Dagblaðið - 07.05.1981, Page 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1981.
Óneitanlega tekur Reykjavíkurflug
völlur upp mikið og dýrmætt land
svæði i hjarta Reykjavíkur.
Kjallarinn
Bolli Héðinsson
En menn skulu ekki halda að for-
ráðamenn sveitarfélaganna á höfuð-
borgarsvæðinu muni hafa forgöngu
um slíka sameiningu. Sameining
sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæð-
inu á einfaldiega ekki upp á pail-
borðið meðal forráðamannanna
vegna hreppapólitíkur. Allskyns
lúsarsjónarmið standa í vegi fyrir
slíkri sameiningu svo frumkvæðið að
henni mun aldrei koma frá sveitar-
stjómarmönnum. Hér verður lög-
gjafinn að koma til og sameina þessi
sveitarfélög enda augljósir hagsmunir
alls þjóðfélagsins af sparnaði þeim er
næðist við slika sameiningu.
Ekki nýjan flugvöll
Þegar rætt er um flutning Reykja-
víkurflugvallar úr Vatnsmýrinni er
yfirleitt í sömu andrá talað um bygg-
ingu nýs innanlandsflugvallar í
Kapelluhrauni. Hinsvegar er slíkt
meingallað, því hversvegna á að vera
að reisa nýjan flugvöll svo nærri
milliIandaflugvelUnum í Keflavík?
Augljóslega væri best að geta nýtt
KeflavíkurflugvöU fyrir hvort-
tveggja, miUUanda- og innanlands-
flug, ekki hvað síst í ljósi hinnar sí-
minnkandi millilandaumferðar sem
er um vöUinn.
En því aðeins er raunhæft að hugsa
sér að hægt sé að nota Keflavíkur-
flugvöll tU innanlandsflugs, að
tryggðar séu fljótar og öruggar sam-
göngur við flugvölUnn. TU að tryggja
slíkt mætti byggja „segulsvifbraut”
(SSB) er lægi frá miðborg Reykja-
víkur beint að flugstöðinni á Kefla-
vUcurflugveUi. Segulsvifbraut er
nokkurskonar járnbráut er þróuð
hefur verið á undanförnum ámm er-
lendis og verið kölluð járnbraut án
hjóla og flugvél án vængja. Braut er
Uggur á stöplum nokkra metra ofan
við jörðu og ekur með geysUegum
hraða. Án viðstöðu mætti hugsa sér
að ferð með slíku farartæki frá mið-
borg Reykjavíkur upp á Keflavíkur-
flugvöU tæki e.t.v.ekki nema 15—20
mínútur. Mætti vel hugsa sér að í
hinum nýja miðbæ Reykjavíkur sem
skipulagður yrði í Vatnsmýrinni, yrði
komið fyrir brottfararstöð slikrar
brautar. Brottfararstöðin gæti verið í
tengslum við Umferðarmiðstöðina
svo þar tengdust saman innan- og
utanlandsflug við rútuferðir. A
brottfararstöðmni í Vatnsmýrinni
mætti tilkynna brottför flugs frá
KeflavíkurflugvelU og stigu þá far-
þegar um borð í segulsvifbraut er
síðan æki viðstöðuiaust beint inn í
flugstöðina á KeflavikurflugveUi.
Endastöð brautar af þessu tagi, meö
viðgerða- og viöhaldsþjónustu er
slíku fylgdi, gæti veriö í Keflavík svo
með því mætti auka á fjölbreytni at-
vinnulífsins á Suðurnesjum. Fyrst nú
stendur fyrir dyrum gerð nýrrar flug-
stöðvar á KeflavíkurflugveUi væri
kjörið að reisa hana með tilliti til
segulsvifbrautar af því tagi sem hér er
lýst. Segulsvifbraut gæti auk þess
þjónað töluverðum fólksflutningum
innan höfuðborgarsvæðisins og út á
Suðurnes þó svo að ferðir á flugvöll-
inn hefðu forgang á brautinni í sam-
ræmi við brottför flugvéla af Kefla-
víkurflugvelli.
