Dagblaðið - 06.05.1981, Page 18
18
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. MAl 1981.
Veðrið 1
Búlzt er við minnkandl norðaustan-
átt um allt land. Smáél varða á Norö-
ur- OQ Austuriandl en bjart varöur aö
mastu suðvastanlands. Vaður far
hasgt kólnandi.
Klukkan 6 var austnorðaustan 3,
skýjað og 2 stig í Raykjavlc, aust-
norðaustan 7, skýjað og 0 stlg á Gufu-
skálum, norðaustan 6, snjóál og — 4
stlg á Gaharvita, austnoröaustan 3,
alskýjað og - 2 stíg á Akureyri, norð-
austan 3, aUkýJað og - 3 stig á Rauf
arhðfn, noröaustan 4, snjóál og — 2
stlg á Dalatanga, norðnorðaustan 4,
skýjað og — 2 stlg á Hðfn og austan
10, skýjað og 1 stlg á Stórhðfða.
í Þórshðfn var alskýjað og 3 sdg,
þokumóða og 8 stíg ( Kaupmanna-
hðfn, rlgnlng og 5 stíg í Osló, alskýjað
og 5 stíg í Stokkhólmi, skýjað og 11
stíg í London, þokumóða og 5 stíg í
Hamborg, rigning og 11 atfg í Parfs,
hálfskýjað og 8 stíg í madrid, láttskýj-
að og 14 stíg í Lissabon og þokumóða
og 11 stíg í Naw York.
Afidlát
Ragnar S. Ragnarsson, sem lézt 27.
apríl, fæddist 27. ágúst 1958. Foreldrar
hans voru Sigríður Jónsdóttir og Ragn-
ar Henrýsson. Ragnar starfaði sem vél-
stjóri á togara.
Ragnhelður Benjaminsdóttir, sem iézt
21. april, fæddist 8. júni 1891 i Syðri-
Gegnishólum í Gaulverjabæjarhreppi.
Foreldrar hennar voru Ingibjörg
Halidórsdóttir og Benjamín Jónsson.
Árið 1920 giftist Ragnheiður Eiríki
Kolbeinssyni og hófu þau búskap í
Saurbæ í Villingaholtshreppi. Þau
eignuðust 3 börn. Eiríkur lézt árið
1925.
Árið 1937 giftist Ragnheiður Sigur-
bergi Runólfssyni. Varð þeim ekki
barna auðið en ólu upp systrabörn
Sigurbergs. Árið 1971 fluttust þau að
Ási í Hveragerði og þaöan fluttist
Ragnheiður á Elli- og hjúkr-
unarheimilið Grund í Reykjavík.
Jón Jósep Jóhannesson cand. mag.,
Hátúni lOa, lézt í Landspítalanum 5.
maí.
Jóhannes Sigurðsson fyrrverandi skip-
stjóri, Auðnum Akranesi, er látinn.
Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju
föstudaginn 8. maí kl. 14.15.
Nellý Pétursdóttir, Miðhúsum Mýrar-
sýslu, verður jatðsungin frá Fossvogs-
kirkju fimmtudaginn 7. maí k. 13.30.
Leiðrétting á andlótsfregn. í andláts-
fregn í DB um Matthías Haraldsson var
sagt að hann hefði stundað nám í
læknisfræðivið Háskóla ísiands sem er
ekki rétt þar sem hann stundaði nám í
ensku bg þýzku við Háskólann.
Aðstandendur eru beðnir velvirðingar á
þessum mistökum.
Hðtíðarsýning á La Bohóme
fyrir Guðmund Jónsson og
Kristin Hallsson
í dag miðvikudag, verður sýning til heiðurs
óperusöngvurunum Guömundi Jónssyni og Kristni
Hallssyni á La Bohéme í Þjóðleikhúsinu en þeir eiga
báðir 30 ára afmæli sem óperusöngvarar á þessu
vori. Er þetta lengsti ferill íslenzkra óperusöngvara
hér heima en báðir voru þeir með í fyrstu óperu-
sýningu leikhússins, Rigoletto, fyrir réttum 30 árum.
Þetta er í fyrsta skipti að haldið er upp á starfs-
afmæli söngvara i Þjóðleikhúsinu en það hefur hins
vegar oft verið gert þegar leikarar eiga í hlut, svo
sem kunnugt er.
