Dagblaðið - 06.05.1981, Síða 6

Dagblaðið - 06.05.1981, Síða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ1981 Trésmiðir óskast strax á verkstæði og í innivinnu. Uppl. í síma 71730 og á kvöldin í síma 23398. Reynir h.f., byggingarfélag. PLEXIGLAS Acryl-gler í háum gæðaflokki. Eigum fyrirliggjandi Plexiglas í glæru og ýmsum litum, t.d. undir skrifstofu- stóla, á svalir, sólveggi og handrið, í Ijósaskilti, gróðurhús, vinnuvélar og fleira — Skerum og beygjum. AKRON H/F Síðumúla 31 Sími 33706 Innheimtustavf Okkur vantar hæfan starfsmann í inn- heimtudeild okkar. Aðeins vanur kemur til greina. Umsóknir sendist auglýsingadeild DB fyrir 10. þ.m. merkt „símainnheimta”. BIAÐIÐ — innheimtudeild REYKJAVÍKURHÖFN Reykjavíkurhöfn vinnur að því að gcra byggingarhæfar lóðir á tveim athafnasvæðum við höfnina: I. Á fyllingu utan Grandagarðs: Lóðir þarna eru ætlaðar fyrir fyrirtæki sem tengd eru sjávarútvegi, fiskvinnslu og þjónustu við útgerð. II. Svæði við Skútuvog við Klcppsvík: Þar eru lóðir hugsaðar fyrir fyrirtæki, seni áherslu leggja á skipaviðgerðir. Þeir sem áhuga hafa á að koma til greina við lóðaúthlut- anir á svæðum þessum sendi skriflegar umsóknir til Hafn arskrifsfofunnar, Hafnarhúsinu v/fryggvagötu. I'yrir 20. maí Ailar nánari upplýsingar veitir undirritaður. Hafnarstjórinn í Reykjavik 1X2 1X2 1X2 34. leikvika — leikir 2. maí 1981 Vinningsröð: 1X1—2X1—2X1 — 122 1. vinningur: 11 réttir — kr. 40.250.- 11872 37095(4/10) 2. vinningur: 10 réttir — kr. 1.015.- 792 3676 7629 18927+ 25728(2/10) 36761 + 1098 3910 9862 19551 29190 37885 2815 6050 9920 20440 31414 39526+ 3139 6629 14789 20446 34229 41100 3552 7166 17616 22554 35028+ Kærufrestur er til 25. maí kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á aðalskrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heim ilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR - íþróttamiðstöðin - REYKJAVÍK SÁ RÚSSANA DREPA 2500 Á EINUM DEGI —óf agrar lýsingar á f ramferði sovézka hersins í Afganistan „Ég hef sjálfur séð Rússana drepa 2500 manns á einum degi. Mér er kunn- ugt um fjöldanauðganir og handtökur þar sem afganskar konur hafa verið fórnarlömb Rússanna. Sjálfur hef ég séð hús eitt í Jalabad-héraði þar sem Rússarnir hafa safnaö saman miklum fjölda afganskra kvenna,” sagði afganski skæruliðinn Abdul Karim á blaðamannafundi í Osló um daginn. Þangað var hann kominn ásamt félög- um sínum til að skýra frá óhæfuverk- um Rússa í Afganistan. Nauðganir og fjöldamorð sögðu þeir að lýstu ofbeldi sovézka hersins í landinu. Jafnframt því að greina frá óhæfu- verkum Rússa upplýstu skæruliðarnir að ennþá héldu afganskir skæruliðar uppi öflugri andspyrnu gegn þeim. Meðal annars skýrðu þeir frá því að skæruliðar hefðu fyrir skömmu náð bænum Kandahar í suðurhluta Afganistan á sitt vald. „Siðustu fréttir frá Kandahar greina raunar frá því að Rússamir hafi hafið stórsókn, meðal annars með 800 skrið- drekum, til að ná bænum aftur á sitt vald. Gegn slíku ofurefli liðs er von- laust að halda bænum,” sagði Ahmad Jallal, einn skæruliðanna. Olof Palme gerir sér vonir um að tlokkur hans, Jafnaðarmannaflokkurinn, fengi hreinan meirihluta á þingi ef kosið yrði nú. „Nýjar þingkosningar eru hið eina rétta” —segir Olof Palme, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Svíþjóð „Nýjar kosningar eru nú hið eina rétta,” sagði Olof Palme, teiðtogi sænsku stjórnarandstöðunnar í gær eftir að Gösta Bohman, leiðtogi hægri- manna (Moderatarna) og fráfarandi fjármálaráðherra skýrði frá því að hann mundi styðja vantraustsyfirlýs- ingu á stjórn Falldins ef forsætisráð- herrann segði ekki af sér. Palme kveðst þó vilja gefa Falldin nokkurra daga umþóttunartíma vegna verkfalla um sautján þúsund starfs- manna við útflutning. Palme og félagar hans gera sér vonir um hreinan meiri- hluta á þingi ef kosningar færu fram nú og skoðanakannanir benda til að liægrimenn, undir forystu Bohmans, gætu einnig búizt við verulegri fylgis- aukningu, einkum á kostnað Mið- flokksins, fiokks Fálldins forsætisráð- herra.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.