Frambúðarlausn
Hugmyndin um segulsvifbraut er
sett hér fram sem valkostur í stað
byggingar á flugvelli í Kapelluhrauni.
Það skal tekið fram að aUar upp-
hæðir í sambandi við byggingu segul-
svifbrautar eru mér ókunnar og sjálf-
sagt verulega háar. Hinsvegar ber að
skoða hvort þar sé ekki um fram-
búðarlausn að ræða í stað tjalds til
einnar nætur eins og menn freistast
til að ætla að flugvöUur í KapeUu-
hrauni sé.
Hvað sem öðru líður er óhætt að
segja að höfuðborgarsvæðið standi á
tímamótum skipulagslega séð. Hinni
miklu þenslu svæðisins er lokið. Frá-
leitt er að ætla að fólksfjölgun verði
jafn ör á svæðinu á næstu áratugum
og áratugina á undan. Nú er kjörið
tækifæri til að hætta markvissri og
skipulagslítilli byggðaþróun út og
suður en huga þess í stað að þvi að
bæta misfellurnar i skipulagsmálum
höfuðborgarsvæðisins alls, sem I ljós
hafa komið á undanförnum árum.
Bolli Héðinsson.
skuttogarakaupa erlendis. Þessi
heimild var veitt á sínum tíma til
þess að örva kaup á skuttogurum.
Nú eru aðstæður gerbreyttar.
Nýliðin reynsla af frammistöðu
ríkisstjómarinnar gefur tilefni til
að afnema þessa heimild. Koma
mál af þessu tagi þá til kasta
Alþingis eins og aðrar ríkis-
ábyrgðir.
2. Samkvæmt frumvarpi um hag-
kvæmni í stærð og endurnýjun
skipastólsins eru sett lög um það
að nýjar viðbætur við fiskiskipa-
flotann á hverjum tíma fram til
1985 megi ekki fara fram úr 50%
af meðalúrfalli úr flotanum næstu
2 ár á undan og er það miðað við
brúttórúmlestatölu. Þó eru
ákvæöi um bann við fiskiskipa-
innflutningi árin 1981 og 82 og
tiltekið hámark á innanlandsmið-
um á sama tíma. Þetta er gert til
þess að draga úr stærð flotans en
hann hefur haft tilhneigingu til
þess að halda áfram að vaxa þótt
veiðiskömmtun sanni að afköst
flotans eru umfram afraksturs-^
getu fiskistofnanna.
3. í frumvarpi um eflingu aldurs-
lagatryggingar eru sett lög um
aukningu úreldingarstyrkja til
þess að skapa aukið svigrúm til
endurnýjunar.
Yfirklór
Viðbrögð ríkisstjómarinnar við
þessum frumvörpum voru önugheit
og nöldur. Þótt ýmsir talsmenn
hennar neyddust til þess að viður-
kenna vandamálin slógu þeir ýmist úr
eða í. Sjávarútvegsráðherra sagði
ýmist að fiskiskipastóllinn væri of
stór eða hæfilega stór. Nú hefur hann
hins vegar sett reglugerð um þessi
efni. Þvi miður verður ekki annað
séð en hún reynist haldlítil og verði
þvi nánast að lita á hana sem yfir-
klór.
Skylda stjórnvalda
Ýmsir hafa undrast það, að sífellt
skuli vera ásókn i ný fískiskip, þótt
afkoma sé léleg og erfitt að sjá
rekstrargrundvöll fyrir ýmis þau skip
sem í flotann bætast. Skýringin á
þessu er vafalaust sú að útgerðar-
aðilar byggja það á reynslunni að
stjórnvöld hlaupi undir bagga þegar i
harðbakka slær.
Á hinn bóginn er vert að leggja
áherslu á að hver einstakur útgerðar-
aðili keppist vitaskuld við að ná sem
mestu i sinn hlut, án tillits til þess að
aukin aflabrögð hans eru á kostnað
allra annarra i greininni þegar
heildarafli er takmarkaður. Þetta er
að ýmsu leyti eðlilegt en birtist m.a. i
ásókn i ný skip. En einmitt það, að
málum skuli svona háttað, leggur
Kjallarinn
KjartanJóhannsson
stjórnvöldum ríkar skyldur á herðar.