Guðmund Jónsson og Kristin Hallsson er að sjálf-
sögðu óþarfi aö kynna svo mjög sem báðir hafa
verið tengdir sögu óperuflutnings á íslandi.
í La Bohéme fara þeir með hlutverk Alcindoros,
fylgdarmanns Musettu, og húseigandans Benoits.
Auk hlutverka sinna í Þjóðleikhúsinu hafa þeir að
sjálfsögðu komið fram við margvísleg tækifæri sem
of langt yrði upp að telja og farið í tónleikaferðir
innan lands og utan.
Sýningum á La Bohéme er nú að ljúka að sinni þar
eð Sinfóníuhljómsveit íslands er að fara utan í
hljómleikaferð til Þýzkalands og Austurríkis og
verða síðustu sýningamar helgina 8. og 9. mai.
Það er Sveinn Einarsson sem hefur sett upp
óperuna La Bohéme með aðstoð Þuríðar Pálsdóttur
en hljómsveitarstjóri er Jean-Pierre Jacquillat og
leikmynd eftir Steinþór Sigurðsson.
Fólag einstœðra
foreldra
heldur flóamarkað í kjallara húss síns aðSkeljanesió
(leið 5 á leiðarenda) laugardaginn 9. maí kl. 14.
Margt góðra muna, sófar, skápar, baðkör, nýtt og
notað. Herraföt á litla og stóra menn.
Sölusýningin hjá
Innrömmun Sigurjóns
Innrömmun Sigurjóns heldur sölusýningu á um 60
málverkum og myndum eftir marga listamenn. Á
sýningunni eru m.a. myndir eftir Kjarval, Alfreð
Flóka, Jóhannes Geir, Sigurð Kristjánsson, Ágústu
Thors og marga fleiri.
Innrömmun Sigurjóns annast alls konar innrömm-
un þjónustu og umboðssölu á listaverkum. Sýningin
mun verðaopin til 15. maí ogalladagafrá kl. 9—18.
Jakob sýnir
á Selfossi
Fjórtán olíumyndir, 11 vatnslitamyndir og átta past-
elverk eru á málverkasýningu sem Jakob V. Hafstein
heldur í Safnahúsinu á Selfossi 2.—10. maí. Hér er
um sölusýningu að ræða hjá Jakobi og viðtökur sýn-
ingargesta hafa verið mjög góðar.
GENGIÐ
Sparisjóöur Kópavogs í mik-
illi sókn 25. ársfundur sjófls-
ins
Aðalfundur Sparisjóðs Kópavogs var haldinn
laugardaginn 4. april sl. og var þá sérstaklega minnzt
25 ára starfsafmælis sjóðsins.
Stjórnarformaöur, Sigurður Helgason sýslu-
maður, flutti skýrslu stjórnar um starfsemina siðast |
liöiö ár. Fram komu að umsvif sparisjóðsins jukust
meira en nokkru sinni fyrr og öll starfsemin efldist
mjög mikið. Aukning innstæðna var 66% og námu
þær í árslok gkr. 3.255.000.000.-
Afgreiðslusalur sparisjóðsins var stækkaður veru-
lega og færður i nýtizku horf, enda var það orðin
brýn nauðsyn vegna mikillar aukningar starfsem-
innar.
í tUefni þessara timamóta var ákveðiö að leggja
fram gkr. 10.000.000.- i byggingarsjóð Hjúkrunar-
heitniUs aldraðra I Kópavogi svo og að styrkja félag
starfsmanna sjóðsins meö gkr. 12.000.000.- til
kaupa á sumardvalarhúsi 1 landi HúsafeUs í Borgar-
firði.
Beiðni um leyfi til starfrækslu útibús i austurhluta
bæjarins hefur legið hjá stjómvöldum í rúmt ár, og
þótt henni hafi verið fylgt fast eftir af stjóm
sjóðsins, hefur leyfi ekki fengizt enn. Þrengir þetta
kosti sjóðsins meö tiUiti til frekari aukningar starf-
seminnar og þjónustu við bæjarbúa í samræmi við
stækkun bæjarins.
Stjóm sparisjóðsins skipa nú Ólafur St. Sigurðs-
son, formaöur, Jósafat J. Llndal og Pétur Maack
Þorsteinsson kjömir á aðalfundi af ábyrgöar-
mönnum og þeir Gunnar R. Magnússon og Richard
Björgvinsson kosnir af bæjarstjórn. Sparisjóðs-
stjóri er Jósafat J. Líndal.
