Dagblaðið - 06.05.1981, Page 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ1981.
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
VILTU NA ÞÉR í EINA RÍKA?
—rasaðu ekki um ráð f ram áður en þú kannar alþjóðlega
hjónabandsmarkaðinn
Blanca Jagger.
Agnetha
FlUtskog.
Brigitte Bardot.
Christina Onassis.
Barbara Carrera.
Dewi Sukarno.
Marisa Berenson.
Hérlendir piparsveinar ættu aö
athuga vel sinn gang áður en þeir
festa ráð sitt. Það hefur nefnilega
komið i ljós að veröldin er full af
ríkum ógiftum konum. Það er því
vissara að rasa ekki um ráð fram og
kanna stöðuna á alþjóðlega hjóna-
bandsmarkaðnum áður en menn
lenda í annarri hnappheldu.
Til leiöbeiningar fyrir áhugasama
piparsveina er rétt að nefna nokkrar
ríkar sem enn ganga lausar. En rétt er
að hafa hraðan á því margir eru um
Karólina prinsessa.
hituna. Ef þér lizt ekki á útlitið
mundu þá eftir heimanmundinum.
Við getum byrjað á Christinu
Onassis. Hún er kannski ekki neitt
sérstakt augnayndi en eftir að hún
skiidi við Sergei sinn leitar hún aö
hjásvæfli og manni til þess aö eyða
skipamilljónunum með. Það ætti
ekki að væsa um þig á einhverri
grískri eyju með strá í glasi.
Donna Summer.
Nú, en sættirðu þig ekki við
Christinu má benda þér á eina aust-
ræna, Dewi Sukarno. Hún átti hinn
gengna forseta Sukarno í Indónesíu.
Arfurinn eftir forsetann ætti að gera
þér ævidagana létta. En betra er að
kunna hrafl í frönsku ef þú ætlar þér
að fara á fjörur við hana því hún býr
við bjarma eðalsteina i heimsborg-
inni.
Þegar hugurinn hefur reikað til
Frakklands kemur önnur rik upp í
hugann. Hún var líka faileg, a.m.k.
hér á árum áður, þó eitthvað kunni
að vera farið að slá í kroppinn.
Brigitte Bardot ætti ekki að vera svo
slæmur félagi og þú gætir liklega
fengið að skoða einhverjar af gömlu
myndunum hennar.
En treystirðu þér alls ekki til þess
að tjá þeirri ríku ást þína á frönsku
má benda þér á nokkrar sem tala
ensku. Þú ættir að klára þig á því og
ef þú verður taugaóstyrkur í návist
hennar má benda þér á gamalt ráð.
Þú getur skrifað I love you inn í lóf-
ann og notað það síðan í tíma og
ótíma.
Af þeim enskumælandi má nefna
Donnu Summer eða Marisu Beren-
son. Þú ættir að fínna þær i Banda-
ríkjunum ef þú leitar vel. Þar eru
einnig fleiri vel loðnar um lófana,
þ.e. í óeiginlegri merkingu. Sjón-
varpsstjarnan Barbara Walters er á
lausu, svo ekki sé minnzt á Biöncu
Jagger. Hún hafði nokkrar milljón-
irnar út úr Mick kallinum Jagger,
hinum varaþykka rolling.
Sértu höfðingjasinnaður eins og
vænta má af íslendingi, sem af Nor-
egskonungum er kominn, þá sakar
ekki að nefna það að fráskilin prins-
essa gengur laus. Karólina prinsessa
af Mónakó er álitlegt konuefni. Einu
sinni var til Karólínuklúbbur hér á
landi og ættirðu að ná þér í upplýs-
ingar um tilgang þess klúbbs.
Poppsinnuðum piparsveinum má
benda á fjórðung sænsku hljóm-
sveitarinnar ABBA. Það væri í anda
norrænnar samvinnu að hugga
Agnethu Faltskog. Hver veit nema
hún gæfi þér Volvo.
Viljirðu ná í Barböru Carrera ætt-
irðu aö hafa hraðan á þvi gríski
skipakóngurinn Niarchos er sagður
hafa hug á henni. Það má því vera
viturlegt að eyða ekki tímanum í
hana en hugleiða hina kostina betur.
V
Carlos Reutemann er ef stur
í Formula 1 Grand Prix
„Gamlinginn” Carlos Reutemann
frá Argentínu hefur forystuna í
Formula 1 Grand Prix kappakstrinum.
Hann varð þó að láta sér nægja þriðja
sætið I San Marino keppninni á sunnu-
daginn. Hann ók Williams bíl sínum 60
hringi (302 kilómetra) á einni klukku-
stund, 51 mínútu og 46.86 sekúndum.
— Sigurvegari varð Brasilíumaðurinn
Nelson Piquet á Brabham. Hann lauk
keppninniá 1:51:23.97.
Piquet, sem er 28 ára gamall, átti
lengst af i harðastri baráttu við Ferrari
ökumennina Gilles Villeneuve og
Didier Pironi. Þeir lentu i erfiðleikum
vegna bleytu og urðu að láta sér nægja
fimmta og sjöunda sætið.
„Þetta var erfið keppni, en ég hafði
heppnina með mér,” sagði Piquet er
hann kom í mark. „Allt frá upphafi
var Pironi hraðskreiðari á beinu köfl-
unum. Mérgekk beturíbeygjunum.”
Tímar fimm efstu manna í San
Marino urðu þessir:
1. Nelson Piquet (Brasilia) Brabham
1:51:23.97
2. Riccardo Patrese (Ítalía) Arrows
1:51:28.55
3. Carlos Reutemann (Argentína)
Williams 1:51:46.86
4. Hector Rebaque (Mexikó) Brabham
1:51:46.86
5. Didier Pironi (Frakkland) Ferrari
1:51:49.84
A0 fjórum umferðum loknum er staðan í heiras-
meistarakeppninni þessi:
stig
Carlos Reutemann 25 10. DidierPironi
2. Nelson Piquet 22 Rene Arnoux 2
3. AlanJones jg EddleCheever 2
4. Riccardo Patrese io 13. Andrea de Cesaris 1
5. Alain Prost 4 Jacques Laffite 1
6. Hector Rezaque 3 Patrick Tatnbay 1
Mario Andretti 3
Elio de Angells 3
Marc Surer 3
Didier Pironi varð að láta sér nægja fimmta sætlð
eftir góða keyrslu framan af.
Carlos Reutemann frá Argentinu er efstur i
Formula 1 helmsmeistarakeppninnl.