Dagblaðið - 06.05.1981, Qupperneq 27
27
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ1981.
Útvarp
Sjónvarp
D
\
DALLAS—sjónvarp kl. 21,15:
Vinsælasti myndaflokkurinn
sem hefur verið framleiddur
—fjallar um geysiauðuga og volduga f jölskyldu sem einskis svíf st í f jármálaviðskiptum
Myndaflokkurinn Dallas hefur
göngu sina í sjónvarpinu í kvöld.
Sjálfsagt hafa lesendur flestir heyrt
minnzt á hann áður því hann hefur
verið sýndur víða um heim og vakið
mikla athygli. Áttatíu sjónvarps-
stöðvar eru með Dallas á dagskrá og
er talið að um 400 milljónir manna,
tíundi hluti mannkyns, fylgist með
honum. í Bandaríkjunum einum er
talið að 40 milljónir manna sitji fyrir
framan sjónvarpið þegar Dallas er
rennt í gegn á föstudagskvöldum.
Dallas fjallar um geysiauðuga og
volduga fjölskyldu í Texas, Ewing-
fjölskylduna. Það er engin tilviljun
að þessi fjölskylda skuli vera auðug
því meðhmirnir setja fátt fyrir sig
þegaj gróðavon er annars vegar. Svik
og prettir eru þau ráð sem gjarnan
eru notuð til að auðgast.
' ' ' '*■!
S ' ' ,V.N|
Heimill hinnar vellauðugu Ewing-fjölskyldu.
Stórstirnið í Dallas myndaflokkn-
um er Larry Hagman, 49 ára gamall,
giftur og tveggja barna faðir. Móðir
hans, Mary Martin, er stórt nafn á
Broadway en faðir hans, Ben, var
lögfræðingur í Texas og flestum
brögðum kunnur. Foreldrarnir skildu
þegar Larry var fimm ára gamall svo
fram á táningsaldur var hann ýmist í
heimavistarskólum eða þá að tjalda-
baki i leikhúsum. Á sextánda ári
ákvaö hann að setjast að hjá föður
sínum í Weatherford, Texas, en Ben
var þá i framboði til öldungadeildar.
Larry var skipaður bílstjóri og fékk
svo sannarlega tækifæri til þess að
kynnast heimi þeirra er einhvers
máttu sín í Texas. Telur hann misk-
unnarleysi það og eigingirni, er fram
kemur i hlutverki hans, J.R. Ewing,
vera hreinasta barnaleik samanborið
við þá hluti sem hann varö vitni að í
þá daga. Þetta hefur hann hagnýtt sér
óspart í J.R.-túIkun sinni; er blið-
mæltastur þegar honum gengur hið
versta til og viröist aldrei heiðarlegri
en þegar slægðin er að baki.
Larry Hagman hefur leikiö ýmis
minni háttar hlutverk í kvikmyndum
en var þó eftirminnilegastur í The
Group. Einna þekktastur mun hann
vera hérlendis fyrir hlutverk sitt í
Dísu, sem sjónvarpið sýndi á sínum
tima, auk þess lék hann í The Edge of
Night um tveggja ára bil.
Hagman var orðinn heldur lang-
leiður á bragödaufum hlutverkum
þegar honum barst handritið að
Dallas sem honum þótti mikið til
koma, eða eins og hann sjálfur kemst
að orði: „Það var ekki ein einasta
viðkunnanleg manneskja í því. Jafn-
vel móðirin var fráhrindandi. Ég var
orðinn leiður á verkefnum þar sem
allir voru elskulegir, hlýir og notaleg-
ir.”
Túlkun Hagman á J.R. hefur gert
hann gulls ígUdi fyrir aðstandendur
Dallas-þáttanna enda gætti hann sín
á því að endurtaka ekki mistökin sem
honum urðu á í Disu en þar fékk
hann ekki neinn ágóða fram yfir um-
samið kaup. Þegar í ljós kom hversu
vel Dallas ætlaði að ganga fór stjarn-
an einfaldlega i verkfaU og harðneit-
aði að snúa aftur til vinnu fyrr en
hann fengi stærri og vænni bita af
kökunni. Það tókst með miklum
ágætum og aðferðum sem hefðu
verið J.R. til sóma.