Kapprœðufunda-
herferð um landið
Æskulýðsnefnd Alþýðubandalagsins skoraði
nýlega á Samband ungra sjálfstæðismanna í
kappræðufundarherferð um landið. Samband ungra
sjálfstæöismanna hefur þekkzt þessa áskorun Æsku-
lýðsnefndar Alþýðubandalagsins. Fundirnir verða
haldnir á timabilinu 29. apríl til 9. maí á eftirtöldum
stöðum: Reykjavík, Akranesi, Akureyri, Egilsstöð-
um, Selfossi, Vestmannaeyjum og Hafnarfirði.
Umræðuefni kappræðufundanna verður: Hvert
stefnir á íslandi, hverju þarf aö breyta?
Nú stendur yfír sýning í Norræna húsinu á norskum
Ijósmyndum I eigu Roberts Meyer sem er einn af
framámönnum ungra norskra ljósmyndara. Ljós-
myndun hefur verið viðurkennd sem listgrein i
Noregi og veitir rikið hæfustu Ijósmyndurum starfs-
styrki og ferðastyrki eins og öðrum listamönnum. í
kvöld kl. 20.30 flytur Robert Meyer fyrirlestur i
Norræna húsinu um stöðu listrænnar Ijósmyndunar
í Noregi og fjallar hann þá m.a. um myndirnar á
sýningunni. Sýningunni lýkur annað kvöld.
Krummi rakkaði niður
barnið ígarðinum
Þaö þurfti ekki að láta sér leiðast
við aö veita viðtöku krásunum sem
rikisfjölmiðlarnir bárú fram i gær-
kvöldi. Sjónvarpið bauð þó upp á
fleira sem var mér að skapi. Reyndar
þriðjudagskvöldin í sjónvarpinu oft-
ast einna mest spennandi í hverri
viku.
í hljóðvarpinu voru það bombu-
fréttir utan úr heimi sem athyglin
beindist að: hungurdauði þingmanns-
ins Bobby Sands, stjórnarkreppan í
Svíþjóð og endaiok slátraraverkfalls í
Danmörku (sem kjötætur hljóta að
fagna en fórnarlömbin — skepnurnar
— hins vegar ekki. Af skiljanlegum
ástæðum). Hvorki fleiri né færri en
fjórir fréttaritarar hljóðvarps erlend-
is komu þarna við sögu í einum og
sama fréttatímanum, þ.e. þeir sem
staðsettir eru í London, Dublin,
Stokkhólmi og Kaupmannahöfn.
Ólíkt er nú skemmtilegra og áheyri-
legra að fá fréttirnar svona beint af
vettvangi matreiddar af landanum,
en að fá þær eingöngu frá erlendum
fréttastofum. Ég legg alltaf við hlust-
ir þegar einhver hljóðvarpsmaður er-
lendis talar, hvort sem það er í frétta-
tima eða í Vettvangsþætti Sigmars og
Ástu og Morgunpóstinum.
Annars þótti mér einna merkilegast
að heyra það að Gunnar Thor. og
Vala væru farin til Svíþjóðar í opin-
bera heimsókn til Þorbjörns fram-
sóknarforsætisráðherra þarlendra.
Þorbjörn á í hinu mesta basli við að
hanga í stólnum, enda er einn stjórn-
arflokkurinn hlaupinn á dyr. Og
Ólafur Pálmi toppkrati leyfir sér að
kætast. Merkilegt hlýtur að vera fyrir
íslenzku forsætisráðherrahjónin að
sitja dýrindis veislur og fagnaði á
rústum hægristjórnarinnar í Svíþjóð.
Skyldi Gunnar kannski veita Þor-
birni góð ráð við að tjasla saman
fleyinu?
í Vettvangsþættinum rakkaði
Krummi Gunnlaugsson niður Barnið
í garðinum hjá Leikfélaginu og Jón
Viðar skammaðist út af leikritaflutn-
ingi í hljóðvarpi. Það er nú orðið eins
og sá piltur hjakki stöðugt í sama fari
á sömu plötunni.
Þátturinn um sögu ljósmyndunar í
sjónvarpinu þykir mér afbragðs
góður og vel fluttur. Hallmar Sig-
urðsson er lesari í betra lagi og þýð-
ing Guðna á Læk spillir ekki fyrir.