Einmitt af þessum sökum verða
stjórnvöld að tryggja hæfilega stærð
skipastólsins og hindra ofvöxt hans.
Fiskveiðlstefna án takmörkunar á
stærð skipastólsins er markleysa.
Q „Ýmsir hafa undrast þaö, aö sífellt skuli
vera ásókn í ný fiskiskip þótt afkoma sé
léleg og erfitt aö sjá rekstrargrundvöll fyrir
ýmis þau skip sem í flotann bætast. Skýringin
er vafalaust sú aö útgerðaraðilar byggja þaö á
reynslunni aö stjórnvöld hlaupi undir bagga
þegar í harðbakka slær.”
Eðlileg endurnýjun, en
viðbœtur sóu minni en
brottfall
Jafnframt því að stefna að hag-
kvæmari stærö skipastólsins verður
að vinna að því að fiskiskipin séu vel
búin og veiti góöan aðbúnað. Eðlileg
framþróun og endurnýjun verður að
eiga sér stað. Þótt togaraflotinn sé til-
tölulega nýr er ljóst að bátaflotinn er
að ýmsu leyti úr sér genginn og
þarfnast endurnýjunar og endurbóta.
Að slikri þróun verður að stefna en
það verður að gerast innan þeirra
marka að heilarskipastóllinn vaxi
ekki heldur verði úr honum dregið.
Innan þess ramma verður vitaskuld
að setja reglur um hvernig endur-
nýjunskuli hagaö.
Samrœmi veiða,
vinnslu og atvinnu
Meðan fiskiskipastóllinn var ekki
stærri en svo, að sóknargeta hans var
minni en svaraði til afrakstursgetu
fiskistotnanna, þá þurftu menn ekki
að hafa áhyggjur af flotastærðinni.
Þá var nærtækt að bæta atvinnu-
ástand í tilteknu plássi með því að
bæta fiskiskipi í flotann sem færi þá í
þetta tiltekna sjávarpláss. Nú eru
hins vegar viðhorfin önnur. Þegar
ekki er unnt að auka heilaraflann
verður viðbót af þessu tagi á kostnað
heildarinnar. Þá er ekki lengur
skynsamlegt að ætla sér jöfnun á hrá-
efnisaðdráttum milli staða með aukn-
um skipakaupum til landsins. Á hinn
bóginn eru margvísleg dæmi um það
að svo mikill afli berist á Iand á einu
landshorni að hann skemmist á
sama tíma og hráefnisskortur ríkir i
fiskvinnslu i öðrum landshlutum.
Sömuleiðis eru dæmi um þaö, að
ráöist er í togarakaup, til að mæta
þörf fyrir tiltölulega litla hráefnisvið-
bót í tilteknum plássum og hafa
menn dæmi af þvi tagi fyrir augun-
um.
Raunheef stefnumörk-
un eða „landbúnaðar-
vandamál" í fiskveið-
unum
Án átaks í aukinni úreldingu og
markvissrar heildarstefnu í skipa-
stólsmálum mun fiskiskipastóllinn
halda áfram að vaxa. T.d. ér þegar
fyrirsjáanleg nettóviðbót á þessu ári
uppá ca2000tonn.
Vandamálið sem við er að fást er í
rauninni þríþætt:
1. Hafa hemil á og draga úr stærð
flotans.
2. Sjá dl þess að eðlileg endumýjun
ged átt sér stað.
3. Tryggja sem jafnasta hráefnisað-
drætti milli staða með tilliti dl at-
vinnuþarfar ogafkastagetu.
Lagafrumvörpum okkar Alþýðu-
flokksmanna er ætlað að bregðast
við þessum vanda með víðtækum og
fastmótuðum hætti. Yfirklór,
sýndarmennska og undanlátssemi
verður að hætta. Án raunhæfrar
stefnumörkunar rýrumviðlífskjörin i
landinu. Við skulum gæta þess að
búa ekki til „Iandbúnaðarvandamál”
í fiskveiðunum.
Kjartan Jóhannsson
alþingismaður.