki enn boðið neitt á
móti þannig aö erfitt er að segja um
hve, mikið ber á milii. Samningsstaða
þeirra er sterkari þar sem þær bera
sig saman við fóstmr i öðmm bæjar-
félögum sem sömdu f vetur. En
Reykjavik hefur sérstöðu: Hér vinna
langflestar fóstror og má ætla að ef
of langt er gengið í samningunum sé
meiri hætta á hliðarverkunum. Að
aðrir hópar komi á eftir og ný vanda-
mál skapist.”
Marta Sigurðardóttir fóstra á dag-
vist Kleppsspitalans sagði i morgun
að fjármálaráðuneytismenn, við-
semjendur fóstra sem vinna hjá rik-
inu, væm ekki til viðtals um að semja
fyrr en lokið væri samningum fósu-a
við Reykjavikurborg. Starfsmanna-
félag rikisstofnana er samningsaðili
fyrir- fóstrur til mánaöamóta, en
Marta sagðist líta svo á aö eftir mán-
aðamótin ætti að semja beint við
þær, enda væru fóstrurnar þá ekki
lengur starfsmenn ríkisins. -ARH.
frfálst, úháð dagblað
MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1981.
Skákþing íslands:
Möguieikar
Heiga og
Elvars mestir
Þegar einni umferð er ólokiö á Skák-
þingi íslands eru þeir Helgi Ólafsson og
Elvar Guðmundsson efstir og jafnir
með 7 vinninga og hafa vinningsfor-
skot á fjóra næstu menn sem eru
Jóhann Hjartarson, Guðmundur
Sigurjónsson, Ingi R. Jóhannsson og
Björn Þorsteinsson. Þeir hafa allir 6
vinninga.
Jón L. Árnason heltist úr lestinni í
gær í baráttunni um efsta sætið er hann
tapaði óvænt fyrir Braga Kristjánssyni.
Jón hefur 5.5 vinninga og á því ekki
möguleika á sigri. Úrslit í öðrum skák-
um i gær urðu þau, að Helgi vann
Björn Þorsteinsson, Elvar vann
Jóhannes Gísla Jónsson, jafntefli
gerðu Karl Þorsteins og Guðmundur
Sigurjónsson og Ingi R. Jóhannsson og
Jóhann Hjartarson. Skák Ásgeir Þórs
og Jóhanns Þóris fór í bið og er jafn-
teflisleg.
Síðasta umferðin verður tefld í
kvöld. Þá mætir Helgi Ásgeiri og Elvar
mætir Braga. Fari svo að þeir verði
jafnir að vinningum munu þeir heyja
fjögurra skáka einvígi um íslands-
meistaratitilinn.
Fari svo ólíklega að þeir Elvar og
Helgi tapi báðir skákum sínum í kvöld
gætu fjórir næstu menn náð þeim að
vinningum.
Lokaumferðin verður tefld að Hótel
Esju og hefst kl. 7 í kvöld.
-GAJ.
Keflavík:
Maður um
sextugt beið
bana í stiga
— ífjölbýlishúsi
Bandaríkjamaður um sextugt lét lifið
er hann féll niður stiga i fjölbýlishúsi í
Keflavik. Engin vitni voru er at-
burðurinn átti sér stað en íbúar í húsinu
heyrðu dynk á ganginum og gerðu
lögreglunni viðvart. Trúlegt þykir að
maðurinn hafi ætlað að heimsækja son
sinn er býr í húsinu en hafi farið
íbúðarvillt. Maðurinn hefur búið á
íslandi í fjöldamörg ár, hann var ekkill
og átti nokkuð mörg börn. Ekki er
unnt að skýra frá nafni hins látna þar
sem ekki hefur náðst til allra barna
hans. -ELA.
Ævintýraleg
ökuferð
Ævintýraleg ökuferð var farin um
austurbæ Kópavogs á stolnum bil
aðfaranótt sunnudagsins. Bíllinn var
loks skilinn eftir stórskemmdur ef ekki
ónýtur.
Um er að ræða Austin Mini bifreið,
dökk orangelitaða meö númerinu G-
11241. Sýnilegt er að bifreiðinni hefur
verið ekið utan i staura og/eða veggi og
loks hefur verið trampað á vélarhlíf
bifreiðarinnar og þaki svo eyðilegging-
in væri fullkomnari.
Kópavogslögreglan biður alla er
varir hafa orðið við aksturinn að láta
sig vita. -A.St.
diet pepsi
MINNA EN EIN
KALÓRÍA í FLÖSKU
Sanitas
A