Lítið gengur löggustráknum okkar
í Úr læðingi að leysa gátuna um hver
kálaði Ritu. Ég á fullt í fangi með að
rifja upp hver hin og þessi persóna sé
sem birtist. Menn ryðga í ættfræði
sögupersónanna á þeirri viku sem
líður á milli þáttanna. Nema þá að
þeir séu fjandanum manngiöggari.
Skrambi er þetta þó allt saman
spennandi!
f lokin horfði ég dúlítið á endur-
sýndan þátt um lífið undir EyjafjöU-
unum. Hann hafði ég ekki séð áður
9g þótti góður. Magnús Bjarnfreðs-
son er alltaf notalegur lesari en text-
inn með þessari mynd var fullhátíð-
legur á köflum. Það má gjarnan vera
léttara yfirbragð, enda greinilega létt
yfir mönnum og dýrum undir björg-
unum.
GENGISSKRÁNING Ferðamanna-
Nr.83-6. maf 1981 gjaldeyrir
Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala
1 Bandarfkjadollar 6,796 6,814 7,496
1 Steriingspund 14,353 14,391 15,830
1 Kanadadollar 6,652 5,667 6,234
1 Dönsk króna 0,9605 0,9530 1,0483
1 Norskkróna U086 1A116 1,3330
1 Sœnsk króna 1,3942 1,3979 1,6377
1 Finnsktmark 1,5900 1,5942 1,7636
1 Franskur franki 1,2569 1,2692 1,3861
1 Belg. franki 0,1834 0,1839 0,2023
1 Svissn. franki 3,2807 3,2894 3,6183
1 Hollenzk floripa 2,6968 2,7040 2^744
1 V.-þýzktmark 2,9948 3,0028 3,3031
1 (tölsk líra 0,00602 0,00603 0,00663
1 Austurr. Sch. 0,4238 0,4249 0,4674
1 Portug. Escudo 0,1128 0,1131 0,1244
1 Spánskur pasetí 0,0746 0,0748 0,0823
1 Japansktyen 0,03119 0,03127 0,03440
1 irsktound 10,947 10,978 12^)74
SDR (sórstök dréttarréttlndi) 8/1 8,0467 8J)671
Simsvari vegna gengisskráningar 22190.
mr
I
GÆRKVÖLDI
ATLI RUNAR
HALLDÓRSRON
Útivistarferðir
Miðvikud. 6.5 kl. 20.
Úlfarsfell, létt kvöldganga. Vcrð 40 kr. Farið frá
B.S.Í. vcstanverðu.
Útivist 7, ársrit 1981, komið, óskast sótt á skrifst.
Fyrirlestrar
Ljósmyndasýning
og fyrirlestur
AA-samtökin
í dag, miðvikudag, verða fundir á vegum AA-sam-
takanna sem hér segir: Tjarnargata 5 (s. 91-12010)
kl. 12(opinn), 14, 18og21. Grensás, Safnaðarheim-
ili kl. 21, Hallgrímskirkja kl. 21. Akranes (93-2540)
Suðurgata 102 kl. 21. Borgames, Skúlagata 13, kl.
21. Fáskrúðsfjörður, Félagsheinilið Skrúður, kl.
20.30. Höfn, Hornafiröi Miðtún 21, kl. 21.
Keflavík (92-1800), Klapparst 7 Enska, kl. 21.00.
Á morgun, flmmtudag, verða fundir i hádeginu
sem hér segir: Tjarnargata 5, græna húsið, kl. 14.
Kvenfólag
Hallgrímskirkju
Síöasti fundurinn á þessu starfsári verður nk.
fimmtud. 7. maí • kl. 20.30 í félagsheimilinu. Sumri
fagnað. Mætið vel og stundvíslega.
Kvenfðlag
Kópavogs
Gestafundur félagsins verður haldinn flmmtudaginn
'7. mai í félagsheimilinu kl. 20.30. Gestir fundarins
verða úr Kvenfélagi Keflavikur.
Aðalftmdir
Þroskaþjálfar
Aðalfundur félags þroskaþjálfa verður haldinn mið-
vikudaginn 6. mai kl. 20.30 að Grettisgötu 89,
Reykjavik. Mætumöll.
Átthagafólag
Strandamanna
heldur vorfagnað sinn í Domus Medica laugardag-
inn 9. maí kl. 21. Allur ágóði rennur til sumarhúss
félagsins.