Dagblaðið - 06.05.1981, Page 4
4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 1981.
DB á ne ytendamarkaði
Fcllitjaldið frá Tjaldborg er dýrasta tjaldið i Tómstundahúsinu. Það er reist á örfáum sekúndum en þess utan fer litið fyrir
þvi.
súlum en hin tjöldin. Það kostar 1368
krónur. Fimm til sex manna tjald
kostar hins vegar 1612 krónur. Ef
keypt er tjald með yfirsegli hækkar
verðið nokkuð. Þannig fer tveggja
manna tjaldið upp um 569 krónur.
Segl á 5 manna tjald kostar 1067
krónur og fer verðiö á seglunum allt
upp í 1525 krónur. Seglið þarf svo
sem ekki en sé það sett yfir tjaldið
lekur það enn síður, hægt er að
geyma matinn undir skör seglsins og
eykst þannig rýmið í tjaldinu og
tjaldið verður hlýrra. Á sum tjöld er
hægt að fá kant sem settur er framan
við þannig að aukið geymslurými
skapast án þess að himinn sé yfir öllu
tjaldinu. Slikur kantur kostar 344
krónur á 5—6 manna tjald.
Það sem við á
að óta
Þegar inn í tjaldið er komið er ekki
allt búið. Ekki leggjast menn á bera
jörðina og breiða yfir sig teppisræfil.
Æ algengara verður að hafa svamp-
dýnur undir svefnpokunum sem
menn stinga sér í. Vindsængur hafa
líka þótt gjaldgengar sem undirlög og
óneitanlega fer minna fyrir þeim á
ferðum en dýnunum.
Svampdýnur með áklæði sem er
stamt viðkomu, þannig að menn
renna ekki til á þeim, kosta 272
krónur. Venjulegur íslenzkur svefn-
poki kostar 544 krónur. Hægt er að
renna saman tveim slikum pokum.
Sérstakir jöklapokar, sem eru hlýrri
en hinir venjulegu, kosta svo 610
krónur. Pokarnir eru íslenzkir, frá
Bláfeldi. Dýnurnar eru frá Tjald-
borg. Tvíbreið vindsæng kostar síðan
283 krónur.
Þeir sem mikið ferðast segja það
ekki síðra að hafa með sér góða
sæng en svefnpokann. Sé sofið á
svampdýnu þarf ekki lak til þess að
sæmilega fari um fólk. Með því að
nota sæng sparast peningarnir sem
annars fara í svefnpoka.
En hversu gott sem tjaldið er og
hversu góður sem svefnbúnaður er er
enn kalt í tjöldum á íslandi. Til eru
sérstakir hitarar til þess að hita tjöld
og kosta þeir 336 krónur. Þeir eru
fylltir gasi á bensínstöðvum. Prímus-
ar til þess að hita matinn kosta svo
244 krónur þeir miiinstu og einföld-
ustu og 467 krónur þeir sem kveikja
sjálfir á sér. Gasfylling i þá kostar
137 krónur.
Eitt á eftir að nefna enn. Það eru
töskur eða körfur með diskum úr
plasti, hnífapörum ogglösum. Til eru
slíkar töskur fyrir fjóra sem kosta
198 krónur og fyrir sex sem kosta 245
krónur.
Dýr myndi
Hafliði allur
Þegar aUt er lagt saman er engin
smáupphæð sem út kemur. Ef allt
það ódýrasta er keypt handa tveim,
en þó ekkert látið vanta, kostar þetta
3025 krónur. En sé hins vegar allt hið
dýrasta keypt fer upphæðin upp í
8925 krónur. Þarna munar gífurlega
miklu. Mestu munar auðvitað á verði
tjaldsins.
Gera má ráð fyrir að verð í öðrum
búðum sé eitthvað breytUegt frá þess-
ari, sumt dýrara og annað ódýrara.
En þetta ætti að gefa lesendum örlitla
hugmynd um á hverju þeir geta átt
von.
-DS.
Fjórir verðlaunahafar Neytendasíðunnar
Lokið hefur verið við að draga
vinningshafa mánaðarlegra verð-
launa okkar á neytendasíðunni úr
nöfnum þeirra sem taka þátt 1 heimil-
isbókhaldinu með okkur. Að þessu
sinni eru verðlaunahafarnir fjórir, en
við áttum eftir að veita verðlaun fyrir
desember, janúar, febrúar og marz.
— Nöfn þeirra, sem við drógum út,
voru þessi:
Jóhanna Harðardóttir, Kópavogi,
Viktor Guðmundsson, Vogum,
Björn St. Lárusson, Reykjavik, og
Anna Jensen, Reykjavík. — Verð-
launaveitingin sjálf hefur ekki farið
fram og skýrum við frá henni þegar
þar að kemur.
Nú er um að gera að vera duglegur
og skrifa allt niður sem keypt er, fylla
síðan út veggspjaldið góða og af því
er skrifaö inn á mánaðarlega seðilinn
sem okkur er sendur.
Við erum ekki alveg búin að reikna
marz út en birtum hér aprílseðilinn.