Þýtt og endursagt úr Tirne.
F.G.
Larry Hagman i hlutverki J.R.Ewing.
-------------
Larry Hagman:
Stórstimið í Dallas
Fjölskyldufaðirinn, Jock Ewing, fjandseminni eins og vera ber með
lagðigrunninnaðfjölskylduauðnum. rótgrónar hefðir. J.R. ber fána Ew-
Hann og félagi hans, Digger Barnes, inganna en Cliff, hálfbróðir Pam,
sköpuðu í upphafi mikinn auð og bögglast við að koma honum fyrir
efniviðurinn var olía. Vináttan og kattarnef og þaö af virðingarverðri
samvinnan fóru veg allrar veraldar en þrautseigju.
Ewing tókst að sölsa undir sig me.st Cliff, sonur Diggers, er lögfræð-
af fjármagninu. Ekki bætti ú: að ingur að mennt. Hann vinnur að því
hann hirti konu af Barnes í leiðmni, að kanna viðskipti Ewing-fyrirtækis-
Ellie, sem Barnes hafði unnað af eins ins í þeirri von að geta upplýst sak-
heilum hug og honum var auðið. næm athæfi. Þannig vonast hann til
Fjörutíu árum síðar var Ewing Oil að geta hefnt föður síns sem lenti í
orðið mikið og öflugt bákn og Ellie klóm Bakkusar.
og Jock Ewing höfðu aukið kyn sitt J.R. Ewing, potturinn og pannan í
um þrjá syni. J.R. (Larry Hagman) Ewing-veldinu, er mjög kaldrifjaður
tók við stjórn fyrirtækisins úr náungi sem svífst einskis. Virðist sem
höndum toðu. síns sem dró sig í hlé. ekkert mannlegt sé til i honum. Enda
J.R. átti sér fyrir eiginkonu fyrrver- hata allir, sem horfa á Dallas, þennan
andi fegurðardrottningu Texas, Sue J.R. Hatrið er svo mikið að Larry
Ellen. Miðsonurinn, Gary, reyndist Hagman hefur fengið ótal líflátshót-
til lítils nýtur annars en eignast heldur ^nir M sjónvarpsáhorfenH
ótraustvekjandi dóttur, Lucy. Yngsti sem lítinn mun /irðast gera á r un
sonurinn, Bobby, sýndi það fádæma vt r jikammi og því Ieikna.
skilningsleysi á viðteknar fjölskyldu- Sjónvarpið hefur keypt 29 þætti af
hefðir að taka sér fyrir eiginkonu Dallas en þegai hafa verið framleidd-
Pamelu, eða Pam, dóttur erkifjand- ir á milli 80 og 90 þættir. Mynda-
ans og fyrrverandi vinarins, Digger flokkurinn er talinn sá vinsælasti sem
Barnes. Énda lendir vesalings konan hingað til hefur verið gerður í heimin-
milli tveggja elda því tveir efnilegir un en á eftir honum að vinsældum
hafa nú tekið að sér að viðhalda koma Prúðu leikararnir. -FG/KMU.
BIAÐIÐ
óskar eftir að ráða:
Bókasafnsjrœðing
til starfa við heimildasafn ritstjórnar.
Starfssvið: Dagleg umsjón með heimildasafni, flokkun og
skráning á filmum, Ijósmyndum, úrklippum og bókum,
upplýsingaþjónusta og heimildaleitir.
Aðstoðarmann
til starfa við heimildasafn ritstjórnar.
Starfssvið:Vélritun, röðun á safnefni, afgreiðsla o.fl.
Upplýsingar um fyrri störf og menntun sendist Dag-
blaðinu fyrir 10. maí nk. merkt „Safnvörður”.