Seðillinn fyrir marz var birtur of seint
hjá okkur og ædum við ekki að
brenna okkur á sama soðinu tvisvar.
Hvetjum við fólk til þess að taka
þátt í heimilisbókhaldinu meö okkur.
Það er áreiðanlega til mikilla hags-
bóta og án efa einnig til spamaðar.
Fyllið meðfylgjandi seðil út og
sendið okkur sem allra fyrst. A.Bj.
af þeim erlendu. Þau voru úr þynnra
efni sem hreinlega rifnaöi f roki, lak f
rigningu og sprakk í frosti. En þar
sem von er á öllum þessum tegundum
af veöri, jafnvel um hásumarið, er
þetta ekki nógu gott hér. Islenzku
tjöldin eru gerð fyrir þessar aðstæður
og þykja að minnsta kosti þeim í
Tómstundahúsinu þau miklu betri.
Tjöldin kosta frá 876 krónum og
alveg upp í 6113 krónur. Ödýrasta
tjaldið er 2 manna tjald án yfirsegls
en það dýrasta er fellitjald sem er til-
tölulega nýtt á markaðnum. Þarna á
milli má til dæmis nefna 2 manna
göngutjald sem er meö mun léttari
Þegar sumra tekur hugsa margir
sér gott til glóðarinnar að fara i úti-
legur og liggja í tjaldi. Menn komast i
tengsl við náttúruna, hlusta á fugla-
sönginn og lækjarniðinn og anda að
sér hreinu lofti. Okkur lék hugur á
því að vita hvað kosta myndi fyrir
fjölskyldu að leggja upp í útilegu án
þess að eiga fyrir neitt sem til þess
þyrfti. Með öðrum orðum ef kaupa
þyrfti tjald, svefnpoka, dýnur eða
vindsængur, prímusa og jafnvel hita-
tæki og diskasett. Viö litum inn í
Tómstundahúsið og fengum afskap-
lega elskulega stúlku til þess að sýna
okkur þessa hluti.
fslenzktjöld bezt
Tómstundahúsið verzlar nú ein-
göngu með íslenzk tjöld frá Tjald-
borg og er það vegna slæmrar reynslu
Viðlegubúnaður á þrjú
til níu þúsund krónur
Rögnvaldur Guðbrandsson hreiðrar þarna um sig 1 svefnpoka frá Bláfeldi á dýnu
frá Tjaldborg. DB-mynd Bj.Bj.
UpplýsingaseðiU
til samanburðar á heimiliskostnaði
Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak-
andi i upplýsinganúðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar
fjölskvldu af sömu stærð og vðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis-
læki.
Nafn áskrifanda
Heimili
Sími
Fjöldi heimilisfólks
Kostnaður í marzmánuði 1981
Matur og hreinlætisvörur kr.
Annaö
Alls
kr.
kr.
EB VIh\\
SKERA A SKOTUSEUNN LANGS-
UM EN EKKIÞVERSUM
Á dögunum hringdi til okkar kona
og spurði hvemig ætti að hantéra og
matreiöa skötusel. Sonur hennar,
sem er sjómaöur, haföi gefið henni
skötusel og baö um að fá hann mat-
reiddan næst þegar hann kæmi í
land. Við vissum í rauninni ekki svar
við þessari spurningu en þar sem
Hótel Holt er þekkt að því aö hafa á
boðstólum margvíslegar „annarleg-
ar” fisktegundir hringdum við í yfir-
matreiðslumann hótelsins, Ingvar H.
Jakobsson, og spurðum hann hvernig
ætti að matbúa skötusel.
Ingvar sagði að flaka ætti fiskinn
og taka allar himnur vel af. Síðan á
að skera fiskinn langsum, en ekki
þvert á, eins og gert er við aðrar fisk-
tegundir. Þessum litlu flökum er
síðan vafið saman í litlar rúilur og
samskeytin látin snúa niður. Rúliurn-
ar eru soðnar í 6—7 mín. (eftir að
suðan kemur upp). Á Hótel Holti er
skötuselurinn jafnan soðinn upp úr
frekar þurru hvitvíni og rjóma og
síðan er búin til sósa úr soðinu. Við
hin, sem verðum að „sniöa okkur
stakk eftir vexti” og höfum ekki efni
á hvítvíns- og rjómasósu, verðum að
láta okkur nægja t.d. hoUenzka sósu
frá Toro eða Knott.
Einnig er hægt að steikja skötusel-
inn. Þá á að skera þvert yfir hrygg-
inn, stykkjunum er velt upp úr
krydduðu hveiti. Síðan eru þau brún-
uð vel í smjöri og steikt, krydduð að
vUd hvers og eins. En takið eftir.
Ingvar tók það skýrt fram að steikja
ætti fiskinn í smjöri. Annað dugir
ekki!
Sannast bezt að segja höfum við
ekki prófað skötuseUnn að neinu
marki í tilraunaeldhúsinu okkar en
hyggjumst gera það fljótlega.
-A.Bj.